Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2003, Blaðsíða 10
Beck í samstarfshug Beck er í miklum sam- starfshug þessa dagana. Tónleikaferðin með Flaming Lips á síðasta ári tókst það vel að nú er stefnt á að þeir geri plötu saman. Sú plata ætti að verða spcnnandi fyrir marga þvf að eins og kunnugt er voru plötur þeirra beggja meðal bestu platna síðasta árs að áliti margra tónlistar- áhugamanna. En Beck er með fleiri samvinnuverkefni á borðinu. Hann er að sögn að vinna að pönkplötu með Gorillaz-pródúsernum Dan The Automator og svo er plata líka fyrirhuguð með öðrum upp- tökusnillingi, sjálfum Timbaland en það hefur lengi staðið til að þeir gerðu eitthvað saman. Þeir fjölmörgu sem fannst Sea Change frábær ættu samt ekki að örvænta, henni verð- ur fylgt eftir með annarri plötu í svipuðum stíl,jafnvel strax á þessu ári. Nóg að gera hjá Neptunes Þeir Pharrell Williams og Chad Hugo, öðru nafni Thc Neptunes, eru eftirsóttustu pródúserarnir vestanhafs þessa dagana. Það verður nóg að gera hjá þeim á nýju ári. Meðal verkefna sem liggja fyrir er lag á fyrstu sólóptötu Beyoncé Knowles, lög á næstu plötu Busta Rhymes, tvö lög á væntanlegri plötu Foxy Brown og a.m.k. tvö lög á Limp Bizkit-plötunni sem er í vinnslu, en þau eru sögð undir áhrifum frá asískri tónlist. Neptunes koma líka við sögu hjá rokksveitunum Blink 182 og Sugar Ray og svo eiga þeir þrjú til fjögur lög á næstu plötu Britney Spears, en hún hefur víst líka talað við bæði Air og Daft Punk en óvfst er hvort eitthvað kom út úr því. Auk þess eru þeir að vinna með Thc Clipse, Supercat og Rosco P. Goldchain að plötum scm koma út hjá plötufyrir- tækinu þeirra Star Tracks og loks ber að geta þess að þeir eru að gera nýja N*E*R*D plötu til að fylgja eftir frumburð- inum, In Search Of... sem kom út í fyrra ... Air semur tónlist við skáldsögu Næsta plata franska dúósins Air verður með hetd- ur óvenjulegu sniði. City Reading (Tre Storie Western) sem kemur út 25. mars innihcldur tónlist sem þeir félagar gerðu fyrir upp lestur á skáldsögunni City eftir ítalska rithöfundinn Al essandro Baricco, en hún fjallar um ungan stærðfræð- isnilling með mjögsvo frjótt fmyndunarafl. Airvar boðið að spila undir upplestri Bariccos í nóvember sl. og urðu félag- arnir svo spenntir fyrir verkefninu að þeir ákváðu að gefa það út á plötu. Það var Radiohead upptökumaðurinn Nigel Godrich sem hljóðblandaði plötuna sem er rúmlega klukku tími á lengd og inniheldur þrjú verk, La Putana Di Closing Town, Caccia All’uomo og Bird. Næsta eiginlega Air-plata er svo væntanleg seinna á árinu. JACK WHITE I DI5KO-STELLINGUM Það er nóg að gera hjá karlhelmingi The White Stripes þessa dagana. í fyrsta lagi er fjórða White Stripcs platan, El- ephant, væntanleg í apríl. í öðru lagi mun Jack White semja hluta tónlistarinnar og leika sem Anthony Minghella (sem i' kvikmyndinni Cold Mountain m.a. gerði The English Patient) leikstýrir. Hann leikur þar eigin- mann Renée Zellweger. í þriðja lagi syngur Jack í laginu Dang- er! High Voltage með hljóm- sveitinni Electric Six, en hún er skipuð gömlum vinum hans frá Detroit. Lagið, sem er einhvers konar rokk-diskó blanda, þykir vera fyrsta frábæra lagið á ár- inu 2003, en hljómsveitin hefur starfað sfðan 1997. Kvikmyndin 8 Mile með „reiðu Ijóskunní" Eminem er frumsýnd í dag. Trausti Júlíusson leit á myndina, sem er lauslega byggð á ævi Eminems, og hlustaði á plöturnar tvær sem komnar eru út í tengsl- um við hana. Battlað \ bílaborginni „Þetta væri allt svo tómlegt án mín,“ syng- ur Eminem í laginu Without Me. Það finnst kannski einhverjum hann taka stórt upp í sig, en hann hefur samt nokkuð til síns máls. Eminem er tvímælalaust maður síðasta árs í bandarísku poppi. Hann á langmest seldu plötuna, Eminem Show, og líka fimmtu mest seldu plötuna, 8 Mile sem er enn á toppnum á Billboard-listanum og á örugglega effir að seljast helling í viðbót. Myndbandið við Wit- hout Me er þegar farið að vinna verðlaun og þegar þetta er skrifað er lagið Lose Yourself af 8 Mile búið að vera 11 vikur á toppi banda- rfska smáskífúlistans ... Fyrir utan allt þetta lék Eminem í mynd- inni 8 Mile sem var frumsýnd í Bandaríkjun- um seint á síðasta ári og er ffumsýnd víða í Evrópu í dag, m.a. á Islandi. Oft þegar popp- arar reyna fyrir sér á hvíta tjaldinu verður út- koman hræði- leg (Britney Spears er ný- legt dæmi) eða í besta falli vandræðaleg (Madonna ...) en hvað Eminem varð- ar hefur hans ffammistaða alls staðar fengið mjög góða dóma og menn eru í al- vöru famir að véífa því fyrir sér hvort hann verði til- nefndur til óskarsverð- launa. En um hvað fjallar þá 8 Mile? Rappeinvígi og lífið vitlausu MEGIN VIÐ 8 MlLE Kvikmyndin 8 Mile er lauslega byggð á ævi Eminem sjálfs. Hún gerist í Detroit þar sem Marshall Mathers (öðm nafni Eminem eða Slim Shady) byrjaði að rappa og eins og hann býr aðalsöguhetjan Jimmy Smith Jr. (öðm nafni Rabbit eða B-Rabbit) með alvar- lega vanstilltri móður sinni en fað- irinn' er hvergi sjáanlegur. Eminem var (og er) meðlimur í rappgenginu D12 en Rabbit er í rappgenginu 313. Hvomtveggja er tilvísun í heimaborgina, D-ið í D12 stendur fyrir Detroit og 313 er póstnúmerið. 8 Mile er gata sem skiptir Detroit, öðrum megin búa fátækir, mest blökkumenn, hinum megin er hverfi vel stæðra, þar búa aðallega hvítir. Eins og Eminem elst Rabbit upp þeim megin við 8 Mile göt- una sem svertingjamir búa. Myndin er ekki saga Eminem, en hún styðst við atburði úr lífi hans, enda settist hann niður með handritshöfúndinum Scott Silver og rifjaði upp með honum sögu sína. í upphafi myndarinnar sjáum við Rabbit taka þátt í rapp- einvígi í helsta hip-hop klúbbnum f hverfinu. Þegar kemur að honum frýs hann og kemur ekki upp orði. Myndin gengur öðmm þræði út á líf Rabbits og áætlanir (hann vinnur í bíla- partaverksmiðju) en um leið um ffama hans sem rappara. Hann tekur þátt í ófáum einvígjunum í myndinni, en Eminem sjálfur vakti fyrst athygli í rímnaflæðikeppn- um, m.a. á klúbbum eins og Kitchen, Hip-Hop og The Shelter sem sjáum í myndinni. Nokkrir frægir rapparar fara með smáhlutverk í myndinni og „battla“, þ.á m. Proof úr D-12, Obie Trice og Xzibit. Þeir koma líka allir við sögu á plötunni 8 Mile sem eins og áður seg- ir var fimmta mest selda platan í Bandarfkjunum á sfðasta ári. Tvær ólíkar 8 Mile-plötur Það eru tvær plötur komnar út í tengslum við myndina. Fyrst skal nefna 8 Mile, Music From & In- spired By The Film sem kom út á sama tíma og myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum. Hún inniheldur 16 ný lög með Eminem sjálfúm, Jay-Z, Xzibit, Nas, Rakim, Gangstarr og Macy Gray og svo með listamönnum plötuútgáfúnnar Shady Records sem Eminem rekur, D-12, Obie Trice og 50 Cent. Sá síðastnefndi er ein af björtustu vonunum í bandarfsku hip- hoppi þessa dagana. Fyrsta sólóplat- an hans, Get Rich Or Die Trying, er væntanleg í febrúar, en á henni vinnur hann m.a. með Dr. Dre, Eminem og Trinu. 50 Cent á lagið Wanksta á 8 Mile-plötunni, en það hefúr notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og á eins og Loose Yourself stóran þátt í vin- sældum plötunnar. Hin platan heitir More Music From 8 Mile og kom út núna í vikunni. Hún er af allt öðru sauðahúsi. 8 Mile gerist árið 1995 og More Music ... hefúr að geyma 13 lög sem voru vinsæl í hip-hop partíum á þeim tíma, m.a. Shook Ones með Mobb Deep, Juicy með Notorious B.I.G. , Feel Me Flow með Naughty By Nature, Player’s Ball með Outkast, Shim- my Shimmy Ya með Ol’ Dirty Bastard, You’re All I Need með Method Man og Mary J. Blige og lög með Tupac, MC Breed, Jr. Mafia, Pharcyde og Wu-Tang Clan. More Music ... hefúr fengið mjög góða dóma og þykir hafa náð að fanga stemninguna í hip-hoppinu á þessum tíma sérstaklega vel. 17. janúar 2003 hva& f vrk skemmtileaar niðurstaða hvern? staðreyndir New York rapp-kóngurinn Sean Carter, ööru nafni Jay-Z, er hér mættur með 7. sólóplötu sína á jafn mörgum árum og í þetta skiptið er hún tvöföld. Afköst hans eru annáluð. Fyrr á árinu 2002 komu út með honum MTV Unplugged plata og svo dúóplatan The Best of Both Worlds sem hann gerði með R Kelly, en flestir eru reyndar að reyna að gleyma þeim mistökum. Jay-Z nýtur vaxandi vinsælda og virð- ingar úti um allan heim. Bæði er hann flottur rappari og svo er hann óhrædd- ur við að reyna nýja hluti í tónlist. Hér fær hann ofur-pródúserinn Timbaland enn einu sinni til liðs við sig en auk hans eiga Dr. Dre, Just Blaze, Kanye West o.fl. lög á plötunni. Ásamt Nas er Jay-Z aðalmaðurinn í New York-rappinu þessa dagana. Þessi plata er framhald plötunnar Blueprint sem kom út 2001 og fékk frábærar viðtökur. Þaö er hellingur af gestum hér, Faith Evans og Notorious B.I.G. (R.I.P.), Dr. Dre, Rakim, Big Boi úr Outkast, M.O.P., Beanie Sigel & Scarface, Memphis Bleek, Beyoncé Knowles úr Oestiny’s Child sem syng- ur á móti Jay-Z í laginu 03 Bonnie & Clyde og rokkarinn Lenny Kravitz. Þegar rapparar hafa gefið út tvöfaldar plötur hingað til þá hefur það ekki reynst vel. Hjá Jay-Z tekst þetta næstum þvi al- veg. Það eru engin uppfyllingarfög hér og platan er nógu fjölbreytt og vel gerö til þess að halda athyglinni í þessar rúmu 100 mín. Sumt virkar samt ekki alveg, Ld. lagiö Guns & Roses sem Jay-Z gerir með Lenny Kravitz. Vont. 1 heildina samt finn gripur. trausti Júliusson Hér er á ferðinni ný safnplata frá Skint- útgáfunni I Brighton en hún er þekkt- ust fyrir að vera útgáfan sem gefur út plötur Fatboy Slim. Þetta er tvöfaldur diskur. Fyrri platan .That Was Then" inniheldur 12 af þekktustu lögum út- gáfunnar. Á þeim seinni, .This Is Now', er að fmna ný lög og sjaldgæf mix. Skint-útgáfan er þekktust fýrir big- beat-tónlist, en þegar maöur hlustar á þetta safn þá heyrir maður að fjöl- breytnin hefur alltaf veriö mikil. Meðal flytjenda eru Fatboy Slim, Bentley Rhythm Ace, Lo Fidelity Allstars, Mid- fiaeld General, Space Raiders, Cut La Roc, Indian Ropeman, Freq Nasty, Danmass og X-Press 2 með og án David Byme. Samhliöa hljómplötunni kemur út DVDdiskur með öllum helstu mynd- böndunum sem útgáfan hefur sent frá sér, sögu hennar og ýmsum öðru efni. Ég hef enn ekki séð diskinn en ef mað- ur miðar við myndböndin hans Fatboy sem mörg eru á meðal þeirra flottustu undanfarin ár þá ætti þaö að vera nokkuð þéttur pakki. Þetta er mjög vel lukkað safn og fínn vitnisburður um Skint-útgáfuna. Maður er að vísu búinn að fá leiða á sumum af gömlu lögunum (Santa Cruz, Bentley’s Gonna Sort You Out, Lazy...) en seinni diskurinn bætir það upp. Timo Maas mixið af Star 69 og Koma & Bones mixið af Smoke Machine eru t.d. bæði mikil snilld. trausti júlíusson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.