Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2003, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2003, Blaðsíða 7
Leikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir er kona eigi einsömui. Hún væntir síns fyrsta barns eftir rúma tvo mánuði en hugsanlega er þar um að kenna frjósemisdansi sem dansaður var í brúðkaupi hennar og tónlistarmannsins Stefáns Más Magnússonar síðastliðið sumar. Frjósemisdansinn bar órangur „Það var dansaður frjósemisdans í brúðkaupinu okkar og hann virðist hafa virkað,“ segir leikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir og bendir á bumbuna en hún mun fæða frumburð sinn og tónlistarmannsins Stefán Más Magnússonar í mars, en parið gifti sig utandyra síðasta sumar í Hellisgerði í Hafnarfirði við hátíð- lega athöfn og hélt brúðkaupsveislu í tjaldi í garði foreldra Eddu að athöfn lokinni. „Vð tókum bara sjensinn á veðrinu, enda enginn verri þó hann vökni. Reyndar vorum við mjög heppin og fengum stillt og gott veður þannig að gestirnir þurftu ekki að nota regnhlífarnar sem þeir tóku með sér,“ upp- lýsir Edda. SUND, SÚKKULAÐI OC JÓCA I vetur hefur Edda verið að leika í verkun- um Sölumaður deyr og barnaleikritinu Honk, hvorutveggja sýnt í Borgarleikhús- inu, auk þess að undirbúa líkamann undir fæðinguna með jóga- og sundiðkun. „Ég var að spá í að biðja Nóa-Sfríus og Kjörís um að sponsera mig um jólin, svo mikið borðaði ég af ís og súkkulaði,“ segir Edda hlæjandi og það er greinilegt að hún tekur hinu væntanlega móðurhlutverki af stakri ró. „Nei, nei, við erum ekkert með uppeldisaðferðirnar niðumjörvaðar, við tökum bara einn dag í einu. Maður veit ekkert hvað maður er að fara út í fyrr en maður er komin út í djúpu laugina,11 segir Edda og upplýsir um leið að það sé strákur sem hún ber undir belti. ÓLÉTT önd En hvernig er það að ver'ða ófrískur sem leik' kona, er það ekkert óheppilegt upp á starfið? „Það hefur hentað mjög vel að vera svolítið framstæður þegar maður er að leika endur og gæsir (Honk) en ég verð að játa að ég var mjög fegin þegar sýningum á Kryddlegnum hjört- um lauk,“ segir Edda sem verið hefur alveg stálslegin alla meðgönguna. Fram undan hjá þeim hjónum er fæðingarorlof en Edda hefur einnig verið við æfingar á verkinu Púntila bóndi og Matti vinnumaður eftir Brecht, en ekki er komin föst dagsetning á því hvenær það verður frumsýnt. Fókusmynd: Teitur Förðun 6 stílisti: Elín Reynisdóttir 17. janúar 2003 fókus 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.