Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2003, Side 2
16
MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003
Sport
Mánudagurinn 20. janúar 2003
Efni DV-
Sports í dag
© Utan vallar, fréttir
© Viðtal við Guðmund G.
0 Bikar kvenna í körfu
© Bikar karla í körfu
^ Viötal viö Gunnar M.
0 Viötal viö Þorberg A.
0 Fréttir frá HM
© Þjálfarar og markverðir
Yfirlit yfir
^ útileikmenn
fj-1 íslenska liösins
Horna- og línumenn
0 Enska knattspyrnan
© Enska knattspyrnan
© Enska knattspyrnan
© Manchester-klúbburinn
© Evrópuknattspyrnan
© Dakar-rallið og Afrekssjóöur
© Hestasíða
Stórmót ÍR í frjálsum
Beinn slml: ............... 550 5880
Ljósmyndir: ............... 550 5845
Fax:............................ 550 5020
Netfang:.............dvsport@dv.is
Fastir starfsmenn:
Henry Birgir Gunnarsson (henry@dv.is)
Jón Kristján Sigurðsson (jks.sport@dv.is)
Óskar O. Jónsson (ooj.sport@dv.is)
Óskar Hraih Þorvaldsson (oskar@dv.is)
Pjetur Sigurðsson (pjetur@dv.is)
Utan
Akureyringar fögnuðu mjög um
helgina þegar nýtt og glæsilegt knatt-
spyrnuhús, sem hlotið hefur nafniö
Boginn, var vígt við hátíðlega athöfn.
Aðstöðuleysi yfir vetrartímann hef-
ur löngum staðið knattspymunni á
Akureyri fyrir þrifum, hamiað fram-
þróun og gerði það að verkum að Ak-
ureyri átti ekki lið i efstu deild frá
1994-2002.
Ekki skal þó rýra árangur Akur-
eyringa í knattspyrnunni í gegnum
tíðina en það læöist að manni sá grun-
ur að þeir sem stunda knattspyrnu
norðan heiða í dag muni ekki syrgja
að sleppa við að spila fótbolta í göngu-
götunni í janúar af því að hún er upp-
hituð eða klofa þriggja metra háa
skafla og þola hríðarbyl í andlitið sex
sinnum í viku í þeirri viðleitni sinni
að koma sér i form fyrir sumarið.
Nú standa knattspyrnumenn á Ak-
ureyri jafnfætis liðum á höfuðborgar-
svæðinu og á Suðumesjum og reynd-
ar betur að mörgu leyti þvi að á Akur-
eyri eru aðeins tvö knattspymulið
Boginn vígður á Akureyri
Tómas Ingi Olrich menntamálaráöherra og Kristján Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, sjást hér ásamt Ragnari Hólm
Ragnarssyni, verkefnisstjóra uppiýsinga- og kynningarsviös Akureyrarbæjar, viö opnun nýja knattspyrnuhússins,
sem fengiö hefur nafniö Boginn, á Akureyri á laugardaginn. Treyjan sem er á milli þeirra var notuö í síöasta leik
íþróttabandalags Akureyrar sumariö 1974 en um veturinn var ÍBA klofiö niöur í Þór og KA sem hafa leikið undir eig-
in merkjum síöan. Þaö er engum blööum það aö fletta að þetta hús á eftir aö verða mikil lyftistöng fyrir knattspyrn-
una á Akureyri. DV-mynd Björn
Til Villa í dag?
- fátt kemur í veg fyrir að Jóhannes Karl gangi til liðs við Aston Villa
Allt bendir nú til þess að lands-
liðsmaðurinn Jóhannes Karl Guð-
jónsson geri lánssamning við enska
úrvalsdeildarliðið Aston Vilia fram
á vorið. Jóhannes Karl, sem hefur
leikið með Real Betis síðan haustið
2001, hefur dvalið hjá Aston Villa
síðan á fimmtudaginn og boðið af
sér svo góðan þokka að Graham
Taylor, knattspyrnustjóri liðsins,
vill fá hann til liðsins.
Lánssamningur fram á vor
Taylor sagði í viðtali við vefsvæði
félagsins á laugardaginn að hann
væri bjartsýnn á að Jóhannes Karl
yrði leikmaður Aston Villa í dag.
„Við höfum náð samkomulagi við
Real Betis um samkomulag og ætl-
um að klára allt á mánudaginn,"
Jóhannes Karl Guöjónsson gengur
líklega í raöir Aston Villa í dag.
sagði Taylor.
Ef Jóhannes Karl nær samkomu-
lagi við Aston Villa mun hann
væntanlega spiia með varaliði fé-
lagsins gegn Sheffield Wednesday á
laugardaginn.
„Það er verið að tala um láns-
samning fram á vorið og ef vel geng-
ur mun Aston Viila kaupa mig i
vor,“ sagði Jóhannes við enska fjöl-
miðla um helgina og bætti við að
honum litist mjög vel á aðstæður
hjá félaginu.
Jóhannes Kari bætist i hóp
þriggja íslenskra leikmanna sem
leika í úrvalsdeildinni, Guðna
Bergssonar hjá Bolton, Lárusar
Orra Sigurðssonar hjá West Brom
og Eiðs Smára Guðjohnsens hjá
Chelsea. -ósk
Aron til
Holsterbro
Landsliðsmaðurinn Aron
Kristjánsson, sem leikur með
Haukum, hefur skrifað undir
þriggja ára samning við danska
1. deildar liðið Holsterbro.
Aron
sagði í sam-
tali við
danska bíað-
ið Jyllands-
posten að
hann hefði
valið Holst-
erbro fram
yfir lið frá
Þýskalandi
og Spáni en
hann er kunnugur dönskum
handknattleik þar sem hann lék
með Skjern við góðan orðstír.
Jan Mikkelsen, yflrmaður
handknattleiksmála hjá Holster-
bro, sagði í samtali við Jyllands-
posten að hann væri mjög
ánægður með að fá leikmann á
borð við Aron til liðsins.
„Við leituðum að leikmanni
sem er sterkur persónuleiki
bæði innan vallar og utan og við
teljum að Aron sé sá leikmaður,"
sagði Mikkelsen.
Aleksandr Petersons, leikmað-
ur Gróttu/KR, er einnig með til-
boð frá Holsterbro en hann hefur
ekki svarað féiaginu enn. -ósk
Kristjáns-
Ovíst með
Dainis Rusko
Framtíð lettneska leikmanns-
ins Dainis Rusko, sem leikur
með Gróttu/KR i Essodeild karla
í handknattleik, er í lausu lofti
eftir að hann meiddist illa á
ökkla í landsleik með Lettum
fyrir skömmu. Svo gæti fariö að
hann yrði ekki meira með í vet-
ur en hann missti af stórum
hluta síðasta tímabils vegna
meiðsla á hné.
Ásgeir Jónsson, stjómarmað-
ur hjá Gróttu/KR, sagði í sam-
tali við DV-Sport um helgina að
það myndi koma í ljós á næstu
dögum til hvaöa aðgerða yrði
gripið.
„Við vitum ekki alveg hversu
alvarleg meiðslin em og emm að
reyna að ná sambandi við Dain-
is úti. Þegar við vitum hvemig
staðan er á honum tökum við
ákvörðun um framhaldið. Það
gæti vel farið svo að samningn-
um við hann verði sagt upp,“
sagði Ásgeir Jónsson í samtali
við DV-Sport. -ósk
vallar
miðað við níu félög sem berjast um
hvem tíma í Egilshöllinni eins og
hann væri þeirra síðasti.
Þetta hús á eftir að verða lyftistöng
fyrir knattspymuna á Akureyri og
gera blómlegt starf enn blómlegra. Til
hamingju, Akureyringar!
Heimsmeistaramótið í handknatt-
leik hefst í Portúgal í dag. íslenska
þjóðin ber í brjósti miklar væntingar
tU liðsins enda sýndi það styrk sinn á
Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð. Það
hefur þó oft reynst erfitt fyrir íslensk
handknattleikslandslið að spila vel á
tveimur stórmótum í röð og þvi er
hætt við að róöurinn verði þyngri
núna en í fyrra. Það er mín skoðun að
þessi keppni verði ekki sama sam-
fellda sigurgangan og sú síðasta en ég
myndi ekki taka það nærri mér ef á
daginn kæmi að ég heföi rangt fyrir
mér. Strákarnir munu hins vegar
þurfa allan þann stuðning sem þeir
geta fengið þó að haf skilji þá frá ís-
lensku þjóðinni og menn mega ekki
leggjast i þunglyndi ef á brattann
Oskar Hrafn
Þorvaidsson
íþróttafréttamaður
á DV-Sporti
verður að sækja.
Forystumenn körfuknattleiksdeild-
ar Keflavíkur fá falleinkunn fyrir :
meðferð sina á Kevin Grandberg. Þeir
sögöu upp samningi við Grandberg
um leið og Damon Johnson haföi feng-
ið íslenskan ríkisborgararétt í jóla-
gjöf, fengu sér nýjan Bandaríkjamann
og köstuðu Grandberg eins og hverju
öðru rusli. Til að fullkomna „skítverk-
ið“ sögðu þeir samningnum ekki upp
fyrr en 9. janúar, fjórum dögum eftir
að frestur til leikmannaskipta ís-
lenskra leikmanna rann út. Grand-
berg situr eftir án samnings og liðs og
gerir lítið annað en að bora í nefið
fram á sumar þegar opnað verður fyr-
ir félagsskipti.
Þessi verknáður er smánarblettur á |
félaginu í heild og hljóta þeir sem að I
málinu komu að vera með sótsvarta
samvisku ef þeir þá á annað borð hafa
einhverja.