Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2003, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2003, Page 6
20 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 HANPBOLTiy II/ GE] 0 [PdXIMÍIQCTL!/ .■ DV Flestir þekkja vel þá 18 menn sem standa í ströngu með íslenska hand- boltalandsliðinu í Portúgal en færri vita einhver deili á Gunnari Magnús- syni, 25 ára þjáifara Fylkis/ÍR í Esso- deild kvenna, sem er einnig með í för. Gunnar kemur til með að mata Guð- mund þjálfara af upplýsingum í formi myndbanda en í loks hvers leiks sest hann fyrir framan tölvuskjá og klippir niður leikinn og auöveldar Guðmundi og strákunum aö læra af mistökum síðasta leiks og rækta enn frekar það sem fór vel. Þetta er búinn að vera viðburðarík- ur vetur hjá Gunnari og lærimeyjum hans í Fylki/ÍR og einhverjum leist ekkert að blikuna fyrir hans hönd í upphafi. Hvað gæti yngsti þjáffari deUdarinnar gert með yngsta liðið sem var skipað stelpum sem voru að stíga sín fyrstu spor i meistaraflokki? En annað hefur komið á daginn, Fylk- ir/ÍR hefur þegar unnið tvo leiki og á möguleika á aö ná inn I úrslitakeppn- ina í fyrstu tilraun. En er Gunnar ánœgdur med vet- urinn hjá Fylki/ÍR til þessa? „Ég er ágætlega ánægður með spila- mennskuna og þróunina hjá liðinu en hefði viljað hafa stigin fleiri. Mér fmnst miðað við spiiamennskuna hjá stelpunum þá ætti liðið að vera komið með fleiri stig. Þegar allar stelpurnar eiga góðan leik þá eru þær mjög erfið- ar og geta unnið lið eins og Val,“ seg- ir Gunnar en fyrsti sigur stelpnanna I EssodeOdinni kom einmitt á móti Val. Þú hefur ekkert veriö ragur viö aö taka viö jafn erfiöu verki og þjálfa hiö unga liö Fylkis/ÍR? „Margir sögðu við mig að ég væri bara snarbOaður að taka við þessu verkefni og þá sérstaklega þegar ég byrjaði enda voru þá bara ungu stelp- umar í leikmannahópnum. Svo fórum við í sameininguna við ÍR og þar áttu að koma inn eldri leikmenn en svo höfum við misst þrjá sterka leikmenn úr þeim hópi sem áttu að draga vagn- inn. Þessar yngri stelpur í liðinu hafa því þurft að taka miklu meiri ábyrgð í liðinu en ég ætlaði mér í upphafi tíma- bOs. Það er rosalega gaman að þjálfa þetta lið því þetta er rosalega samheld- inn hópur og þær eru mjög áhugsam- ar. Ástæðan fyrir því að það gengur svona þokkalega vel í deOdinni er að þær leggja mikið á sig, fara sumar jafnvel aukalega og æfa sig og eiga það aOar sameiginglegt að vera vOjugar að mæta á æfingar." Þú leggur mikið upp úr þvi í þinni þjálfun aö taka upp leiki þinna liða og leikgreina þá. Hvaö telur þú þig grœöa mest á því? „Mitt mottó er hara þannig. Leik- menn þurfa að læra af og sjá hvað þeir gera vitlaust. Ég þarf líka að læra af mínum mistökum því ég geri fuOt af þeim. Ég legg áherslu á að kenna mín- um leikmönnum i gegnum vídeóið. Ef þú sérð ekki hvað þú gerir vitlaust og færð ekki að vita af því, hvemig átt þú þá að læra af því? Ég geri mér líka grein fyrir því að ég þarf að vera rosa- lega undirbúinn fyrir leiki, betur und- irbúinn en andstæðingurinn því ég er með verra lið á pappimum á móti flestum." Hefur þú ekkert áhyggjur af þvi aö nota myndbandiö of mikiö í þinni þjálfun? „Ég tek ekki upp aOa leiki og hef að- eins einn vídeófund í viku sem er bara í tuttugu mínútur. Þar er ég búinn að klippa aOt niður sem þarf að fara yfir og síðan lána ég þeim oft spóluna tO að fara yfir sín mál. Nútíma þjálfun snýst um það aö þekkja andstæðing- inn og reyna að lesa hann.“ Hvernig stóö á þvi aö þú fórst aö „Margir leik- og myndgreina fyrir landsliö- ió? „Ég hef verið mikið niðri á HSÍ vegna yngri landsliðanna og svo fór að Guðmundur bara hringdi í mig og bað mig um aö koma með sér í þetta. Á Evrópumótinu stóð Guðmundur sjálf- ur í þessu tO klukkan fimm á morgn- ana og svaf ekki neitt. Núna mun ég sjá um ada þessa vinnu fyrir hann og á meðan getur hann talað við leik- menn, skoðað aðra hluti og síðan heimsótt mig að verki loknu og þá get- um við farið yfir þetta.“ Þú prufukeyröir ferliö með Guö- mundi á œfingamóti i Danmörku. Hefur Guömundur tjáö sig um hvernig það gekk? „Guðmundur talað sjálfur um að þetta væri bylting. Vídeófundimir eru orðnir mOdu markvissari og við spO- um þá bara beint af tölvunni. Guð- mundur á enn fremur auðveldara með að sjá og greina hlutina sjálfur. Þessir fundir mega ekki taka meira en 20 minútur ef menn eiga að græða á þeim og því er afar mikilvægt að fara mark- visst yfir þau atriði sem þarf að bæta. Svo má ekki gleyma því að leikmenn- imir sjálfir geta komið og skoðað at- riði bæði hjá sér sjálfum eða verðandi mótheijum. Nú er þetta bara orðinn spuming um að við nýtum okkur þetta því við erum komnir með það besta sem gerist í þessum efnum í heiminum.“ Ertu ánœgður meö þaö sem lands- liðiö hefur veriö aö gera? „Ég er nokkur ánægður með liðið og er að sama skapi nokkuð bjartsýnn. Það er þó enn mikið verk óurtnið en ef sams konar stígandi heldur áfram og verið hefur í liðinu tO þessa þá er ég viss um að við náum að toppa þegar í keppnina er komið. Ég veit að það er verið að vinna gott verk með liðið og ég er viss um að það skOar sér.“ Hvernig taka stelpurnar i Fylki/ÍR því aö missa þjálfarann sinn i tvœr vikur? „Það var rosalega erfitt aö fara frá þeim. Ég er búinn að leggja mOda vinnu í þetta lið og það er ekki auðvelt að labba i burtu í tvær vikur. Þegar ungur og metnaðarfidlur þjálfari fær svona tækifæri þá getur maður ekki sagt nei. Ég vona að þær séu stoltar af þjáifaranum sínum og ég veit að bæði þær og stjómin skOja þetta 100%. Ósk- ar Bjami Óskarsson kemur tO að með að aðstoða Jónas Fjeldsted með liðið í þennan tíma og ég veit að stelpumar eru þar í góðum höndum. Ég missi af tveimur leikjum og stelpumar eru búnar að lofa mér fjórum stigum á meðan ég er úti (leikir gegn Fram á heimaveOi og gegn Val á útivehi)." Átt þú þér eitthvert liö sem þú álítur efni i heimsmeistara? „Danir virka rosalega sannfærandi og spOa ótrúlega vel en ég held aö þeir klárí þetta ekki. Svíamir vinna þetta ekki og ég tippa á Þjóðverja," segir Gunnar sem telur leik íslenska liðsins við Portúgal ráða mOdu um framhald- ið á mótinu. „Það er ljóst að ef við töp- um fyrir Portúgal þá lítur þetta Ola út fyrir liðið strax í upphafi. Liðið verð- ur að toppa í nokkrum lykOleikjum og Portúgalsleikurinn er leikur sem verð- ur að vinnast." Hvernig nýtist þessi ferð þér sem þjálfara? „Þetta er rosalega reynsla fyrir 25 ára þjálfara að komast á HM og fá að umgangast bestu handboltamenn heims og vinna með landsliðsþjálfara- genginu. Þama kemur maður tO með að sjá handbolta eins og hann gerist bestur og maður hlýtur að læra eitt- hvað af því að greina leik þeirra bestu,“ segir Gunnar að lokum en fyrir höndum var ferð tO Svfþjóðar og síðan tveggja vOcna ævintýraferð fyrir handboltaþjálfara sem stefnir hátt. -ÓÓJ Hef alltaf unnið mikið með vídeó Gunnar Magnússon hefur þjálf- að mikið yngri flokka og var bæði þjálfari hjá Víkingi og á vegum HSÍ áður en hann tók við stelpun- um úr Árbænum. Þeir sem þekkja tO hans bera honum góða söguna enda stendur hann mjög fagmann- lega að sínu starfi sem þjálfari. Þar spOa myndböndin stóran sess. „Ég hef aOtaf unnið mikiö með vídeó en eftfr því sem ég hef verið með eldri krakka þá hefur þetta þróast mikið hjá mér. Hér áður var ég kannski að þjálfa marga flokka og hafði lítinn tíma i þetta en á síð- ustu árum þegar ég hef bara verið með einn hóp þá hef ég notað þetta meira og er nú kominn meö klippi- forrit," segir Gunnar sem hefur náð mikdli leikni við að greina og klippa leiki. Sá hæfilefri mun reynast íslenska landsliðinu vel í Portúgal þar sem hver sekúnda er afar dýrmæt. „Nú horfi ég bara á leikinn og það tekur mig um það bO klukku- tíma að fara í gegnum hann. Þar merki ég við þegar sókn hefst og færi jafhframt inn staðlaðar upp- lýsingar í tölvu, svo sem um hvernig vörn við erum að spda eða hvemig vörn andstæðingamir leOia. Ég merki enn fremur við skot og mörk leikmanna og ég skrái sér- staklega upphaf og endi hraðaupp- hlaupa tO að sjá hvemig þau ganga. Auk þess merki ég inn öll kerfi, bæöi hjá okkar liði sem og hjá andstæðingunum. Síðan get ég kadað fram þær myndir sem ég þarf, adar sóknir þar sem fyrir fram ákveðin atriði koma fyrir eða ákveðin kerfi eru spduð. Einn takki kallar fram allt Sem dæmi get ég nefnt það að á æfingamótinu úti 1 Danmörku var Guðmundur ekki nægdega ánægð- ur með hraðaupphlaupin og með því að ýta á einn takka gat ég sýnt honum öll hraðaupphlaupin sem íslenska liðið reyndi í leiknum. Guðmundur valdi síðan út nokkur atriði sem ákveðið var að taka fyr- ir á fundi. Þá get ég einnig tekið saman öO skot markvarðanna og ég reikna með að láta markmennina fá myndband með skotum væntan- legra mótherja í keppninni. Ég er orðinn mjög snöggur að klippa leikinn og í stað þess að Guðmundur sé að eyða fjórum tím- um í að klippa þá geta ég klárað leddnn á klukkutima. Fyrir bragð- ið losnar mddu meiri tími fyrir greiningu á leiknum," segir Gunn- ar um notkun kerfisins. -ÓÓJ Aldur þjálfara í Essodeild kvenna í handbolta í vetur: ÍBV Unnur Sigmarsdóttir .........38 Haukar Gústaf Adolf Björnsson.......45 Stjaman Matthías Matthíasson ........37 Víkingur Andrés Gunnlaugsson..........42 Valur Guðríöur Guðjónsdóttir.......41 Grótta/KR Aðalsteinn Eyjólfsson .......25 FH Einvarður Jóhannsson ........38 KA/Þór Hlynur Jóhannsson............34 Fylkir/ÍR Gunnar Magnússon.............25 Fram Þór Bjömsson.................35 af þjalfaranum smum - Gunnar Magnússon, þjálfari kvennaliðs Fylkis/ÍR, sem mun sjá um myndbandavinnslu íslenska landsliðsins á HM í Portúgal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.