Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2003, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2003, Qupperneq 14
28 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 Sport Markahæstu menn í úrvalsdeildinni Thierry Henry, Arsenal...........17 James Beattie, Southampton .... 15 Alan Shearer, Newcastle..........14 Nicolas Anelka, Manchester City . 10 Robbie Keane, Tottenham..........10 Gianfranco Zola, Chelsea .........9 Harry Kewell, Leeds...............9 Michael Owen, Liverpool ..........9 Ruud Van Nistelrooy, Man. Utd. . . 9 Jason Euell, Charlton.............8 Paul Scholes, Man. Utd............8 Sylvain Wiltord, Arsenal..........8 Tomasz Radzinski, Everton........8 Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea . 7 Jimmy Floyd Hasselbaink, Chelsea 7 Kevin Campbell, Everton ..........7 Tölfræðin: Hvaða lið standa sig best og verst í ensku úrvals- deildinni? í eindálkinum hér íil hægri má sjá hvaða lið ensku úrvals- deildarinnar skara fram úr á ákveðnum sviöum tölfræðinnar en þessir listar eru uppfærðir eftir leiki helgarinnar og verða hér eftir fastur liður á ensku síð- unum i mánudagskálfinum. -ÓÓJ „Eg er bara varaskeifa fyrir Kevin Campbell og mun sœtta mig viö að detta út úr liöinu þegar hann kemur til baka eftir meiösli. “ Bandaríski framherjinn Brian McBride var hógværðin uppmáluð eft- ir að hafa tryggt Everton sigurinn gegn Sunderland með tveimur mörk- um. McBride hefur komið sterkur inn síðan hann kom á lánssamningi frá bandaríska liðinu Columbus Crew og skorað þrjú mörk í tveimur leikjum. Hann gerir sér samt ekki háar hugmyndir um stöðu sína hjá Everton og segist aðeins hafa verið fenginn til að fylla skarð hins sterka Kevins Campbell á meðan hann jafnaði sig á meiðslum. McBride sagði að Camp- bell væri að koma til og hann myndi sætta sig við að detta út úr liðinu þegar CampbeB væri orðinn alheill. -ósk Stórleikur helgarinnar í ensku knattspyrnunni var á Old Trafford: Meistaraskiptingar - varamennirnir Forlan og Veron tryggðu dýrmætan sigur gegn Chelsea Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sannaði enn og aftur sniili sína á laugardaginn þeg- ar tveir af varamönnum hans, Juan Sebastian Veron og Diego Forlan, tryggðu Manchester United sigur- inn á Chelsea með marki þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Veron átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn Chelsea á Forlan sem brást ekki bogalistin heldur þrumaði boltanum í netið, óverj- andi fyrir Carlo Cudicini I marki Chelsea. Chelsea byrjaði leikinn miklu betur og hefði getað verið búið að skora nokkur mörk áður en það fyrsta kom eftir hálftíma leik. Eið- ur Smári Guðjohnsen var mjög ógn- andi í framlínu Chelsea og það var vel viö hæfi að hann skoraði fyrsta mark leiksins á glæsilegan hátt eft- ir fallegt samspil við Emmanuel Petit. Leikmenn Manchester United gáfust þó ekki upp og Paul Scholes jafnaði metin fyrir þá níu mínútum siðar með skalla eftir glæsilega sendingu frá David Beckham. í síðari háifleik var Manchester United mun sterkari aðilinn en tókst ekki að skora, þrátt fyrir íjöl- mörg færi, fyrr en Forlan lét til sín taka í uppbótartíma. Dýrmætur sig- ur Manchester í toppbaráttunni en að sama skapi slæm úrslit fyrir Chelsea sem datt niður fyrir Newcastle 4 fjórða sæti deildarinn- ar eftir úrslit laugardagsins. Mikilvægasta mark Forlans „Þetta var mikilvægasta mark Forlans hingað til. Hann hefur skorað nokkur mikilvæg mörk á þessu keppnistímabili en þetta mark gæti reynst mjög dýrmætt," sagði Ferguson um mark Diego Forlans á síðustu mínútunni. Ferguson tók mikla áhættu síð- ustu fimm mínúturnar þegar hann setti Juan Sebastian Veron inn á fyrir bakvörðinn Mikael Silvestre og það borgaði sig. „Ég sá það strax þegar þeir skildu Zola einan eftir frammi þeg- ar fimm mínútur voru eftir að þeir ætluðu sér að halda fengnum hlut. Þess vegna setti ég Veron inn á og tók áhættuna á því að setja Ryan Giggs í bakvörðinn og láta hann keyra fram. Endirinn á leiknum á heima í ævintýri. Þetta var mikilvægur leikur og við unnum hann. Chelsea er þó ekki úr leik í baráttunni um titilinn en það verður erfltt fyrir þá að vinna upp það forskot sem við og Arsenal höfum náð á þá. Það mikilvægasta fyrir okkur er þó að einbeita okkur að okkar eigin stöðu. Við erum rétt fyrir aftan Arsenal og ef við höldum áfram að knýja dyra þá munu þær vonandi opnast," sagði Ferguson eftir leik- inn. Úr leik í titilbaráttunni Claudio Ranieri, knattspyrnu- stjóri Chelsea, var súr á svipinn eft- ir leikinn og viðurkenndi að mark Forlans hefði sennilega gert mögu- leika liðsins á meistaratitli að engu. „Baráttan er núna á milli Arsenal og Manchester United. Ég sagði í byrjun tímabilsins að mark- miðið væri að koma Chelsea í hóp fjögurra efstu liða deildarinnar. Ég vonaðist aldrei eftir titli og eins og staðan er í dag hef ég ekki hug- mynd um hver kemur til með að vinna deildina," sagði Ranieri. „Við vorum betri aðilinn í fyrri hálfleik en vorum mjög óheppnir. Þeir fengu eitt færi í hálfleiknum og það var eftir okkar eigin mistök. Ég get samt ekki verið annað en ánægður með mína menn því að þeir sköpuðu fullt af vandæðum fyrir leikmenn Manchester United. Það eru aðeins úrslitin sem ég er ekki ánægður með,“ sagði Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, eftir leikinn. -ósk Roy Keane, Wes Brown og Ryan Giggs fagna hér Úrúgvæanum Diego Forlan (ber aö ofan) eftir aö hann haföi skoraö sigurmark Manchester United gegn Chelsea ó laugardaginn þegar komiö var fram yfir venjulegan leiktíma. Reuters Hvaða lið standa sig m best og verst I ensku úrvalsdeildinni? Besta gengið Man. Utd, 18 stig af síöustu 24 möguleg- um. Markatalan er 15-7 í leikjunum. Með besta genginu er átt við besta árangur liðs í síðustu átta deUdarleikjum. Flestir sigur- leikir í röð Man. Utd fjórir. Besta sóknin Arsenal hefur skor- aö flest mörk, eöa 52, í 24 leikjum, eöa 2,16 aö meöaltali. Besta vörnin Southampton, Chel- sea og Liverpool hefur fengiö á sig fæst mörk, 23 í 24 leikjum Bestir heima Arsenal og Man. Utd hafa náð í 34 stig af 39 mögulegum, hafa unnið 11 af 13 leikj- um. Bestir úti Arsenal hefur náö í 18 stig af 33 mögu- legum. Bestir fvrir te Arsenal hefur náö í 48 stig af 72 mögu- legum og er með markatöluna 27-10 í fyrri hálfleik. Bestir eftir te Man. Utd hefur náö í 48 stig af 72 mögu- legum og er meö markatöluna 24-10 í seinni hálfieik. Versta gengið WBA er meö 5 stig af síöustu 24 mögu- legum. Versta sóknin Sunderland hefur skoraö fæst mörk, eöa 16, í 24 leikjum, eöa 0,69 aö meöal- tali. Versta vörnin West Ham hefur fengiö á sig flest mörk, 43 í 23 leikjum, eöa 1,86 í leik. Verstir heima West Ham hefur náö í 6 stig af 36 mögu- legum, hefur tapaö 6 af 12 leikjum, marka- talan er 11-18. Verstir úti Aston Villa hefur náö 14 stig af 33 möguleg- um, hefur tapaö 9 af 101 leik. Markatalan er 7-20. Oftast haldið hreinu Chelsea og Liverpool hafa hald- iö tfu sinnum hreinu í 24 leikjum. Oftast mistekist að skora Aston Villa hefur ekki tekist aö skora í 12 leikjum af 24.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.