Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2003, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2003, Qupperneq 18
MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 Sport DV Dakar-rallinu 2003 lauk um helgina í Egyptalandi: Meistari Masuoka - bar sigur úr býtum í bílaflokki Dakar-rallsins eftir hörkukeppni við Stephane Peterhansel DV-Sharm el Sheikh, Egyptalandi: Japanski ökuþórinn Hiroshi Ma- suoka og aðstoðarökumaður hans, Þjóðverjinn Andreas Schulz, á -á Mitsubishi urðu sigurvegarar í Dak- ar-rallinu 2003 sem lauk í Sharm E1 Sheikh á sudurodda Sinai-skaga á sunnudag. Dakar-rallið er ein erfiðasta akst- urskeppni sem haldin er í veröld- inni en ökuleiðin er að stærstum hluta í eyðimerkursöndum Sahara og Sinai-skaga. Ökumennimir voru þvi að vonum bæöi slæptir og úr- vinda að lokinni keppni i gær, ekki síst mótorhjólamennimir sem þátt tóku, en að aka á mótorhjóli á 100-160 km hraða yfir stokka og steina í steikjandi hita og ryki meira og minna standandi á hjólinu 300-400 km vegalengd er ekki neitt létt verk. DV var á staðnum þegar keppend- ur komu í mark í næstsíðasta áfanga keppninnar á laugardag og einnig þegar keppendur komu í mark við lok keppninnar. Næstsíð- asti áfanginn á laugardag, sá sext- ándi í keppninni, var mjög erfiður áfangi og í honum réðust úrslitin. Sérleiðin í þessum áfanga var 365 km löng og torfarin og varasöm í alla staði. Hún lá frá stað sem nefn- ist Abu Rish til Sharm E1 Sheikh á sudurodda Sinai-skaga. Þeir félagar Masuoka og Schulz voru í raun bún- ir að tryggja sér sigur og óku því þessa erfiðu leið af varfæmi og I komu sjöttu í mark. Allra síðasta sérleiðin var i raun- inni ekki neitt neitt miðað við það sem á undan er gengið, eða aðeins hringur í eyöimörkinni skammt ut- an við Sharm E1 Sheik. Hún var því auðveldur leikur fyrir sigurvegar- ana og það var rafmögnuð stemning á verðlaunapallinum þegar þeir Ma- suoka og Schulz óku upp á pallinn og stigu út úr bílnum. Þar var þeim fagnað af samgöngumálaráðherra Egyptalands og helstu stjómendum Mitsubishi í Evrópu og fleiri stór- mennum. Mitsubishi-liöið hefur staðið sig aíbragðsvel í þessari keppni. En heppnin var ekki með þeim öllum jafnt og á næstsíðustu sérleiðinni sem áður er nefnd, þá neyddust þeir Stephane Peterhansel og Jean-Paul Cottret til að stansa í tvigang vegna vatnskassaleka sem var ein afleið- ing árekstrar við stóran stein. í þeim árekstri eyðilagðist afturhjól undir Mitsubishi Pajero Evolution bU Peterhansels. Við þennan árekst- ur og vegna afleiðinga hans - viðgerða og hjólaskipta og síðan vantskassalekans fyrmefnda, urðu vonir Peterhansels um sigur að engu, en fram að þeim tíma sem óhappið varð hafði hann verið í for- ystu í keppninni frá fyrsta degi hennar, þann 2. janúar síðastliðinn í MarseUle í Frakklandi. Óhappið sem gerði sigurvonir Peterhansels og Cottrets að engu varð um 45 km frá enda sérleiðar- innar umræddu. Hann var þá að taka fram úr Belganum Stephane Henrard í geysUegu ryki og sá ekki steininn. Þetta óhapp er sams konar og óhapp sem félagi hans i Mitsubis- hi-liðinu og sigurvegari Dakar-raUs- ins að þessu sinni, Masuoka, varð fyrir í sömu keppni árið 2001 og kostaði hann sigurinn í það skipti. En í þetta skipti brosti gæfan við honum en ekki við Peterhansel félaga hans í Mitsubishi-liðinu. Unglingalandsmót UMFI 2003 á ísafirði -y J Stjóm Ungmennafélags íslands ákvað um helgina að Unglingalandsmót UMFÍ 2003 verði haldið í Ísaíjarðarbæ. Mótið verður um verslunarmannahelg- ina og má búast við á annað þúsund keppendum. Fimm umsóknir bámst um að fá að halda mótið. Eftir að hafa skoðað aðstæður og fleira varð niðurstaðan sú að tveir staðir væru áliflegastir, ísafjarðarbær og Dalvíkurbyggð. Það var síðan umsókn Héraðssambands Vestfirðinga sem varð að lokum hlutskörpust. Unglingalandsmót UMFÍ 2002 var haldið í Stykkishólmi með 1300 keppend- um og á milli 6 og 7000 gestum. Stefnt er að því að Unglingalandsmótið í ár verði fjölbreytt íþrótta- og fjölskylduskemmtun þar sem keppt verður í fjölda íþróttagreina auk þess sem ýmiss konar menning og fjölbreytt afþreying og skemmtiatriði verða í boði. -vig sions KORFUBOLTI J r G3 B & ; *IL' Úrslit á fóstudag: Philadelphia-Milwaukee . . 95-99 Van Hom 22, Snow 18, Iverson 17, Skinner 17 - Redd 22, R. Allen 21, Cassell 12, T. Thomas 11, Kukoc 11. Boston-Indiana.............98-93 Walker 31, Pierce 31, Bremer 12 - J. O’Neal 22, A. Harrington 18, B. Miller 13, Mercer 12, R. Miller 11. New Jersey-Toronto........88-77 Kidd 18, Jefferson 15, Martin 13 - Peterson 20, A. Davis 11, McCoy 11. Detroit-New York...........99-82 C. Robinson 22, Hamilton 16, Billups 16, Williamson 15 - S. Anderson 16, K. Thomas 16, Sprewell 11. New Orleans-Chicago.......90-83 Wesley 34, Mashburn 16, Magloire 15 - Rose 21, Marshall 14, E. Robinson 13. San Antonio-Atlanta .... 106-93 Duncan 27, Parker 19, M. Rose 16, Ginobili 13 - Terry 21, Abdur-Rahim 17, Ratliff 16, Mohammed 12. Denver-Cleveland...........97-80 Howard 25, White 23, L. Harrington 11 - Ilgauskas 26, Boozer 16, R. Davis 12. Phoenix-Dallas...........111-106 Marbury 41. Johnson 20, Marion 16, Jacobsen 12 - Nash 32, Nowitzki 20, Finley 13, LaFrentz 11, Van Exel 11. Houston-LA Lakers.......104-108 Francis 44, Mobley 29, Ming 10 - O’Neal 31, Bryant 22, Fisher 14, Fox 13. Seattle-Memphis........ 103-97 Payton 27, Lewis 24, D. Mason 20 - Gasol 21, Wright 21, Gooden 15, Giricek 13. Golden State-Minnesota . . 107-98 Boykins 28, Jamison 23, Arenas 16 - Gamett 22, Gill 14, J. Smith 13. Úrslit á laugardag: Washington-Philadelphia .. 80-88 Jordan 25, Dixon 19, Haywood 10 - Iverson 26, Snow 19, Van Hom 17, McKie 10. Atlanta-New York ..........92-95 G. Robinson 27, Terry 17, Abdur- Rahim 14 - Houston 24, Weatherspoon 12, O. Harrington 12. Indiana-Detroit ...........88-86 R. Miller 21, Artest 19, B. Miller 19, J. O’Neal 17 - Billups 21, Hamilton 16, C. Robinson 12, J. Barry 12. Miami-Chicago............102-101 M. Allen 23, C. Butler 18, E. Jones 15, Grant 14, James 14 - J. Rose 30, Marshall 24, Fizer 16, Crawford 15. Milwaukee-Boston...........95-97 T. Thomas 22, Cassell 20, R. Allen 13, Redd 12, E. Johnson 12 - Walker 25, Pierce 14, K. Brown 14, McCarty 14. Ctah-Cleveland ............95-78 Harpring 22, Cheaney 13, Malone 12, KirUenko 12, Padgett 10 - R. Davis 25, Ugauskas 21, Boozer 14, J. Jones 10. Portland-Minnesota.......98-104 Wells 32, D. Anderson 19, Sabonis 11 - Gamett 31, Szczerbiak 16, J. Smith 12, R. Strickland 12, Nesterovic 10. LA Clippers-Sacramento . 112-107 Brand 34, Odom 24, Maggette 21, A. MiUer 14 - Stojakovic 37, Divac 24, Webber 22, J. Jackson 10. -ósk íþróttasamband íslands úthlutar styrkjum til afreksstarfs: 62 milljónir - renna samtals til sérsambanda. Framlag aldrei verið hærra Styrkveitingar ÍSÍ til sérsambanda landsins nema samtals rúmlega 62 milljónum. Aldrei hefur þessi upphæð verið hærri en nú og má meðal ann- ars nefna að 22 milljónir af þessum styrkjum renna til hópíþrótta sem er aukning frá því sem áður hefur verið. í tilkynningu frá íþróttasambandi íslands segir að ástæða fyrir auknu fjárframlagi sé m.a. aukinn styrkur Alþingis vegna hópíþrótta, góður A stuðningur fyrirtækjanna í Ólympíu- fjölskyldunni, þ.e. íslandsbanka, Visa, Sjóvá/Almennra, Icelandair og Aust- urbakka, og bætt staða Afrekssjóðs vegna aukningar á hagnaði ÍSÍ af lottósölu, en Afrekssjóður fær 8% af lottóhagnaði ÍSÍ til ráðstöfunar á hveiju ári. - Þá kemur verulegt framlag frá ** Ólympíusamhjálp Alþjóða Ólympiu- nefndarinnar einnig til góða. Með þessum fjárframlögum sé grundvöllur afreksstarfs styrktur verulega. Fimm í A-flokki Handknattleikssamband islands fær hæsta styrkinn af einstökum sér- samböndum, alls 14,2 milljónir króna. Karlalandsliðið í handknattleik fær 12,5 miljjónir af því vegna undirbún- ingsins fyrir heimsmeistaramótið í Portúgal sem hefst í dag. Knatt- spymusamband íslands fær 5 milljón- ir króna og Körfuknattleikssamband- ið 2,9 milljónir. Af öðrum sérsambömdum má nefna að Frjálsiþróttasambandið fær styrki upp á rúmar 9 milljónir, Sundsam- bandið rúmar fimm milljónir og Júdó- sambandið rétt rúmar 4 milljónir. Af einstökum íþróttamönnum eru það fimm manns sem fá svokallaðan A- styrk. Þau eru fijálsíþróttafólkiö Jón Amar Magnússon, Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elísdóttir, júdómaður- inn Vemharð Þorleifsson og sund- maðurinn Örn Arnarson. í næsta styrktarflokki fyrir neðan em m.a. sundmaðurinn Jakob Jóhann Sveins- son og badmintonkonan Sara Jóns- dóttir. Ekki nóg En þrátt fyrir að styrkveitingamar hafi aldrei verið meiri þá dugir það ekki til þess að koma til móts við all- ar óskir sérsambandanna. Samtals sóttu þau um styrki að upphæð 215 milljónir að þessu sinni. Viðbótarstyrkjum veröur úthlutað í vor til þeirra sérsambanda sem senda íþróttamenn á Smáþjóðaleikana á Möltú, en ÍSÍ reiknar með að greiða á milli 60 og 70% af kostnaði vegna þátt- töku í leikunum. -vig Jörundur Áki Sveinsson og stúlkurnar hans í kvennalandsliöinu í knattspyrnu fengu veglegan styrk frá Afrekssjóöi ÍSÍ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.