Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2003, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2003, Síða 19
33 ... .........• í stuttu máli iiar i." r Mikil jákvæöni Sala happdrættismiða landsliðs ís- iands í hestaíþróttum hefur gengið ljómandi vel frá því að hún hófst í kjölfar landsþings LH. Að sögn Bjarn- leifs Bjamleifssonar í landsliðsnefnd ríkir mikil jákvæðni í garð þessa fjár- öflunarverkefnis. Miðinn kostar 1000 krónur en vinningar eru sem kunn- ugt er margir og mjög veglegir. Þeir voru allir gefnir, svo og öll vinna við miðana. Hægt er að nálgast miða á skrifstofu LH, flestum hestaverslun- um syðra og nyrðra og á skrifstofu Eiðfaxa. Fljótlega verður efnt til kynningarherferðar á Netinu. Útgefn- ir miðar eru 10.000 og verður dregið úr þeim 12. maí 2003. Æskiíegast er aö gefa hestum groft hey, iremur seint slegið og af óábornum svaeöum. Peir þurfa að vinna úr orkunní sem heyið gefur, : breyta henni í fitu eða nýta hana i hreyfíngu. DV-mynd GVA I MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 Sport Logi Laxdal á góðri stund Eg er fremur hjátrúarfullur - segir Logi Laxdal sem er aö heQa vertíðina eftir frábært tímabil í fyrra Það sem hestamenn á höfuðborg- arsvæðinu, og sjálfsagt víðar, þurfa að forðast er offóörun hrossa sinna. Um þetta eru þeir sammála, Björg- vin Þórisson dýralæknir í Garðabæ og Pétur Halldórsson búfræði- kandídat á Selfossi. Sá síöamefndi gerði yfirgripsmikla rannsókn á fóðrun hrossa á höfuðborgarsvæð- inu veturinn 2000 sem var lokaverk- efni hans frá Landbúnaðarháskól- anum á Hvanneyri. Sú rannsókn sýndi af meginniöurstöðum aö að- eins 14% svarenda í 87 hesthúsum á höfuðborgarsvæðinu vissu hvað þeir voru að gefa, þ.e. höfðu látið •greina heysýni. Aðeins 64% vissu hve mörg kíló af heyi þeir gáfu á dag. Tæpur helmingur aðspurðra sagðist taka mið af þjálfun við ákvörðun á magni heygjafar. Kjamfóður var notað í 58,6% húsa og þá í flestum tilvikum í tengslum við aukið brúkunarálag. En samkvæmt skilgreiningu þjáif- unarinnar mátti leiða líkur að því að kjamfóðumotkun væri of mikii og almenn og flokkaðist undir ‘„óþarfa og óábyrga notkun kjam- fóðurs". Afleiðingamar væru óþarf- ur kostnaður, offóðrun á orku og prótini sem aftur gæti leitt til ým- issa sjúkdóma. Handahófskennd fóðrun Helstu ályktanir sem Pétur dró af niðurstöðum könnunarinnar voru þær að fóðrun hrossa á höfuðborg- arsvæðinu virtist oft „handahófs- kennd og ónákvæm". Hún byggöist yfirleitt ekki á efnagreiningu gróf- fóðurs og þarfatölum. Þekkingu fólks á fóðrun og fóðurefnum sýnd- ist oft áfátt. Offóðrun gæti verið vandamál miðað við meðalnotkun fóðurefna og litla þjálfun. Pétur bendir á að brýn þörf sé á aukinni umræðu, fræðslu og rannsóknum á fóðrun hrossa. Björgvin Þórisson dýralæknir, sem setti fram ýmsar þarfar leið- beiningar fyrir hestamenn í byrjun vetrarannar í síðasta þætti DV, seg- ir að menn gefi yfirleitt alltof sterkt hey og alltof fmt hey. Oft á tíðum sé verið að gefa hrossum hey sem ætl- að sé skepnum sem skili af sér nyt. Hrossin þurfi að vinna úr orkunni sem heyið gefur, breyta henni í fltu eða nýta hana í hreyfmgu. Of sterkt hey Björgvin bendir á að slæm hrossasótt stafi oft af því að hrossin fái of sterkt hey. Mikið beri á slík- um tilvikum. Þá geti hross hrein- lega orðið hálfrugluð ef of mikil orka, sem stafi af sterku fóðri, hlað- ist upp í þeim. Þau geti fengið fóður- kláða sem fólk rugli stundum sam- an við lús. Þá megi nefna múkk sem einnig geti stafað af ofeldi, eins og fram hefur komið. „Æskilegasta heyið sem hrossum er gefið er gróft hey, fremur seint slegið og af óábornu," segir Björg- vin. „Best er að fá allt heyið af sama svæði, láta mæla það hjá Rala svo menn viti hvað þeir eru með í hönd- unum og geti gefið markvisst. Ef þeir ætla aö brúka hestana mikið þá gefa þeir fóðurbæti. Hann á ekki að gefa nema menn viti hvað þeir eru að gera. í flestum tilvikum þarf ekki fóðurbæti með þeim heyjum sem verið er að gefa þegar um tóm- stundaþrúkun er að ræða.“ Björgvin segist ekki geta gert upp á milli þeirra fóðurbætistegunda sem séu á markaðinum, til dæmis reiðhestablöndu, þaninna reiðhesta- köggla o.s.frv. „Þó skal alltaf fara varlega með hafra. Hestar geta t.d. fengið mjög slæma hófsperru ef þeir fá of mikið af höfrum," segir Björg- vin. Að lokum má benda á að full heyefnagreining kostaði hjá Rala árið 2002 kr. 2970. Væru einungis mæld þurrefni í heyi, þ.e. vatns- magn í innihaldi, fóðurgildi og prótín, var kostnaður um það bil helmingur af þeirri upphæð. Síðan geta menn reiknað út tilfallandi kostnaö og fyrirhöfn vegna hinna ýmsu sjúkdóma í hrossum sem stafa af rangri fóðurgjöf í samanburði viö greiningarkostnaðinn. -JSS Reiöskemma vígð Ný reiöskemma veröur vígð meö pomp og prakt í Andvara næstkom- andi laugardag, 25. janúar. Vígsluhá- tiðin hefst kl. 14 og stendur í um tvær klukkustundir. Ávörp flytja Hannes Hjartarson, formaöur Kjóavalla ehf., Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, Guðni Ágústs- son landbúnað- arráðherra, sr. Hans Markús Hafsteinsson og Matthías Pétursson, for- maöur And- vara. Hesta- mennskan verður að sjálfsögðu í hávegum höfð. Sigrún Sigurðardóttir reiðkennari stjómar landsmótshópi bama, ung- linga og ungmenna í skrautreið. Fé- lagsmenn veröa með ræktunarsýn- ingu, sýndir verða 5 efstu hestar í báðum flokkum frá töltmóti föstu- dagsins 24. janúar og síðan er „óvænt atriöi,“ sem sagt er standa fyrir sinu. Sem sagt, vegleg vígsluhátið. Ásdís Halla Bragadóttir. Fræösla um fóörun í kvöld klukkan 19 verður haldinn fræöslufundur í Reiöhöll Gusts í Kópa- vogi (í litla salnum). Fund- urinn er öllum opinn og að- gangur ókeyp- is. Björgvin Þórisson dýra- læknir úállar um fóðrun og umhirðu hrossa. Einnig Þóris- Björgvin son mun hann fara yfir helstu þætti fyrstu hjálpar, einkum á ferðalögum og jafnframt kynna nýja þjónustu dýralækna og aðstööu á svæði Gusts. -JSS Netfang: jss@dv.is af hestafféttamönnum á uppskera- hátíð hestamanna á Broadway í haust. Þá var hann kjörinn hestaíþróttamað- ur ársins í kjöri íþróttamanns íslands á vegum Samtaka íþróttafréttamanna og loks var hann kosinn íþróttamaður Garðabæjar 2002. Logi sagði í samtali við DV, að þeg- ar lægju fyrir nokkrar þeiðnir um tamningu og þjálfun hrossa I vetur. í vetur verður hann einkum með ný hross á húsi og aðspurður sagðist hann binda góðar vonir við mörg þeirra, þau væru mjög efnileg. Logi var hógvær í svörum við frekari spumingum. „Ég er fremur hjátrúarfullur og fæst orð hafa minnsta ábyrgð,“ sagði hann. Logi sagðist hafa mikinn áhuga á ræktun, að spá í stóðhesta og afkvæmi þeirra. Sjálfur kveðst hann vera meö eina hryssu í folaldseignum sem nú ætti að vera með fyli undan Tývari frá Kjart- ansstöðum. Hann sagði að höfðinginn Adam frá Ásmundarstöðum myndi hafa það náðugt í vetur. „Hann verður tekinn á hús í nokkr- ar vikur og fær létta þjálfún," sagði Logi. „Síðan fer hann að sinna hryssum í sumarbyrjun." Logi sagðist alltaf hafa jaftigaman af að ríða skeið og þvi yrðu að sjálfsögðu einhveijir vekringar að vera á húsi. „Svo er skeiðið ein af óhiutdrægustu greinunum, þar sem klukkan ræður úrslitum," sagði hann, „en ekki misjaftiar skoðanir dómar- anna.“ -JSS dýrt spaug - fóörun hrossa á höfuðborgarsvæðinu oft „handahófskennd og ónákvæm“ Logi Laxdal, sá góðkunni tamninga- og keppnismaður, ætlar að taka á hús og hefja hestavertíðina á næstu dög- um. Logi átti frábært timabil í sumar. Hann sigraði í A-flokki gæðinga á Landsmótinu, sigraði ailar skeiðgrein- amar þar og þar af tvöfalt bæði í 150 og 250 m skeiðinu. Hann hefur sett heimsmet í 150 m skeiði og unnið Is- landsmeistaratitil í 100 m fljúgandi skeiði. Hann var kjörinn bæði kappreiða- knapi ársins og gæðingaknapi ársins Fjöimörg verkefni Allmörg verkefni eru á könnu Hesta- miöstöðvar íslands um þessar mund- ir. Þar á bæ er nú m.a. verið að at- ^ huga möguleikann á útgáfu fræðslu- efnis um íslenska hestinn, nokkurs konar handbók sem getur fylgt öllum söluhestum í framtíðinni. Sem kunnugt er hefur Ingi- mar Ingimars- son tekið við starfi fram- kvæmdastjóra miðstöövar- innar af Þor- steini Brodda- syni sem lét af þvl starfi um áramót. Ingi- mar er nú eini fasti starfsmaðurinn við miðstöðina, en Þorsteinn mun sinna þeim verkefnum sem fyrir lágu. Nánar verður fjallað um Hesta- miðstöðina í DV á næstunni. -* Ingimar Ingimars- son. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.