Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2003, Qupperneq 20
34
MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003
_v
keppni i hveriu orði
Rafpostur: dvsport@dv.is
Ivar til Þróttara
Framherjinn ívar Sigurjónsson, sem
leikið hefur með Breiðabliki undanfarin
ár, er genginn í raðir nýliða Þróttar í
Símadeildinni í knattspymu.
ívar byrjaði vel með Þrótturum því
hann skoraði eitt mark í 7-0 sigri liðs-
ins á Létti í Reykjavíkurmótinu í gær-
kvöld. -ósk
Bruno Kernen frá Sviss bar sigur úr
býtum í bruni karla í Wengen i Sviss
í gær. Þetta var fyrsti sigur Keman í
heimsbikarmóti i sex ár.
Austurríkismaðurinn Miehael
Walchhofer varð annar og landi hans
Stephan Eberharter þriðji.
Hermann Maier var meðal keppenda
i sömu brunkeppni, hans fyrsta i
rúmt eitt og hálft ár, eða frá því að
hann slaðaðist mjög illa í
mótorhjólaslysi. Maier, sem var sagt
að gæti aldrei stundað skíði á ný,
hafnaði í sjöunda sæti.
í bruni kvenna, sem fram fór í
Cortina á Ítalíu um helgina, var þaö
Renate Götschl frá Austurríki sem
sigraði. Þetta var annar sigur hennar
á jafnmörgum dögum. Kristen Clark
frá Bandaríkjunum kom önnur i
mark, hálfri sekúndu á eftir Götschl,
og austurríska stúlkan Michaela
Dormeister varð þriðja. Götschl
sigraði einnig í risasvigi á sama stað
á laugardag, en það var hennar fyrsti
sigur í tæpt ár.
Króatiska stúlkan Janica Kostelic,
sem hefur örugga forystu í
samanlagðri stigakeppni
heimsbikarsins, varð áttunda í gær.
Kristen Clark deildir nú efsta sætinu
í stigakeppninni í bruni með frönsku
stúlkunni Carole Montillet, sem var
fjóröa í gær. -vig
Úrslitá
Stórmóti ÍR
60 metra hlaup kvenna
1. Sigurbjörg Ólafsdóttir, Breiðabl. 7,75 sek.
2. Fanney Indriðadðttir, USVH .8,17 sek.
3. Linda Lárusdóttir, Breiðabl. .8,21 sek.
60 metra grindahlaup kvenna
1. Sigurbjörg Ólafsdóttir, Breiðabl. 9,12 sek.
2. Linda Lárusdóttir, Breiðabl. .9,66 sek.
3. Fanney Indriðadóttir, USVH 10,10 sek.
Stangarstökk kvenna
1. Þórey Edda Elísdóttir, FH......4,40 m
2. Aðalheiður Vigfúsd., Breiðabl. .3,26 m
3. Fanney Tryggvadóttir, ÍR......3,06m
Langstökk kvenna
1. Sigurbjörg Ólafsdóttir, Breiðabl. .5,61 m
2. Hildur Stefánsdóttir, ÍR......5,15 m
3. Jóhanna Ingadóttir, ÍR ........5,10 m
Kúluvarp kvenna:
1. Jóhanna Ingadóttir, ÍR ........9,05 m
2. Ragnheiður Þðrsd., Breiðabl. . .8,90 m
3. Elísabet Bjarkardóttir, Þór ... .8,45 m
60 metra hlaup karla
1. Andri Karlsson, Breiðabl. . 7,08 sek.
2. Ragnar Frostason, Tindast. .7,27 sek.
3. -4. Robert Michelsen, Breiöabl. 7,28 sek.
3.-4. Magnús Gíslason, Breiðabl. 7,28 sek.
60 metra grindahlaup karla
1. Unnsteinn Grétarsson, ÍR .. .8,84 sek.
2. Sigurjón Guðjónsson, ÍR. .. .9,59 sek.
3. Gauti Ásbjömsson, Tindast. .9,79 sek.
Hástökk karla
1. Björgvin Helgason, HSK.....1,85 m
2. Gauti Ásbjömsson, Tindast. . .1,80 m
Langstökk karla
1. Gauti Ábjömsson, Tindastól . .6,31 m
2. Guðmundur Jónsson, Breiðabl. 6,29 m
3. Sigurjón Guðjónsson, ÍR ... .6,20 m
Stangarstökk karla
1.-2. Felix Woelfm, FH .......4,36 m
1.-2. Svemir Guðmundsson, ÍR .4,36 m
3. Gauti Ásbjömsson, Tindastól . .3,86 m
Kúluvarp karla
1. Óðinn Þorsteinsson, FH ...14,95 m
2. Bergur Pétursson, FH......12,29 m
3. Sigurjón Guðjónsson, ÍR...11,21 m
Nýr landsliðsþjálfari Islands í karate ráðinn:
Gríðarlegur
happafengur
- segir Ólafur Wallevik um Allan Busk
Daninn AUan Busk var um helg-
ina ráðinn nýr landsliðsþjálfari ís-
lands í karate og tekur hann við
starfinu af Halldóri Svavarssyni.
Ólafur Haraldsson Wallevik, for-
maður Karatesambands íslands,
segist binda miklar vonir við Busk,
sem á glæstan ferU að baki bæði
sem keppnismaður og þjálfari. Ólaf-
ur segir jafnframt að mikiU fengur
sé í Busk og að hann sé besti þjálf-
ari sem völ er á á Norðurlöndunum.
Getið sér gott orð
Þrátt fyrir að vera aðeins 28 ára
gamaU hefur Busk geftið sér mjög
gott orð sem þjálfari. Hann hefur
þjálfað landslið Dana undanfarin ár
og er einnig aðalþjálfari félagsliðs
síns í Danmörku, Álaborgar. Frá
því að Busk tók við stjómvelinum
þar fyrir fjórum árum hefur Ála-
borg verið sigursælasti klúbbur
Danmerkur. Enn fremur hefur Busk
skipað sér í hóp bestu keppnis-
manna heims á undanförnum árum
og hefur hann m.a. unnið tU verð-
launa á heimsmeistaramótum og
Evrópumótum í karate. Hann kepp-
ir enn á fuUu og segjast fuUtrúar
Karatesambandsins líta á það sem
kost frekar en hitt.
í samstarfi við Dani
í kjölfar ráðningarinnar mun
Busk hætta sem landsliðsþjálfari
Dana og einbeita sér að því að koma
íslenska liðinu á kortið. Samt sem
áður mun íslenska liðið eiga i sam-
starfi við danska liðið sem og það
norska á næstu mánuðum og mun
íslenska liðið halda utan i æfinga-
búðir með þessum nágrannaþjóðum
okkar. -vig
Nýtt Halla
- hjá Þóreyju Eddu Elísdóttur sem stökk 4,40 m
á stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum um helgina
Þórey Edda Elísdóttir stökk 4,40
metra á stórmóti ÍR í frjálsum
íþróttum sem fór fram í Laugardals-
höUinni og Baldurshaga um helgina
og átti hún stórgóðar tilraunir við
4,45 metra, en það er lágmarkið fyr-
ir heimsmeistaramótið innanhúss
sem fram fer í mars.
Þetta er það hæsta sem stokkið
hefur verið í stangarstökki í Laug-
ardalshöUinni, en fyrra metið átti
Vala Flosadóttir sem hún setti á
stórmóti ÍR árið 1999.
Þórey Edda var mjög sannfær-
andi i stökkum sínum í gær. Hún
byrjaði á því að fara auðveldlega yf-
ir 3,96 metra og aftur fór hún yfir
4,20 metra í fyrstu tUraun. Þá var
ráin hækkuð í 4,30 metra og átti
Þórey Edda ekki í neinum vandræð-
um með þá hæð. Hún feUdi 4,40
metra naumlega í fyrstu tilraun en
fór svo langt yfir í annarri tUraun.
Því næst var reynt við lágmarkið
fyrir HM innanhúss, 4,45 metra, en
Þórey Edda feUdi þá hæð naumlega
í öUum þremur tUraunum.
Rosalega ánægö
Þórey Edda hefur aldrei náð
svona góðum árangri á þessum árs-
tíma svo ljóst er að hún er í feikna-
formi og tU aUs líkleg á komandi
keppnistímabUi. Hún var að vonum
kampakát þegar DV-Sport náði tali
af henni að keppni lokinni.
„Ég er alveg rosalega sátt. Þetta
er eiginlega fyrsta æfmgin mín
hérna heima í vetur en ég er ný-
komin heim úr æfingabúðum í
Bandaríkjunum þar sem ég var í 3
vikur. Þaö gekk mjög vel þar en
samt sem áður er þetta framar öU-
um vonum hér í dag,“ sagði Þórey
Edda sem kveðst æfa heima á ís-
landi um þessar mundir. Einnig sé
hún nú laus við öU meiðsli sem hafa
plagað hana á undanförnum árum.
„Árið leggst bara rosalega vel í
mig. Þetta er besta byrjun hjá mér á
tímabUi svo maður verður að vera
bjartsýnn. Ég er á leið á mót í Búda-
pest í mars og svo ætla ég að reyna
að fara á sem flest mót í Evrópu. Ég
set mér ansi há markmið á HM inn-
anhúss," sagði Þórey Edda.
Líst vel á þetta
Þórey Edda var sú eina af okkar
besta frjálsíþróttafólki sem tók þátt
um helgina en engu að síður náðist
góður árangur í fjölmörgum grein-
um. Meðal annars sigraði Sigur-
björg Ólafsdóttir, ein efnUegasta
frjálsíþróttakona landsins, í 60
metra hlaupi, 60 metra grindahlaupi
og langstökki kvenna og Fanney
Björk Tryggvadóttir, ÍR, og Valgerð-
ur Sævarsdóttir, Aftureldingu,
bættu 9 ára gamalt meyjamet Völu
Flosadóttur í stangarstökki um 21
cm. Þær stukku 3,06 metra.
Guðmundur Karlsson landsliðs-
þjálfari fylgdist með mótinu í Laug-
ardalnum um helgina og kvaðst
hann mjög sáttur við það sem hann
sá tU.
„Mér líst mjög vel á þetta. ÍR-ing-
ar eru með gríðarlega sterkan hóp
hjá 16 ára og yngri, sérstaklega er
mikið af efnUegum stelpum. Þetta
er mjög lífiegt og þetta eru mjög
frambærUegir krakkar. Það voru
persónulegar bætingar í 60 metra
hlaupunum og mikið um góðan ár-
angur,“ sagði Guðmundur i samtali
við DV-Sport. Aðspurður segir Guð-
mundur sér lítast mjög vel á
Þóreyju Eddu.
„Þetta er mjög gott hjá henni.
Þetta er hennar fyrsta mót og mað-
ur bjóst ekkert endUega við miklum
hæðum en hún er greinUega að
vinna mjög vel úr sínum málum.
Þetta lítur mjög vel út hjá henni og
ég er mjög bjartsýnn á hana. Það er
ekki spuming að hún á eftir að
stökkva hærra á árinu,“ sagði Guð-
mundur. -vig
Þórey Edda hefur aldrei verið í betra formi á þessum árstima en nú og
veröur hún að teljast til alls líkleg á næstu misserum. Hér sést hún á
fleygiferð í Laugardalshöllinni í gær. DV-mynd Hari
Halldór Svavarsson, Allan Busk og Ingólfur Snorrason sjást hér við undirrit-
un samningsins um helgina. DV-mynd ÓHÞ
Mikil áskorun
- segir Allan Busk, nýráöinn landsliðsþjálfari
Hinn nýráðni landsliðsþjálfari
AUan Busk hefur stjómað fjölda
æfingabúða á Islandi á undanförn-
um misserum og segist hann sjá
marga góða karatemenn.
„Þetta er fráhært tækifæri fyrir
mig. Ég hef verið með annan fót-
inn á landinu síðasta árið eða svo
og veit þannig að.mörgu leyti að
hverju ég geng. Ég er búinn að
skipuleggja næsta hálfa árið eða
svo fyrir landsliðið og ég tel að við
getum vel átt möguleika á að ná
góðum árangri á alþjóðlegum vett-
vangi. Það em margir góðir
iþröttamenn i þessari grein á ís-
landi, en það sem þá vantar er
meiri hvatning. Mitt verk er að
reyna að miðla af þeirri reynslu
sem ég hef tU íslensku keppend-
anna. Fyrir mér er þetta mikU
áskorun," segir Busk. -vig