Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2003, Blaðsíða 16
16 + 17 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aöalritstjórí: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Tveir stórir, tveir litlir Hver fylgiskönnunin af annarri styöur þær breytingar sem virðast vera að gerast í fjör- ugum stjórnmálum landsmanna. Sjálfstæðisflokkurinn og Sam- fylkingin skiptast á að mælast stærsta stjórnmálaafl landsins og ef eitthvað er virðist síð- arnefndi flokkurinn hafa oftar vinninginn í þeim efnum. Stóra breytingin sem allar þessar skoðanakannanir sýna er að hér á landi eru að verða til tveir burðugir stjórn- málaflokkar í stað eins áður og tveir litlir þingflokkar i stað þriggja áður. Enn eru þó 80 dagar til þingkosninga og rétt að minna á að kjósendur eru á stöðugri hreyfingu á milli flokka. Á þessum tíma í aðdraganda síðustu þingkosninga mældist Samfylkingin, sem þá var nýtt og ferskt stjórnmálaafl, með 35,6 prósenta fylgi i skoðanakönnun DV, eða jafnoki Sjálfstæðisflokksins sem þá var með hálfu prósentustigi meira fylgi. Ríflega einum mánuði síðar hafði staðan breyst í 40:32 Sjálfstæðisflokknum i vil og bilið breikkaði allt fram á kjördag. Sá er munurinn á Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokkn- um í dag og fyrir fjórum árum að fyrrnefndi flokkurinn hefur öðlast fullt sjálfstraust með nýjum og firnavinsæl- um leiðtoga á meðan síðarnefndi flokkurinn veifar að mörgu leyti notuðum fánum sem hafa verið við hún í á annan áratug. Þetta minnir ef til vill á að allt hefur sinn tíma i tilverunni, jafnvel einnig í stjórnmálum - en líklega má að nokkru leyti skýra þá sveiflu sem sést á fylginu þessa dagana sem þörf fyrir tilbreytingu. Björn Bjarnason, alþingismaður og oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn, segir í nýlegum pistli á heimasíðu sinni að Samfylkingin nái að höfða til kjósenda Framsókn- arflokksins og vinstri grænna „með sama hætti og um R- listann væri að ræða“. Björn segir stóru spurninguna í Reykjavík vera þá hvað framsóknarmenn og vinstri græn- ir ætli að gera til að fá flokksmenn sína til að hætta að styðja Samfylkinguna. Vinstrimenn geri „ekki mun á henni og R-listanum“. Miðað við nýjustu skoðanakönnun Félagsvisindastofn- unar Háskólans fyrir Morgunblaðið er þetta einfóldun á vanda sjálfstæðismanna og annarra sem horfa á súlur Samfylkingarinnar skyggja á önnur gröf. Samkvæmt nefndri könnun, sem birtist á sunnudag, kemur langsam- lega mest af nýju fylgi Samfylkingarinnar úr röðum sjálf- stæðismanna. Hvorki meira né minna en 18 prósent þeirra sem segjast ætla að kjósa Samfylkinguna nú kusu Sjálfstæðisflokkinn fyrir fjórum árum. Þetta hlýtur að vera Sjálfstæðisflokknum mikið áhyggjuefni. Hann er greinilega að missa mikið af sínu „miðjufylgi“ yfir til Samfylkingarinnar en það er fylgið sem oft á tíðum sækir þangað sem sóknin er og telur - eins og sagt er - að stærðin skipti máli. Samfylkingin er greinilega að verða valkostur fyrir þennan hóp kjósenda; fólk sem stendur að mörgu leyti á sama um argaþras hinn- ar pólitísku umræðu líðandi stundar en hallar sér þangað sem þungi straumsins liggur hverju sinni. Undarlegt má teljast að hvorki Framsóknarflokkur né Vinstri grænir nái sér á strik i þeim könnunum sem gerð- ar hafa verið á pólitískum straumum á síðustu vikum. Báðir flokkarnir hafa verið áberandi í fréttum, hvor með sínum hætti, og ekki verður með nokkru móti komið auga á alvarleg vandræði sem ráðherrar og þingmenn þessara flokka hafa komið sér í á síðustu misserum. Það er eins og þeir komist ekki að i hugum fólks. Og að pólitíkin sé að verða einhvers konar tveggja tuma tal. Sigmundur Ernir _________________________________________ÞRIDJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003_ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 DV Skoðun Mótvægisáhrif „Umrœðan hefir snúist um lón og línur, krækiber og Kringilsárrana, hreindýr, gœsir og gljúfur, en ekki hvort álver á Austurlandi sé vænlegri kostur en álver á Keilis- nesi sem fengi orku sína frá háhitasvæði á Hellisheiði að öllu leyti eða hluta.“ - Gufustrókar á Hellisheiði. Til mótvægisaögerða er yfirleitt gripið ef með þarf við þenslu sem leitt gæti til óstöðugleika hagkerfis þegar megin- markmið efnahagsstjórn- ar er frekar stöðugt verð- lag og gengi til langs tíma en skammtíma hag- vöxtur og full atvinna í yfirhituðu hagkerfi. Að þessu leyti hefir sígandi lukka verið talin affarasælust. Enda hafa margar kannanir sýnt að þeim ríkj- um vegnar síst verr til langframa sem búa við stöðugan vöxt og við- gang en ríkjum þar sem skiptast á vaxtar- og samdráttarskeið, misjafn- lega löng. Hagvaxtarskeið og þensla Dæmin sýna að mótvægisaðgerðir hafa ekki ætíð reynst altækar og ekki alltaf til þeirra gripið þótt for- sendur hafi hugsanlega verið fyrir hendi. í kjölfar endurreisnar Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina ríkti hagvaxtarskeið samfara verulegri þenslu. íslendingar hefðu því að ósekju átt að grípa til mótvægisað- gerða þá til að sporna við þurrð gjaldeyrisvarasjóðsins. Því þótt stór- um hluta hans hafi verið varið til fjárfestingar hækkuðu raunlaun skömmu eftir stríð gríðarlega og sem afleiöing þeirrar hækkunar al- menn neysla meira en góðu hófi gegndi. Efnahagsstjóm var með öðr- um hætti en nú og viðhorf til stöðug- leika allt annað. Hinn gildi gjaldeyrisvarasjóður sem íslendingar áttu var fljótt upp- urinn. Kjaraskerðing var óumflýjan- lega. í kjölfarið fylgdi um hálfur annar áratugur hafta á sama tíma og aðrar vestrænar þjóðir nýttu nú- tíma stjórntæki til að stilla af gang- verk efnahagslífsins. Sameining ríkja og lífskjörin Líkja má sameiningu þýsku ríkj- anna við fjárfreka endurreisn úr rústum. Vegna mótvægisaðgerða þýska seðlabankans varð ekki sama þensla á vinnumarkaði eins og viö hefði mátt búast í kjölfar uppbygg- ingar grunngerðar eða innviða fyrr- um Austur-Þýskalands. Þar sem markmið bankans var að standa vörð um verðlag og gengi var séð til þess að verðlag héldist eins stöðugt og nokkur kostur var. Um það má deila hvort mótvægisaðgerðimar, sem gripið var til, hafi verið of harkalegar eður ei. Draga hefði mátt úr atvinnuleysi með slakari stjórn peningamála en þá á kostnað stöðugs verðlags og gengis en slíkt er í andstöðu við stefnu bankans. Þrátt fyrir mikla fjárfestingu í austanverðu Þýskalandi er enn langt í land að lífskjör þegna hinna fyrrum aðskildu hluta landsins hafi aö fullu jafnast. Fróölegt verður að fylgjast með sameiningu kóresku ríkjanna og til hvaða aðgerða á sviði peningamála og rikisfjármála verði gripið til mótvægis þeirri þenslu sem fylgt gæti sameiningu þeirra.. Ósagt skal þó látið hvenær af slíkri sameiningu verður og hversu lang- an tíma taka muni að jafna lífskjör þannig að suður- og norðurhéruð Kóreu verði talin jafnfýsileg til bú- setu. Vextir og þensluáhrif Fyrirhuguð er mikil inngjöf fjár í íslenskt efnahagslíf með um 200 milljarða fjármunamyndum í virkj- unum og álveri á Austurlandi á nokkrum ámm, auk stækkunar Norðuráls og virkjunum samfara henni. Stór hluti fjárfestingarinnar er erlendur þáttur, fjármagnaður ýmist með lántökum eða erlendu áhættufé sem hefur því ekki sömu þensluáhrif og innlendur þáttur fjár- festingarinnar sem keppir við starf- semi á innlendum markaði þar sem lindir vinnuafls og fjármagns eru takmarkaður. Kæmi því ótvírætt til áraunar á íslenskan vinnumarkað sem svara verður með vöxtum er yrðu hærri en ella auk eflausra að- gerða á sviði ríkisfjármála. Vaxtabreytingin sem hluti mót- vægisaðgerði yrði borin af skuldu- nautum. Að einhverju leyti einvörð- ungu af nýjum lántakendum að svo miklu leyti sem vextir gamalla lána eru fastir. í tilviki breytilegra vaxta er annað upp á teningnum. Þar eð innlendur þáttur lánakerfis er um tólf hundruð milljarðar króna lætur nærri að hver hundraðshluti vaxta hans sé um tólf milljarðar kóna. Lánardrottnar njóta góðs af vaxta- hækkuninni, hvort heldur einstak- lingar eða fyrirtæki sem eiga inn- stæður í lánakerfinu eða lánastofn- anir, þar með taldir lífeyrissjóðir. Fyrir hag ýmissa koma því jákvæð og neikvæð áhrif mótvægisaðgerða til að vega hvor önnur upp. Óljós áhrif Áhrifm á erlenda hluta lánakerf- isins eru að svo komnu máli óljós en gætu orðið nokkur á álag gengis- bundinna lána. Umfang mótvægis- aðgerðanna er augljóslega háð þeim framkvæmdum sem ráðist verður í. Því hlýtur að koma upp sú spurning hvort staðarval gæti hér skipt sköp- um í ijósi þess að fyrirtækið Río Tinto hætti við byggingu málm- blendiverksmiðju á árum áður þar eð rekstrarleyfið var staðbundið. Mat forsvarsmanna fyrirtækisins var að vel hugsuðu máli að um tíu af hundraði dýrara væri að reisa málmblendiverksmiðju á Reyðar- firði en hugsanlega við Faxaflóann þar sem öll aðstaða fyrir stórrekstur var fyrir hendi. Atlantsálshópurinn taldi einnig Flekkuvík vænlegasta kostinn þegar hann var hér á ferð- inni. Undrast höfundur að staðarval skyldi ekki hafa verið kostnaðar- og nytjagreint þegar um jafnumfangs- mikla fjárfestingu er að ræða eins og í þessu tilviki. Umræðan hefir snúist um lón og línur, krækiber og Kringilsárrana, hreindýr, gæsir og hundruð milljóna króna minni árleg áhrif á vexti en ella miðað við að tvö hundruð milljarða króna fjárfesting heíði óhjákvæmilega í för með sér tveggja af hundraði hærri raunvexti innlenda hluta lánakerfisins en að öðrum kosti. Fyrir nokkru var ég beðinn um að hitta verkefnisstjórn um byggðaáætlun Eyjafjarðar, sem er skipuð af iðnaðaráð- herra en hlutverk hennar er að koma með mótaðar tillög- ur til Alþingis um eflingu byggðar á Eyjafjarðarsvæð- inu, ekki síst Akureyri. Áður en ég hitti nefndina var óskað eftir því að ég benti á funm mikilvæg atriði fyrir þyggðaþróun á svæðinu. Ég tók saman eftirfarandi greinargerð til að nálgast þær spumingar sem fyrir mig voru lagðar og var niðurstaða mín í stónun dráttum þessi: Núverandi staða - greining Eðlilegt er að horfa til svæðisins frá Skagafirði austur um til Húsavíkur og í Mývatnssveit, en þetta svæði svarar til 1,5 klukkustundar aksturs að há- marki viö eðlilegar aðstæður. Það sem einkennir þetta svæði í dag er eftirfarandi: * Fábreytt atvinnulíf sem byggir á sjávarútvegi, landbúnaði og þjón- ustu sem tengist þessum greinum. * Fólksfækkun er á flestum stöðum innan þessa svæðis, þó með nokkrum undantekningum, t.d. hef- ur orðið lítilsháttar fólksfjölgun á Akureyri. í stefnumótun hefur löngum tíðkast að gera svokallaða SVÓT-greiningu þegar fyrirtæki eða aðilar horfa tO framtíðar og móta valkosti í starfi sínu. Styrkleikar og veikleikar í þessu tUfelli eiga þá fyrst og fremst við um innviði svæðisins, en ógnanir og tæki- færi eru þættir í umhverfinu sem geta haft afgerandi áhrif á þróun þess. Styrkleikar svæöisins eru: * Framleiðni og hlutfall svæðisins í vergri landsframleiðslu. * Stór og öflug sjávarútvegsfyrirtæki. * Öflugir framhaldsskólar og háskóli. * Vaxandi menntunarstig. * Góð þjónusta á flestum sviðum. * Stöðugt og gott vinnuafl. * SkemmtOegt ferðmannasvæði. * Gott að búa á svæðinu - fjölskyldu- vænt - annar lífsstUl. Veikleikar svæðisins eru: * Fábreytt atvinnulíf. * Ekki nægUegt frumkvæði á svæð- inu. * Aukakostnaður fyrir atvinnulífið vegna flutningskostnaðar tU Reykja- víkur eða í útflutningshöfn, en eng- in útflutningshöfn er á svæðinu. * Óhagræði er að því hversu mikUl tími fer í ferðalög til Reykjavíkur vegna viðskipta og samskipta viö hið opinbera. * ímynd svæðisins - t.d. lág laun og fleira. * Snjór og vetrarveður (margir eru hræddir við að ferðast út á land á vetuma). Ógnanir svæðisins eru: * Sterkt gengi íslensku krónunnar sem grefur undan samkeppnishæfni útflutningsatvinnugreina á borð við iðnað, sjávarútveg (sérstaklega land- vinnslu) og ferðamannaþjónustu. * „Einkavæðing" hafna landsins mun rýra samkeppnishæfni þeirra hafna sem eru á svæðinu í samanburði við höfuðborgarsvæðið, sem nýtur þess að öUum flutningum er beint þar í gegn. * Yngri kynslóðin á takmarkaðar ræt- ur á landsbyggðinni - t.d. er ljóst að það er mikil fyrirstaöa hjá hinu op- inbera að leita leiða tU að ný störf á vegum þess færist út á land frekar en að þau verði tU á höfuðborgar- svæðinu. * Hætta á atgervisflótta ef atvinnulífið styrkist ekki eða eykur fjölbreytni sína. * LítUl vöxtur (fólk, fjárfestingar og opinberar framkvæmdir). Tækifæri svæðisins eru: * Eini raunverulegi valkosturinn sem byggðakjami fyrir utan Reykjavík- ursvæðið. * Svæðið býður upp á góða möguleika á að þróa ferðaþjónustu aUt árið. * Uppbygging nýrra atvinnuvega (mögulega í tengslum við Háskólann á Akureyri) sem kaUar á flutning fólks inn á svæðið. Vöxtur á svæðinu í ályktun Alþingis um eflingu Akur- eyrar sem byggðakjama fyrir Norður- og Austurland er m.a. rætt um að Ak- ureyri þróist í að vera byggðakjarni með a.m.k. 40-50 þúsund íbúa sem myndi bæta umtalsvert búsetuskUyrði á Norðurlandi og Austurlandi. Ef mið- að er við núverandi íbúafjölda á Akur- eyri, þ.e. 16 þúsund íbúa, þyrfti meðal- íbúafjölgunin að nema 8% á ári til að við næðum þessu markmiði árið 2015. Þá þyrfti íbúum á Akureyri aö fjölga að meðaltali um tvö þúsund manns á ári, en líklegra er að íbúafjölgunin verði um 1,5-2,5%, sem svarar tU þess að Ak- ureyringar verði 19-22 þúsund árið 2015. Forsenda íbúafjölgunar er traust og öflugt atvinnulíf sem getur skapað ný atvinnutækifæri á þessu tímabUi. Mið- að viö 40 þúsund manna byggðakjama þyrfti sennflega að búa tU um 10 þús- und ný störf, en miðað við 22 þúsund íbúa er verið að tala um í það minnsta 2.500 ný störf. Það er ljóst að mikUvægt er að skapa ný störf í framleiðslugrein- um og þjónustu sem byggja starfsemi sína á útflutningi, sem svo aftur verða tU þess aö búa tU ný þjónustustörf á svæðinu. Það er áleitin spuming hvort mark- mið byggðaáætlunar eigi að vera íbúa- Qöldi eða framleiðni og framleiðslu- verðmæti sem eiga uppruna sinn á svæðinu. Ég er sannfærður um að hin eina rétta viðmiðun sé framleiðni svæðisins og þau framleiðsluverðmæti sem eiga rætur sínar að rekja tU svæð- isins, enda leiðir aukning á þessu sviði undantekningarlaust tU íbúaíjölgunar. Ef horft er tU helstu atvmnugreina á svæðinu getum við gert ráð fyrir eftir- farandi þróun varðandi fjöldi starfa í framtíðinni. í þessu tilfeUi er notaður skali frá tveimur mínusum upp í tvo plúsa: * Sjávarútvegur - aukin hagræðing og tæknivæðing mun fækka störfum bæði í landi og á sjó. Horfur: - * Landbúnaður - léleg afkoma og vafa- lítið aukin hagræðing á komandi árum mun fækka störfum. Horfur: - * Bankar og fjármálastofnanir - störf- um mun fækka í hefðbundinni bankastarfsemi en fjölga á nýjum sviðum. Horfur: 0 * Iðnaður - þjónusta við atvinnulífið og uppbygging á svæðinu og hugsan- lega víðar mun fjölga störfum. Horf- ur: + * Verslun og afþreying - gert er ráð fyr- ir fjölgun íbúa og fleiri námsmönn- um sem leiðir til vaxtar í verslun og afþreyingu. Horfur: + * Starfsemi hins opinbera - undir þessum hatti eru ríkisstofnanir, embætti hins opinbera og fyrirtæki í eigu ríkisins. Horfur: + * Framhaldsskólar og háskólinn - auk- ið vægi endurmenntunar og rann- sókna við Háskólann á Akureyri mun fjölga störfúm. Horfur: + * Heilsugæsla - miklir möguleikar á fjölgun starfa ef eðlileg hagræðing á sér stað á þessu svæði. Horfur: + * Ný svið - fiskeldi, sjávarlíftækni, nýjar atvinnugreinar og öflugri iðn- aður á svæðinu. Horfur: ++ Ef markmiðið er að auka fram- leiðsluverðmæti og framleiðni á svæð- inu, þá er það einkum hægt með sókn inn á ný svið. Það undirstrikar nauð- syn þess að byggja upp nýjar atvinnu- greinar á svæðinu. Fimm mikilvæg atriði til að efla byggð á svæðinu Hér á eftir eru sett fram fimm mik- ilvæg atriði sem að mínu mati heföu jákvæða áhrif fyrir byggð á svæðinu: 1. Bættar samgöngur. Ég tel að bættar samgöngur við Ak- ureyri, bæði í austur og vestur, muni hafa mikil og góð áhrif. Göng undir Vaðlaheiði eru sjálfsögð en einnig er mikilvægt að stytta leiðina til Reykja- víkur ef það er mögulegt. Þá þarf einnig að tryggja góðar flugsamgöngur til og frá svæðinu og á það bæöi við um flug innanlands og til útlanda. Ný- verið var stigið áhugavert skref í þeim efnum þegar Grænlandsflug ákvað að taka upp beint flug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar tvisvar í viku. Ef vel tekst til mun þessi nýjung í flug- samgöngum við Akureyri verða svæð- inu öllu, ekki síst ferðaþjónustunni, mikil lyftistöng. 2. Efling skólastarfs. Við þurfum að efla Háskólann á Akureyri á sviði rannsókna, en hann hefur fyrst og fremst verið kennsluháskóli. Gagnvart rann- sóknarþættinum er mikilvægt að við háskólann verði öflugt rann- sóknarstarf sem geti gagnast at- vinnusköpun á svæðinu á borð við ferðaþjónustu, fiskeldi og sjávarlíf- tækni. Þá tel ég aö fyrir framhalds- skólana á Akureyri og háskólann sé verðugt verkefni að bjóða með markvissum hætti upp á námskeið er lúta að símenntun og reyna að sameina þær mörgu stofnanir á svæðinu sem sinna þessu hlutverki. 3. Opinber starfsemi. Það er eðlileg og sanngjöm krafa að opinberar stofnanir, embætti og önnur opinber starfsemi verði byggð upp hér fyrir norðan ef um nýja starfsemi er að ræða. 4. Nýjar atvinnugreinar. Leggja þarf áherslu á nýsköpun meö tilkomu nýrra atvinnugreina, sem hver gæti skapað alla vega 200-600 störf, og gætu orðið mótvægi við sjávarútveginn. Mikilvægt er að hér myndist „krítískur massi“ eða þéttni á ákveðnu sviði sem geti svo leitt til frekari þróunar á því sviði. 5. Heilsugæsla. Byggja upp öflugan spítala fyrir Norður- og Austurland sem myndi sinna sínu hlutverki m.a. með rekstri björgunarþyrlu á staðnum. Forsenda góðs árangurs í uppbygg- ingu á svæðinu er að hver og einn einstaklingur leggi sitt af mörkum. Mikilvægt er að virkja betur einstak- linginn og einstaklingsframtakið til að tryggja öfluga uppbyggingu á svæðinu. Þetta á við um alla þætti at- vinnulífsins, menntun og menningu og listir. Umrnæli Verðum við þá að kjós'ann? „Það er alls ekki víst að það verði á valdi Davíðs Oddssonar að ákveða það.“ Steingrímur J. Sigfússon um kosningaloforö Davíös um skattalækkanir i viötali viö frétta- stofu Sjónvarps. Oft ratast kjöftugum... „Þannig að Ingibjörg Sólrún ætlar í framboð sem málsvari þeirra nafna Jóns Ólafssonar og Jóns Ás- geirs. íhaldið hefur í mörg ár verið aö halda því fram að hún sé ekki nema handbendi þeirra, en að sjálfsögðu höfum við hin ekki viljað trúað slíkum áróðri úr munni Hannesar Hólmsteins og Jóns Stein- ars. Það er kannski erfiðara þegar forsætisráðherra- efnið sjálft er farið að segja hið sama.“ Ármann Jakobsson og Stefán Pálsson á Múrnum.is. Er hann að mildast? „Aðalgallinn við frjálshyggjuna er, að hún segir okkur ekki hver við eig- um að vera í lífinu. Eðli okkar ræðst nefnilega ekki í frjálsum samningum." Hannes Hólmsteinn Gissurarson I Sunnudags- kaffi Kristjáns Þorvaldssonar á Rás 2. Ekki samt teygja iopann „Við eigum að leggja áherslu á breytta ímynd flokksins úr lopapeysuímyndinni í nútima flokk ...“ Svála Rún Siguröardóttir, frambjóöandi fyrir Framsókn í Reykjavík, á Hriflu.is. Tpúíp ekki tölunum „Mogginn hélt því til dæmis fram, að 100.000 manns hefðu mótmælt í Róm, þótt löggan þar í borg viðurkenni, að þeir hafi verið 750.000 og ýmsir ábyrgir ijölmiðlar, sem voru með menn á staðnum, telji þá hafa verið fleiri en milljón og sumir nefnt tvær milljónir. Fróðlegt væri að vita, hvort Mogginn skáldar erlend- ar fréttir sínar frá grunni eða hvort fréttastofa ein- hvers pólitísks sértrúarsafnaðar í útlöndum er aö baki.“ Jónas Kristjánsson á vef sínum jonas.is Þungbæp spenna „Það er alltaf verra að horfa á en taka þátt. Þetta er eins og að fylgjast með handboltanum." Sambýlismaöur Andrínu Erlingsdóttur sem fýlgdist meö henni þar sem hún sat föst á vélsleöa í vatni og krapa I um þrjár klukkustundir. + -r 4. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.