Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2003, Side 18
18
_________________ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003
Skoðun Jl>V
Trúarviðhorf í
fjölmenningarsamfélagi
„Kirkja og foreldrar ganga
við skírn barna inn í sam-
komulag um samstöðu í
trúaruppeldi. Hvor aðilinn
um sig hefur tilteknar
skyldur í því efni. Kirkjan
á að sínu leyti að veita
fræðslu í kristindómi og
tækifæri til samfélags í
trú.“
Á dögunum var haldinn fundur
með prestum og leikskólastjórum
í vesturbænum um nærveru kirkj-
unnar i leikskólanum. Sá fundur
var haldinn í kjölfar umfjöllunar í
leikskólaráði borgarinnar um það
efni.
Að sjáifsögðu var þar áréttað að
ekki væri við hæfi að vera með
„trúaráróður" í leikskólunum en
talið sjálfsagt að skólar gætu haft
kirkjuheimsóknir á dagskrá sinni.
Einn prestanna, sr. Sigurður Páls-
son, sem einnig er uppeldisfræð-
ingur, færir fram rök fræðimanna
sem hníga að því að ekkert barn
verði alið upp í trúarlegu tóma-
rúmi. Annaðhvort er það alið upp
í einhverri trú eða trúleysi sem
einnig er trúarafstaða sem mótar
viðhorf þess.
Af ýmsum trúarbrögðum
Hann rekur enn fremur að for-
eldramir séu sterkustu mótunar-
aðilarnir í þessum efnum sem öðr-
um. Nær ómögulegt er að komast
þar fram með nokkur áhrif sem
standa gegn viðhorfum foreldr-
anna. í skólastarfi ber það bestan
árangur sem er í bestu samræmi
við heimili hvers barns. ísland er
eins og önnur vestræn lönd að
verða fjölmenningarland.
Þetta er einmitt mest áberandi í
vesturbænum af einhverjum
ástæðum. Þar er nær fimmti hver
í leikskólanum. - Leikskóli og skólastarf tekur orðið
mikinn tíma af degi og tilveru hvers bams.
maður utan þjóðkirkjunnar. Þetta
kemur fram í skólunum einnig.
Þar eru böm af ýmsum trúar-
brögðum, litarafti, og þjóðerni og
sambúðin er ekki alltaf alveg
árekstralaus. Hvemig á að snúast
í þessu? Er unnt að skapa eitt-
hvert hlutleysi til viðhorfa og siða
og móta kennslu og skólastarf af
því? Hver maður hlýtur að sjá að
það er ómögulegt.
Virðingin er eina leiðin
Fulltrúi frá Alþjóðahúsinu gerði
grein fyrir því á fundi fyrir
skömmu að þau börn næðu best-
um árangri í námi sem hefðu best
tök á móðurmáli sínu og þjóð-
menningu. Þetta hafa fleiri fundið
og íslendingar á Norðurlöndum
hafa verið þakklátir fyrir alla
kennslu fyrir sín börn i þeim efn-
um. Eina leiðin í þessum efnum er
að kenna virðingu fyrir ólíkum
háttum og viðhorfum manna í fjöl-
menningarþjóðfélaginu og ber að
hefja það strax í bernsku.
Það er allt í lagi að fólk hafl
mismunandi trú, litaraft, þjóðerni,
já og kynferði. Það er t.d. ekkert
vandamál fyrir stráka að skilja
það að þeir eiga ekki að fara á
sömu salernin og stelpurnar og að
það er í jafngóðu lagi fyrir stelpur
að vera stelpur og fyrir stráka að
vera stráka. Þannig er það einnig
í lagi að vera þeldökkur eða rauð-
hærður og freknóttur. Þannig er
það í besta lagi að vera í þjóðkirkj-
unni og kunna ekkert annað en ís-
lensku og líka að vera búddisti og
tala best taílensku, þótt maöur
þekki ekkert land betur en ísland.
Tilteknar skyldur
Leikskóli og skólastarf tekur
orðið yfir svo mikinn tíma af degi
og tilveru hvers barns að það hlýt-
ur að teljast afar mikilvægt hvað
þar fer fram og hvernig háttum er
hagað þar. Því er hollt að leik-
skólastarfið sé auðgað með heim-
sóknum á báða vegu, þó innan
takmarka reglu og hæfilegs stöð-
ugleika í dagsrásinni.
Kirkja og foreldrar ganga við
skírn barna inn í samkomulag um
samstöðu í trúaruppeldi. Hvor að-
ilinn um sig hefur tilteknar skyld-
ur í því efni. Kirkjan á að sínu
leyti að veita fræðslu í kristin-
dómi og tækifæri til samfélags í
trú. Foreldrarnir að kenna börn-
um bænir og veita þeim holla fyr-
irmynd í orði og æði. Niðurstaðan
af þessu er sú að það er eðlilegt að
kirkjan bjóði leikskólabörnum
sem og öðrum skírðum börnum í
heimsókn í kirkjuna og sæki þau
heim með fræöslu og helgihald.
Þau börn sem foreldrarnir telja
að slíkt eigi ekki erindi við þeirra
börn láta þá af því vita og þeim er
séð fyrir annarri dagskrá á með-
an. Sömuleiðis væri eðlilegt að
fræðari í búddadómi fengi að
heimsækja á leikskólanum sín
safnaðarbörn og að þau börn sem
ekki teldust eiga erindi við hann
hefðu þá dagskrá á meðan með
sama hætti. Þannig læra börn frá
fyrsta fari að virða trú hvert ann-
ars og lifa saman í einu þjóðfélagi
sátt við þá staðreynd að ekki eru
allir eins, hvorki í trúarefnum né
öðrum.
Sr. Jakob Ágúst
Hjálmarsson
sóknarprestur
Dómkirkjunnar
Ulndhögg
veöurfræðinga
Lárus hringdi:
Ekki varð mikið úr óveðrinu
sem Veðurstofan spáði um helg-
ina. Þetta leiðir hugann að
breyttum vinnubrögðum þeirra
sem spá fyrir um veður. Það má
varla blása að ráði án þess að
send sé út stormviðvörun og
björgunarsveitir kallaðar út með
tilheyrandi kostnaði. Það er eðli-
legt að veðurfræðingar vilji hafa
vaðið fyrir neðan sig, enda verð-
mæti og líf og limir fólks í húfi.
Þeir vilja ekki vera sakaðir um
að hafa sofið á verðinum ef veör-
ið verður vitlaust. En upp á
síðkastið hafa veðurfræðingar
slegið vindhögg. Fólk hefur oft
verið varað við yflrvofandi
óveðri, án þess að nokkuð stór-
fenglegt hafi gerst. Hafa verður í
huga að vopnin geta snúist í
höndum fræðinganna, að fólk
hætti að taka stormviðvaranir og
óveðursspár alvarlega. Þær fara
að hljóma eins og úlfur, úlfur.
Ekki alltaf stórviðri.
Hæstu flugvallarskattarnip
Guðni Jónsson
skrifar:
Nú er lokst að renna upp fyrir
þingmönnum (þó ekki öllum) að
hinn svokallaði flugvallarskattur,
sem hér leggst á fargjöld til út-
landa, er allt of hár og í engu sam-
ræmi við það sem gengur og gerist
í nágrannalöndum okkar. Sam-
gönguráðherra reynir þó að verja
þessa ósvinnu og tínir til rök sem
alls ekki standast.
Hann segist vera undrandi á því
að eftirlitsmenn EFTA skuli gera
athugasemdir við íslensku skatt-
ana þar sem innan EES-ríkjanna
„Ferðaskrifstofur auglýsa
skattana sérstaklega og
geta þeir numið allt að
5000 kr. samtals á hvem
farþega! Þetta er veruleg
hindrun í ferðalögum
fólksfrá íslandi.“
séu þessir skattar mismunandi
háir og eftirlitsmenn geri ríkari
kröfur til íslendinga í þessum efn-
um en annarra.
Þetta er ekki rétt, auk þess sem
málið er einfaldlega það að þessir
skattar samtals, sem kallaðir eru
„flugvallarskattar", eru langhæst-
ir hér á landi. Ferðaskrifstofur
auglýsa skattana sérstaklega og
geta þeir numið allt að 5000 kr.
samtals á hvem farþega! Þetta er
veruleg hindrun í ferðalögum
fólks frá íslandi - Hversu hár
þessi sérstaki skattur er sýnir ein-
faldlega að skattar og álögur hér
eru ávallt því marki brennd að
vera í hæsta flokki - miðað við
allt og alla, alls staðar, líka á
heimsvísu.
Andrína í krapanum
Haukur Hauksson hringdi:
Það ætlar ekki að láta deigan
síga, blessað fólkið sem stefnir á
fjöll og fimindi þrátt fyrir storm-
viðvaranir og slóttugheit veðurguð-
anna. Og enn bárust fréttir af fjöll-
um um sl. helgi þegar konan í
krapinu, hún Andrína, lenti í
Frostastaðavatni. Hún ætlaði bara
að fleyta sér yfir á sleðanum sínum
en lenti á steini og hún fór í vatn-
ið. Hún segir að sér hafi orðið kalt
á löppunum en lét að öðru leyti vel
af volkinu, og þyrla kom í tæka tíð.
Atvikið myndi ekki sitja lengi í
sér, sagði Andrína. Það er alltaf
verra að horfa á en taka þátt, þetta
er eins og að fylgjast með handbolt-
anum var haft eftir sambýlismann-
inum sem fylgdist með af þurru.
Ekkert var Andrína að færa nein-
um þakkir fyrir björgunina, hvorki
þyrlufólki né liðssafnaði sem var
tilbúinn til átaka. Svona er þjóðin
sæl í dag.
Kristin skrifar:
Mikið væri
gaman að sjá
tilboð frá fisk-
búðunum um
tilbúna kút-
maga. Þetta
ætti ekki að
vera erfitt í
framkvæmd en
væri nýjung
hér hjá okkur.
Kútmagar með
lifur í er hrein-
lega kóngamatur og því miður
þekkir unga fólkið ekki kútmaga
svo þeir eru því algjörlega fram-
andi. Ég skora á fisksala að kynna
kútmaga eða jafnvel að veitinga-
húsin hafi frumkvæðið. Ég efa ekki
að þetta þætti lostæti líka fyrir þá
sem ekki hafa kynnst þessu góm-
sæta lostæti.
Berjast gegn tramförum
Kristinn Sigurðsson skrifar
Það lítur þannig út fyrir mörgum
landsmönnum, að Vinstri grænir
og Samfylkingin séu þeir stjórn-
málaflokkar sem séu á móti fram-
forum í íslensku þjóðfélagi. Maður
man enn vel að þeir sem nú eru í
forystu Vinstri grænna og Samfylk-
ingarinnar og mest á móti virkjun
Kárahnjúka og álveri á Austur-
landi, þeir voru líka á móti álver-
inu í Straumsvík. Sama fólk var
líka á móti Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar, það var á móti Perlunni,
sem var í öndverðu snilldarhug-
mynd meistara Kjarvals, og þetta
sama fólk var á móti álveri á
Grundartanga og á barðist gegn
byggingu Ráðhússins. Ég held að
íslendingar geti ekki treyst þessu
fólki sem berst gegn framfórum og
atvinnuskapandi störfum hér.
Iceland Express
Gunnhildur skrifar:
Ég las auglýsingu frá Iceland Ex-
press þar sem félagið útskýrir
hvernig komast megi frá Stansted
flugvelli við London til ýmissa
staða í Evrópu, ýmst með Rayanna-
ir eða Easyjet lággjaldaflugfélögun-
um. Ég sé ekki betur en hér sé
komið gullið tækifæri einmitt fyrir
fjölskyldur, t.d. þessar sígildu með
bömin tvö að komast í sólina á
talsvert betri kjörum en þeim hefur
boðist hingað til. Guð láti gott á
vita, og kannski er nú komið að
því að ferðaskrifstofur hér sjái að
sér og sendi frá sér alvörutilboð til
landsmanna. Mér sýnist á öllum
bæklingunum þeirra að þær séu
komnar í keppnisskap
IDV Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@dv.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV,
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.
Hrogn og lifur.