Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2003, Blaðsíða 28
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003
Rafpóstur: dvsport@dv.is
Einar Gunnar hættur
Einar Gunnar Sigurösson, þjálfari
meistaraflokksliðs FH í karlaflokki í
handknattleik, lét af störfum í gær en
þetta var niðurstaða stjórnar hand-
knattleiksdeildar félagsins og Einar
Gunnars sjálfs. Eflaust má rekja þessa
ákvörðun til óviðunandi gengis FH-liðs-
ins í Essó-deildinni í vetur en liðið er í
9. sæti deildarinnar. Einar Gunnar tók
við liðinu fyrir yflrstandi tímabil en
ekki er vitað hver tekur við af honum.
Bergsveinn Bergsveinsson hefur verið
aðstoðarmaður Einars Gunnars í vetur.
-JKS
Enska bikarkeppnin:
Arsenal
mætip
Chelsea
t gær var dregið í fjórðungsúr-
slitum ensku bikarkeppninnar í
knattspymu og er nú ljóst að
Arsenal mætir Chelsea í átta liða
úrslitum, en leikirnir fara fram
helgina 8.-9. mars næstkomandi.
Aðrar viðureignir eru að
Shefíield United fær Leeds
United í heimsókn, en ShefField
sló Leeds einmitt út úr deildar-
bikarnum fyrr í vetur. Fyrstu-
deildarlið Watford fær annað
hvort Fulham eða Bumley, sem
geröu jafntefli um helgina og
þurfa því að mætast að nýju og
Southampton fær Úlfana í heim-
sókn.
Þess má geta að Arsenal og
Chelsea áttust við í úrslitaleik
bikarkeppninnar í fyrra á þús-
aldarvellinum í Cardiff og fór
Arsenal með sigur af hólmi, 2-0.
-PS
Patrekur f er
til Spánar
Patrekur Jóhannesson, lands-
liösmaður í handknattleik, stað-
festi það í samtali við DV i gær-
kvöld að það væri öraggt að hann
léki á Spáni á næsta timabili. Það
myndi skýrast síðar í þessari
viku við hvaða félag hann myndi
semja. Portland San Antonio,
Ademar Leon og Bidasoa vilja öll
fá Patrek í sínar raðir.
„Ég er mjög spenntur að fara til
Spánar og þetta var síðasti séns
fyrir mig að breyta til. Spuming-
in var sú að leika áfram í Þýska-
landi eöa fara til Spánar sem
verður ofan á.“
Þrír íslenskir leikmenn eru á
mála hjá spænskum liðum. Rúnar
Sigtryggsson hjá Ciudad Real,
Heiðmar Felixsson leikur með
Bidasoa og Hilmar Þórlindsson
með Cangas. Ólafur Stefánsson
gengur eins og kunnugt er í raðir
Ciudad Real í sumar.
Flest bestu lið Spánar eru nú
að sanka að sér sterkum leik-
mönnum og því er ljóst að deildin
þar verður öflug. -JKS
Skúli með slit-
in krossbönd
Skúli Eyjólfsson, tvítugur mið-
vallaleikmaður hjá knattspyrnu-
liði KA, sleit krossband í hægra
hné á æflngu í hinu nýja íþrótta-
húsi, Boganum, á Akureyri á
dögunum. Skúli er einn efnilegasti
leikmaður liðsins, lék 6 leiki í
efstu deild síðastliðið sumar auk
þess sem hann á að baki einn
landsleik með undir 19 ára lands-
liöi íslands.
Miklar vonir voru bundnar við
frammistöðu hans á vellinum í
sumar og var hann m.a. einn fjög-
urra ungra leikmanna sem síðast-
liðið haust skrifuðu undir samn-
ing til þriggja ára við félagið. Gert
er ráð fyrir að hann verði frá æf-
ingum í 6 mánuði og því ljóst að
hann mun ekki leika með liðinu í
símadeildinni í sumar. -ÆD
Fram Reykjavíkurmeistari
-bar sigurorö af Fylkismönnum eftir vítaspyrnukeppni í úrslitaleik í Egilshöllinni í gærkvöld
Fram varð í gær Reykjavíkur-
meistari í knattspyrnu í 23.
skipti þegar liðið lagði Fylki í úr-
slitaleik þar sem þurfti að knýja
fram úrslit í vítaspyrnukeppni.
Þar reyndust Framarar sterkari á
svellinu eftir að átta leikmenn í
hvoru liði voru búnir að spreyta
sig. Staðan eftir venjulegan leik-
tíma var 1-1 og var engu 'marki
bætt við í framlengingunni.
Framarar urðu síðast Reykjavík-
urmeistarar 1998.
Það var Jón B. Hermannsson
sem kom Fylki yfir í fyrri hálf-
leik með þrumuskoti af 25-27
metra færi og knötturinn söng í
nærhominu. Gunnar Sigurðsson,
markvörður Fram, átti ekki
möguleika á að verja. Fylkismenn
voru mun betri aðilinn í fyrri
hálfleik og sóttu stíft á meðan
Framarar beittu skyndisóknum.
Það var Kristján Brooks sem
jafnaði fyrir Fram í byrjun seinni
hálfleiks eftir varnarmistök hjá
Fylki. Leikurinn jafnaðist og
bæði lið fengu sín tækifæri til að
komast yfir en ávallt vantaði
herslumuninn. Vítaspyrnukeppn-
in byrjaði ekki gæfulega hjá
Fram því fyrsta spyrnan fór fram-
hjá markinu. Gunnar varði síðan
aðra spyrnu F,ylkis. Andri Steinn
Birgisson fékk síðan tæikifæri til
að tryggja Fylki sigur eftir að
Kjartan Kjartansson hafði varið
frá Andrési Jónssyni en Andri
Steinn skaut hátt yfir markið.
Það var síðan Ingvar Ólason sem
skoraði sigurmark Fram. Athygli
vakti að ungur og efnilegur strák-
ur að nafni Kristján Hauksson
tók eina spyrnu Fram í víta-
spyrnukeppninni. Kristján, sem
er nýorðinn 17 ára, skoraði af
miklu öryggi og sýndi stáltaugar.
Kristinn Jónsson, þjálfari Fram,
var ánægður með áfangann þegar
DV-Sport heyrði í honum í leiks-
lok.
Framtíöin er björt
„Það er strax orðið fjör í febrú-
ar. Það er frábært að geta verið
að spila á þessum tíma við þessar
aðstæður. Oft hafa menn verið að
spila í 8-9 vindstigum á Reykja-
víkurmótinu en núna er umgjörð-
in allt önnur. Hvað leikinn varð-
ar er ég ekki ánægður að þessu
sinni. Við spiluðum mun betur á
föstudaginn. Það er spilað þétt og
menn eru ekki alveg komnir í sitt
besta stand. Fylkir spilaði vel í
fyrri hálfleik, sérstaklega fyrsta
hálftímann. Þá áttum við undir
högg að sækja en síðan jafnaðist
þetta í síðari hálfleik. Það er svo
sem margt jákvætt sem hægt er
að taka út,“ sagði Kristinn
Jónsson.
„T.d. vörðumst við vel og ég
var ánægður með það. Það fengu
margir ungir strákar að spila í
dag og það er alltaf jákvætt. Und-
anfarin tvö ár höfum við gefið
ungum og efnilegum strákum
tækifæri og við munum halda því
áfram. Það er mikill efniviður á
leiðinni þannig að framtiðin hjá
Sex sigurleikir í röð
- KR vann Grindavík, 77-60, og hélt Shelton í 16 stigum og 27% skotnýtingu
Eftir erfiða byrjun og fjarveru lykil-
manna vegna meiðsla hafa KR-konur
safhað liði sínu saman á ný og unnið
sex leiki í röð eftir áramót. Útlitið
verður því betra með hverjum leik.
KR-liðið vann 17 stiga sigur á Grinda-
vík í gær, 77-60, og er í framhaldinu
búið að ná fjögurra stiga forskoti á
þær grindvísku í baráttunni um 2.
sætið.
Það var aðeins í lok fyrri hálfleiks
sem Grindavíkurliðið ógnaði eitthvað
Vesturbæjarliðinu en þær unnu síð-
ustu 2 mínútur hálfleiksins, 11-2, og
minnkuðu muninn í 38-30 fyrir hlé.
KR-liðið gerði hins vegar út um
leikinn og skoraði 13 stig í röð um
miðjan þriðja leikhluta þegar Grinda-
vík hafði minnkað muninn í sex stig.
Hanna B. Kjartansdóttir skoraði 6 af
fyrstu átta stigum þess góða kafla og
átti mjög góðan leik í vörn og sókn.
Auk hennar nýtur Jessie Stomski æ
meira góðs af því að félagar hennar í
KR-liðinu eru duglegri að flnna hana
undir körfunni. Stomski er með 25,1
stig og 17,6 fráköst að meðaltali í vet-
ur. Þá áttu þær Hildur Sigurðardóttir
og Helga Þorvaldsdóttir góðan alhliða
leik. KR-liðinu tókst samt að tapa 33
boltum í leiknum og það er eitthvað
sem þjálfarinn, Ósvaldur Knudsen,
þarf að laga fyrir úrslitakeppnina nú
þegar heildarbragur liðsins minnnir á
meistaralið á nýjan leik.
Hjá Grindavik átti Denise Shletin
slakan leik, skoraði aðeins 16 stig og
misnotaði 16 af 22 skotum stnum.
Shelton hefur aðeins skorað 33 stig
samanlegt í síðustu tveimur ieikjum
en var með 33,7 að meðaltali fyrir þá
leiki. Bestan leik áttu þær Sólveig
Gunnlaugsdóttir, Stefanía Ásmunds-
dóttir og Ema Rún Magnúsdóttir.
Stig KR: Jessie Stomski 21 (17 fráköst, 7
varin skot), Hanna Björg Kjartansdóttir 16
(5 stoðs., 4 stolnir boltar), Hildur Sigurðar-
dóttir 14 (13 fráköst, 5 í sókn, 6 stoðs., 4
stolnir), Helga Þorvaldsdóttir 13 (7 fráköst, 7
stoðsendingar), Gréta María Grétarsdóttir 5,
Guðrún Arna Sigurðardóttir 4, María Kára-
dóttir 2, Kristin Ama Sigurðardóttir 2.
Stig Grindavikur: Denise Shelton 16 (10
fráköst), Sólveig Gunnlaugsdóttir 13 (7 frá-
köst), Stefanía Asmundsdóttir 10 (7 ffáköst),
María Anna Guðmundsdóttir 9 (hitti úr 3 af
5 þriggja stiga skotum), Ema Rún Magnús-
dóttir 7 (6 stolnir, 3 stoðs.), Guðrún Ósk
Guðmundsdóttir 5. -ÓÓJ
Fram er mjög björt. Það er erfitt
að meta liðið í samanburði við
önnur lið svona löngu fyrir mót
þar sem margt getur gerst í milli-
tiðinni. Við getum staðið í öllum
liðum og þurfum bara að nýta
tímann vel fram að íslandsmót-
inu sjálfu," sagði Kristinn Jón.
-Ben
Myndband
ekki notað
Phil Don, yfirmaður dómara-
mála í ensku úrvalsdeildinni í
knattspymu, segir að mynd-
bandsupptaka verði ekki notuð
til að ákvarða um það hvort
mark hafi verið skorað í leik
Crystal Palace og Leeds á sunnu-
dag. Það þótti sýnt í sjónvarpi að
knötturinn hefði farið yflr
marklínuna hjá Leeds, auk þess
sem Michael Duberry, varnar-
maður Leeds, varði knöttinn
greinilega með hendi.
Ástæðan er að alþjóða knatt-
spyrnusambandið hefur tekið af
allan vafa um að notkun mynd-
banda í tilvikum sem þessum sé
algerlega óheimil og að ekki
standi til að breyta því. -PS
KÓRFUBOLTI J
öo ©BDDJi)
KVENN'/*
Keflavík 17 15 2 1346-887 30
KR 17 10 7 1063-1085 20
Grindavík 17 8 9 1183-1241 16
Njarðvík 16 7 9 1057-1125 14
ÍS 17 5 12 987-1155 10
Haukar 16 5 11 932-1075 10
Næstu leikir:
Njarövík-Haukar ......mið 19. feb.
Haukar-KR...........lau. 22. feb.
Keflavík-Njarðvík .... sun. 23. feb.
ÍS -Grindavík..........mán 24. feb.
KR-ÍS .................lau 1. mars
Haukar-Keflavík.......sun 2. mars