Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2003, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2003, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 M. agasm Á ekki garð sjálfur Töluverða athygli hefur vakið í Bretlandi að nýr umsjón- armaður þáttar um garðyrkju á bresku sjónvarpsstöðinni BBC 2 á ekki garð sjálfur. Þessi staðreynd hefur vakið upp umræður þess efnis hvort umsjónarmaðurinn sé hæfur til að stjóma þættinum. Sjálfur segist hann í stakk búinn til að takast á við verkefn- ið og ef hann nái að veröa mjög vinsæll sjónvarpsmaður sé aldrei aö vita nema hann geti keypt sér einbýlishús meö stórum garði. Umsjónarmaðurinn, hinn 35 ára Chris Coll- ins, hefur starfað sem garðyrkjumaður í 18 ár. Andstæðingunum úthýst Ákveðinn ungur Dani, sem rekur pitsustað í dönskum ferða- mannabæ, hefur ákveðið að banna Frökkum og Þjóðverjum að- gang að veitingastað sínum. Þetta gerir Daninn vegna afstöðu Frakka og Þjóðveija til hugsanlegst stríös í írak en sem kunn- ugt hafa þessar tvær þjóðir lagst hart gegn fyrirhuguðum árás- um Bandarikjamanna á írak. Reyndar fara Frakkar heldur verr út úr þessu banni Danans því þeir eru að hans sögn komnir í „ævilangt bann“ vegna afstöðu þeirra til Bandaríkjanna. Það kemur í ljós þegar ferðamenn taka að streyma til Danmerkur upp úr páskum hvort Daninn verður af miklum viðskiptum. Sex í 27 tíma leikriti Leikrit sem ber nafniö „Sex“ hefur vakið mikið umtal í spænskum fjölmiðlum. Leikritið stendur yfir samfleytt í 27 klukkustundir og geta áhorfendur gengið út og inn að vild á meðan á maraþonsýningunni stendur. Ekkert hlé er gert á sýningu leikritsins sem stendur yfir frá klukkan átta á laugardagskvöldi og lýkur klukkan ellefu á sunnudagskvöldi. Leikarar eru fjórir, tveir karlmenn og tvær konur. Leikararnir sofa og borða og það sem fer mest fyrir brjóstið á gagnrýnendum er að leikararnir njóta raun- verulegs kynlífs sem væru þeir heima hjá sér. Helqarblaö Skemmtilegheit og svartir listar í Helgarblaði DV verður meðal annars rætt viö Kolbein Ketils- son óperusöngvara en hann syng- ur um þessar mundir titilhlut- verkiö í óperunni Don Carlos í Konunglegu dönsku ópenmni í Kaupmannahöfn. Jóhann Bach- mann hefur barið húðir í Skíta- móral og írafári, auk þess sem hann er unnusti Birgittu Hauk- dal. í viðtali viö Helgarblað DV segir hann meðal annars frá skrautlegum bransanum. í Helgarblaðinu verður fjallað um svörtu listana i Bandaríkjun- um sem útiloka 1000 manns frá því að feröast með flugvélum. Fjallað veröur um drykkju- venjur James Bond og litið yfir ógeðfelldan feril raðmorðingjans Charles Manson. DV spurði í skoðanakönnun fyrr I vikunni um hver væri skemmtilegasti maður íslands. Úrslitin verða birt í Helgarblað- inu. Einnig mega lesendur eiga von á óvæntiun og áhugaverðum greinum um fréttir líðandi stundu. Listakonan. „Fyrir svo utan að hafa gaman af því aö gera myndir af gömlum húsum er ég nú farln að leggja mig eftir að gera tepokamyndir af vitum,“ segir Þórdís Þórðar á Eyrarbakka hér í viðtalinu. Magasín-mynd NH Listakona á Eyrarbakka málar á tepoka: húsin í mynd- grisjupokum Gömlu um á „Möguleikamir í listinni eru nán- ast ótæmandi og sjálfsagt eru ekki margir sem hafa reynt fyrir sér í því að mála á tepoka. Vinkona mín hér á Eyrarbakka, Inga Lára Bald- vinsdóttir, er mikil tedrykkjukona. Var það upphaflega hún sem kom mér á sporið með að nota grisjupok- ana og mála á þá en þaðhefur kom- iö svona skemmtilega út,“ segir Þór- dís Þórðar listakona á Eyrarbakka en hún sýndi verk sín i Reykjavík á dögunum. Hlutföllin eru vandaverk Innan í ramma og á svörtum pappír eru tepokamyndir Þórdísar sem er fjórir cm sinnum sex cm á stærð. „Mér finnst sérstaklega gam- an að mála gömul hús og nægar eru fyrirmyndimar hér á Eyrarbakka. Aldamótahús eru hér á hverju strái og eru í raun aðalsmerki byggðar- lagsins,“ segir Þórdís. Við hverja mynd eru svo spak- mæli sem hæfa myndefninu og and- blæ þess. „Starfsfólk nokkurra kaffi- húsa hefur verið að safna tepokun- um saman fyrir mig, sem ég síðan spretti upp, þurrka og strauja að lokum,“ segir Þórdís sem málar myndir sínar með pastellitum. Hún segist - eins og kemur fram hér að ofan - einkum leggja sig eft- ir myndum af húsum, blómum og fuglum og oft sé vandaverk að það takist vel þegar hlutfóllin frá veru- leika í mynd smækka svo mjög. Oft- ast takist þetta hins vegar vel og séu ánægðir listunnendur þar besti vitnisburðurinn. Vitar eru rómantískir í samstarfi við Katrínu Ósk Þor- geirsdóttur listakonu er Þórdís með vinnustofu í frystihúsinu á Stokks- eyri. Þar hafa fleiri listamenn raun- ar eignast samastað, svo sem Elvar . Guðni Þórðarson listmálari. Á síð- asta ári gerði hann listaverkið Brennið þið, vitar, sem er til minn- ingar um Pál ísólfsson. Var það af- hjúpað á síðasta ári og hefur vakið athygli. „Fyrir svo utan að hafa gaman af þvi að gera myndir af gömlum hús- um er ég nú farinn að leggja mig eft- ir að gera tepokamyndir af vitum. Nýlega gaf Siglingastofnun út myndabók með öllum vitum lands- ins og eftir fyrirmyndum þaðan hef ég gert myndir af Knarrarós-, Garö- skaga-, Grímseyjar- og Svörtulofta- vita, svo ég nefni nú einhverja. Satt að segja finnst mér vitar alltaf mjög rómantiskir, þessir ljósgjafar á út- nesjum landsins, og sjálf þekki ég svo vel ljós þeirra eftir að hafa búið lengi í litlu sjávarplássi," sagði Þór- dís Þórðar, listakona á Eyrarbakka, að siðustu. -sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.