Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2003, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2003, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 M agasm I>V Draumabíllinrt minn Nokkuð klassískt mælaborö í BMW. Öllu er haganlega fyrir komiö og bíllinn lítur ótrúlega vel út miöaö við aldur. Ingvar Örn Ingvarsson á glæsilegan sportbíl, BMW M-5. Bíllinn er árgerð 1990 og því um þrettán ára gamall. Við hitt- um Ingvar að máli á dögunum og fengum að prófa gripinn. Bíllinn startar eins og ekkert sé. Maður ýtir niður þéttri kúplingu og setur i fyrsta. Bensíngjöfin er pedali sem kemur frá gólfinu. Eins og það á að vera. Maður heyrir linusexu-vélina urra pínulítið áður enn maður sleppir kúplingunni. „Einmitt uppáhaldsvélin min”, hugsaði ég. Kominn af staö. Ekkert hættulegt enn þá. Fyrsti gírinn búinn og nú botna ég græjuna. Þrátt fyrir hrottalegt afl er maður nokkuð öruggur við stjórnvölinn. Stýrið er mjög næmt, ekki of, bara mátulegt. Bensíngjöfin hef- ur mjög langa inngjöf, og alla leiðina niður í gólf finnur mað- ur muninn. Hver sentímetri i viðbót bætir við krafti. Þó ég hafi ekið nokkrum svokölluðum sportbílum hér á landi, hef- ur enginn þeirra þetta upptak, þetta hljóð. Við 6500 snúninga er ég kominn með gæsahúð um allt bak, þessir 3,6 lítrar skila sér alveg. Ég klára hálfa þriðja gírinn, ekki hættir upptakið, og svo þarf ég að slá af, til að halda í skírteinið. Hvílík sam- setning. Svakaleg vél, fimm dyra, 315 hross og bamastóll. Það eina sem er búið að breyta í útliti bílsins miðað við aðra 5XX BMW er gráa sílsakittið, 2,5” pústið og M5-merkið að aftan. Allur billinn er í upphaflegu standi, meira að segja felgurn- ar eru upphaflegar BBS, 17” háar og 8” breiðar felgur að fram- an og 17” sinnum 9” að aftan. Handsmíðaður Það sem meira er. Þessi bíll er handsmíðaður, þeir em það reyndar ekki lengur. Bíllinn lýsir eiganda sínum vel. Lát- laust tígrisdýr. Fjölskyldubíll? Ekki gott að segja. „Þetta er einn af mest praktísku öflugu bílum sem ég hef keyrt,“ segir Ingvar. En rekst- urinn? „Þetta er mjög þægilegur bíll í rekstri. Ég er búinn að eiga bílinn í tvö ár og það er fyrst núna sem eitthvað bilar, og það er rúðuþurrkan, og bíllinn er árgerð 1990.“ Með 315 hestöfl er þetta greini- lega enginn kettlingur. „Það er svolítið gaman að spyrna við þessa Vtec og GTI-bíla, þegar maður er búinn með fyrsta gírinn er maður kominn það langt frá þeim að mað- ur nennir ekki að halda áfram,“ segir Ingvar. Eins og sést á myndunum er þessi bíll að flestu leyti alveg eins og venjuleg- ur BMW 5XX, svona „sleeper" þ.e. bíll sem er öflugri en hann virðist vera. leit að peningum „Fyrst þegar ég keyrði norður var ég einmitt að segja kon- unni hvað það væri notalegt að vera á öflugasta bílnum. Ekkert sértstakt með það nema að fimm mínútum seinna « mættum við Dodge Viper." Ingvar leyfði DV-Magasíni að aka bílnum. Reyndist þetta vera bjam- Oldungurinn er glæsllegur aö innan og allt úr leöri. greiði. Undirritaður er nú að leita í öllum krók- um og kimum í von um að finna pening, bíllinn ^ er nefnilega til sölu. „Já, svona er þetta þegar nýir fjölskyldumeðlimir eru að bætast í hóp- inn. Ekki bætir úr skák að við vorum að kaupa íbúð i miðbænum. Þennan bíl ætlaði ég mér að eiga alla ævina, þetta er einn af draumabilunum rninum," sagði Ingvaf að lokum -DÞÓ ar- BMW Irillið er mjög fallegt og stílhreint og BMW-merklö á sínum staö. Rokkurinn er rosalegur, svokölluö línusexa sem skilar 315 hestöflum. E-34 Vél: 3,6 lítra 315 hestöfl línusexa. Beinskiptur 5 gíra. Hröðun: 6,3 í lOOkm/klst. Þyngd: 1700kg. Fimm dyra. Leðursæti, -stýri og - ^girstöng. Ingvar Örn Ingvarsson á glæsilegan sportbíl - BMW M5: „Þetta er mjög þægilegur bíll í i er búinn aö elga hann i tvó ár og þaoer fyrst núna rekstri. Eg núna sem eitt- hvaö bllar og það er rúöuþurrkan, óg bíllinn er árgerö 1990,“ segir Ingvar Orn Ingvarsson sem stendur hér stoltur hjá BMW M5-sportbílnum. Lótlaust tígrisdýr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.