Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2003, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003
agasm
I>V
—
Árínu eldri
Þuriöur
Pálsdóttir
söngkona er
76 ára ll.
mars. Hún er
ein frægasta
söngdúfa
landsins
bæði sem ein-
söngvari og hefur verið söng-
kennari í áratugi. Þá hefur hún
mikið komið að félagsmálum,
var lengi í Þjóðleikhúsráði og
starfaði í Sjálfstæðisflokknum.
Kristjana
Vagnsdóttir,
húsmóðir á
Þingeyri, er
72 ára 8.
mars. Vagns-
systumar í
kauptúninu
við Dýrafjörð
eru nokkrar
og vel kunnar. Þær leggja orð í
belg í ýmsum málum - og tíð-
um heyrast á öldum ljósvakans
kveðjur frá þeim og óskalög.
Július Haf-
stein, fyrrver-
andi borgar-
fulltrúi, er 56
ára 6. mars.
Hann er af
hinni kunnu
sýslumanns-
ætt frá Húsa-
vík, var í
nokkur ár borgarfulltrúi og í
framvarðarsveit íþróttahreyf-
ingarinnar. Hefur komið að
mörgu öðru, var m.a. fram-
kvæmdastjóri Kristnihátíðar á
Þingvöllum.
Signý Páls-
dóttir leik-
kona er 53 ára
11. mars. Á
sínum ferli
hefur hún all-
víða komið
við, en leiklist
alltaf verið
rauði þráður-
inn. Verið leikhússtjóri, en síð-
ustu ár menningarstjóri
Reykjavíkurborgar en borgin
er aflvaki margs í kúnstinni í
höfuöstað landsins.
Þorbjörn
Hlynur
Árnason,
prófastur á
Borg á Mýr-
um, er 49 ára
10. mars.
Hann hefur verið sálnahirðir
Borgnesinga í allmörg ár og
um skeið biskupsritari. Lang-
afabam sr. Áma prests á
Stóra-Hrauni og bróðir Þórólfs
borgarstjóra og áður Tal-stjóra.
Karl Eskil
Pálsson,
fréttamaður
RÚV á Akur-
eyri, er 46
ára 6. mars.
Hann er Sigl-
firðingur að
upplagi og
bjó þar lengi,
stússaðist m.a. 1 verslunar-
rekstri. Fór svo að starfa við
fjölmiðlun og segir okkur tíð-
indi af mannlífi og móral norð-
an heiða.
Páll Ket-
ilsson, rit-
stjóri Víkur-
frétta í Kefla-
vík, er 41 árs
7. mars.
Hann hefur
lengi gefið út
víðlesnasta
blaðið suður
með sjó - og er núna einnig far-
inn að hasla sér völl með út-
gáfu í Firðinum. Hann er mik-
ill goifari - og fimur með kylf-
ur og hvítar kúlur.
Marta
Nordal leik-
kona er 33
ára 12. mars.
Hún hefur
starfað við öll
þrjú atvinnu-
leikhús
landsins. í
vetur hefur
hún leikið i Sölumaður deyr í
Borgarleikhúsinu og Jóni Oddi
og Jóni Bjama sem er sýnt í
Þjóðleikhúsinu.
Páll
Magnússon,
aðstoðarm.
iðnaðarráð-
herra, er 32
ára 12. mars.
Guðfræði las
hann í Há-
skólanum -
og kemur ef
til vill með kristilegt sjónar-
hom inn í pólítík. Hann er í 2.
sæti á iista Framsóknarflokks í
Suðvesturkjördæmi - og verð-
ur væntanlega orðinn þing-
maður í vor.
Nafn: Jarþrúður Ásmunds-
dóttir.
Aldur: 26 ára, fæddist á
Húsavík en er uppalin í
Reykjavfk.
Maki og börn: Viggó Ás-
geirsson. Hann er sagnfræði-
menntaður og forstöðumaður
vefdeildar Búnaðarbanka ís-
lands.
Menntun og starf: Ég er á
þriðja ári í viðskiptafræði
Helstu áhugamál og hvað
gerir þú í frístundum: Það
er náttúrlega námið og að
gera góðan Háskóla betri. í
frítímanum spila ég Risk og
fer í gönguferðir með vinum
mínum. Þar nefni ég til dæm-
is Esjuna og Hengilssvæðið.
Uppáhaldsmatur: Mér
finnst ítalskur matur mjög
góður. Svo er nautasteik
alltaf góð.
Uppáhaldsdrykkur: Vatn
- það er engu líkt.
Fallegasti staður á Is-
landi: Snæfellsjökull, ég er
ættuð af því svæði og finnst
það mjög heillandi. Var
einnig í sveit á þessum slóð-
um sem stelpa og það hefur
sín áhrif á þetta val mitt.
Uppáhaldsstaður erlend-
is: Miklagljúfur í Bandaríkj-
unum. Hef gengið niður á
botn þess. Gangan var
strembin en upplifunin stór-
kostleg.
Með hvaða liði heldur þú
í íþróttum: Horfi ekki á
„Mér finnst ítalskur matur mjög góður. Svo er nautasteik alltaf góð,“ segir
Jarþrúður Ásmundsdóttir. Hún er leiðtogi Vöku í Háskóla Islands sem vann
sigur í stúdentaráðskosningnum á dögunum. Magasín-mynd ÞOK
Gleðinni má mað
ur aldrei tapa
- segir Jarþrúöur Ásmundsdóttir, leiótogi Vöku
íþróttir og ekkert lið er í eftirlæti hjá mér. Hins
vegar bjó ég nokkur ár í Vesturbænum og því
komst maður ekki hjá því að smitast af stemning-
unni gagnvart KR sem er svo sterk i þeim borgar-
hluta.
Hvaða bók ertu með á náttborðinu: Það er
sama bókin og var fyrir kosningabaráttuna. Það
er LoveStar eftir Andra Snæ Magnason. Nú er
törnin afstaðin og þá ætla ég að ljúka við bókina.
Eftlrlætisrithöfundur: Ætli það sé ekki Andri
Snser í augnablikinu.
Eftirlætistónlistarmaður: Það er Miles Davis,
sígildur og kemur alltaf með réttu stemninguna
með lögum sínum.
Fylgjandi eða andvíg ríkisstjórninni: Bæði
og. Maður getur ekki verið fylgjandi öllum í þeim
málum.
Hvaða þjóðþrifamál á íslandi er brýnast að
bæta úr: Ég myndi vilja sjá frekari skattalækk-
anir.
Hvernig eru þín ráð til þess að krydda
hvunndagsleikann: Ég geri mér dagamun. Ég
reyni að gera þá eitthvað skemmtilegt eins og að
fara út og hitta skemmtilegt fólk.
Hvað ætlaðir þú að gera þegar þú yrðir stór:
Einu sinni ætlaði ég mér að verða flugmaður. Ég
var mjög upptekin af þvi þegar ég var ung. Síðan
varð viðskiptafræðin ofan á.
Hver er tilgangur lífsins: Að halda í gleðina.
Maður má aldrei tapa henni. -lrb
Snaigé er snjall kostur »>
Kælimiöill: R600a
Kælivél: Danfoss, fl.
Orkuflokkur: „A"
Hávabi: 40 db(A)re 2pw
Glerhillur
Smjör- og ostahólf
Tekur 2ja lítra flöskur í hurb
2 grænmetis- og ávaxtaskúffur
Sterkur og sparneytinn
Lágvær og laglegur
:
m
Snainé RF-360 SnaiqeRF 315 Snaige RF-310 Snaige RF 300 Snaige RF-270 Snaige C 290 Snaige C-140 SnaigeR-130
191x60x60 cm
225+90 Itr.
69.900,- stgr.
173x60x60 cm
229+61 Itr.
58.900,- stgr.
(stál 69.900,-)
173x60x60 cm
192+92 Itr.
59.900,- stgr.
(stál 79.900,-)
163x60x60 cm
161+90 Itr.
58.900,- stgr.
145x60x60 cm
170+61 Itr.
49.900,- stgr.
(stál 68.900,-)
Snaigé
KÆLI- OG FRYSTISKAPAR
Ný sending
ÓTRÚLEGA ÓDÝR ...
145x60x60 cm 85x56x60 cm 85x56x60 cm 145x60x60 cm
275 Itr. kælir 127 Itr. kælir 81+17 Itr. 196 Itr. frystir
39.900,- stgr. 28.900,- stgr. 29.900,- stgr. 48.900,- stgr.
85x56x60 cm
85 Itr. frystir
33.900,- stgr.
#Frifonn
ASKALIND 3 - KÓPAVOGI - S(MI: 562 1500
Snaig'é
/ / /
HAGÆÐASKAPAR A OTRULEGA HAGSTÆÐU VERÐI
Þaö borgar sig ab versla í Fríform
0PIÐ:
mánud.-föstud. 9-18
laugardaga 10-15