Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2003, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 THfc'fy Fréttir Þorvaldur Gylfason um stööu íslands: Landlæg óhagkvæmni Þótt landsframleiðsla á mann á íslandi sé með því mesta sem þekkist í heiminum hrapar þjóðin langt niður listann þegar litið er á landsframleiðslu á hverja vinnu- stund. Þetta er meðal þess sem fram kom í fyrirlestri Þorvaldar Gylfasonar, prófessors í hagfræði, á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins. Þorvaldur benti á að mun hærra hlutfall íslensku þjóðarinn- ar er á vinnumarkaði hér en að meðaltali í ríkjum OECD. Hlutfall- ið er yfir 80% hér en um það bil 65% að meðaltali í OECD-ríkjun- um. Mestu munar um að miklu fleiri konur eru úti á vinnumark- aðnum hér en annars staöar. Við þetta bætist svo að meðalstarfs- maðurinn vinnur mun fleiri stundir á ári á íslandi en í mörg- um öðrum ríkjum, svo sem í Nor- egi, Frakklandi, Svíþjóð og Bret- Hálfíslensk kona mypt á Flópída Tæplega fertug íslensk-banda- rísk kona var myrt af fyrrverandi bandarískum eiginmanni sínum á heimili sínu í Pensacola á Flórída á föstudagsmorgun. Sextán ára sonur hennar, sem á íslenskan föður, fékk stungusár en komst undan morðingjanum. Skaut árás- armaðurinn piltinn í bakið þegar hann ætlaði að sækja hjálp. Hann komst inn í verslun þar nærri og var svo fluttur þaðan með sjúkra- bíl á sjúkrahús. Sonurinn komst til meðvitundar á sjúkrahúsinu og gat gefið lögreglu greinargóða lýs- ingu á árásarmanninum sem leiddi til handtöku á fyrrverandi eiginmanni móður hans. Drengurinn er á batavegi en stjúpfaðir hans hefur margoft ver- ið handtekinn vegna heimilisof- beldis. Konan fékk nálgunarbann á manninn í fyrra en lögskilnaður þeirra gekk í gildi í nóvember. Konan flutti frá íslandi til Banda- ríkjanna ásamt syni sínum fyrir um áratug, eftir skilnað við fóður drengsins. Samkvæmt fréttum Bylgjunnar hóf hún sambúð og giftist Bandaríkjamanni sem sýndi henni ofbeldi og slitu þau samvist- um. Áreitni mannsins hélt þó áfram og síðast í nóvember var hann kæröur fyrir að bregða hnífi á háls hennar. Hann var loks dæmdur í nálgunarbann sem hann rauf á fóstudag. Þá réðst hann inn á heimili konunnar, vopnaður byssu, og skaut hana til bana. Sonur hennar komst út úr íbúðinni og ætlaði að sækja hjálp þegar árásarmaðurinn skaut hann í bakið þannig að hann særðist al- varlega. íslenskur faðir drengsins mun nú á leið til Bandaríkjanna. -HKr. Landsframleiðsla á mann 2002 liBanciarikiadoHarar á verðlagi 1999) Jf&njar Bsksföfi'?;!,' ■ MannauðuP . Skuldir , Vinna _ landi, en álíka margar þó og í Bandaríkjunum. Þess vegna er óhagstætt fyrir ís- land að bera saman framleiðslu á hverja vinnustund þótt fram- leiösla á mann sé mikil. Af þessu dregur Þorvaldur þá ályktun að óhagkvæmni sé hér landlægt vandamál. í erindi hans kom fram að mun færri eiga að baki menntun á há- skólastigi á íslandi en í löndum Evrópusambandsins eða OECD- ríkjanna að meðaltali. Og hlutfall háskólamenntaðra er næstum því tvisvar sinnum hærra í Banda- ríkjunum samkvæmt tölum frá 1998. -ÓTG UV-IVtTINU C.VM MKtllNi.UUI IIK Lagt upp Hér leggja menn upp í göngu yfir Hellisheiöi, oft mæta skátarnir verri veörum á þeirri leiö þegar þeir sinna björgunar- störfum. í þetta sinn mætti þeim nánast vornótt. Hjálparsveit skáta safnar fyrir nýrri bifreið: Gengu í 28 klukkustundir með „sjúkling" á sjúkrabörum Á fóstudagskvöldið héldu félag- ar í Hjálparsveit skáta í Hvera- gerði af stað í langan göngutúr. Þetta var þó ekki skemmtiganga, heldur var verið að safna fyrir nýrri bifreið fyrir sveitina. Félag- arnir hittust fyrir utan Eden og hófu þaðan gönguna við byssuskot og með kyndilbera í fararbroddi. Meira en 30 hjálparsveitarmenn gengu og nokkrir skiptust á að bera ímyndaðan sjúkling yfir Hell- Stuttar fréttir isheiði og sem leið liggur að um- boði Toyota í Kópavogi. Þar beið þeirra splunkunýr björgunarjeppi, sem þeir hafa þegar fest kaup á, en enn vantar fjármagn til þess að jeppinn verði alfarið þeirra. Aðrar bifreiðir í eigu sveitarinnar eru tvær og komnar nokkuð til ára sinna. Að sögn Ásgeirs Guðnasonar, eins af framtaksmönnunum, gekk ferðin vel og voru þeir á undan áætlun. Veðrið var með besta móti og engum varð meint af. Hjálpar- sveitin hefur þegar fest kaup á bif- reiðinni og var henni ekið til Hveragerðis eftir stutta viðkomu hjá Toyota. Hjálparsveitin hefur unnið gífurlega góð verk á undan- förnum árum og aðstoðað fólk við ýmis veðurskilyrði, á Hellisheiði og víðar, þegar illa hefur viðrað og fólk í ýmsum vanda. -EH Hert gæsla á Keflavíkurflugvelli Eftirlit á Keflavíkurflugvelli var hert til muna í liðinni viku eftir að fregnir bárust frá Interpol þess efnis að einn þriggja meintra morðinga Zorans Djindjics væri á leið til Islands. anum Áslandi í Hafnarfirði hefur ritað bæjaryfirvöldum bréf og ósk- að eftir því að bærinn taki yfir rekstur skólans. Skólastjóri og að- stoðarskólaskjóri hafa báðir sagt upp störfum. RÚV greindi frá. Framboð óháðra, sem Krist- ján Pálsson leiðir í Suðurkjördæmi, fær listabókstafinn T á kjörseðli í komandi kosning- um. Kristjan fær T Júlía flutt á slysadeild Bæpinn taki yfir pekstup Nína Dögg Filippusdóttir, sem Foreldrafélag barna í leikskól- leikur Júlíu í verki Vesturports í Borgarleikhúsi, var flutt á slysa- deild Landspítalans eftir að hún féll fram af sviðinu á laugardags- kvöld. Um hálf klukkustund var eftir af sýningunni þegar óhappið varð. Nína Dögg tognaði illa á handlegg. Fpamsókn bætip viö sig Framsókn mælist með 13,5% fylgi, Vinstrihreyfingin - grænt framboð með 9%, Sjálfstæðisflokk- urinn með 36,9% fylgi, Samfylk- ingin með 35,2% og Frjálslyndir með 4,7% fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Framsókn hefur bætt við sig um 3,8% frá síðustu könnun - á kostn- að Vg. -aþ DV-MYND EINAR ÖLAFSSON Utvarpsmenn Strandamanna Hér má sjá ýmsa starfsmenn Út- varps Stranda aö störfum - ekta fréttastofustemning. Útvapp Stpandip, góöan dag! „Útvarp Strandir! Útvarp Strandir! í dag er mánudagurinn 17. mars og klukkan er átta á þessum Drottins degi. í dag er suðlæg átt og gola, fremur milt veður og vorið skammt fram und- an.“ Svona gætu fyrstu orð Út- varps Stranda hljómað eftir 9 ára Þyrnirósarsvefn. Útvarp Strandir var á sínum tíma einstakt fyrirbrigði. Nem- endaútvarp með fullt af töluðu máli, fræðsluþáttum um ketti og fleiri dýrategundir. Vakti vandað- ur og þroskaður flutningur nem- enda mikla athygli í dagblöðum og víðar. Nú er vonast til að sama stemning myndist og að allt Húnaflóasvæðið bergmáli af gáfu- legum umræðum og geislandi tónlist frá Drangsnesi. -E.Ó. Samskip: Hpeiðpa um sig í Kína Samskip hafa opnað umboðs- skrifstofu í Suður-Kóreu og í næsta mánuði verða opnaðar tvær umboðsskrifstofur félagsins í Kína. Starfsemi þeirra mun fyrst og fremst snúast um fiskflutninga um víða veröld og er enn eitt skrefið í að styrkja og efla þjónustu Sam- skipa við sjávarútveginn á heims- vísu. Telur félagið áríðandi vegna mikilvægis og stærðar þessara markaða að reka eigin skrifstofur þar. Samskip opnuðu skrifstofu fé- lagsins í Pusan í Kóreu þann 1. mars sl. og er félagið nú þegar komið með stóra samninga um verulegt flutningsmagn. Er áætluð ársvelta félagsins þar á fyrsta starfsári um 600 milljónir ís- lenskra króna. í næsta mánuði verða opnaðar söluskrifstofur Samskipa í Dalian og í Qingdao í Kína. Er gert ráð fyrir að tveir starfsmenn verði í Dalian og einn í Qingdao. Verkefni skrifstofanna munu fyrst og fremst snúast um flutning á hráefni til vinnsluhúsa í Kína og Taílandi og flutning á fullunnum afurðum til Evrópu, Bandaríkjanna og Japans. Skrif- stofan i Pusan gegnir mikilvægu hlutverki í þessu ferli því stór hluti hráefnisins fer í gegnum Pusanhöfn. Samskip í Pusan starfa sem flutningsmiðlari en sérstaða félagsins liggur í yfirgripsmikilli þekkingu á markaðnum ,-GG Hiá níkislögpegtaistjópa í frétt á bls. 6 í DV á laugardag um meðferð á máli er snýst um gjaldþrot Thermo Plus kom fram misskilningur varðandi skipan ákæruvaldsins. í fréttirmi var greint frá því að „Ríkissaksóknari“ hefði nú til meðferðar erindi vegna gjaldþrots kælitækjaframleiðandans Thermo Plus í Reykjanesbæ sem tekið var til gjaldþrotaskipta mánu- daginn 10. apríl 2001 og rætt var við Jón H. Snorrason vegna þess. Hið rétta er að Jón H. Snorrason er saksóknari hjá ríkislögreglustjóra en ekki ríkissaksóknari og málið er því formlega til meðferðar hjá rík- islögreglustjóra. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. -HKr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.