Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2003, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 17. MARS 2003
H>'Vr
Fréttir
Ákvöröun um hvalveiöar í vísindaskyni:
Kann að trufla fisk-
sölumál íslendinga
Skepnan skorin
Þær þóttu aö jafnaöi svaöalegar aöfarirnar á planinu í Hvalfiröi á sinni tíö.
Þessi blóöuga ímynd landsins kann aö trufla fisksölumál eins og
forvígismenn fiskútflytjenda segja hér á síöunni.
Ákvörðun sjávarútvegsráðherra,
Árna M. Mathiesen, að leggja fram
áætlun um hvalveiðar í vísindaskyni
við vísindanefnd Alþjóða hvalveiði-
ráðið, vekur blendnar tiifmningar.
Helst er að menn óttist að hvalveiðar
hafi áhrif á fisksölumál íslendinga er-
lendis.
Ámi Steinar Jóhannsson, þing-
maður VG, segir að málið sé erfitt út
frá markaðssetningu sjávarafurða og
einnig út frá ferðaþjónustusjónarmið-
um. Hafa verði í huga að sjávarút-
vegsráðherra hefur veriö með nefnd-
ir í gangi til þess að vinna máliö og
koma íslendingum aftur inn í Al-
þjóða hvalveiðiráðið. „Auðvitað vilja
þingmenn á Vesturlandi markera sig
með þetta mál, sérstaklega Guðjón
Guðmundsson, en öllum má vera
ljóst að við munum ekki einhenda
okkur í þessar veiðar. Hvað á að gera
við kjötið ef enginn er markaðurinn
fyrir það, t.d. í Japan? Gegnum sjáv-
arútvegsráðuneytið hafa verið notað-
ir tugir milljóna króna erlendis til að
kynna okkar málstað og vinna að
markaðssetningu,“ segir Ámi Stein-
ar Jóhannsson.
- Hefurðu trú á því að áætlun ís-
lendinga verði samþykkt á fundi Ai-
þjóða hvalveiðiráðsins 19. júní nk.?
„Þaö kemur að því að hvalveiðar
verða hafnar að nýju því það mæla
Vopnað rán í Lyfju:
Ræninginn
ófundinn
Lögregla leitar enn mannsins
sem framdi vopnað rán í Lyfju í
Reykjavík á níunda tímanum í
gærmorgun. Lögregla mun hafa
vísbendingcir um hver var þarna
á ferðinni. Ránið varð með þeim
hætti að ungur maður kom inn í
lyfjaverslunina, fór rakleiðis í
lyfjageymslu og ógnaði starfsfólki
með kylfu þegar það vildi hafa af-
skipti af honum. Náði maðurinn
að hrifsa með sér töluvert af lyfj-
um og flýja áður en lögregla kom
á vettvang. Hann var á stolnum
bíl sem lögreglan fann síðan
mannlausan skammt frá Lágmúl-
anum. Myndir náðust af mannin-
um á öryggismyndavélakerfi
lyfjaverslunarinnar og reyndi
hann ekki að hylja andlit sitt við
ránið.
Tilkynnt var um rániö til lög-
reglunnar í Reykjavík klukkan
8.40 í gærmorgun. Hafði starfsfólk
verslunarinnar þá gert viðvart
með því að slá á öryggishnapp
sem þar er. -HKr.
41 tekinn fyrir
hraðakstur
Lögreglan í Reykjavík stöðvaði 41
ökumann vegna hraðaksturs frá því
á fóstudag fram á sunnudagskvöld.
Lögreglan er víða við hraðaathugan-
ir um þessar mundir í ljósi reynsl-
unnar sem sýnir að bensínfóturinn
þyngist oft um of þegar vorar í lofti.
Þá urðu 26 umferðaróhöpp í borg-
inni frá því á fóstudag fram á
sunnudagskvöld. Um miðjan dag í
gær var svo tilkynnt um bíl sem olt-
ið hafði á Reykjalundarvegi í Mos-
fellsbæ. Engin slys urðu þó á fólki
og slökkviliði var snúið við eftir að
hafa verið kallað út vegna ótta um
eld í bifreiðinni. -HKr.
engin rök gegn því að þessi auðlind
verði nýtt en það verður ails ekki
gert nema í sátt við alþjóða samfélag-
ið. Auðvitað munu einhver samtök
og hópar mótmæla, s.s. Greenpeace,
en það er bara allt í lagi, það heldur
okkur við efhið. Við þingmenn VG
erum engir andstæðingar hvalveiða,
við viljum nýta náttúruauðlindir
Vilmundur Jósefsson, formaður
Samtaka iðnaðarins, segir að þan-
þol iðnaðar, sjávarútvegs og ann-
arra útflutnings- og samkeppnis-
greina sé að bresta vegna hás
gengis krónunnar.
„Það er gersamlega óþolandi
fyrir forráðamenn og eigendur ís-
lenskra fyrirtækja að vita aldrei
hvað morgundagurinn ber í
skauti sér. Hvað kostar vélin sem
verið var að panta þegar hún kem-
ur til landsins? Hvað þarf að
greiða af lánum á næstu mánuð-
um. [...] Verður gengi dollarans 75
krónur eða 105 krónur um næstu
áramót? Hvaöa vit verður í áætl-
landsins, en þetta er alltaf spuming
um aðferðafræði. En ég gæti trúað að
íslensk fisksölufyrirtæki óttist afleið-
ingamar."
Kann að trufla fisksölumál
Gunnar Öm Kristjánsson, forstjóri
Sölusamtaka íslenskra fiskframleið-
enda (SÍF), segir að erfitt sé að átta
unum sem gerðar eru við þessar
aðstæður?" sagði Vilmundur í
setningarræðu sinni á Iðnþingi í
gær.
Vilmundur sagði að háir vextir
og óstöðugt gengi hefðu um árabil
stórskaðað íslenskan iðnað. Allar
götur frá 1994 hefði íslenskt at-
vinnulíf búið við mun hærri vexti
en keppinautar austan hafs og
vestan, stundum tvöfalda og jafn-
vel þrefalda. „Þetta er fáheyrt og
þekkjast varla hliðstæður meðal
þróaðra ríkja.“
Vilmundur sagði mikilvægt að
menn gerðu sér grein fyrir því
hve mikið væri í húfi. Hætta væri
sig á þvi hvaða áhrif hvalveiðar i vís-
indaskyni kunni að hafa á fisksölu-
mál íslendinga erlendis. Norðmenn
hafi verið með visi að hvalveiðum í
langan tíma og við séum að keppa við
þá á þessum mörkuðum auk Færey-
inganna. Truflun á mörkuðum yrði
þó væntanlega fyrst og og fremst á
Bandaríkjamarkaði, og e.t.v. á Bret-
landi.
„Mér finnst þó ólíklegt að menn
fari að skera upp herör gegn íslensk-
um fiski í Bandaríkjunum. Ég vona
að menn hafi þroskast á undanfom-
um árum, en ég vona að það sé skiln-
ingur á því nú að verið sé að veiða í
vísindaskyni en ekki til manneldis,"
segir Gunnar Öm Kristjánsson.
- Yrði sama staða uppi ef það yrði
farið í hvalveiðar í atvinnuskyni?
„Það þarf auðvitað að kynna þessa
hluti mjög vel og setja fram allar for-
sendur mjög vel og afdráttarlaust.
Við sem erum í markaðsstarfi þurf-
um þá að kynna það mjög vel fyrir
okkar viðskiptavinum svo menn séu
rétt upplýstir. Það er lykilatriði.
Bandaríkjamenn eru nú stærsta
hvalveiðiþjóö heims í dag og á það
munum við eflaust benda, en það
þarf að gæta þess í öllu að um sjálf-
bæra nýtingu sé að ræða á öllum
stofnun, fiski sem hvölum.“ -GG
á að á byggingartíma virkjana og
stóriðju yrðu háir vextir og hátt
gengi krónunnar til þess að
„murka lífið úr landvinnslu á
fiski, samkeppnisiðnaði og ferða-
þjónustu,“.
Vilmundur gagnrýndi stjórn efna-
hagsmála harðlega. „Ekki má ein-
blína á verðbólgumarkmið og beita
vaxta- og gengisstefnu sem kyrkir
atvinnulífið,“ sagði hann og taldi
ekki lofa góðu að á sama tíma og op-
inberir aðilar boðuðu stóraukin
framlög til framkvæmda og flýttu
þeim sem mest þeir mættu héldi
Seðlabankinn uppi stífu aðhaldi
með háum vöxtum. -ÓTG
Þungar áhyggjur á lönþingi
Formaöur Samtaka iönaöarins lýsti áhyggjum af því á lönþingi í dag aö hátt gengi og háir vextir væru aö murka lífiö úr
iönaöi og öörum útflutnings- og samkeppnisgreinum.
Formaður Samtaka iðnaðarins:
Verið að murka
lífið úr iðnaðinum
DV-MYND ENGILBERT GÍSLASON
Valt út í Varmá
Um fjögurleytið á sunnudag
valt gömul Volvobifreið út í
Varmá við brúna yfir ána að
Reykjalundi í Mosfellsbæ. Með
ólíkindum er að koma bílnum
ofan í ána á þessum friðsæla stað í
10 stiga hita og björtu veðri, enda
mun eitthvað hafa verið gruggugt
við ökumanninn því bíllinn var yf-
irgefinn þegar lögregluna og aðra
vegfarendur bar að. Lögreglan
rannsakar málið. -GYG
Pirringur í mið-
borginni
„Það var einhver pirringur í
fólki í miðborginni þrátt fyrir gott
veður aðfaranótt sunnudagsins,"
sagði lögreglumaður í samtali við
DV í gærkvöld. Hann sagði lög-
reglu margoft hafa verið kallaða út
vegna smástimpinga sem yfirleitt
voru afstaðnar þegar lögregla kom
á vettvang. Ekki voru þó dæmi um
nein meiri háttar átök en þó voru
fjórar minni háttar líkamsárásir
kærðar til lögreglu. Lögreglan segir
að svo virðist sem af og til komi
upp svona mikill pirringur í fólki
án sýnilegrar ástæðu. Oft væri þó
meira um slíkt á fostudagskvöld-
um._________________-HKr.
ísafjöröur:
Sextán ára í
ökuferð
Lögreglan á ísafirði stöðvaði bif-
reið á sjötta tímanum í gærmorgun í
hefðbundnu eftirliti og kom þá í ljós
að ökumaðurinn var aðeins 16 ára. í
bílnum með honum var 14 ára vinur
hans. Annar piltanna hafði tekið
bíllykla af heimili sínu og boðið hin-
um með sér í bíltúr. Voru þeir ekki
búnir að aka langt þegar lögreglan
batt enda á ökuferðina. -HKr.
DV-MYND Þ.G.K
Reykupinn
skemmdi tískufötin
Fataverslunin Sirrý hefur verið
rekin í Grindavík í meira en tuttugu
ár og á dögunum varð þar tjón vegna
bruna í verslunarhúsnæði við hlið-
ina og þurfti að loka versluninni um
tíma. Sigríður Þórðardóttar, eða
Sirrý eins og hún er kölluö, var ekk-
ert að tvínóna við hlutina og hefúr
nú opnað verslunina að nýju eftir að
hafa málað og fengið ný fot í stað
þeirra sem eyðilögðust.
Það er ekkert uppgjafarhljóð í
Sirrý þrátt fyrir aö illa gangi hjá
mörgum smáum verslunum víða um
land. „Það eina sem dugar er að berj-
ast áfram þótt á móti blási," segir
Sirrý og brosir breitt. Og það eru orð
að sönnu því á þeim 22 árum sem
Sirrý hefur rekið sína verslun hafa
nokkrar verslanir komið og farið í
Grindavik. Sirrý segist ekki hafa gert
þetta ein því hún hefur notið dyggrar
aðstoðar Sæbjargar Vilmundardóttur.
„Það erum við stelpurnar í Sirrý og
við erum ekkert að hætta,“ segir
Sirrý og hlær glatt. -ÞGK