Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2003, Side 11
MÁNUDAGUR 17. MARS 2003
11
DV-MYND: GVA
Forstjórinn
Alain Belda, forstjóri Alcoa, færir Guömundi Bjarnasyni, bæjarstjóra í Fjaröa-
byggö, trjáplöntur að göf- og þær eiga eftir aö veröa fleiri næstu árin. „Ég
trúi því aö álveriö veröi mikil lyftistöng fyrir samfélagiö hér."
Aðalforstjóri Alcoa:
IVHtil tækifæri á íslandi
„Það felast mikil tækifæri í því
fyrir okkur að byggja álver hér á
landi - mitt á milli Evrópu og Amer-
íku sem eru stærstu markaðssvæði
heimsins. Það kemur sér vel nú þeg-
ar eftirspum í heiminum eftir áli er
sívaxandi,“ sagði Alain Belda, aðal-
forstjóri Alcoa, í samtali við DV.
„Við höfðum lengi haft augastað á
íslandi. í mars á sl. ári opnaðist
möguleikinn þegar okkur var boðið
til viðræðna um fjárfestingar hér á
landi. Þær viðræður hafa gengið
afar vel fyrir sig. Ríkisstjórn íslands
vissi nákvæmlega hvað hún vildi.
Meðal embættismanna, í sveitar-
stjóm og hvarvetna hafa fagmenn
verið fagmenn. Það hefur auðveldað
alla vinnu við þetta mál. Við feng-
um góða samninga við íslensk
stjómvöld en báðir aðilar héldu þó
vel á sínu,“ segir forstjórinn.
Alain Belda segir að sér þyki ein-
stök náttúrufegurð við Reyðarfjörð
og hann trúi því að álverið falli vel
inn í landslagið. „Ég trúi að álverið
verði mikil vítamínsprauta fyrir
samfélagiö hér. Ef menn hafa vilja
til að nýta sér þau tækifæri sem ál-
verið skapar hér þá eru þau ótal-
mörg. Margir munu líka fá vinnu
við það en við göngum út frá því að
99% starfsmanna þess verði Islend-
ingar." -sbs
þau rekið síðan í júlí á sl. ári - selt
bensín, hamborgara og krökkunum
bland í poka.
„Síðustu fimm árin eða svo hefúr
ekki verið neitt nema dauði og djöfull
hér. Eitthvað stórtækt varð að gerast
ella hefðu allir þurft aö flytja í blokk-
imar í Breiðholtinu. Málið var ekki
flóknara," segir Þórarinn.
Ástin mun blómstra
Þau hjón vænta þess að álverið
hafi góð áhrif hvarvetna í mannlífinu.
Nýtt fólk í samfélaginu komi ævinlega
mörgu ágætu til leiðar. „Á vertíö í
gamla daga voru það alltaf aðkomu-
strákamir sem heilluðu stelpurnar á
Eskifirði mest. Ætli það sama gerist
ekki nú þegar strákar koma hér að
vinna við álverið," segir Lára. Þórar-
inn tekur í sama streng.
„Störfm í álverinu," segir hann,
„verða raunar fyrir konur jafnt sem
karla. Á Eskifirði hefur braggalífið
allt verið fjömgt á síðustu árum og
flöldi pólskra stelpna komið til að
vinna í fiski. Raunin hefur síðan orð-
ið sú að þær hafa margar náð sér í ís-
lenska stráka, búa áfram á staðnum
og em famar að eignast myndarleg
böm. Hið sama mun gerast með til-
komu álvers."
Hjónin í sjoppunni
„Síðustu fimm árin eöa svo hefur
ekki veriö neitt nema dauöi og djöf-
ull hér, “ segja Þórarinn Hávarösson
og Lára Thorarensen sem reka
Shell-skálann á staðnum.
Storkum ekki með
þjóðsöngnum
Við undirskriftina á Reyðarfirði
söng sameiginlegur kirkjukór úr
byggðarlögunum þremur í Fjarða-
byggð. Ágúst Ármann Þorláksson,
kórstjóri og tónlistarkennari í Nes-
kaupstað, kom með sínu fólki yfir
Oddsskarðið til að syngja við athöfn-
ina. Þá haföi náðst lending í því álita-
máli sem uppi var, hvort syngja ætti
íslenska þjóðsönginn við athöfhina.
„Ó, guð vors lands er sameiningar-
tákn íslensku þjóðarinnar og á að
vera yfir deilumál hafið eins og stór-
iðjumálin," segir Ágúst Ármann sem
hefur stjórnað kómum í rúm 30 ár.
„Ég var ekki hrifinn af því þegar um-
hverfisverndarsinnar fóru upp á fjöll
og frömdu gjörning þar með því að
nota þjóðsönginn. Það var fyrir mín
orð að hætt var við að flytja þjóðsöng-
inn við þetta tilefni hér í dag. Það
hefði verið óþarft og óviðeigandi að
storka fólki með því.“
Reykurinn úr strompinum
Ágúst segir að oft haldist í hendur
íbúafiöldi og virkni í menningarlífi.
„Óreglulegur vinnutími í fiskvinnslu
hefur háð því að hægt sé að halda
uppi öflugu menningarstarfi. Ef til vill
breytist það með því að hér komi inn
í samfélagið stór öflugur vinnustaður
eins og ég hef lengi átt mér draum um.
Álver getur breytt miklu hér, ekki
bara í atvinnulifmu heldur einnig
hvað varðar skóla, samgöngur og
raunar allt annað."
Þrátt fyrir að allir stóriðjusamning-
ar hafi verið undirritaðir segist Ágúst
Ármann hafa allan varann á. Oft hafi
mál virst komin á beina braut og
miklir sigrar að vinnast þegar allt hafi
hrokkið í baklás. „Ég ætla engum
sigri aö hrósa fyrr en ég sé reykinn
stíga upp úr strompinum á álverinu.
Ekki fyrr en feita kerlingin syngur,
segir bandarískur málsháttur. Sjáifur
ætla ég engu að trúa fyrr en ég heyri
á rödd hennar að málið sé komið í
höfn.“ -sbs
heílsuA tak
ÞJÁLFUNAR OG ÆFINGARPUNKTAR
Það er augijós staðreynd að íslendingar vinna ekki
eins mikla erfiðisvinnu nú og áður var. Ástæðan er
fyrst og fremst sú að vegna bættrar tækni er
líkamanum hlíft við margs konar átökum sem áður
voru óhjákvæmileg.
Dæmí: Vegna tilkomu samgöngutækis eins og
bifreiðarinnar hafa ótrúlega margir orðið nánast
„fótalausir". Atvinna sem tengist sjómennsku og
landbúnaði er orðin miklu tæknivæddari en áður fyrr
sem jafngildir minni orkubrennslu þeirra er í greinunum
starfa. Húsmæður „gærdagsins" þurftu að erfiða mun
meira við heimilisstörfin en húsmæður/húsfeður í dag
og áfram mætti telja.
Að sjálfsögðu eru enn til einstaklingar sem þurfa
að vinna mjög líkamlega erfiða vinnu en hlutfallslega
eru þeir þó mun færri en áður. Til að gefa hugmynd
um hvað þetta getur þýtt í brennslu skal tekið dæmi
af iðnaðarmanninum Dóra sem vinnur átta stundir á dag. Dóri er nánast á stöðugri hreyfingu
þessar átta klukkustundir og vöðvar líkamans verða fyrir miklu áreiti. Ef við gefum okkur að
Dóri brenni 100 hitaeiningum á hverri klukkustund, auk þeirra hitaeininga sem hann myndi
hvort sem er brenna, þá eyðir hann 800 hitaeiningum aukalega vegna vinnunnar. Augljóslega
þarf Dóri á fleiri hitaeiningum að halda en ef hann ynni kyrrsetustarf vinnudaginn á enda.
Margir gleyma þessari staðreynd enda er það mjög algengt að fólk sem hefur unnið erfiðisvinnu,
eða stundað íþróttir, fitnar nokkuð fljótt og mikið þegar það fer í starf sem krefst ekki eins
mikilla líkamlegra átaka eða dregur úr eða hættir íþróttaiðkun. Ástæðan er fyrst og fremst
sú að samhliða minnkandi brennslu er mataræðinu lítið sem ekkert breytt!
MATSEÐILL DAGSINS
Dagur 31 Morgunverður: Brauð Viðbit Ostur, 26% feitur Marmelaði Léttmjólk 2 sneiðar 1/2 msk. 2 „ostskerasneiðar 1 msk. 1 glas
Hádegisverður: Rúgbrauðsgrautur Rjómi, þeyttur 3 dl 3 msk.
Miðdegisverður: Maltbrauð Viðbit Gaffalbitar Ávaxtasafi, hreinn 2 sneiðar 1/2 msk. 5 stk. 1 glas
Kvöldverður: Fiskur, ofnbakaður Hrísgrjón, soðin Sojasósa Kartöflur Salat blandað Ostasósa 150 g 1 1/2 dl 1/2 tsk. 2 „eggstórar" 100 g + 1 dl
Kvöldhressing: Epli 1 stk.
Ástæður offitu eru þaulrannsakaðar en uppskriftin fyrir þyngdar- og fitutapi er í raun
sáraeinföld. Til að ganga á orkuforða líkamans verður einstaklingurinn að borða minna
og/eða hreyfa sig meira!
Stjórnun þyngdar veltur á orkujöfnuði. Ef orkuefnaneyslan er jafnmikil
orkuefnabrennslunni, eykst orkuforðinn hvorki né minnkar og þyngdin helst óbreytt.
Fitu- og glýkógenforða (kolvetnisforða líkamans) má nota til orkuframleiðslu en ef
kolvetnaríks matar er neytt er glýkógenforðinn endurnýjaður á um sólarhring.
Þeir sem hafa áhuga á að létta sig verða að hafa áhrif á orkujöfnuðinn með því að eyða
fleiri hitaeiningum en í líkamann koma. Afleiðingin verður neikvæður orkujöfnuður sem
þýðir að orkuforðabúr eins og fitufrumur losa sig við orku í formi fitu til að líkaminn
nái að starfa eðlilega. Fitufrumur minnka og þar með fitumassi einstaklingsins. Hálft
kíló af fitu jafngildir um 4.000 hitaeiningum* en það jafngildir því að
ef feitur maður hefur brennslugetu upp á 2.500 hitaeiningar á dag
ætti hann að léttast um hálft kíló af fitu á átta dögum ef hann borðar
að jafnaði 2.000 hitaeiningar.
* Fituvefur samanstendur ekki eingöngu af fitu því einnig finnst í fituvef lítils háttar af
prótínum og vatni. Hlutfall fitu er 87%. Fjöldi fitugramma í hverju hálfu kílói af fituvef
er því 500 g X 0,87% = 435 g 435 g X 9 hitaeiningar = 3.915 hitaeiningar. Niðurstaðan
er því sú að hálft kíló af fitu jafngildir 3.915 hitaeiningum.
Kveðja, Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur
HReynnc