Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2003, Síða 14
14
Menning
Fyrst á dagskránni á 15:15 tónleikum
Caput-hópsins og slagverkshópsins Benda
síðastliðinn laugardag var Flæði eftir Rík-
harð H. Friðriksson. Ríkharður spOaði þar á
rafmagnsgítar sem var tengdur við tölvu og
voru hljóðin úr henni einhvers konar úr-
vinnsla gítarhljóðanna. Var það allt mjög
þægilegt áheyrnar, tónsmíðin var á lágu nót-
unum og minnti útkoman á ambient-tónlist
Brians Eno þó gjörningur Ríkharðs væri
mun flóknari að gerð.
Næst á dagskránni var alger andstæða,
stórt og hávaðasamt verk eftir Þorstein
Hauksson sem her nafnið Are We? Það var
samið árið 1980 en samt var þetta frumflutn-
ingur verksins á íslandi. Tölvuhljóð spiluðu
nokkra rullu í tónlistinni en leikur tveggja
trompetleikara, tveggja básúnuleikara og
tveggja slagverksleikara voru talsvert meira
áberandi. Tónsmíðin byggðist aðallega á ógn-
arlegum barsmíðum og djúpum, löngum og
feiknarlega sterkum tónum frá blásurunum.
Datt manni í hug samlíking við tíbetska bön
pa tónlist, sem einnig samanstendur af
trumbuleik og djúpum tónum er munkar með
ofvaxin raddbönd kyrja. Eða var kannski ver-
ið að tilkynna dómsdag? Básúnuhljóðin voru
svo rosaleg að það var eins og Gabríel erki-
engill væri að kalla hina dauðu til upprisu á
hinum efsta degi.
Tónlist_________________
Leikur hljóðfæraleikaranna var nákvæmur
og samtaka og sú skelfing sem tónskáldinu
var greinilega ofarlega í huga komst vel til
skila í markvissri túlkuninni. Er þetta frá-
bært tónverk sem að sjálfsögðu hefði átt að
flytja hér miklu fyrr.
Eftir hlé var frumfluttur Caputkonsert nr.
2 eftir Snorra Sigfús Birgisson. Verkið er fyr-
ir þrjá slagverksleikara sem jafnframt eru
einleikarar, einnig píanó og eliefu manna
Dómsdagur í nánd
Trompetar og básúnur þanin
Skelfingin komst vel tit skila í markvissri túlkuninni.
DV-MYND SIG. JOKULL
kammerhóp. Tónskáldið stjórnaði sjálfur og
hófst tónlistin á skemmtilega fönkuðum inn-
gangi sem slagverksleikararnir Eggert Páls-
son, Steef van Oosterhout og Pétur Grétars-
son spiluðu af mikilli list.
Næsti kafli bar nafnið Hugleiðsla og þar
minntu síendurteknar hendingar upp á við,
langar trillur og almennt alsælukennt and-
rúmsloft óneitanlega á tónlist Scriabins, sér-
staklega síðustu tvær sinfóníur hans. Það er
sko hól! Hugleiðsla Snorra var þó flngerðari
en þrátt fyrir það sérlega áhrifamikil og var
tónlistin mögnuð andstæða þriðja kafla
konsertsins, Vikivaka. Það var dans eins og
nafnið gefur til kynna, skemmtilega villi-
mannslegur - slagverkið fékk að njóta sín óá-
reitt og var maður nánast farinn að slá takt-
inn með, alveg ósjálfrátt.
Konsertinn endaði á hægu eftirspili, háif-
gerðu næturljóði þar sem Snorri settist við
píanóið og lék fallega impressjóníska hljóma.
Þeir bergmáluðu í ýmsum hljóðfærasamsetn-
ingum og kom það prýðilega út, allt á lágu
nótunum og afslappað eftir ballið á undan. í
heild er Caputkonsert Snorra margbrotin og
litrík tónsmíð og er þetta án efa með því besta
sem ég hef heyrt eftir tónskáldið.
Jónas Sen
Patrick Huse aftur á íslandi
mannctfaman
Penetration er heiti sýningar norska lista-
mannsins Patricks Huse sem var opnuð í Lista-
safni Reykjavíkur - Hafnarhúsi um helgina.
Þetta er lokaþáttur þríleiksins sem listamaður-
inn hefur unnið að undanfarin níu ár. Tvær
fyrri sýningamar voru Norrænt landslag (Hafn-
arborg 1995) og Rift (Kjarvalsstaðir 1999).
Viðfangsefni Patricks í þessu langtima sýn-
ingarverkefni eru vangaveltur um hvað náttúr-
an er í reynd, hvernig hugtakið er notað í ýmsu
samhengi og hvemig það tengist „landslagi".
Patrick hefur leitað fanga á einni breiddargráðu
nokkurra landa á norðlægum slóðum, aðallega í
Noregi, Svíþjóð og á íslandi. Hingaö hefur hann
komið oft og málað mikið. í viðtali við DV í til-
efni af Rift 1999 sagði hann meðal annars: „Eitt-
hvað í íslenskri náttúru fær endurhljóm innra
með mér, það eru tilfinningaleg tengsl milli
hennar og mín. Ég get ekki útskýrt hvernig eða
hvers vegna - ekki fremur en maður getur út-
skýrt hvers vegna manni líður eins og heima
hjá sér á einum stað en ekki öðrum og tekur eft-
ir sumu fólki í fjölmenni en ekki öðru. Ég held
að þetta hafi eitthvað meö það að gera að þekkja
sjálfan sig.“
í texta Gunnars Sörensen í sýningarskrá með
sýningunni segir m.a. um trílógíu Patricks:
„Norrænt landslag var útsýn frá óvistlegum
svæðum sem lítill vegur virtist að lifa sig inn í
eða þekkja, þar vottaði ekki fyrir mannlegri ná-
vist. Rift sýndi nærgöngular úrklippumyndir af
Eitt verka Patricks Huse á Penetratlon
Verkin eru sjálf landslagsbrot, ofurseld sömu þróun myndunar og rofs og sjá má í náttúrunni.
sams konar náttúru en Penetration má líta á
sem kjarnaborun í efni og formgerð þessara úr-
klippna. Verkin eru þannig fjarri því að vera
„landslagslýsingar"; kannski er nær að líta á
þau sem klókindalegan milliveg þess að vera
náttúrumyndir og náttúruform í sjálfum sér.
Því að í vissum skilningi vísa þau ekki til lands-
lagsþátta heldur eru sjálf landslagsbrot, ofurseld
sömu þróun myndunar og rofs og sjá má í nátt-
úrunni.“ Á sýningunni í Hafnarhúsinu gefur
einnig að líta minningarbrot frá Norrænu
landslagi og Rift.
Penetration var fyrst opnuð í Noregi. Hér
stendur hún til 27. apríl en fer héðan til Banda-
ríkjanna. Hafnarhús er opiö daglega frá kl.
10-17.
Myndin af sýningunni
MÁNUDAGUR 17. MARS 2003
DV
Umsjón: Silja A&aisteinsdóttir silja@dv.is
Svandís sýnir
Svandís Egilsdóttir myndlistarmaður
opnaði sýningu á olíumálverkum og sér-
stæðum skúlptúr í Galleríi Sævars Karls
á laugardaginn. Svandís útskrifaðist frá
Seminariet for Kunst og Handverk i Ker-
teminde í Danmörku 1999. Þetta er fyrsta
einkasýning hennar í Reykjavík og hún
stendur til 3. apríl.
Skáldaöar borgir
Bí hádeginu á morgun,
kl. 12.05, flytur Ástráður
Eysteinsson bókmennta-
fræðingur fyrirlestur í
Norræna húsinu í hádeg-
isfundaröð Sagnfræðinga-
félags íslands sem haldin
er í samstarfi við Borgar-
fræðasetur. Erindið nefn-
ist „Skáldaðar borgir". Fundurinn er op-
inn öllu áhugafólki um sögu og skipulags-
mál.
Borgir leika mikið hlutverk sem staðir
og sögusvið í nútímabókmenntum og í
fyrirlestrinum verður athugað hvernig
nútímaborgin er sett fram, endursköpuð
eða „búin til“ í tungumáli bókmennt-
anna; hvemig unnið er með táknheim
borgarinnar og hvernig tekist er á við
borgina sem hugarásiand, sem ummótað-
an eða ímyndaðan veruleika, sem kann
að skipta sköpum um reynslu hvers og
eins af borginni. Hliðsjón verður höfð af
nokkrum skáldverkum og fræðilegri um-
fjöllun um borgarmenningu.
Málþing um Þórberg
Málþing um Þórberg
Þórðarson verður haldið
að Hrollaugsstöðum í
Suðursveit 29.-30. maí í
vor.
Þingið hefst á heim-
sókn að gamla bænum á
Hala í Suðursveit og
verður sett við minnis-
varðann ofan við bæinn. Síðan verður
haldið að Hrollaugsstöðum þar sem Soffia
Auður Birgisdóttir, Pétur Gunnarsson,
Helga Jóna Ásbjömsdóttir, Vésteinn Óla-
son, Svavar Sigmundsson og fleiri halda
erindi. Um kvöldið verður Hjörleifur
Guttormsson með kynningu á Suðursveit
og dagskrá tengd Þórbergi.
Daginn eftir geta þeir sem vilja farið
„söguferð með Þórbergi" og síðan að
fomleifauppgreftri á Steinadal og e.t.v. í
Staðarfjall.
Stjórnandi málþingsins verður Gísli
Sverrir Árnason, forstöðumaður Menn-
ingarmiðstöðvar Hornafjarðar. Hægt er
að panta gistingu að Smyrlabjörgmn, 478
1074, eða Hrollaugsstöðum, 478 1905.
Stríö og konur
Vegna ástands heimsmála standa
Rannsóknastofa í kvennafræðum og UNI-
FEM á íslandi fyrir málstofu um konur
og stríð kl. 16.15 i dag i stofu 101 í Lög-
bergi, Háskóla íslands. Meðal frummæl-
enda eru Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræð-
ingur og framkvæmdastjóri Mannrétt-
indaskrifstofu íslands og Lilja Hjartar-
dóttir stjórnmálafræðingur. Sýnt verður
brot úr heimildarmynd Grétu Ólafsdóttur
og Susan Muska: Women, the forgotten
face of war.
Á yfirlitssýningu nýlistamannsins hafði
verið komið fyrir margvíslegum hlutum sem
gestir voru ekki vissir um að væru listaverk.
Fólk gekk í kringum þessa hluti með efa-
þrunginn svip og þorði ekki að yrða á næsta
mann af ótta við að segja vitleysu.
Svona gekk þetta um hríð.
Listamaðurinn stóð úti í horni og hellti
ljósgulu freyðivíni í glösin gestanna sem
drukku mikið og höfðu æ meira gaman af
þessu eftir því sem fleiri flöskur tæmdust.
Þeim var raðað út í horn, flöskunum. Og
smám saman varð til nokkur stafli af þeim.
Undir lokin lullaði góðlegur maður í
mokkafrakka inn í galleríið. Hann smokraði
sér í gegnum þessa drukknu gestafjöld og fór
að taka myndir. Það heyrðist í vélinni hans
eins og þar færi atvinnumaður. Og það kom
á daginn. Degi seinna. Þá birtust nokkrar
ljósmyndir af yfirlitssýningunni í víðlesnu
dagblaði og virtist glatt á hjalla í galleriinu.
Flestar myndanna voru af fólki með glas í
hendi. Tvær myndir voru eins og teknar ofan
í gólfið. Önnur var af viðurkenndu listaverki,
sýndist mér, upprúlluðum gaddavír með
brúðum í miðjunni. Hin var af stafla af
freyðivínsflöskum.
-SER.
Teikning og glersteypa
Námskeið í módelteikningu fyrir byrj-
endur og lengra komna hefst í LHÍ, Skip-
holti 1, á morgun kl. 18. Kennari er Haf-
dís Ólafsdóttir myndlistarmaður.
Námskeið fyrir byrjendur í glersteypu
hefst á vinnustofu Brynhildar Þorgeirs-
dóttur myndhöggvara, Bakkastöðum 113 í
Reykjavík, 27. mars. Kennd verður
grunnaðferð við að ofnsteypa gler.