Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2003, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2003, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 41 Útgáfufélag: ÚtgáfufélagiB DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson ABalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ABstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaBaafgreiBsla, áskrift: SkaftahlíB 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aórar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: ÚtgáfufélagiB DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aB birta aBsent efni blaBsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiBir ekki viBmælendum fyrir viBtöl viB þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Kaflaskil á Austfjördum Nýr kafli hófst í sögu Austfirðinga á laugardag. Og var tími til kominn. Eftir nærri þrjátiu ára baráttu heimamanna fyrir uppbygg- ingu stóriðju á svæðinu var komið að undirritun samninga um smíði 90 milljarða króna álvers i Reyðarfirði. Það sá það hver maður sem fylgdist með tilfinningaþrunginni undirrituninni í íþrótta- húsinu á Reyðarfirði á laugardag að þungu fargi var létt af heimamönnum. Hafi orðið „loksins“ einhverju sinni hæft stundu og stað var svo fyrir austan á laugardag. Smiði og rekstur álvers Alcoa mun laða til sín hundruð starfsmanna. Um 450 manns munu fá vinnu í sjálfu álver- inu en afleidd störf verða að likindum ekki færri en 300, jafnvel allt að eitt þúsund, eins og Smári Geirsson, for- maður bæjarráðs Fjarðabyggðar, hafði á orði við blaða- mann DV á laugardag. Nýja álverið mun með öðrum orð- um breyta allri framtiðarsýn Austfirðinga; fram undan er uppbygging og fjölgun íbúa í stað fólksflótta og rikjandi svartsýni í byggðamálum eystra. Bygging stóriðju á Austurlandi snýst um þann sjálf- sagða rétt heimamanna að nýta aðstæður sínar sér í hag. Þeir hafa um langt árabil horft vonaraugum á óbeislaða orkuna í landsfjórðungi sínum, þess vissir að hana mætti nýta til að snúa vörn í sókn í atvinnumálum á svæðinu. Um áratugaskeið hafa þeir séð virkjanir rísa á sunnan- og norðanverðu landinu og horft á hvert atvinnutækifærið af öðru verða til á þessum svæðum. Þeim fannst eðlilega tím- inn kominn að sér. Og sá tími er kominn. Fagnaðarfundurinn þegar Alain Belda, forstjóri Alcoa, og hans menn lentu á einkaþotu sinni fyrir austan á laugardag breyttist auðveldlega i þjóð- hátíð. Varla færri en tíundi hver íbúi svæðisns tók þátt í hátiðlegri athöfn í Reyðarfirði þar sem samningsaðilar mynduðu keðju eftir undirritun samninganna til marks um samtakamátt og það mikla verk sem væri hafið. Úr andlitum ráðamanna eystra og alls almennings skein inni- leg eftirvænting og gleði. Álversframkvæmdirnar eystra er langstærsta byggða- aðgerð sem islensk stjórnvöld hafa ráðist í um langt skeið. Góðar líkur eru á að hún muni duga til að tryggja blóm- lega byggð í landsfj órðungnum á komandi árum og auka þar lífsgæði til muna. Mikilvægi byggðar á þessum slóð- um ætti að vera öllum ljós. Það er þjóðhagslega hagkvæmt að byggð haldist allt í kringum landið og þvi er afar brýnt að spyrnt verði við fótum með dugandi aðgerðum á völd- um stöðum á landinu. Byggðatengsl eru að breytast til muna á íslandi. Segja má að höfuðborgin og tengdar byggðir séu byrjaðar að teygja sig langt út á land. Með stórbættum samgöngum, öflugum bílaflota, breyttri samskiptatækni og nýrri lífs- sýn fólks hefur svæðið allt frá Snæfellsnesi í vestri til Eyjafjalla i austri orðið partur af borgarsvæðinu. Það þyk- ir ekki lengur tiltökumál að sækja vinnu úr Borgarnesi eða Hellu til Reykjavikur. Og öfugt. Heilu hrepparnir eru bakgarðar Reykvíkinga. í reynd eru að verða til fjögur byggðasvæði á íslandi. Æ víðáttumeira borgarsvæði sem að ofan var lýst, öflugur byggðakjarni í kringum Akureyri í norðri þar sem fólki hefur fjölgað á síðustu árum og þá eru ónefnd tvö svæði sem einkum hafa tapað afli á síðustu árum; Vestfirðir og Austfirðir. Það er brýnna en nokkru sinni að stjórnvöld veðji á sterka byggðakjarna á þessum þremur stöðum utan borgarsvæðisins og sinni þeim. Álver eystra er gott dæmi um það. Sigmundur Ernir Skoðun Lítill ágreiningur milli tveggja sterkra flokka með tvo sterka foringja ýtir undir persónupólitík: Harkan mun halda áfram „Persónulegar árásir minna mann að ýmsu leyti á bandaríska pólitík þar sem ágreiningur milli flokkanna er tiltölulega lítill og pólitíkin snýst mikiö um persónur. En þetta hefur hins vegar verið að gerast alls staðar. Það er minni málefnaágreiningur en áður og þá snýst pólitíkin meira um persónur. Hér á íslandi stafar þetta hins veg- ar mikið til af því að flokkakerfíð er að breytast. Hér er baráttan að verða milli tveggja stórra flokka og tveggja sterkra foringja,“ sagði Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla ís- lands, í samtali við DV. Baugsmálið, með Davíð Oddsson forsætisráöherra í einu aðalhlut- verkanna, og Borgarnesræða Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, odd- vita Samfylkingarinnar, hafa sett mikinn svip á pólitíska umræðu síðustu vikna. í þessari orrahríð allri hefur oft verið hátt reitt til höggs og engum hlíft. Vakað hefur verið yfir hverju orði og allt gripið á lofti sem hefur þótt bera keim af persónulegum dylgjum og árásum. Tortryggnin er mikil og andstæð- ingar í vígahug. í kjölfarið hefur ófáum þótt sem pólitíkin sé aö komast á of persónulegt plan. Mál- efnaumræða hefur þótt víkja fyrir persónulegum dylgjum og skít- kasti. Fólk sér stjómmálamen í leöjuslag (mudsling). Enda hafa óskir um málefnaumræðu veriö háværar síðustu daga. Persónur í forgrunni Gunnar Helgi Kristinsson, pró- fessor í stjórnmálafræði í HÍ, segir það viðtekna skoðun að því mál- efnasnauðari sem pólitík verður því persónulegri vilji hún verða og frambjóðendumir standi þá í forgrunni. Hann segir pólitíkina þó hafa verið mun grimmari í gamla daga. „Þetta var grimmast í upphafi 20. aldarinnar, þegar flokkslín- urnar voru mjög óskýrar. Þá var pólitíkin gífurlega persónuleg og raunar ótrúleg. Þingræður og blöð frá þessum tíma geta verið hin mesta skemmtilesning. En það er líka alkunna að kosning- ar geta verið mjög persónulegar og nægir í því sambandi að benda á bandarísk stjórnmál," segir Gunnar Helgi. Hann bætir við að hér heima megi benda á forsetakosningar og prestskosn- ingar sem oft hafi verið illvígar. Persónuleg pólitík sé því síður en svo óþekkt fyrirhæri á ís- landi. Hann tekur undir að vissu- lega snúist pólitík alltaf um per- sónur að einhverju leyti en þær séu mismikið í forgrunni. „Sums staðar eru persónurnar aðalatriðið, sérstaklega þegar málefnin eru ekki mjög skýr, en þegar persónurnar eru í bak- grunninum er það yfirleitt vegna þess að pólitískar línur eru skýrar. Þá beinist athyglin meira að málefnunum en per- sónunum." íslensk pólitík í hnotskurn Kristján Kristjánsson, prófess- or í Háskólanum á Akureyri, segir ekki fráleitt að þegar flokkar og menn nálgist meir og meir málefnalega hafi þeir til- hneigingu til að grípa til per- sónulegs skítkasts sem á þá að bæta upp missi málefn- anna. „En það merkilega í póli- tík er að oft er mun meiri harka milli manna með lík- ar skoðanir. Hér hefur t.d. alltaf verið mest harka milli vinstrimanna inn- byrðis. En munurinn nú er að fylkingarnar sem eiga að standa sitt hvorum meg- in eru orðnar líkari og um leið verða átökin á mun persónulegri nótum. Þær skapa sér sterkari stöðu með þvi að höfða til þessar- ar persónupólitíkur sem er svo rík í okkur íslending- um. En í raun er þetta ís- lensk pólitík í hnotskurn. íslensk pólitík hefur alltaf verið mjög persónuleg og það má tína til fjölmörg dæmi um það úr sögunni. Þetta endurspeglast líka í því að það er stundum eins og fólk verði hissa þegar rætt er um málefni í fjöl- miðlum en ekki persónur." Þarf skýrar línur Svanur Kristjánsson seg- ir að skýrar línur þurfi í pólitík tO að persónuleg pólitík víki fyrir mál- efnaumræðu. Nú séu lín- umar að riðlast hér heima og það hafi gerst áður. Vís- ar hann þá í þær breyting- ar sem urðu í seinni heims- styrjöldinni, þegar Sósí- alistaflokkurinn kom til sögunnar og flokkakerfið breyttist úr þriggja flokka kerfi í kerfi fjögurra flokka. „Þá varð pólitíkin mjög ruglings- leg og mikill ágreiningur milli flokkanna og jafnvel innan flokka. Nú er hins vegar ekki mjög áber- andi ágreiningur innan flokka. Flokkamir sýna þokkalega sam- stööu þegar þeir fylkja sér á bak við sína foringja." - En er þá að skapast jarðvegur hér fyrir persónulegri pólitík og uppákomur eins og þær sem kjós- endur urðu vitni að á dögunum? „Það er mikil óvissa í pólitíkinni í dag sem skýrist af því að flokka- kerfið er að breytast og leikregl- urnar eru ekki skýrar. Sjálfstæðis- flokkurinn er í fyrsta sinn í sög- unni að fá alvörusamkeppni. Sá sem er í sókn hlýtur að beina aug- um að keppinautnum, Sjálfstæðis- flokknum og foringja hans. Og hin- ir svara því á sama hátt og beina spjótunum að Ingibjörgu Sólrúnu." Tveir turnar - tvær persónur Háværar kröfur hafa verið um málefnaumræðu. Svanur segir að hún muni vissulega eiga sér stað. „Þrátt fyrir ágreining um Evr- ópustefnuna og fiskveiðistefnuna, svo dæmi séu tekin, þá eru Sjálf- stæðisflokkur og Samfylking með svipaðar hugmyndir um hagstjórn. Og Samfylkingin studdi Kára- hnjúka og einkavæðinguna. En bæði Sjálfstæðisflokkur og Sam- fylking munu fýrst og fremst keyra kosningabaráttuna á sínum for- ingjum. Flokkarnir eru með for- ingja sem hafa fylgi umfram flokks- fylgi. Samfylkingin mun þurfa að keyra á Sjálfstæðisflokkinn og þvi verður svaraö af fullri hörku. Við erum að tala um tvo turna í pólitík- inni og tvær höfuðpersónur sem báðar vilja vera forsætisráðherra. Skoðanakannanir um vinsældir stjómmálamanna sýna svo ekki verður um villst að baráttan stend- ur milli þeirra tveggja." Svanur bætir við að þessi tveggja turna pólitík og barátta tveggja for- ingja feli svolítið hvað þessir flokk- ar eiga sameiginlegt. Þannig sé Sjálfstæðisflokkurinn að færa sig meira yfir á miðjuna. Þar bendi menn á hættur hins óhefta kapítal- isma, það þurfi að efla velferðarrík- ið á íslandi og tryggja verði ókeyp- is aðgang að mennta- og heilbrigð- iskerfi. „Málefnaágreiningur minnkar að sumu leyti en skerpist helst gagnvart „annaðhvort eða“- málum, eins og kvótakerfinu og Evrópumálunum. En það eru hins vegar mjög flókin mál.“ Svanur segir persónulega pólitík einnig fá fóður í þeim kynjamun sem er I stuðningi við flokkana en mun fleiri karlar styðja Sjálfstæðis- flokkinn en Samfylkinguna sem aft- ur á móti sækir mikið fylgi til kvenna. „Það er þessi kynjavídd í stuðningi karla og kvenna við þessa flokka. Og um leið foringjana.“ Svanur segist ekki hissa þó kjós- endur verði á ný vitni að uppá- komu eins og þeirri sem var í al- gleymingi á dögunum. „Ég held að harkan muni halda áfram,“ segir hann. Önnup pilla „Kallinn óskar Suöurfréttum alls hins besta með málgagn Sjálfstæð- isflokksins á Suðurlandi!" Kallinn á kassanum í Víkurfréttum. Lokaorð? „Við verð- um hér aft- ur að viku liðinni - vonandi.“ Egill Helgason í lokaorBum Silfurs Egils á Skjá einum í gær. Vmstri stjórnir og kjörtímabil „Ef Sjálfstæðismenn væru svo purkunarlausir að halda áfram að segja að vinstristjóm hefði aldrei setið „heilt kjörtímabil" þá gætu þeir tæknilega séð gert það með réttu. Að vísu væri það ansi vill- Þetta er CNN „CNN er gott dæmi um að sjónvarpið er fremur leikhús en fréttamiðill og að andlitin á skjánum eru fremur leikara en fréttamanna." Jónas Kristjánsson á vef sínum. Ummæli Fjölmiðlar í hár saman „Flestir eru sammála um að samkeppni sé af hinu góða og erum við þeirrar skoðunar að það geri okkur ekkert annað en gott að hafa einhvem til að keppa við á þessum markaði. Það heldur okkur við efnið og hvetur okkur alltaf til að gera betur. En ef menn geta ekki verið í samkeppni öðruvísi en að Ijúga upp á samkeppnisaðilann eins og Fjarðarpósturinn hefur nú kosið að gera þá er óhjákvæmilegt að velta því fyrir sér hvort þessir sömu menn treysti sér ekki til að setja þessi tvö blöð í dóm þeirra sem blöðin eiga að þjóna, þ.e. les- endanna." Ritstjóm VF - Vikulega í FirBinum ! síBasta tölublaBi. andi þar sem ætlast væri til að menn drægju þá ályktun að þær spryngju alltaf en stjórnin 1983-1991 sprakk alls ekki og sat ffam á seinasta dag. En nú hefur Davíð Oddsson breytt tuggunni og segir að vinstristjórnir hafi aldrei setiö „út kjörtímabilið“. Þaö er ekki aðeins villandi heldur beinlín- is rangt því að tvær seinustu vinstristjómir sátu út kjörtímabil- ið, ein ef menn vilja ekki telja stjóm Gunnars [Thoroddsens] til vinstristjóma." Ármann Jakobsson á Múrnum.is. Aldupshopáskðpting „Ef heilsan er í lagi er hér oft á tíðum um að ræða skemmtileg og notaleg ár. Það er þjóðfélagsleg skylda okkar að þróa samfélagið þannig að við getum mœtt þessum breytingum.“ íslenskt samfélag er sí- fellt að breytast. Þessar breytingar eiga sér stað á fiestum sviðum mannlífs- ins og birtast okkur í ýms- um myndum. Byggðamynstur hefur breyst, tækninni fleygir fram á öllum sviðum. Þrátt fyrir byltingu í möguleikum fólks til menntunar verður enginn fullnuma. Þannig er þróunin. Ef við höldum kunn- áttu okkar og mætum ekki samfé- lagsbreytingum er hætt við því að við stöðnum. Sömu sögu er að segja um samfélagið okkar. Sífellt að eldast Erfitt er fyrir hinn almenna borgara að höndla margar þessara breytinga. „... enginn stöðvar tím- ans þunga nið“, sagði skáldið forð- um. Spurningin er á hvem hátt við getum mætt þessum breyting- um á skynsamlegan hátt og á hvem hátt við búum samfélagið undir breytingar sem fyrirsjáan- legar eru. Ein af þeim breytingum sem eiga sér stað er það að þjóðin er sí- fellt að eldast. Þetta er í samræmi við það sem er að gerast í öðrum löndum enda hafa Sameinuðu þjóðirnar látið sig þessi mál mjög varða. Ástæður þessa eru auðvitað fjölmargar, t.d. hefur allur aðbún- aður batnað bæði á heimilum og á vinnustöðum, heilbrigðisþjónustu hefur fleygt fram og marga fleiri þætti mætti nefha. Þetta er að sjálfsögðu jákvæð og eðlileg þróun sem engu að síður er nauðsynlegt að vinna úr og undirbúa samfélag- ið með tilliti til þessa. Út frá aldurshópabreytingum þjóðarinnar hef ég lagt fram þings- ályktunartillögu á Alþingi þar sem ég hvet til þess að áhrif breytts hlutfalls aldurshópa verði könnuð og á hvern hátt skuli búa íslenskt þjóðfélag undir þessar breytingar. Ég hef áður vakið athygli á þessari þróun og þá höfðu einhverjir þörf fyrir að snúa út úr tillögum mín- um. Talið var að þær væru settar fram til þess að ögra öldruðum, það er auðvitað hin mesta firra. Hugsun mín er sú að búa samfé- lagið undir þetta breytta samfé- lagsmynstur til þess að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Nokkur dæmi skulu nefnd sem Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út um þá þróun sem á sér stað varð- andi aldurshópabreytingar (sjá töflu með greininni). Þessar tölur eru í raun í sam- ræmi við þá þróun sem á sér stað á íslandi og sýna glöggt hvemig þessi þróun er og verður þegar horft er til framtíðar. Út frá þess- um tölum er nauðsynlegt að byggja upp alla samfélagsþjónustu. Sú staðreynd blasir við meðal margra auðugra þjóða að þeir sem komast á eftirlaun 65 ára lifa gjarnan 15 tfl 25 ár eftir að þeir hætta að vinna. Ef heilsan er í lagi er hér oft á tíðum um að ræða skemmtileg og notaleg ár. Það er þjóðfélagsleg skylda okkar að þróa samfélagið þannig að við getum mætt þessum breytingum. Mætum þróuninni Þessi þróun getur leitt til þess að aldurshópar takist á um fjár- magn og öll félagsleg aðstoð verði erfið ef ekki er gripið í taumana í tæka tíð. Á næstu 30 til 40 árum mun hlutfall aldurshópa aukast enn frekar sökum hærri lífaldurs og færri barneigna. Reiknað hefur verið út í erlendum rannsóknum að árið 2030 geti það orðið þannig í iðnvæddum ríkjum að aðeins tveir vinnandi menn verði fyrir hvem eftirlaunaþega. Af þessum ástæðum er einnig nauðsynlegt annars vegar að skoða sérstaklega hlutverk lifeyr- iskerfisins og hins vegar trygg- ingakerfisins. Auk þess sem nauð- synlegt er að gera sér grein fyrir þessum breytingum í heilbrigðis- kerfinu og allri þjónustu við aldr- aða. Þess vegna hvet ég ríkis- stjórnina til að skoða þessi mál af kostgæfni, þannig að hægt sé að mæta þessari þróun á skynsamleg- an hátt. -#• tmr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.