Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2003, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2003, Page 26
50 MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 Islendingaþættir_________________________________________________________________________________________________________DV Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartartsson 90 ára_______________ * Ólöf Guðmundsdóttir, Gullteigi 29, Reykjavík. 80 ára_______________ Gunnar Þorsteinsson, Giljum 2, Vík. Laufey Magnúsdóttir, Enni, Sauöárkróki. 75 ára_________________________________ Úrsúla Pálsdóttir, Sörlaskjóli 40, Reykjavík. Þorbjörg Georgsdóttir, Hólabraut 19, Hafnarfirði. '"f 70 ára ________________________________ Ólafur H. Óskarsson, Logalandi 16, Reykjavík. 60 ára_________________________________ -------—— Kristján Loftsson framkvæmdastjóri, Laugarásvegi 19, Iw Eiginkona hans er Auö- gf I björg Steinbach. Þau taka á móti gestum í Félags- heimili Kópavogs, Fannborg 2, kl. 20.00-23.00. í kvöld. Kristján óskar ekki eftir gjöfum á þessum tímamótum en biður þess í staö að Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börn, Lauga- vegi 7, Reykjavík, njóti þess. Elsa Þórarinsdóttir, Miðtúni 12, Höfn. Grétar Sæmundsson, Fálkagötu 14, Reykjavík. Guðrún Tyrfingsdóttir, Gullsmára 8, Kópavogi. Þorfinnur Þórarinsson, Spóastöðum 2, Selfossi. 50 ára_________________________________ Auður Jónsdóttir, Tjarnarmýri 5, Seltjarnarnesi. Gunnlaugur R. Óskarsson, Borgarvegi 35, Njarðvík. Y Halla María Árnadóttir, Fífuhvammsvegi 17, Kópavogi. Haukur Hannesson, Esjuvöllum 21, Akranesi. Hildur Patursson, Skipholti 27, Reykjavík. Knútur Benediktsson, Framnesvegi 6, Reykjavík. Kristinn Ómar Grímsson, Stekkholti 34, Selfossi. María Rós Leifsdóttir, Víðihvammi 26, Kópavogi. Ottó Gunnlaugur Ólafsson, Suðurhúsum 15, Reykjavík. Pétur Hafþór Jónsson, Hávallagötu 44, Reykjavík. Rögnvaldur Gíslason, Gröf, Stað. Slgurjón Snær Friðriksson, Skólabraut 7, Stöðvarfirði. ». 40 ára_________________________________ Aðalstelnn Guðlaugur Sveinsson, Seljabraut 22, Reykjavík. Axel Pétur Gylfason, Flétturima 23, Reykjavík. Jón Vföir Hauksson, Móabarði 36, Hafnarfiröi. Poul Jepsen, Borgarbraut 3, Grundarfirði. Sandra Carla Barbosa, Múlasíöu 8, Akureyri. Steinunn Hrefría Magnúsdóttir, Grenigrund 1, Selfossi. Vilborg Þórunn Stefánsdóttir, Áshamri 43, Vestmannaeyjum. Willum Þór Þórsson, Bakkasmára 1, Kópavogi. Smáauglýsingar DV Allt til alls ►I550 5000 Fimmtug_____________________ feiga Rós tagóHsdótOp sellóleikari og framkvæmdastjóri Kirkjuhátíöar 2003 Inga Rós Ingólfsdóttir, sellóleik- ari og framkvæmdastjóri Kirku- listahátíðar 2003, Faxaskjóli 14, Reykjavík, er fimmtug í dag. Starfsferill Inga Rós fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk stúdents- prófi frá MR 1973, einleikaraprófi í sellóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1976, stundaði fram- haldsnám við Tónlistarháskóla Rínarlanda 1976-81 og hjá prófess- or Johannes Goritzki í Dtisseldorf. Inga Rós er fastráðin sellóleik- ari við Sinfóníuhljómsveit íslands frá 1982, meðlimur í Kammersveit Reykjavíkur frá sama tíma, og var sellóleikari í Reykjavíkurkvartett- inum 1990-93. Inga Rós sat í stjórn Félags ís- lenskra tónlistarmanna 1988-90 og formaður félagsins 1995-98, sat í stjórn Bandalags íslenskra lista- manna 1995-98, í stjórn Nordisk solistrád 1995-98, í stjórn Kamm- ersveitar Reykjavíkur 1994-2002, hefur setið í stjórn Starfsmannafé- lags Sinfóníuhljómsveitar íslands og í ýmsum nefndum þess, var fulltrúi í Listanefnd vegna undir- búnings Kristnihátíðar 2000, í full- trúaráði Listahátíðar í Reykjavík 1995-98 og er framkvæmdastjóri Kirkjulistahátíðar frá 2000. Inga Rós hefur leikið inn á fjölda geisladiska með Sinfónu- hljómsveit íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Mótettukór Hall- grímskirkju og fleirum og hefur komið fram á Tónlistarhátíðum víða um heim. Fjölskylda Inga Rós giftist 15.6. 1974 Herði Áskelssyni, f. 22.11.1953, organista og kórstjóra. Hann er sonur Ás- kels Jónssonar, f. 5.4.1911, d. 2002, söngstjóra á Akureyri, og k.h., Sigurbjargar Hlöðversdóttur, f. 8.5. 1922, húsmóður. Böm Ingu Rósar og Harðar eru Guðrún Hrund Harðardóttir, f. 7.9. 1974, víóluleikari, en maður henn- ar er Gunnar Andreas Kristinsson tónskáld; Inga Harðardóttir, f. 17.2. 1979, guðfræðinemi, maður hennar er Guðmundur Vignir Karlsson, BA í guðfræði og tónlist- armaður og er dóttir þeirra Björt Inga; Áskell Harðarson, f. 24.5. 1990. Alsystur Ingu Rósar: Þorgerður, f. 5.11. 1943, kórstjóri í Reykjavík; Rut, f. 31.7. 1945, fiðluleikari í Reykjavík; Vilborg, f. 3.6. 1948, yf- irhjúkrunarfræðingur hjá Land- læknisembættinu í Reykjavík; Unnur María, f. 6.5.1951, fiðluleik- ari í Garðabæ. Hálfsystkini Ingu Rósar, sam- feðra, eru Andri Már Ingólfsson, forstjóri í Reykjavík; Eva Mjöll Ingólfsdóttir, fiðluleikari í New York; Ámi Heimir Ingólfsson, tón- listarmaður í Reykjavík. Foreldrar Ingu Rósar eru Ingólf- ur Guðbrandsson, f. 6.3. 1923, for- stjóri og kórstjóri í Reykjavík, og Inga Þorgeirsdóttir, 2.2. 1920, kennari. Ætt Ingólfur er sonur Guðbrands, b. á Prestbakka á Síðu, bróður Þor- finns, afa Ómars Ragnarssonar, fréttamanns og dagskrárgerðar- manns. Guð- brandur var son- ur Guðbrands, b. á Hraunbóli og á Orustustöðum, Jónssonar b. í Efri-Vík, Þorkels- sonar. Móðir Jóns var Málm- fríður Bergsdótt- ir, pr. á Prest- bakka, Jónssonar og Katrínar Jónsdóttur eldprests, Steingríms- sonar. Móðir Guðbrands á Prest- bakka var Guðlaug ljósmóðir, hálfsystir, samfeðra, Þuríðar, ömmu Valgerðar Dan leikkonu. Guðlaug var dóttir Páls, b. á Hörgslandi, Stefánssonar, bróður Guðlaugar, móður Jóhönnu Egils- dóttur verkalýðsfrömuðar, ömmu Jóhönnu Sigurðardóttur alþm. Móðir Guðlaugar ljósmóður var Ragnhildur Sigurðardóttir. Móðir Ingólfs var Guðrún Auðuns- dóttir, b. á Eystri-Dalbæ, Þórarins- sonar, og Sigríðar Sigurðardóttur. Inga er dóttir Þorgeirs, b. og smiðs á Hlemmiskeiði, bróður Sig- ríðar, móður Þorsteins Sigurðs- sonar, dbrm. á Vatnsleysu, for- manns Búnaðarsambands íslands. Önnur systir Þorgeirs var Þórdís, amma Gunnars Eyþórssonar fréttamanns, foður Eyþórs tónlist- armanns. Þorgeir var sonur Þor steins, b. á Reykjum, Þorsteins- sonar, b. í Brúnavallakoti, Jör- undssonar, b. í Laug, Illugasonar, Skálholtssmiðs, Jónssonar. Móðir Þorgeirs var Ingigerður, systir Ei- ríks á Ólafsvöllum, föður Sigurðar regluboða, föður Sigurgeirs bisk- ups, fóður Péturs biskups, Ingi- gerður var dóttir Eiríks, hrepp- stjóra á Reykjum, Eiríkssonar, ættfóðm- Reykjaættar, Vigfússon- ar. Móðir Ingu var Vilborg Jóns- dóttir, smiðs á Hlemmiskeiði, Jónssonar, og Vilborgar, systur Þórðar, langafa Guðlaugs Berg- manns og Guðlaugs Tryggva Karlssonar. Vilborgar, dóttir Guð- laugs, b. á Hellum, Þórðarsonar, b. á Hellum, Stefánssonar, á Bjalla, bróður Rannveigar Filippusdótt- ur, og Jóns á Brekkum, afa Sól- veigar, ömmu Ásgeirs forseta. Stefán var sonur Filippusar, pr. í Kálfholti, forföður ráðherranna Ingólfs á Hellu og Matthíasar Mathiesen, foður Árna sjávarút- vegsráðherra. Attræöur Helgi flrnlaugsson fyrrv. formaöur Sveinafélags skipasmiða Helgi Arnlaugsson skipasmiður, Fagrahvammi 4, Hafnarfirði, er átt- ræður i dag. Starfsferill Helgi fæddist í Akurgerði í Reykjavík. Hann lærði skipasmíði hjá Magnúsi Guðmundssyni og lauk námi 1945. Á unglingsárunum vann Helgi hjá föður sínum sem var með kúa- og hænsnabú að Haga við Hofs- vallagötu. Hann starfaði hjá Landssmiðjunni 1946-47, var for- maður Sveinafélags skipasmiða 1954-84 er Sveinafélag skipasmiða og Félag járniðnaðarmanna voru sameinuð, og var starfsmaður Málm- og skipasmiðasambandsins 1973-93 og var starfsmaður Samiðnar 1993-94. Helgi sat í stjórn Sveinafélags skipasmiða 1947-81, var fulltrúi Sveinsfélags skipasmiða á þingum Málm- og skipasmiðasambandsins og þingum ASÍ frá 1954, gegndi auk þess ótal trúnaðarstörfum fyr- ir verkalýðshreyfinguna, varð gjaldkeri Málm- og skipasmiða- sambandsins á stofnþingi þess 1964, var endurskoðandi reikninga ASÍ og reikninga Lífeyrissjóðs Málm- og skipasmiða. Helgi er heiðursfélagi Samiðnar frá 1994, heiðursfélaga Félags járn- iðnaðarmanna og var sæmdur gullmerki félagsins. Hann situr enn í trúnaðarmannaráði Félags jámiðnaðarmanna. Fjölskylda Helgi kvæntist 19.10. 1946 Ólínu B. Guðlaugsdóttur, f. 26.6. 1925, d. 1.11. 1979, húsmóður. Dóttir Ólínu frá því áður er og fósturdóttir Helga, er Hilda Emilía Hilmarsdóttir, f. 13.2.1944 en mað- ur hennar er Ólafur Þórðarson, f. 25.1.1944 og eru börn þeirra Krist- ín, f. 24.11. 1971, Sylvía Björk, f. 19.9. 1973, og Viktoría, f. 22.4.1980. Börn Helga og Ólínu eru Krist- inn, f. 5.3.1947, var kvæntur Birnu Björnsdóttur, f. 4.5. 1949 en þau skildu og eru böm þeirra Helgi Bjöm, f. 9.11. 1966, og Hákon, f. 25.5. 1971, en dóttir Kristins og Svanhildar Diego er Kolbrún Ólína, f. 23.11. 1990; Arnlaugur, f. 2.9. 1955, var kvæntur Guðbjörgu Hákonardóttur, f. 25.9.1958 en þau skildu og er dóttir þeirra íris, f. 14.9.1976 en seinni kona Arnlaugs er Anna Birgitta Bóasdóttir, f. 15.10. 1959 og er sonur þeirra Andri Már, f. 16.9. 1982; Guðrún, f. 2.9. 1955, gift Ómari Garðarssyni, f. 29.1. 1952 og eru dætur þeirra María, f. 21.6.1977, og Eva, f. 15.10. 1982; Elsa Kristín, f. 20.3. 1964 en maður hennar er Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, f. 24.7. 1963 og eru synir þeirra Kristófer, f. 9.9. 1991, og Sindri Snær, f. 24.6. 1996. Seinni kona Helga er Erna Ragnheiður Hvanndal Hannes- dóttir, f. 30.8. 1933. Þau hófu bú- skap 1982 og giftu sig 14.7. 1991. Börn Ernu Ragnheiðar frá fyrra hjónabandi eru Finnbjörg, f. 24.8. 1952 og á hún fjórar dætur en mað- ur hennar er Guðjón Ólafsson, f. 29.4. 1952; Jóhann Öm, f. 7.8. 1954, og á hann þrjú böm en kona hans er Anna Helgadóttir, f. 14.7. 1955; Halldóra, f. 8.8. 1956 og á hún þrjú börn en maður hennar er Bjarni Ingvarsson, f. 30.12. 1955; íris Hvanndal, f. 25.10.1972 en sambýl- ismaður hennar er Halldór Geirs- son, f. 24.9. 1976. Systkini Helga: Guðmundur Arnlaugsson, f. 1.9. 1913, d. 9.11. 1996, rektor MH; Skúli Amlaugs- son, f. 30.9.1916, d. 8.6.1917; Sigríð- ur Arnlaugsdóttir, f. 18.1. 1918, kennari; Ólafur Arnlaugsson, f. 2.3. 1920, d. 28.11. 1984, vélstjóri og síðar slökkviliðsstjóri í Hafnar- firði; María Arnlaugsdóttir, f. 21.6. 1921, fyrrv. bankastarfsmaður; Elí- as Arnlaugsson, f. 8.11. 1925, d. 4.11. 2000, bifvélavirki og kennari við Iðnskólann í Reykjavík; Hanna Arnlaugsdóttir, f. 29.7. 1928, d. 13.1. 1984, röntgentæknir. Fqreldrar Helga voru Arnlaug- ur Ólafsson, f. að Gerðum í Gaul- verjabæjarhreppi 8.8. 1888, og Guðrún Guðmundsdóttir, f. að Múlastöðum í Flókadal í Borgar- firði 6.9. 1884. Sextugur Gestur Ármann Sveinbjörnsson sjómaður á Akranesi Gestur Ármann Sveinbjömsson, sjómaður, Háteigi 6, Akranesi, er sextugur í dag. Starfsferill Gestur fæddist í Norðurfirði í Strandasýslu og ólst þar upp. Hann stundaði sjómennsku á vetmm í Hnífsdal og útskrifaðist 1962 sem búfræðingur frá Bændaskólanum að Hólum í Hjaltadal. Gestur vann að bústörfum hjá foreldrum sínum og nokkur sumur sem gröfumaður hjá vélasjóði ís- lands. Hann flutti á Akranes 1970, vann m.a. sem ýtumaður á sumr- inn, starfaði í mörg ár hjá Síldar- verksmiðju Akraness og hefur svo stundað eigin trilluútgerð frá 1987. Gestur er félagi í Lionsklúbbi Akranes frá 1993. Fjölskylda Gestur kvæntist 14.3. 1970 Krist- ínu Jónsdóttur, f. 8.1. 1949, stuðn- ingsfulltrúa. Hún er dóttir Huldu Moul Þorvarðarsdóttur, f. í Skáleyj- um 18.8. 1924, d. 28.8. 1958, og Jóns Guðmundar Magnússonar, f. 5.5. 1921, d. 3.7. 1993. Böm Gests og Kristínar eru Jó- hanna Heiður, f. 17.9.1969, lögreglu- þjónn, búsett á Akranesi, en maður hennar er Elfar Þór Jósefsson og eiga þau tvær dætur; Hulda, f. 18.8. 1970, hjúkrunarfræðingur, búsett á Selfossi en maður hennar er Jón Gunnar Þórhallsson og á hún tvö böm; Ármann, f. 3.10. 1975 starfs- maður neyðarlínunnar, búsettur í Reykjavík; Særún, f. 13.11. 1978, stuðningfulltrúi, búsett á Akranesi en maður hennar er Máras Lúðvik Heiðarsson og eiga þau einn son. Systkini Gests eru Guðrún, f. 11.4. 1838, búsettur á Akranesi; Þorgerð- ur Vilborg, f. 11.7. 1940, búsett í Reykjavík; Sesselja, f. 5.7. 1946, bú- sett á Akranesi; Heiðrún, f. 20.3. 1948, búsett á Eystra-Miðfelli; Guð- jón, f. 20.3. 1948, búsettur á Akra- nesi; Valgerður, f. 26.3. 1952, búsett á Akranesi Foreldrar Gests voru Sveinbjöm Valgeirsson, f. 24.8. 1906, d. 18.5. 1995, bóndi I Noröurfirði, og Sigur- rós Jónsdóttir, f. 1.11. 1910, d. 8.4. 1994, húsfreyja í Norðurfirði. Þau fluttu síðan á Akranes 1975 og bjuggu þar til æviloka. Gestur verður að heiman á af- mælisdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.