Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2003, Qupperneq 6
6
FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003
Fréttir DV
Forsætisráöherra um aöildina aö „bandalagi staöfastra þjóöa“:
Svikumst að sjálfsögðu
ekki undan merkjum
í bandalagi hinna staöföstu
„Mér finnst þaö vera lágmarkskrafa sem menn gera til sjálfra sín aö styöja
þetta meö mórölskum hætti fyrst menn töldu aö forsenda væri fyrir slíkri hót-
un [um beitingu voþnavaldsj. “
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra segir að aðild íslands að
„bandalagi staðfastra þjóða“ sem
styðja tafarlausa afvopnun íraka
með vopnavaldi sé eðlilegt og rök-
rétt framhald þeirrar afstöðu, sem
margoft hafi komið fram af ís-
lands hálfu á vettvangi Samein-
uðu þjóðanna og NATO, að nauð-
synlegt væri að hafa áþreifanlega
hótun í frammi gagnvart Saddam
Hussein um að hann kynni að
verða beittur vopnavaldi.
„Það var sjálfgefið því að auð-
vitað höfðu Bretar og Bandaríkja-
menn fylgst með því að íslensk
stjómvöld höfðu slag í slag lýst
þessari afstöðu. Þegar við fengum
boð um að fá að vera í hópi hinna
staðföstu bandalagsþjóða svik-
umst við að sjálfsögðu ekki undan
merkjum," segir Davið.
Móralskur stuðningur
„Við höfum alltaf lýst því yfir,
sem aðildarríki að SÞ, að það væri
nauðsynlegt að raunveruleg hótun
byggi að baki yfirlýsingum og
kröfum um að Saddam Hussein af-
vopnaðist. Það vorum ekki við
sem ætluðum að veita þá ógn; það
kemur i hlut Breta og Bandaríkja-
manna, sem kosta öllu til og
stofna mönnum sínum í hættu.
Mér finnst það vera lágmarks-
krafa sem menn gera til sjáifra sín
að styðja þetta með mórölskum
hætti fyrst menn töldu að for-
senda væri fyrir slíkri hótun.“
Davíð segir að ekki hafi verið
nauðsynlegt að ræða þetta sér-
staklega í utanríkismálanefnd Al-
þingis: „Okkar afstaða lá alveg
fyrir í þinginu. Meira að segja
kom fram í síðustu orðaskiptum
okkar Steingríms J. Sigfússonar í
þinginu á þingslitadaginn að ekki
væri útilokað að beita valdi gegn
Saddam Hussein."
Ólíðandi ógn
Ýmsir hafa spurt hvers vegna
nauðsynlegt sé að grípa til vopna nú
fremur en á öðrum tíma síðustu ár.
„Það má segja að eftir því sem
tíminn líður, því meiri frið sem
Saddam Hussein fær, því líklegra
er að hann komi sér upp vopnum
sem myndu gera aðför að honum
enn hættulegri," segir Davíð.
„Hefði hann til dæmis haft yfir
kjamorkuvopnum að ráða hefðu
herir hikað við að fara að honum.
í öðru lagi hefur hann ekki staðið
við vopnahléssamninga. I þriðja
lagi er veröldin varari um sig eft-
ir 11. september 2001; þá var sagt
að gætur yrðu hafðar á ríkjum
sem ekki væri treystandi. Þetta
eru meginástæðumar. Svo er það
orðið þannig að ekki er hægt að
líða það að hann skapi þá ógn við
nágranna sína og sína eigin þjóð
sem hann gerir.“
Vinaþjóðir á villigötum?
Leiðtogar Frakklands, Þýska-
lands og Rússlands hafa lýst því
afdráttarlaust yfir að aðgerðirnar
gegn írak séu óréttlætanlegar.
Spurt er hvort þessar þjóðir séu á
hreinum villigötum að mati Dav-
íðs. Hann rekur afstöðu Þjóðverja
til örvæntingar af hálfu stjórn-
valda fyrir kosningar: „Þjóðverjar
festust inni í kosningagildru í
málinu. Rússar hafa verið í mikl-
um viðskiptum við íraka, sem
skulda þeim stórfé. Það hljóta
menn að hafa í huga.“
Davíð rifjar upp að þegar farið
var gegn Milosevic í Júgóslavíu
var ekki hægt að taka málið upp í
Öryggisráði SÞ vegna þess að
Rússar hótuðu að beita neitunar-
valdi. „Samt studdi formaður
Samfylkingarinnar þær árásir af
heilu hjarta, en fer síðan í heilan
hring í málinu. Þó er miklu rýmri
heimild til staðar frá SÞ núna en
þá; það vissi allur heimurinn hvað
orðalagið I ályktun númer 1441
þýddi.“
Einfalt val
Davíð segist þó ekki telja að ólík
afstaða íslands og þessara vinaþjóða
skaði samskipti við þær. „Nei, það
held ég ekki. Við látum ekki hér
eins og þetta séu aðallega okkar að-
gerðir þótt við tökum afstöðu með
þeim. En þegar dæmið horfir þannig
við, hvort við ætlum að standa með
okkar helstu bandalagsþjóðum eða í
raun með Saddam Hussein, þá er
valið afskaplega einfalt fyrir okk-
ur.“ -ÓTG
Flóttamannabúðir í Jórdaníu:
Stöðugup straumur
„Það er alltaf að fjölga fólkinu
hér í búðunum. Þetta eru allt er-
lendir ríkisborgarar sem dvalið
hafa í írak enda búðimar aðeins
fyrir þá. Fólkið er þokkalega á sig
komið en mjög þreytt eftir langt
ferðalag. Þá eru miklar tafir við
landamærin en fólk er þó ekki
hindrað í för sinni.
Við höfum enn ekki heyrt nein-
ar frásagnir af sprengjuárásum en
megum búast við að heyra um
þær þegar fólk kemur í búðirnar í
dag,“ sagði Þorkell Þorkelsson,
sendifulltrúi Rauða krossins í
Jórdaníu, í samtali við DV í morg-
un. Þorkell er staddur í flótta-
mannabúðum í Jórdaníu fyrir er-
lenda ríkisborgara sem fiýja
stríðsátök í írak.
í morgun höföu hátt í 500 manns
leitað í búðimar sem eru um 50
km frá landamærunum aö írak.
Skammt frá eru aðrar búðir sem
ætlaðar em íröskum flóttamönn-
um. Hins vegar fá engir írakar
enn sem komið er að yfirgefa írak
en Rauði krossinn er með mikinn
viðbúnað til að taka við þessu
fólki. -hlh
Tjöldin rísa
Starfsmenn Rauöa hálfmánans undirbúa komu íraskra flóttamanna nærri
landamærum Jórdaníu og íraks.
írakar á íslandi
írakar og aörir Arabar sem búsettir
eru á íslandi eru óttaslegnir um
afdrif alþýöu manna í írak. Þeir voru
áberandi í hópi mótmælenda gegn
stríðsstefnu „staðföstu þjóðanna“ á
Lækjartorgi i gær.
Sendiherra Bandaríkjanna:
Hættulegt að
aðhafast ekki
Sendiherra
Bandaríkjanna á ís-
landi, James I.
Gadsden, sagði í yf-
irlýsingu sem hann
gaf á blaðamanna-
fundi í gær að um
það væri ekki deilt
að írak hefði huns-
að vilja alþjóðasam-
félagsins og samþykkir öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna. Tólf ára bið
væri of löng og nú væri komið að
því að afvopna íraka með valdi.
Mun hættulegra hafl verið að gera
ekkert í málinu.
Sendiherrann lagði áherslu á að
mannfalli almennra borgara yrði
haldið í lágmarki í þeim stríðsað-
gerðum sem væru hafhar og röskun
á lifi almermra borgara yrði sem
minnst. Markmiðið væri að koma
núverandi stjóm frá völdum og
byggja upp lýðræöislegt ríki þar sem
fram færa lýðræðislegar kosningar.
Bandaríkjamenn vildu frelsa landið,
ekki hemema það. Þá lagði sendi-
herrann áherslu á að Bandaríkja-
menn væru ekki eftir olíulindum,
þær væru í eigu fólksins. -hlh
íslandsdeild Amnesty:
Tryggjum
mannréttindi
og mannúð
íslandsdeild Amnesty
International hefur sent öllum al-
þingismönnum bréf þar sem farið
er fram á að þeir geri allt sem í
þeirra valdi stendur til að tryggja
að farið verði að mannréttinda- og
mannúðarlögum i stríðinu í írak.
Samtökin hafa sett fram tíu liða
ákall til allra sem með einum eða
öðrum hætti dragast inn í hugsan-
legar hemaðaraðgerðir í írak. í
ákallinu fara samtökin m.a. fram á
aö allir aðilar verða að fylgja í einu
og öllu alþjóðlegum reglum mann-
úðarlaga er snerta vemd almennra
borgara og að allir aðilar verða að
gæta þess að nota ekki vopn sem
eru í eðli sínu handahófskennd eða
óheimil. -GG
James I.
Gadsden
HEILSA OG FEGURÐ
SKEMMTILEG VIÐTÖL
TÍSKA OG ÚTLIT
UPPELDI OG HEIMILI
STJÖRNUSPÁ
LJÚFFENGAR UPPSKRIFTIR
Nódu þér í 1
intok í næstu
VIKAN ASKRIFTARSIMI: 515 5555