Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2003, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2003, Síða 9
FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 9 Útlönd , REUTERSMYND Neyöaraöstoö í írak Búist er viö gríöarlegri þörf fyrir alls iags neyöparaöstoö viö írösku þjóöina vegna stríðsátakanna sem nú eru hafin og enginn veit hve veröa löng. Matvælastofnun SÞ komin í startholurnar: Búist við gífup- legri neyð í írak Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna er þegar farin að skipu- leggja neyðaraðstoð við írösku þjóðina, enda þúist við að hörm- ungamar í írak verði meiri og kostnaðarsamari en hingað tO hef- ur þekkst. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, fór fram á það við Öryggisráð- ið að það veitti honum heimild til að taka við stjórn sEunvinnuverk- efnis SÞ og íraks þar sem tekjur af olíusölu íraka renna til kaupa á matvælum og lyfjum. Verkefnið, sem stofnað var til árið 1996, var að engu gert með upphafi stríðsátakanna og með brottfor starfsfólks SÞ. Þar með hafa um 60 prósent írösku þjóðar- innar engan aðgang að ferskum matvælum. Forstöðumenn matvælaaðstoð- arinnar, sem er með höfuðstöðvar sínar í Róm, hafa þungar áhyggjur af ástandinu. Þeir segja að aðeins séu til sex vikna birgðir af mat- vælum í írak. Skemmur íraka eru svo gott sem tómar og ef ekki verða send þangað matvæli hið fyrsta er hætta á mikilli hungursneyð. Sameinuðu þjóðirnar hafa til þessa safnað saman um 30 þúsund tonnum af matvælum í nágranna- löndum íraks. Þau duga til að brauðfæða tvær milljónir manna í einn mánuð. íbúar íraks eru hins vegar 26 milljónir. Flóttamannastofnun SÞ hefur farið fram á það við nágrannarík- in að þau haldi landamærum sin- um opnum fyrir fólk sem leggur á flótta undan stríðsátökunum. Þá hvatti Ruud Lubbers, yflrmaður stofnunarinnar, til þess að rétt- indi flóttamanna yrðu virt. Forystuhlutverk Bandarfejanna aö veði Þegar var ljóst frá upphafi her- farar Randaríkjamanna gegn írak á fimmtudagsmorgun að helsta takmark hennar er að koma Saddam Hussein íraksforseta fyrir kattamef. Stríðsins verður þó minnst fyrir meira en það að ná því markmiði að skipta um stjómarherra í Bagdad og eyðileggja gjöreyðing- arvopn sem kunna að leynast enn í írak. „Allt veltur á þessu,“ sagði Zbigniew Brzezinski, sem var ör- yggismálaráðgjafi Jimmys Carters í forsetatíð hans. „Þegar upp er staðið veltrn- for- ystuhlutverk okkar á þessu. Saddam er ekki aðalmálið, heldur hvort Bandaríkin geta veitt upp- byggilega forystu og á þann hátt að aðrir beri virðingu fyrir þeim,“ sagði Brzezinski í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina PBS. Á undanförnum mánuðum gerðu bandarískir ráðamenn lítið úr þeim tilgangi sínum að skipta um stjórnvöld í Bagdad þegar þau reyndu að afla sér stuðnings inn- an Sameinuðu þjóðanna við að af- vopna Saddam. Með árásunum á fimmtudagsmorgun, sem var beint gegn forystu íraks, var hins vegar tekinn af allur vafi um fyrirætlan- ir ráðamanna i Washington. REUTERSMYND Mlkiö veltur á Bush Mikiö veltur á því hvernig Bush Bandaríkjaforseti og menþ hans haga stríösrekstrinum í írak. „Markmiðið er að skipta um stjóm í írak og eyðileggja gjöreyð- ingarvopn íraks,“ sagði háttsettur embættismaður. Ef stríðsátökin dragast á lang- inn og mannfall verður mikið, þvert á það sem bandarískir ráða- menn hafa sagt, kann það að hafa áhrif á skoðanir heimsins á Bush. ÞJÁLFUNAR OG ÆFINGARPUNKTAR MATSEÐILL DAGSINS HReynnc FRfTT f 3 DAGA HReyfinG Ef þú hefur ekki æft í Hreyfingu áður en langar til að prófa bjóðum við þér að koma og æfa frítt í þrjá daga til reynslu gegn framvísun þessa miða. Hringdu í síma 568-9915 og pantaðu tíma hjá ráðgjafa. Gildir m 1. apríi 2003 MEBL&uJú 'SÍAsJ' Öfugt við fæðufitu hefur fita sem er að finna í líkama mikilvægu hlutverki að gegna þegar um líkamleg átök er að ræða. Glýkógenbirgðir tæmast á um tveimur klukkustundum en fitugeymslur (fitufrumur) geta gefið orku í formi fitusýra í margar klukkustundir án þess að tæmast. Þau líkamssvæði sem bera mestu fituna senda einnig mest af fitusýrum út í blóðið, þó svo að þau svæði virðist ekki endilega geyma mestu fituna. Þetta er ástæðan fyrir því að ekki er hægt að losa sig eingöngu við fitu á ákveðnum stöðum séu þeir bara æfðir nógu ákaft. Sönnun fyrir þessu sést meðal annars á tennisleikurum. Þegar fitumassi beggja handa er athugaður kemur í Ijós að hann er sá sami þrátt fyrir að tennisleikarinn sé mun sterkari og vöðvameiri á þeirri hendi sem hann sveiflar spaðanum með. Dagur 35 Morgunverður: Lýsi LGG+ Kringla, gróf Smurostur Fjörmjólk 1 tsk. 65 ml 1 stk. 20 g 1 glas Hádegisverður: Skyr, rjóma 1 dós Brauð 1 sneið Banani 1 stk. Ávaxtasafi 1 glas Miðdegisverður: Tekex 2 stk. Ostur, 17%feitur 2 „ostskerasneiðar Marmelaði 1 msk. Epli 1 stk. Kvöldverður: Kvöldhressing: Appelsína Pastaréttur (s.s. „pasta 2000 1 pakki (1 diskur) í sveppasósu") 1 stk. Fituríkt fæði er afleitur kostur fyrir íþróttafólk, sem og flesta aðra, en fituríkt fæði helst í hendur við kolvetnasnautt fæði. Slíkt fæði eykur til að mynda líkur á niðurbroti prótínríkra vefja (eins og vöðvavefja) vegna þeirra viðbragða líkamans að afla sér kolvetna (glúkósa) með niðurbroti amínósýra (byggingarefni prótína). Einnig er vitað að mikil fituneysla er áhrifaþáttur í hjarta- og æðasjúkdómum og vel þjálfaðir einstaklingar eru að sjálfsögðu ekki ónæmir fyrir slíkum sjúkdómum. Kveðja, Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.