Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2003, Side 12
12
Utlönd
FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003
I>V
stangarsett
Verð 19.900 kr.
Flugu-
hnýtingasett
Verð 6.900 kr.
Fluguhjól
Verðfrá 7.490 kr.
Femingargjöfinafierðu hjá okkurl
TlTlVlST°gV£lÐI
DAGUR IDNADARINS
Á morgun laugardaginn 22. mars kynna félags-
menn í Meistarafélagi bólstrara glæsilega íslenska
húsgagnaframleiðslu og bólstrun. Verið velkomin
í opið hús milli 13 og 16 á morgun. Þið finnið allt
um Dag iðnaðarins og bólstrara á Meistarinn.is
og í laugardagsblaði Morgunblaðsins.
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður
haldinn mánudaginn 31. mars kl. 19:30 á Nordica
Hotel (Hótel Esju) í Reykjavík.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Lögð verður fyrir fundinn tillaga um sameiningu VR
og Verslunarmannafélags Akraness.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
Eiturgas var fyrst notað í hernaði í
Evrópustríðinu mikla 1914-1918. En
það þótti aldrei hentugt í stríðsrekstri
því erfitt var að stjóma dreifingu þess
þar sem herforingjar réðu ekki veðri
og vindum og fyrir kom að gasið var
álíka hættulegt þeim sem beittu því og
óvinunum, og hóstuðu menn upp úr
sér lungum og dóu með harmkvælum
beggja vegna víglinunnar. Árið 1925
samþykkti Þjóðabandalagið gamla í
Genf bann við notkun efna- og sýkla-
vopna í hemaði og er það bann enn í
gildi þótt það sé margbrotið, eins og
svo mörg önnur ákvæði laga sem al-
þjóðastofnanir setja ríkjum heims.
Bannið við notkun sýkla- og eitur-
vopna náði þó ekki til framleiðslu og
geymslu þeirra og stórveldin með
Bandaríkin og Sovétríkin í farar-
broddi héldu áfram að þróa slík vopn,
framleiða þau og safna birgðum í
vopnageymslur sínar. Mörg önnur
ríki komu sér upp eitur- og sýkla-
vopnabirgðum og hafa þau verið köll-
uð gereyðingarvopn fátæku þjóðanna.
Síðustu þrjá áratugi hafa flest ríki
heims gengist undir sáttmála um að
eyða öllum birgðum vopna af þessu
tagi og hætta framleiðslu þeirra.
Minna hefur verið um efndir og enn
era til miklar birgðir í vopnbúrum.
Síðast vora eiturvopn notuð í stríði
írana og íraka 1980-1988. Og írakar
beittu þeim gegn Kúrdum og reyndust
þau einkar heppileg gegn vopnlausu
fólki i bæjum og borgum. írakar hafa
viðurkennt að hafa framleitt sinneps-
gas, sain og tabun og nokkrar tegund-
ir sýkla sem nothæfir era í hernaði og
til hryðjuverka.
Þrátt fyrir þá þversögn að banna
notkun eitur- og sýklavopna var fram-
leiðsla þeirra lögleg. Þegar írakar áttu
í stríði við nágranna sína í íran litu
Bandaríkjamenn á hina síðamefndu
sem erkióvini sína. Þá útveguðu þeir
írökum uppskriftir að eiturvopnum
og aðstoðuðu við að koma framleiðsl-
unni í gang. Bretar bættu um betur og
seldu Saddam Hussein verksmiðjurtil
að framleiða það sem þeir kalla nú
gereyðingarvopn.
Ekki er vitað hvort vopn af þessu
tagi era í höndum hryðjuverka-
manna, en mörg þeirra era tiltölulega
auðveld í framleiðslu fyrir kunnáttu-
menn og hefur serín verið notað í Jap-
an til að hrella stjórnvöld og almenn-
ing.
Þegar írakar áttu í stríði
við nágranna sína í íran
litu Bandaríkjamenn á
hina síðarnefndu sem erkió-
vini sína. Þá útveguðu þeir
írökum uppskriftir að eitur-
vopnum og aðstoðuðu við
að koma framleiðslunni í
gang. Bretar hættu um het-
ur og seldu Saddam Hussein
verksmiðjur til að framleiða
það sem þeir kalla nú
gereyðingarvopn.
Vandasöm vopnabeiting
Óttinn viö sýkla- og efnavopn er
mikiil enda geta afleiðingamar verið
skelfilegar þegar þeim er beitt af
kunnáttu. En meðferð þeirra er ekki
einfóld né á aflra færi. Mörg eiturvopn
era þannig úr garði gerð að blanda
verður efnunum saman rétt fyrir
notkun og gerir það meðferð þeirra
flóknari og dýrari en efla.
Dreifing eiturs og sýkla í hemaðar-
skyni fer fram með ýmsum hætti. Efh-
in og sóttkveikjumar geta verið í
sprengjum sem kastað er úr flugvél-
um, í eldflaugum og stýriflaugum. En
þau farartæki verða að komast fram
hjá loftvömum óvinanna eigi vopnin
að koma að gagni. Líka er hægt að
nota lágfleygar flugvélar og sams kon-
ar dreifingartæki og notuð era til að
dreifa áburði og skordýraeitri yfir
akra. Stórar eldflaugar eins og þær af
Scud-gerð, sem írakar eiga, era ekki
heppilegar til að skjóta eitri og sýkl-
um.
Einna best munu ólöglegu vopnin
koma að notum á vígvelli þar sem
óvinaherir skjóta hveijir á aðra í ná-
vígi. Þá er hægt að skjóta þessu úr
faflbyssum eða með skammdrægum
eldflaugum.
Borgarar í mestri hættu
Flestir sýklar og eitur sem notað er
í hernaðarlegum tilgangi kemst inn í
líkamann með öndum. Önnur era svo
mögnuð að þau komast gegnum húð-
ina og enn önnur eyðileggja hana. Þau
eiturefni era stundum í fljótandi
formi og sinnepseitrið er seigfljótandi,
auk þess sem það getur verið
gaskennt og fljótandi.
Flest efnin era virkust við stofú-
hita. Þarf þá ekki annað en sleppa
þeim lausum úr umbúðum og þá mett-
ast þau loftinu og valda sjúkdómum
og dauða þeirra sem komast í snert-
ingu við þau.
Það þarf talsverða kunnáttu til að
koma sýklum og eitri virkum á leiðar-
enda þegar þau era send á vit óvin-
anna með sprengjum.
Til eru svona vopn með úðakerfi
sem gera þau vel virk, en þá eru þau
dýr í framleiðslu og mikla kunnáttu
og færni þarf tfl að beita þeim.
Líklegt þykir að ef eitur- og sýkla-
vopnum verði beitt í hernaðarskyni
muni þeim verða dreift yfir borgir eða
herbúðir óvinanna, fremur en að
þeim verði miðað á einstakar bygging-
ar eða mannvirki. Einna erfiðast er að
halda efninu virku og sýklum lifandi
á meðan á ferðalaginu stendur. Ef far-
artækið er eldflaug eða ómönnuð flug-
vél er talið árangursríkast að sprengja
hylkin utan af sýklum og efnum tfl-
tölulega hátt yfir skotmarkinu.
En hvort sem það er á vígvelli eða
yfir borg, þá ræður vindátt mestu um
hvernig dreifingin verður. Á því sviði
er við sama vanda að kljást og á vest-
urvígstöðvunum 1914-1918 og í Rúss-
landi á sama tíma þegar sinnepsgasi
var beitt í fyrsta sinn.
Það er veðrið sem getur haft úrslita-
áhrif á hvemig tfl tekst í eitur- og
sýklahernaði, hvað sem allri tækni og
ffamfórum líður.
Hætta á farsóttum
Nútímaher er búinn margs kyns
vamarbúnaði gegn eitur- og sýkla-
vopnum. Gasgrímur og sýklaheldur
herbúningur er sjálfsögð viðbót við
allan annan búnað sem hermenn í
landhemaði þurfa að hafa. Þeir eiga
að vera vel varðir gegn hvers konar
árásum með gereyðingarvopnum af
því tagi. Einnig hafa þeir meðferðis
móteitur gegn sýklum og öðrum eitur-
tegundum og sjúkralið er þess viðbúið
að taka við sýktum hermönnum og
eiturbrenndum.
Að hinu leytinu era almennir borg-
arar berskjaldaðir gegn árásum af
þessu tagi, eins og raunar flestum öðr-
um hemaðaraðgeröum og vígtólum.
Mikfll hræðsluáróður hefur verið
rekinn fyrir því að íraski herinn muni
beita ólöglegum vopnum í þeim átök-
um sem hafin eru. Reynslan ein mun
skera úr um hvort gripið verður tfl
þeirra óyndisúmæða. Verði sýkla-
hemaði beitt er hætta á að farsóttir
breiðist út og þá helst meðal þefrra
þjóða sem byggja írak og nágranna-
lönd þar sem heilsugæsla er á frum-
stæðu stigi.
En hvað hryðjuverkamenn kunna
að gera í öðram heimshlutum er rétt-
ast að spá sem minnstu um því þeir
era óútreiknanlegir og hafa lag á að
koma á óvart.
(Byggt á fréttabréfum BBC)