Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2003, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2003, Page 15
15 FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003 Menning Húsbændur og hjú Það er kaldhæðnislegt að frumsýningu Leikfélags Reykjavíkur á Púntila bónda og Matta vinnumanni skuli bera upp á sama dag og margboðaða innrás í Irak. Þótt stríð beri aldrei á góma í verkinu og það sé að auki bráðfyndið á köflum verð- ur ekki litið fram hjá því að rauði þráður- inn í sögunni er valdið og beiting þess. Púntila er stöndugur landeigandi með fjölda fólks í vinnu sem gerir sitt besta til að gera honum til hæfls. En sá galli er á að hann er ekki alveg samkvæmur sjálf- um sér. Drukkinn er hann mesti ljúfling- ur og mannvinur, eins og hann segir sjálf- ur, en þegar rennur af honum skiptir hann algerlega um ham. Sá sem hefur mest samskipti við Púntila er bílstjórinn Matti sem þarf að svara kalli húsbóndans hvenær sólarhringsins sem er og gerast drykkjufélagi og sálusorgari þegar svo ber undir. En vinátta Púntila ristir ekki djúpt og ódrukkinn sýnir hann Matta sama hrokann og lítilsvirðinguna og öðr- um hjúum. Lengi vel lætur Matti sér þetta lynda en kemst að lokum að þeirri niðurstöðu að hann verði að yfirgefa hús- bóndann sem vitanlega er ekkert annað en kúgari hans, jafnt fullur sem edrú. Leiklist Formáli sem þessi gæti bent til þess að leikritið um Púntila og Matta væri há- dramatískt og heimspekilegt en svo er alls ekki. Brecht kallaði þetta alþýðuleik og trúlega er þetta hreinræktaðasti skop- leikurinn úr smiðju hans. Túlkun Guð- jóns Pedersen leikstjóra er í samræmi við það enda óspart hlegið á frumsýningunni í gær. Það er ekki aðeins að kómískar hliðar persónanna séu undirstrikaðar, því fyrirbæri eins og hljómsveitin eru út- færð á þann hátt að ekki er annað hægt en að skella upp úr. Reyndar er gamanið tregablandið og seiðmögnuð tónlist Matta Kallio kemur þeirri tilfinningu fullkom- lega til skila. Leiksviðið, sem er þunga- miðja leikmyndarinnar sem Vytautas Narbutas á heiðurinn af, þjónar hlutverki sínu vel og eins og vera ber styðja bún- ingar Helgu I. Stefánsdóttur við persónu- sköpun. Óhætt er að fullyrða að leikarar standi sig með prýði í þessari sýningu. Fyrstan ber að telja Theodór Júlíusson sem á sannkallaðan stjörnuleik í hlutverki Púntila. Túlkun Theodórs á margþættum persónuleika hans var einstaklega trú- verðug; í meðförum hans var Púntila ým- ist broslegur, andstyggilegur eða brjóst- umkennanlegur en umfram allt ótrúlega sannfærandi fyllibytta. Bergur Þór Ing- ólfsson, sem leikur Matta, sló sömuleiðis á fjölbreytta strengi í sinni túlkun og samleikur þeirra Theodórs var eins og best verður á kosið. Eva, hin fordekraða og daðrandi dóttir Púntila, varð sprelllifandi í meðförum Nínu Daggar Filippusdóttur og ekki var vonbiðillinn húmorslausi síðri í túlkun Bjöms Hlyns Haraldssonar. Dómarinn var of mikil fígúra fyrir minn smekk en Gísli Örn Garðarsson skilaði persónunni fyllilega í samræmi við það. Flestir leika fleiri en eitt hlutverk og af skemmtilegum týpum má ég til með að nefna prófastinn sem Valur Freyr Einarsson gerði dæma- laus skil, þjóninn sem Guðmundur Ólafs- son túlkaði af ísmeygilegum húmor og babúskulegu mjaltastúlkuna hennar Am- bjargar Hlífar Valsdóttur. Þá eru ónefnd- ar Marta Nordal, Katla Margrét Þorgeirs- dóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir sem allar komust vel frá sínu. Brecht skrifaði Púntila bónda og Matta vinnumann í heimsstyrjöldinni síðari og I dag er ég glaður, í dag vil ég gefa ... Theodór Júlíusson var ótrúlega sannfærandi fyllibytta og Guömundur Ólafsson ísmeygilega fyndinn þjónn. því er ekki óeðlilegt að menn hafí séð þar visun í Hitler og nasismann. Það er kannski oftúlkun en hins vegar er alveg ljóst að það skiptir engu hvort sá sem beitir valdi er „góður“ eða „vondur“. Hvort við sjáum Bush eða Saddam í Púntila má einu gilda því mestu skiptir að sýningin er skemmti- leg um leið og hún vekur til umhugsunar. HaUdóra Friðjónsdóttir Leikfélag Reykjavíkur sýnir á stóra sviöi Borgar- leikhússins: Púntila bóndi og Matti vinnumaður eftir Bertold Brecht. Þýölng: Þorsteinn Þorsteins- son. Söngtextar: Guömundur Ólafsson. Tónlist: Matti Kallio. Hljóö: Ólafur Örn Thoroddsen. Lýs- ing: Kári Gíslason. Búningar: Helga I. Stefánsdótt- ir. Leikmynd: Vytautas Narbutas. Leikstjóri: Guö- jón Pedersen. leikíélag ReykjaviKur BORGARLEIKHUSIÐ SKJALLBANDALAGID KYNNIR Leikfélag Reykjavfkur STORA SVIÐ PUNTILA OG MATTI r. Bntdt Brecht Frumsýning fi. 20/3 kl. 20, UPPSELT 2. sýn. fi. 27/3 kl. 20, gul kort 3. sýn. su. 30/3 kl. 20, rauð kort 4. sýn. fi. 3/4 kl. 20, græn kort 5. sýn. su. 6/4 kl. 20, blá kort Fi. 10/4 kl. 20. Su. 13/4 kl. 20. LÁT HJARTAÐ RÁÐA FÖR ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN - Þrjú ný verk eftir Katrínu Hall, Itzik Galili ogEd Wubbe. Su. 23/3 kl. 20. Lau. 29/3 kl. 20. Fö. 4/4 kl. 20. ATH. Síðustu sýningar SÖNCLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sdlina og KarlÁgúst Ú/fsson I kvöld kl. 20, UPPSELT Lau. 22/3 kl. 20. Fö. 28/3 kl. 20. Lau. 5/4 kl. 20. Fö. 11/4 kl. 20. Lau. 12/4 kl. 20 HONKl UÓTI ANDARUNGINN e. George Sti/es ogAnthony Drewe Gamansöngleikurfyrir a/lafjölsky/duna. Su. 23/3 kl. 14. ALLRA SÍÐASTA SÝNING NÝJA SVIÐ MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR ir Peter Brook og Marie-Héléne Estienne efti\ I kv kvöld kl. 20. Fö. 28/3 kl. 20. Su. 30/3 kl. 20. Su. 5/4 kl. 20. KVETCH eftir Steven Berkoff, f SAMSTARFI VIÐ Á SENUNNI Su. 23/3 kl. 20. Lau. 29/3 kl. 20. Lau. 5/4 kl. 20. ÞRIÐJA HÆÐIN PÍKUSÖGUR cftirEveEnsler Lau. 22/3 kl. 20. Lau. 29/3 kl. 20. Lau. 5/4 kl. 20. Su. 13/4 kl. 20. Takmarkaður sýningafjöldi LITLA SVIÐ STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN f SAMSTARFI VIÐ SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - ogís á eftir! Lau. 22/3 kl. 14, UPPSELT Lau. 29/3 kl. 14, UPPSELT Lau. 29/3 kl. 15, UPPSELT Lau. 5/4 kl. 14. Su. 6/4 kl. 14 Lau. 12/4 kl. 14. Su. 13/4 kl. 14 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shaknp eare f SAMSTARFI VIÐ VESTURPORT Sýning í kvöld fellur niður Mi 26/3 kl. 20. Mi 2/4 kl. 20 ALLIR í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA! Borgarleikhúsið er fjölskylduvænt leikhús; Börn, 12 ára og yngri, fá frítt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum. (Gildir ekki á söngleiki og barnasýningar.) í IÐNÓ Fös. 14. mars. kl. Fim. 20. mars. kl. Fös. 21. mars kl. Fös. 28. mars kl. 21.00 21.00 21.00 21.00 Miðasalan í Iðnó er opin frá 10-16 alla virka daga, 14-17 um helgar og frá kl. 19 sýningardaga. Pantanir i s. 562 9700. Ósóttar pantanir eru seldar 4 dögum fyrir sýningar. Laugardagur 22. mars kl. 11, Horn og píanó. Einleikarapróf frá Tónlistarskólanum í Rvík. Ella Vala Armannsdóttir, hom, og Hrefna Eggertsdóttir, píanó. Verð kr. 1.000/500 Sunnudagur 23. mars - ATHUGIÐ! Tónleikar Rutar Ingólfsdóttur og Richards Simm falla niður af óviðráðanlegum orsökum. Mánudagur 24. mars ki. 20 HVAÐ ERTU, TÓNLIST? IV. Samleikur á tvo flygla Tónlistamámskeið Jónasar Ingimundarsonar í samvinnu Endurmenntunar HÍ, Salarins og Kópavogs. Gestur. Helga Bryndís Magnusdóttir. Verð kr. 2.500 Þridjudagur 25. mars kl. 20 Raf- og tölvutónlist. Tónlistarhópurinn Hexrec: Camilla Söderberg, Hilmar Þórðarson og Ríkharður H. Friðriksson flytja eigin verk fyrir blokkflautu, gagnvirkt tölvukerfi og lifándi rafhljóð.Tónleikar kennara Tónhstarskóla Kópavogs.Verð kr. 1.500/1.200 Hin smyrjandi jómfrú Nærandi leiksýning fyrir líkama og sól. Sýnt í I5nó: Sun. 23. mars kl. 20.00 Sun. 30. mars kl. 20.00 Fös. 4. apríl kl. 20.00, uppselt biíW. -v'jiwjj. I* jxt* rff ÍÞM *ét (Itt* AMM nwHi 1*0) *)■ Sýut í löúú Hln smyrjandl frú alilt.'i'á nv.U.-.'T "Charlotte var hreint út sagt frábœr ( hlutverki hinnar smyrjandi jómfrúar og hún átti ekki ( neinum vandrœðum með að heilla áhorfendur upp úr skónum með ... einlœgni sinni, ósviknum húmor og ekki síst kómískri sýn á hina íslenskuþjóðarsál." S.A.B. Mbl. I ' ■ ' eftir Eve Ensler í Borgarleikhúsinu Takmarkaður sýningafjöidi Miðasala 568 8000 BORGARLEIKHUSIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.