Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2003, Síða 18
18
___________________________________________________FÖSTUDAGUR 21. MARS 2003
Skoðun X>'V"
íslensk myndlist - vannýtt auðlind
Áslaug
Thorlacius
formaöur
Sambands
íslenskra
myndlistarmanna
„Þaö er sorglegt hve
margir ágætir mynd-
iistarmenn gefast upp á
að vinna við það sem
þeir hafa menntað
sig til og hverfa til
annarra starfa.“
Langflestir myndlistarmenn vinna jafnframt einhverja (ef ekki fulla) launavinnu.
í
fipý/f J
/..... ; : fmmm
Þegar atvinnu- og byggðavandi
steðjar að íslendingum eru góðu
ráöin oft rándýr. Einu möguleik-
arnir sem menn virðast koma
auga á felast í stóriðju og virkjun-
um með tilheyrandi ofþenslu og
ójafnvægi (að ekki sé nú minnst á
skaðann sem landið verður fyrir).
Til að liðka fyrir samningum fá
innlend og erlend stórfyrirtæki
niðurfellda skatta, niðurgreidda
orku og ýmis önnur hlunnindi
sem ég kann ekki að nefna. Á
meðan hanga aðrar atvinnugrein-
ar á horriminni vegna þess hve
markaðsumhverfi og skattkerfi
eru þeim óhagstæð.
Óháð efnahagslegum rökum
íslenskir myndlistarmenn lifa
fæstir í vellystingum af listsköp-
un sinni. Það eiga þeir reyndar
sameiginlegt með myndlistar-
mönnum yfirleitt. Flestar menn-
ingarþjóðir hafa hins vegar fyrir
löngu gert sér grein fyrir því að
listin hefur gildi óháð efnahags-
legum rökum og því koma yfir-
völd mjög víða til móts við sér-
þarfir listamanna með einum eða
öðrum hætti, m.a. í gegnum
skattkerfið. Nokkrar smávægileg-
ar breytingar á íslenskum skatta-
reglum myndu breyta starfsum-
hverfi myndlistarmanna svo um
munaði.
Myndlistarmenn eru gjarnan
með rekstur í kringum listsköp-
un sína og eru sem slíkir sjálf-
stæðir atvinnurekendur. Skattyf-
irvöld skipa listamönnum í flokk
C-4 ásamt fjölmiðlafólki,
skemmtikröftum, útgefendum
o.fl. Miðað er við að tekjur af
rekstrinum séu 325 þúsund á
mánuði eða 3,9 milljónir árið 2003
og ber listamönnum með rekstur
að greiða reiknað endurgjald til
ríkisins af þeirri upphæð. Þessi
tala er því miður hressilega of-
reiknuð, a.m.k. hvað varðar
myndlistarmenn, en afar fáir ís-
lenskir myndlistarmenn hafa því-
líkar tekjur af listastarfsemi
sinni. Langflestir myndlistar-
menn vinna jafnframt einhverja
(ef ekki fulla) launavinnu og af
henni greiða þeir fullan skatt
eins og aðrir launþegar í landinu.
Tapið safnast upp og kemur ein-
ungis til frádráttar hugsanlegum
hagnaði í framtíðinni, ellegar
fyrnist með tímanum.
Óskýrar reglur
Víða í útlöndum mega lista-
menn hins vegar draga kostnað-
inn af rekstrinum frá öðrum
launum og það væri stórt skref í
réttlætisátt ef íslenskir myndlist-
armenn fengju slíka heimild.
Sumir myndlistarmenn leigja
vinnustofu úti í bæ og færa leig-
una til frádráttar í rekstrinum.
Aðrir koma sér upp aðstöðu inni
á eigin heimili og í flestum lönd-
um má þá draga hlutdeild í heim-
ilisrekstrinum frá með sama
hætti og um leigu væri að ræða.
Um þetta atriði og mörg önnur
ríkir hins vegar algjör óvissa í ís-
lensku skattkerfi. Reglurnar er
það óskýrar að listamenn á ís-
landi lifa í stöðugum ótta við
skattyfirvöld. Listamenn geta fátt
annað gert en krossleggja fingur
við skattframtalið og þakka sín-
um sæla ef þeir fá álagningarseð-
ilinn án athugasemda.
Við förum vonandi að opna aug-
un fyrir mikilvægi menningarinn-
ar og gera okkur grein fyrir þeim
verðmætum sem t.d. eru fólgin í
öflugri listastarfsemi. Það er sorg-
legt hve margir ágætir myndlist-
armenn gefast upp á að vinna við
það sem þeir hafa menntað sig til
og hverfa til annarra starfa. Megn-
ið af orkunni fer í að hafa í sig og
á og kostnaðurinn við listina verð-
ur þeim ofviða.
Hér á landi er tillit tekið til ým-
issa þjóðfélagshópa við skattlagn-
ingu. Sjómenn fá t.d. frægan sjó-
mannaafslátt þótt sjávarútvegur-
inn sé almennt talinn hornsteinn
atvinnulífsins og eins og áður er
nefnt greiðir ríkið stórar fjárhæð-
ir með stóriðju og orkufram-
leiðslu. Engum ætti að blandast
hugur um sérstöðu myndlistar-
innar meðal annarra starfs-
greina. íslensk myndlist er auð-
lind en til þess að hún geti gefið
af sér arð þarf að sýna henni ör-
lítið meiri skilning og sanngirni.
Ingvi Hrafn Hallgrímur
Jónsson. Thorsteinsson.
Halda úti spástefnu um
Íraksstríö.
íraksstríðið á Sögu
Magnús Sigurðsson skrifar:
Ég hlustaði á Útvarp Sögu að
venju síðdegis sl. miðvikudag.
Þar voru þeir Ingvi Hrafn og
Hallgrímur Thorsteinsson að
kankast á, svona létt-pólitískt
(því ekki eru þeir á sömu lín-
unni þar) um væntanlegt íraks-
stríð. Þar kom að mér ofbauð
hve langt þeir gengu í að
smjaðra hvor fyrir öðrum til
þess, að því er virtist, einfald-
lega að „halda sjó“ gagnvart
hlustendum. Því ekki mega þeir
fara að glíma í alvörunni á
hinni annars ágætu útvarpsstöð
Sögu. Íraksstríðið er auðvitað
orðið hitamál hér eins og ann-
ars staðar og fólk hefur staðið í
biðröð eftir loftnetsdiskum til
að geta náð öllum erlendum
stöðvum, ókeypis, án milli-
göngu RÚV. Menn verða leiðir
á tveimur Steingrímum, Össuri
og öðrum sem reyna að tína til
möguleg sem ómöguleg atriði
til að firra ísland skyldu sinni
að standa að átökunum í írak.
íraskir hermenn.
Rónar fortíðar - dónar nútíðar?
Páll Andrés Lárusson
skrifar:
Sjálfskipaðir siðapostular hafa
nú af sinni einskæru snilld bann-
að það sem telst til sjálfsagðra
mannréttinda í mörgum öðrum
siðmenntuðum löndum. Borgar-
fulltrúar þeir sem atkvæði
greiddu gegn einkadansi hafa nú
tekið menningarlegt skref aftur til
miðalda vegna þess að blygðunar-
kennd þeirra er misboðið.
Flestir þessara borgarfulltrúa
stimda eflaust ekki staði eins og
þá er buðu upp á einkadans. Nýi
borgarstjórinn, sem virðist vera
nokkuð „hip og cool“, hefur meira
að segja gengið svo langt að líkja
þessu við klám. Og það segir að-
eins tvennt: Annars vegar hefur
þá borgarstjóri farið á nektarstað,
fengið sér einkadans og er þá auð-
vitað kominn í hóp okkar sem
gaman höfum af kvenlegri líkam-
legri fegurð, en erum þó stimplað-
ir dónar fyrir vikið - eða þá hann
hefur ekki notið þeirra forréttinda
að hafa fengið fallega nakta konu
til að dansa við sig í návígi á slík-
um stað.
Reynist það seinna rétt þá er
hann nú varla maður til að dæma
hvort þetta eigi rétt á sér eður ei,
þar sem hann veit þá ekki hvað
fer fram þama. Nema hann trúi
öllum þeim gróusögum sem við-
gangast í saumaklúbbum landsins
kvenna.
Langflestir þeir sem á móti
þessu eru hafa aldrei komið inn
sem viðskiptavinir nektardans-
staða og hafa myndað sér skoðun
á því hvað sé í gangi þama með
því að ímynda sér klám, ofbeldi,
vændi, eiturlyf og annað það sem
mafluglæpabíómynd hefur upp á
að bjóða.
En nú skal stöðva klámið og
vændið og setja álíka raunsæ
Dansmeyjar að störfum
Ánægjan og launin í fyrirrúmi.
„Langflestir þeir sem á
móti þessu eru hafa aldrei
komið inn sem viðskipta-
vinir nektardansstaða og
hafa myndað sér skoðun á
því hvað sé í gangi þarna
með því að ímynda sér
klám, ofbeldi, vændi, eit-
urlyf og annað það sem
mafíuglæpabíómynd hefur
upp á að bjóða. “
markmið eins og fyrrverandi
borgarstjóri með „eiturlyfjalausu
íslandi árið 2000“. Þetta er eflaust
allt vel meint, en stjómmálamenn
þurfa samt að vera í tengslum við
það sem er að gerast í raunveru-
leikanum.
Oft er talað um konumar (þá
væntanlega dansstúlkumar) sem
þolanda ofbeldis í þessu samhengi
og er það nú frekar slöpp afsökun
hjá kvenréttindakonunum, sem
staðhæfa þetta, þar sem þær virð-
ast ekki hafa hugmynd um að
langflestar dansmeyjarnar hafa
gaman af þessu starfi sínu og fá
himinhá laun fyrir vikið, þó svo
að auðvitað sé það ekki alltaf stað-
reynd, frekar en í öðrum starfs-
greinum.
Um „niðurlægingu" og „fyrir-
litningu“ kvenna í þessu sam-
hengi er það auðvitað eins fráleitt
og orðið getur, og upplýsist það
hér með fýrir fólk sem ekki þykist
vita, að flestir karlmenn fara ekki
á nektarstaði til að „niðurlægja
konur“, heldur þvert á móti, til að
dást að fögrum kvenlíkömum og
þokkafullum hreyfingum þeirra
eins og karlmenn hafa gert frá
örófi alda, og nær aftur til fyrstu
menningarsamfélaga manna. Því
miður er þó misjafn sauður í
mörgu fé og alltaf einhverjir sem
fara inn á slíka staði með eitthvað
annað í huga en að njóta kvenlegr-
ar líkamlegrar fegurðar, en slíkir
menn einskorðast engan veginn
við nektardansstaði.
Allt er þetta líklega ekki ósvipað
gamla „rónavandamáli" borgar-
innar, þar sem rólegir útigangs-
menn þykja ekki æskilegir fyrir
utan virtar verslanir í miðbænum.
Þá er kallað á lögregluna til að
„leysa vandamálið" og felst í því
að hún rúntar með þá upp Hverfis-
götu, niður Laugaveg og skilar
þeim svo aftur niður í bæ, en bara
einhvers staðar þar sem karlang-
arnir verða ekki sjónmengun fyrir
betri borgara. Þeirra sömu og vilja
vera með nefið ofan í hvers manns
koppi til að geta sagt dónum og
rónum í nútíð og framtíð hvað má
og hvað má ekki.
Kristinn Sigurðsson skrifar:
Nú er kallað á jarðgöng á ýms-
um stöðum á landsbyggðinni og
vissulega er tími til kominn að
verða við þeim óskum því sam-
göngur eru í raun einasta aðferð-
in til að jafna aðstöðu dreifbýlis-
ins gagnvart þéttbýlli byggðum.
En það er líka eðlilegt að gjald-
taka standi undir þeim kostnaði
að eins miklum hluta og hægt er.
Það á líka við um þau göng sem
komin eru í gagnið, svo sem
Vestfiarðagöng og göngin í Ólafs-
fiarðarmúla, þótt ekki séu jafn
fiölfarin og önnur göng sem
væntanleg eru, t.d. á Austfiörðum
og undir Vaðlaheiði. Kostir gang-
anna eru slíkir að gjaldtaka er
hreint smámál fyrir þá sem þau
nota.
Hvar eru þingmenn?
Benedikt Jónsson skrifar:
í eina tíð birtu dagblöðin hér
lista yfir þá sem komu og fóru til
útlanda með þeim skipum sem þá
voru hér, GuUfossi og Dronning
Alexandrine. Þetta þóttu fréttir í
þá daga þótt það kæmi auðvitað
engum við. Og mikið lesið. Nú
eru þingmenn okkar á faraldsfæti
tU og frá útlöndum á farseðli og
dagpeningum - aUt greitt af okk-
ur, skattgreiðendum. Ég á ekki
við fyrirfram skipulagðar ferðir
ráðamanna, eins og forseta, for-
sætisráðherra eða annarra ráða-
manna sem eru skuldbundnir til
að mæta við alþjóðleg fundahöld.
Nú eru t.d. einhverjir þingmenn í
Brussel, án þess að við vitum tU
hvers, í annan tíma í New York
hjá SÞ, án þess að þar sé þeirra
nokkur þörf. Hvers vegna birtir
ekki einhver fiölmiðiUinn lista
yfir þá þingmenn sem eru fiar-
verandi erlendis, kostnað við
ferðina í farseðli og dagpening-
um? Ég tel þetta áhugavert og
bara sjálfsagt.
George Bush. Saddan Hussein.
Hvorum fylgja íslendingar?
Stríð frekar en skatta
Tryggvi Jónsson hringdi:
Furðulegt hve íslendingar eru
áhugasamir um stríð og stríðs-
rekstur. Jafnvel kvensur sem í
annan tíma mega ekki vatni
halda yfir kynferðisofbeldi eða
jafnlaunastefnu fara úr sambandi
þegar stríð ber á góma og vita þá
heil býsn - raunar aUt - um
stríð. Og nú ber vel í veiði - það
er einmitt stríð í aðsigi langt
austur í Litlu-Asíu. Smám saman
dettur niður öU umræða um
skatta, lífeyrismál, bitlinga,
barnabætur og annað kosninga-
tengt kjaftæði, sem búið er að
vera plága undanfarið, og við tek-
ur stríðsumræða sem öUum er
svo hugleikin. Já, sperrum nú
eyrun. Hvor er betri brúnn eða
rauður, Bush eða Hussein?
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@dv.is
Eöa sent bréf til: Lesendasiöa DV,
Skaftahlíö 24,105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.