Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2003, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2003, Page 4
MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 Fréttir Sóttvarnardeild verður starfhæf á klukkutíma berist hin bráöa lungnabólga hingað til lands íslensk heilbrigöisyfirvöld hafa sett sig í viðbragðsstöðu vegna lungnabólgufaraldursins sem nú geisar. Verður hægt að gera sjúkradeild starfhæfa á klukku- stund berist hin bráöa veira til landsins. Sóttvarnardeild var sett upp á Landspítala fyrir nær tveimur árum síðan, en það var ótti við miltisbrand sem flýtti framkvæmdum á þeim tíma. Útbú- ið var sérstakt loftræstikerfi sem síar út sérstaka meinvalda áður en loftinu er sleppt út. Veirur geta ekki borist yfir á aðrar deildir sjúkrahússins og sýkt hjúkrunar- lið og sjúklinga. Alþjóða heilbrigðismálastofnun- in hefur gefið út tilkynningu þar sem kemur fram að hún mælist til þess að allir ferðamenn fresti ferð- um sínum til Hong Kong og Gu- angdonghéraðs í Suður-Kína nema brýn ástæða sé til þess. Til- mælin eru tímabundin og verða endurmetin í ljósi þróunar farald- urs alvarlegrar bráðrar lungna- bólgu á þessum svæðum. Þessi til- mæli kunna einnig að beinast að öðrum svæðum í heiminum síðar. Reglugerð breytt Jón Kristjáns- son heilbrigðis- ráðherra undir- ritaði fyrir helg- ina reglugerð um skýrslugerð vegna smitsjúk- dóma. Um er að ræða breytingu á reglugerð nr. 129/1999 og með breytingunni er bráð lungnabólga felld í þann flokk sjúkdóma sem eru tilkynn- ingarskyldir. Reglugerðin er sett á grundvelli sóttvarnalaga frá 1997. Hvatt er til þess að menn kynni sér nánar hvað felst í breyting- Jón Kristjánsson. unni og fylgist með upplýsingum um þróun mála á heimasíðu land- læknisembættisins: www.landla- eknir.is. Tilfelli í flestum heimsálfum Haraldur Briem sóttvam- arlæknir segir að tilfelli bráðr- ar lungnabólgu hafi greinst um allan heim. „Ástandið virð- ist vera alvarlég- asf í Guangdong- héraði í Kína og Hong Kong en síðan hefur bráða lungnabólgan breiðst út víða og tilfelli komið upp í flestum heimsálfum. Tilfell- in sem hafa greinst í Evrópu hafa sem betur fer ekki breiðst út.“ Að sögn Haraldar hafa margir starfs- menn spítala og ættingjar þeirra Haraldur Briem. sýkst vegna sjúkdómstilfella sem komið hafa upp í Toronto í Kanada. „Sem betur fer er ekki vitað um neinn íslending sem sýkst hefur til þessa. Enginn hefur greinst með veikina á Norðurlöndunum en verið er að skoða nokkra ein- staklinga í Svíþjóð og Finnlandi sem eru með grunsamleg sjúk- dómseinkenni én eru þó ekki lík- legir tií að hafa. sýkst af bráðri lungnabólgu.“ Haraldur segir að menn geri sér ekki enn grein fyr- ir hvað sjúkdómurinn komi til með að verða alvarlegur. „Hugs- anlega er þetta faraldur sem hjaðnar fljótlega eða hann heldur áfram aö dreifast og orðið mikið vandamál. Það virðist vera búið að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins í Víetnam og það eykur á bjartsýni manna um að stöðva megi útbreiðslu hans.“ -Kip Veðurklúbburinn á Dalbæ: Apríl verður kaldari en mars Árið 1963 hegðaði veðrið sér svipað og það sem af er 2003: smá- föl í febrúar, mars var alveg snjó- laus en ekki svona hlýr eins og núna, en 9. apríl 1963 gerði hann góðan hvell, snjóaði af og til í heila viku og þegar upp var staðið var mikill snjór kominn. í maí og júní var veðrið þokkalegt en í júlí grán- aöi í fjöll i nokkur skipti, segja veð- urspámenn Dalbæjar á Dalvík þeg- ar þeir spá í veðrið í apríl. Tunglið kviknaði 1. apríl kl 19.19, í vestri. Það er spuming hvað tungl sem kviknar á þessum gabbdegi gerir. Góður bóndi norðlenskur sagði að tungl sem kviknuðu á þriðjudegi væru annaðhvort verstu eða bestu tungl - ekkert þar á milli. Og þá er bara að sjá hvemig hann tekur tunglinu næstu daga. Það kemur til með að snjóa í apr- íl og segja klúbbfélagar að við eig- um inni snjókomu og það bara tals- vert mikla. Sumir eru að gæla við að það veröi skíðafæri norðanlands um páskana, aðrir klúbbfélagar eru varkárari og leggja ekki í að spá slíku vegna þess hve veðrið hefur verið imdarlegt að undanfömu. Klúbbfélagar telja samt líklegt að norðlægar áttir verði meira viðloð- andi heldur en upp á síðkastið og apríl verður kaldari en mars. Þess utan veröur hið ágætasta veður og líklegt að sólin láti sjái sig um páskana og ekki bara einn dag. Sumardagurinn fyrsti er 24. apríl og eins og flestir vita skiptir máli hvenig veðrið er þá og einnig fyrsta sunnudag í sumri. Gott er líka að fylgjast með háttalagi þrastanna. Ef þeir hópast heim að húsum getum við átt von á því að vorið sé ekki al- veg komið. Eins er það með hrossa- gaukinn. Hnegg hans boðar gott en sumir telja að það skipti máli úr hvaða átt hneggið heyrist fyrst.-hiá Soffia linna valin Ungfrú Austurland Sofíía Tinna Hjörvarsdóttir, 18 ára gömul Egilsstaðamær, var á laugar- dagskvöld krýnd titlinum ungfrú Austurland 2003 í Egilssbúð í Nes- kaupstað. Sjö stúlkur kepptu um tit- ilinn að þessu sinni. Æsa Skeggja- dóttir, tvítug Hornafjarðarmær, var valin besta ljósmyndafyrirsætan og Netstúlka local.is. Margrét Jóna Þórarinsdóttir, 19 ára Fáskrúðsfirðingur, var valin Orublustúlka keppninnar auk þess sem hún var valin vinsælasta stúlk- an. Bæði Soffia Tinna og Æsa munu taka þátt í lokakeppninni sem fram fer í Reykjavík þar sem Ungfrú ís- land verður valin. Soffía Tinna fluttist 7 ára að aldri til Egilsstaða frá Ólafsvík. Hún á einn eldri bróöur. Foreldrar hennar eru Þóra Vilbergsdóttir og Hjörvar O. Jensson. Soffía Tinna stundar nám á félagsfræðibraut við Mennta- skólann á Egilsstöðum og mun ljúka námi næstu jól. Hún þjálfar auk þess fimleika og vinnur í söluskála KHB. Soffía Tinna var sæl en þreytt er DV hitti hana að máli á sunnudag- inn. „Mér líður ósköp vel, síminn hefur ekki stoppað og vinirnir ýmist hringja eða senda sms. Þetta var mjög gaman og keppnin var glæsi- leg,“ sagði Soffia. Hvað varðar framtíðina segist Soffía ætla að halda sínu striki og ljúka sínu námi við ME og síðan er stefnan sett á Spán þar sem hún hyggst leggja fyrir sig nám í ariki- tektúr, auk þess sem spænskan heill- ar. Hún er nú þegar farin að leggja grunninn að því en hún leggur stund á spænsku í fjamámi. Soffia hefur nú þegar kynnst fyrirsætu- störfunum, hefur m.a. leikið í aug- lýsingum fyrir Saga film. -HEB Sú fegursta fyrir austan Soffía Tinna er aöfluttur Austfiringur, komin frá Ólafsvík. Hún var sæl en þreytt eftir keppnina á laugardag. Lífdísill tekinn í notkun Guöni Ágústsson landbúnaöarráö- herra ásamt Siv Friöleifsdóttur um- hverfisráöherra viö Kjötmjölsverk- smiöjuna í Árborg. Guöni dælir líf- dísil á bíl Mjóikurbús Flóamanna. Umhverfísráðuneytið styrkir tilraunir með lífdísil fyrir bíla sem er unninn úr sláturúrgangi; dýrafitu. Eldsneytið lífdísill var formlega tekiö í notkun í þessari tilraun. Hótel Örk í Hveragerði: Maður brenndist í gufubaði Maður brenndist illa á fótum þegar hann hugðist fara í gufu- baö á Hótel Örk í Hveragerði síð- degis á laugardaginn. í baðklefan- um var pollur af brennheitu vatni og virðist niðurfallið hafa verið stíflað, eða a.m.k. ekki haft undan. í gær höfðu engar skýr- ingar fengist á því af hverju vatn- ið var svo heitt. Maðurinn var lagður inn á lýtalækningadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss en mun ekki vera hættulega brenndur. Það mun þó taka hann nokkrar vikur að ná fullum bata. -GG Bankaránið í Hafnarfirði: Nítján ára piltur úrskurðaðurí gæsluvarðhald Gæsluvarðhaldsúrskurður til 11. april var kveðinn upp í Héraðs- dómi Reykjaness sl. laugardag yfir nítján ára pilti sem grunaður er um vopnað rán í Sparisjóði Hafn- arfjarðar, Reykjavíkurvegi 66 í Hafnarfirði, þann 1. apríl sl. Sautján ára stúlku sem handtek- in var i tengslum við rannsókn málsins hefur verið sleppt. Rann- sókninni miðar vel að sögn lög- reglunnar í Hafnarfirði en við hana hefur lögregla notið aðstoðar tæknirannsóknarstofu ríkislög- reglustjórans, sem og lögregluliða um allt land. Þá hefur almenningur veitt fjölmargar vísbendingar sem nýst hafa lög- reglunni við rannsóknina. -GG Mengun hafsins: VIII alþjóðlega skrifstofu hér Ríkisstjórnin vinnur að því í viðræðum við fjölmörg önnur lönd að skrifstofa Sameinuðu þjóð- anna fyrir úttektir á mengun hafs- ins verði á íslandi. Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra telur góðar líkur á því að skrifstofan verði hérlendis vegna þess að ís- lendingar hafi haft forgöngu um málið frá upphafi, m.a. beitt sér fyrir samþykkt um það á alþjóða- ráðstefnunni í Jóhannesarborg og hérlendis hefur verið haldinn al- þjóðlegur fundur um málið og rík- isstjórnin hefur þegar lagt í fagleg- an undirbúning og kostnað til að fá skrifstofuna hingað og hefur verið leiðandi á alþjóðavettvangi hvað varðar varnir gegn mengun sjávar. Fleiri ríki hafa lagt áherslu á að fá skrifstofuna til sín. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.