Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2003, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2003, Page 6
6 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 DV Fréttir Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaöarsambands ís- lands (RSÍ) stóð af sér vantrausts- tillögu á aðalfundi Félags ís- lenskra rafvirkja (FÍR), sem fram fór síðastliðinn laugardag. FÍR er stærsta aðildarfélag Rafiðnaðar- sambandsins. Fullt var út úr dyr- um og mættu yfír 130 manns á fundinn. í upphafi fundar var lýst kjöri nýrrar stjórnar FÍR og tók Bjöm Ágúst Sigurjónsson, áður gjald- keri FÍR, við formennsku af Har- aldi Jónssyni. Stýröi Bjöm síðan fundi eins og gert er ráö fyrir i lögum FÍR. Fjörugar umræður voru um málefni Rafiðnaðarsam- bandsins sem m.a. hafa verið í fréttum DV að undanfómu. Hafa þær snúist um gjaldþrot MTV-Menntastofnunar, málshöfð- un gegn fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans fyrir meintan fjárdrátt, stöðu sjóða RSÍ, m.a. vinnudeilusjóðs og svartar greiðsl- ur til starfsmanna og stjórnenda RSÍ sem vitnað hefur verið um fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hefur þetta reyndar komið í ljós við endurskoðun reikninga fyrir síðasta ár og voru af þeim sökum sendir út nýir launaseðlar til starfsmanna RSÍ skömmu áður en framtalsfrestur rann út. Á nýju seðlunum var búið að telja fram allar þær greiðslur sem áður hafði verið látið hjá líða að telja fram til skatts. Skiptust menn á skoðunum um málin og haft var á orði að Frá aðalfundi Félags íslenskra rafvirkja Mæting hefur sjaldan eöa aldrei verið eins góö og á aöalfundinum á laugardaginn. Björn Ágúst hafi stýrt sínum fyrsta fundi sem formaður af mik- illi röggsemi. Stóð af sér vantraustið Þá lagði Páll Valdimarsson, sem er miðstjórnarmaður í Rafiðnað- arsambandi íslands, fram tillögu um að skorað yrði á Guðmund Gunnarsson, formann RSÍ, að láta af öllum trúnaðarstörfum fyrir Fé- lag íslenskra rafvirkja og RSÍ. Gengið var til atkvæðagreiðslu um tillöguna og greiddi 131 at- kvæði sitt. Sögðu 78 nei eöa 60%, 42 sögðu já eða 32% og 11 seðlar voru auð- ir eða 8%. Var tillagan því felld Guðmundur og sýnir að Guð- Gunnarsson. mundur Gunn- arsson á trygga stuðningsmenn innan FÍR. Formaður RSÍ fór á eftir og hvatti menn til þess að standa saman, sama hvorn hópinn þeir hefðu fyllt. Þing RSÍ verður í næsta mánuði en þar mun fara fram kjör nýrrar forystu. Félag íslenskra rafvirkja er stærsta einstaka aðildarfélag Raf- iðnaðarsambands íslands með um 1.300 félagsmenn. Fyrir fram var ekki búist við öðrum mannabreyt- ingum en þeim sem til var lagt af stjórn félagsins. -HKr. Aöalfundur Félags íslenskra rafvirkja: Fonmaður RSÍ stóð af sén vantrauststillögu Ertu í hrlngnum? DV heldur áfram aö gleöja lesendur sína meö margvislegum vinningum. Stúlkan sem hér lendir innan hringsins var í Kringlunni á föstudaginn. Hún hreppir vænan vinning, 14 tommu sjónvarp frá Sjónvarpsmiöstööinni og þriggja mánaöa áskrift aö DV. Hægt er aö vitja vinninganna í í DV-húsinu, Skaftahlíö 24, 105 Reykjavík. Foreldrar gagnrýna fermingarfræðslugjald: Mikill kostnaður vegna ferminga Kostnaður við fermingar er um- talsverður fyrir foreldra ferming- arbarna en fyrir utan öll þau út- gjöld og tilstand sem femingar- veislunni fylgir þarf einnig að greiða sérstakt gjald til kirkjunn- ar. Það er yfirleitt um 8 þúsund krónur og á tímum aukinnar fá- tæktar hefur borið á því að for- eldrar hafi ekki efni á að greiða fermingargjaldið. Greitt fyrir fræðsluna Samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu er umrætt gjald ekki greiðsla fyrir fermingarathöfnina sjálfa heldur fræðsluna sem börn- in hljóta yfir veturinn, ólíkt þvi sem margir halda. Þessi upphæð hefur nú verið óbreytt í meira en áratug. „Því miður geta kirkjurnar ekki tekiö þetta gjald á sig sjálfar því þær hafa einfaldlega ekki efni á því. Prestar hafa lengi sóst eftir því að þetta gjald verði fært inn í laun þeirra en ríkið hefur ekki samþykkt það enn sem komið er,“ segir Vigfús Þór Ámason, prestur í Grafarvogssókn. „Annars er það misskilningur að með þessu gjaldi sé fólk að greiða fyrir sjálfa fermingarat- höfnina. Þetta er fræðslugjald sem prestamir fá fyrir fermingar- fræðslima sem stendur frá því í byrjun september og fram í apríl. Af þessum rúmu 8 þúsund krón- um renna svo um 800 krónur í svokallað kyrtilgjald en það renn- ur beint til efnalauganna sem hreinsa fermingarkyrtlana." Þessi greiðsla er því ekki kaup- auki presta fyrir að framkvæma athöfn heldur fræðslugjald fyrir heilan vetur. Vigfús bendir einnig á að þegar þetta sé nánar skoðað nái upphæðin sem prestarnir fá í sinn hlut ekki upp í hefðbundin kennslulavm. Er fátækt að aukast? „Það era alltaf einhverjir for- eldrar sem hafa ekki efni á að greiða þetta og þegar svo ber und- ir biðjum við þá aö senda okkur bréf þess efnis. Síðan er gjaldið einfaldlega fellt niður,“ segir Vig- fús sem kveðst þó ekki merkja fjölgun tilfella á milli ára. Mæðra- styrksnefnd hefur einnig um ára- bil aðstoðað illa stæða foreldra við fermingarhald og segir formaður samtakanna nokkum fjölda leita til þeirra á hverju ári. „Við höfum í nokkur ár aðstoð- að fólk sem á í erfiðleikum við að halda fermingar," segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður mæðrastyrksnefhdar. „Ég hef ekki orðið vör við kvart- anir vegna kostnaðarins við sjálfa ferminguna en við höfum hins vegar aðstoðað fólk við að halda veislur með því aö gefa því matar- úttektir í Bónus upp á 25 þúsund krónur. Það eru yfirleitt um 25-30 fjölskyldur sem leita til okkar á ári hverju,“ segir Ásgerður og bætir því við að fátækt hér á landi sé algengari en almenningur geri sér grein fyrir. -áb Umhverfisráöuneytiö: Styrkir frjáls félagasamtök Siv Friöleifsdóttir. Umhverfis- ráðherra hefur afgreitt styrk- umsóknir frá frjálsum félaga- samtökum á um- hverfissviði. Veittir voru al- mennir rekstrar- styrkir að upp- hæð 4,7 milljón- ir króna og 2,7 milljónir til verkefna á vegum fé- lagasamtaka. Fjárhagsstuöningur við frjáls félagasamtök er liður í viðamiklu samstarfi umhverfis- ráðuneytisins og frjálsra félaga- samtaka. Samstarfið byggist á samstarfsyfirlýsingu sem var und- irrituð 20. mars 2001 en markmið samstarfsins er að efla lýðræðis- lega umræðu um umhverfis- og náttúruvemd. Alls eiga 13 félaga- samtök aðild að samstarfsyfirlýs- ingunni. Auk fjárhagslegs stuðn- ings felst samstarfið í reglulegum samráðsfundum þar sem fulltrú- um félagasamtakanna em kynnt helstu mál sem unnið er að innan ráðuneytisins og þau koma sínum sjónarmiðum á framfæri og kynna verkefni á sínum vegum. Dæmi um sérstök verkefni sem ráðuneytið styður fjárhagslega eru Vistvemd í verki, Grænfáninn og LAND-NÁM. Vistvernd í verki er verkefni sem beinir sjónum sínum að umhverfismálum heimilinna, Grænfáninn er alþjóölegt verkeftii sem snýr að umhverfismálum í grunnskólum og LAND-NÁM er verkefni þar sem markmiðið er að tengja saman uppgræðslustarf ungmenna og fræðslu um náttúm og umhverfi. -GG Klæðning fór af vegi við Kvísker Mikið rok var við Kvísker í Ör- æfum seinni hluta fimmtudags sl. og fór vindurinn upp í 44 metra í snörpustu kviðunum. Klæðning fauk af veginum á kafla á móts við bæinn Kvísker og tengivagn flutningabíls fauk út af og skemmdist mikið. Bíllinn var á suðurleið með flutning og var farmur vagnsins léttur. Bíllinn skemmdist ekki. -JI Hvalfjörður: Aðskotahlutur á miðjum veginum Nokkuð óvenjulegt umferðaró- happ varð við Laxá í Hvalfirðin- um í gær. Stór rafmótor lá á miðjum veginum og lenti bíll á honum. Kastaðist þá mótorinn á annan bíl sem kom úr gagnstæðri átt og lenti undir honum. Skemmdist sá bíll mikið og er óökufær en hinn bíllinn reyndist óskemmdur. Lögreglan á Blöndu- ósi telur að rafmótorinn hafi dott- ið af flutningabíl og reynir nú að hafa uppi á eigandanum. -EKÁ íslenskur áburður til Noregs en norsk- ur á íslensk tún Áburðarverksmiðjan hf. gekk nýlega frá samkomulagi við norskra aðila um útflutning á ís- lenskum fjölkornaáburði til Nor- egs. Um er að ræða 5 mismunandi gerðir sem era sérblandaðar hér á landi fyrir norskan landbúnað. Áburðarverksmiðjan er með þessu að nýta enn betur vinnslugetu verksmiðjunnar og hráefnakaup. Fyrsti skipsfarmur fer utan um næstu helgi. Hérlendis er á mark- aði áburður frá Norsk Hydro, sem er einmitt framleiddur í Noregi og á eftir að fara á íslensk tún. -NH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.