Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2003, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2003, Qupperneq 9
MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 Fréttir 9 DV um aðUd að Evrópusambandinu en óvíst væri hvort tækist að ganga í sambandið ef sú yrði niðurstaðan. í stefnuræðu sinni fjallaði Ingi- björg Sólrún um stríðið í írak og lagði til „að við látum það verða eitt okkar fyrsta verk í ríkisstjóm að taka ísland út af lista „hinna staðfóstu" og „viljugu“.“ Einkarekstur í stefnuskránni segir að í heil- brigðisþjónustunni og menntakerf- inu eigi önnur sjónarmið að ráða en lögmál markaðarins en hins vegar eigi að velja rekstrarform með tilliti til aðstæðna hverju sinni. Einkarekstur er ekki útilok- aður en forsenda hans sé að ekki sé hægt að kaupa sér forgang, þjón- usta rýrni ekki, kostnaður sjúk- linga aukist ekki og kostnaður rík- isins minnki. Þá segir að koma þurfi böndum á útgjaldaaukningu í heilbrigðiskerfmu. Höfðað til íhaldsins Athygli vakti að Ingibjörg Sól- rún höfðaði mjög eindregið til kjós- enda Sjálfstæðisflokksins í svari við einni af fyrirspumum flokks- manna: „Ég er alin upp sjálf í sjálf- stæðisfjölskyldu og það er mikið af slíku fólki í mínu baklandi. Ég veit alveg hvemig svona fólk hugsar," sagði Ingibjörg Sólrún. „Ég veit al- veg að þetta fólk vill sjá aukinn jöfnuð í samfélaginu og aukið jafn- rétti. Og þetta fólk á margt hvað enga samleið með forystu Sjálf- stæðisflokksins eins og hún er nú orðin, eins og Ellert B. Schram er kannski órækasti vitnisburðurinn rnn. Það er fólk sem [...] að sjálf- sögðu í þessum kosningum á að snúa sér til annarrar áttar og þess vegna á ég mér þann draum heitastan núna að fólk láti brjóst- vitið ráða.“ Undir þessi orð tóku flokksmenn með dynjandi lófataki. Önnur mál Margt fleira kom vitanlega fram á vorþinginu. Þar vom meðal ann- ars afgreidd drög að sérstökum áherslum í einstökum málaflokk- um. Drögin tóku breytingum í meðferð málefnanefnda en þar sem ekki hefur verið gengið frá þeim til birtingar verður að styðjast hér við upphafleg drög með þessum fyrir- vara. Oddvitum framboðslistanna ásamt Ingibjörgu Sólrúnu var á þinginu falið að ganga endanlega frá þeim. í drögunum kemur meðal ann- ars fram að: fyrir lok næsta kjör- timabils verði búið að stytta fram- haldsskólann um eitt ár; sérhver skólastofa á landinu verði nettengd; framlög fyrirtækja til há- skóla og rannsókna verði frádrátt- arbær frá skatti þannig að um muni; ísland verði gert að einu kjördæmi; þingmönnum verði fækkað og ráðherrar segi tíma- bundið af sér þingmennsku; endi verði bundinn á flokkspólitísk ítök í Ríkisútvarpinu; horfið verði frá framleiðslutengingu landbúnaðar- styrkja; tollár á innflutta landbún- aðarvöru verði lækkaðir; raforku- verð til garðyrkjubænda verði lækkað; óheimilt verði að lána bæði með verðtryggingu og breyti- legum vöxtum; og óréttlátt ábyrgð- armannakerfí verði aflagt. -ÓTG Helstu áherslur Menntamál Fjárfesting í menntxm og mannauði verði aukin verulega. Skólavist fimm ára barna verði gjaldfrjáls með sama hætti og fyrstu ár grunnskól- ans. Fyrstu ár grunnskólans verði nýtt betur, m.a. með áherslu á sköpun, tungumál og raun- greinar. „Nýi framhaldsskólinn": Samheiti fyrir nýtt og víð- tækara hlutverk framhalds- skóla. Stórfellt átak til að sporna gegn brottfalli nemenda á fram- haldsskólastigi. Rannsóknartengt framhalds- nám á háskólastigi verði eflt. Framfærslugrunnur LÍN verði hækkaður, endurgreiðslu- byrði lækkuð og ábyrgðar- mannakvöðinni aflétt. Skattar og velferö Persónuafsláttur hækki um 50 þúsund krónur á ári eða ríf- lega 4 þúsund krónur á mánuði í tveimur áföngum. Virðisaukaskattur af matvæl- um og öðrum vörum sem bera 14% lækki í 7%. Virðisaukaskattur á tónlist og ungbarnavörur verði lækk- aður úr 24,5% í 7%. Bækur beri engan vsk. Þremur milljörðum verði var- ið árlega í hækkun barnabóta. Ótekjutengdar barnabætur verði 45 þúsund krónur upp að 18 ára aldri. Frítekjumörk tekjutengdra bóta verði hækkuð verulega. Þetta skili barnafjöl- skyldum að meðaltali 75 þúsund krónum á ári. Teknar verði upp viðræður við samtök á launafólks og at- vinnulífs og hagsmunasamtök lífeyrisþega um heildarendur- skoðun á skatta-, bóta- og al- mannatryggingakerfinu með það að markmiði að lækka skattbyrði fólks með lágar- og meðaltekjur. Minnst þremur milljörðum verði varið til að koma á af- komutryggingu fyrir lífeyris- þega og lágtekjufólk. Stimpil- og þinglýsingargjöld vegna húsnæðiskaupa verði felld niður. Fjórðungur af endurgreiðslu námslána verði frádráttarbær frá skatti í 7 ár eftir að námi lýkur. 600 leiguíbúðir á ári verði byggðar og keyptar í samráði við sveitarfélög og almanna- samtök. Jafnréttismál Hlutur kvenna og karla í stjórnunarstöðum hjá ríkinu verði jafnaður. Framkvæmd jafnréttisáætl- ana í ráðuneytum og stofnunum verði tryggð. Launamunur kvenna og karla í opinberum störfum og at- vinnulífi verði rannsakaður. Framkvæmdaáætlun með tímasettum markmiðum um jöfnun á kynbundnum launa- mun verði samþykkt. DV MYND KALLI Lokahófiö Punkturinn var setturyfir i-iö í lokahófi í kosningamiöstöö Samfylkingarinnar í Lækjargötu. Sérhver viðskiptavinur og allt, sem tengist f jármálum hans, hefur meira vægi hjá SPV en hjá stórum fjármálastofnunum. Þjónusta SPV er alhliða og fagleg og byggir á persónulegri þekkingu á óskum og þörfum hvers viðskiptavinar. Við stöndum þétt við bakið á viðskipta- vinum okkar því velgengni þeirra skiptir okkur öllu máli. Styrkur okkar er traust og örugg f jármálaþjónusta sem þú getur nýtt þér til vaxtar. Verið velkomin í afgreiðslustaði okkar í Borgartúni 18, Hraunbæ 119 og Síðumúla 1, eða fáið upplýsingar f síma 5754100 og á heimasíðu okkar, sem er www.spv.is spv Sparisjóður vélstjóra www.spv.is hjá okkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.