Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2003, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2003, Qupperneq 12
12 Útlönd MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 TH-'Kjr REUTER&MVND Erfltt á sjúkrahúsunum Lyfjaskortur er farínn aö gera vart vi'0 sig á sjúkrahúsum í Bagdad. Vanað viö ófremdar- ástandi í Bagdad Hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa varað við ófremd- arástandi í heilbrigðismálum i írösku höfuðborginni Bagdad þar sem fimm milljónir manna búa. Sjúkrahús eru yfirfull af særðu fólki og innviöir borgarinnar eru farnir að láta á sjá eftir látlausar sprengjuárásir Bandaríkjamanna. „Við eigum von á að heilsufars- ástandið eigi eftir að versna til muna á næstu dögum vegna dag- legra sprengjuárása sem valda skemmdum á innviðum og mikill- ar fjölgunar særðra og fallinna meðal óbreyttra borgara," sagði Fadela Chaib, talsmaður Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), við fréttamenn í Amman í Jórdaníu. Starfsfólk sjúkrahúsa í Bagdad hefur ekki undan við að sinna sjúkum og særðum og sifellt erf- iðara er að nálgast lyf þar sem ekki er hægt að fá nýjar birgðir. Skotið á rússneska diplómata á flótta Rússneski sendiherrann í Bagdad og fjórir til viðbótar særðust í gær þegar skotið var á bílalest rússneskra sendiráðs- manna og blaðamanna sem voru að reyna að flýja borgina. Bandaríski herinn segist ekki hafa verið meö neina menn á þeim slóðum þar sem árásin var gerð. Rússneskur sjónvarpsfrétta- maður, sem var í bílalestinni, sagði að hún hefði orðið á milli þegar íraskir og bandarískir her- menn skiptust á skotum. Rússar segja að bandaríski ut- anríkisráðherrann hafi hringt og harmað atvikið. Drekinn grýttur Þrettán ára drengur skotinn til bana Þrettán ára gamall drengur og tuttugu ára gamall maður, báðir palestínskir, létu lífið þegar ísra- elsk hersveit réðst inn í Al-Mag- hazi-flóttamannabúðirnar á Gaza- svæðinu snemma í gærmorgun. Að sögn talsmanna ísraelshers var tilgangurinn með innrásinni að elta uppi grunaða hryðjuverka- menn og munu að minnsta kost 35 hafa verið handteknir í búðunum, þar af fjórir Hamas-liðar. Palestínskir byssumenn veittu innrásarliðinu harða mótspyrnu en að sögn talsmanna hersins var drengurinn skotinn eftir að hafa hent bensínsprengju að hermönn- unum. SARS-vírusinn: lilkynnt um fjölda nýnna smitdlfella um helgina SARS-flensan eða faraldur heil- kennis alvarlegrar bráðrar lungna- bólgu, HABL, eins og það er kallað á íslensku, heldur áfram að breiðast út og í gær var tala smitaðra í öllum heiminum að nálgast 2600 og þar af allt að 95 látnir. í Kína, þar sem flestir hafa smitast og 53 látist, var þó aðeins vitað um tvö ný tiifelli í gær en þar hafa alls kom- ið upp 1268 smittilfelii svo vitað sé, flest i Guangdong-héraði, þar sem talið er að virusinn eigi upptök sín. I höfuðborginni Peking var bygg- ingu, sem hýsir skrifstofur fjölda sendiráða og ýmissa alþjóðasamtaka, lokað og sótthreinsuð eftir að finnsk- ur fulltrúi Vinnumálastofnunar Sam- einuðu þjóðanna, ILO, hafði heimsótt bygginguna fyrir helgina rétt áður en hann lést úr flensunni á spítala í Pek- ing í gær. Maðurinn, sem hét Pekka Aro og var 53 ára, var í heimsókn i Peking á vegum ILO, sem hefur aðsetur í Genf, Smlthættan er mlkil. og er hann fyrsti erlendi borgarinn sem látist hefur úr flensunni í Kína. í Hong Kong, þar sem útbreiðsla flensunnar hefur verið hvað mest að undanfórnu, var tilkynnt um 42 ný smittilfelli um helgina og er tala smit- aðra þá komin í 842 en þar af eru 22 látnir. Á meðal þeirra sem veiktust um helgina er dr. Fung Hung, aðalfram- kvæmdastjóri Prins og Wales-sjúkra- hússins í borginni, en áður hafði dr. William Ho, yflrmaður sjúkrahús- mála í Hong Kong, greinst SARS-smit- aður. 1 Kanada var tilkynnt um flmm ný smit um helgina en þar eru smittilfell- in orðin alls 179 sem er það mesta ut- an Asíu en þar hefur vírusinn alls dregið níu manns til dauða. Annars staðar í heiminum var m.a. tilkynnt um fjöldasmit á einu sjúkra- húsi í Singapúr, þar sem grunur leikur á að allt að tuttugu hafi smit- ast, flmmtán ný tilfelli í Banda- ríkjunum, tvö í Tævan og eitt í Bret- landi. Þá lék grunar á að þrjú böm, sem nýkomin voru í sumarleyfi til Ástra- líu frá Kanada, hefðu smitast. REUTERSMYND Drengur lelkur við dáta Breski ofurstinn Hugh Blacman úr Skosku Dragoon vöröunum brá í gær á leik viö ungan íraskan dreng i borginni Basra i sunnanveröu írak. Breskar hersveitir héldu inn í borgina, þá næststærstu í írak, í gær. Arabar óttast aö Bandaríkjamenn flýti sér ekkert frá írak: Hejmamenn ekkl tHbúnir aö taka við stjórninni nsestu sex mánuði Paul Wolfowitz, aðstoðarland- varnaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að það myndi taka meira en hálft ár að koma á lagg- imar stjórn heimamanna í írak eftir að Saddam Hussein forseta og sfjórn hans hefur verið steypt af stóli. Aðspurður sagði Wolfowitz aö það myndi taka lengri tíma nú að mynda starfhæfa stjórn en það tók Kúrda að setja upp sjálfstjórn í norðanverðu Irak eftir Persaflóa- stríðið 1991. „Það tók sex mánuði í norðan- verðu írak. Staðan nú er flóknari. Það mun að öllum líkindum taka lengri tíma,“ sagði ráðherrann í viðtali við Fox-sjónvarpsstöðina. REUTERSMYND Paul Wolfowitz Næstæösti maöur Pentagons segir aö þaö taki meira en hálft ár aö mynda starfhæfa stjórn í írak. En áður en stjórn heimamanna tekur við verður írak stjómað af bráðabirgöastjórn þar sem banda- ríska landvarnaráðuneytið mun væntanlega ráða mestu. Jay Gamer, bandarískur her- fogingi á eftirlaunum sem á að leiða bráðabirgðastjórnina að stríðinu loknu, hefur frestaö fyrsta fundi sínum með frétta- mönnum um óákveðinn tíma. Fundurinn átti að vera í dag. Eng- in skýring var gefin á frestuninni. Arabar óttast mjög að Banda- ríkjamenn muni ekki hverfa frá írak í bráð. „Bandaríkjamenn munu ekki hverfa á brott þar sem þetta er hluti nýlenduáætlunar," sagði egypskur leigubílstjóri. flnnan boðar til lundar í dag Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, hefur boðað til óformlegs fund- ar um írak í Ör- yggisráðinu í dag. Talsmaður Ann- ans vildi ekki greina frá ástæðunni fyrir því að boðað var til fundarins. Morðingjar játa Serbnesk yfirvöld sögðu í gær að fyrrum liðsmaður leynilögregl- unnar og félagar í glæpagengi hefðu gengist við morðinu á Zor- an Djindjic forsætisráðherra. Lokaði konuna inni í 20 ár Danska lögreglan hefur hneppt 63 ára karlmann í gæsluvarðhald fyrir að hafa lokað blinda eigin- konu sína inni í 20 ár. Stuðningurinn aldrei meiri Stuðningur bresks almennings við stríðið í írak hefur aldrei ver- ið meiri, samkvæmt könnun Daily Telegraph, en fæstir vilja að Bandaríkjamenn stjómi land- inu að stríðinu loknu. Clfl smyglaði herforingja Bandaríska leyniþjónustan CIA smyglaði íröskum herforingja, sem var í stofufangelsi í Dan- mörku, til Kúveits til að hann gæti aðstoðað innrásarherina. Condoleezza til Moskvu Condo- leezza Rice, þjóðarörygg- isráðgjafi Bush Banda- ríkjaforseta, kom til Moskvu í gær til viðræðna við háttsetta embættismenn. Tilgangur ferðar- innar er að reyna að lappa upp á samskipti þjóðanna sem hafa skaðast vegna ágreinings um stríðsaðgerðirnar í írak. Námsmenn í vígahug Hópur íranskra guðfræðinema hefur óskað eftir leyfi stjómvalda til að halda til íraks til að standa vörð um helgidóma síta múslíma. Jessica fær heimsókn Bandaríski her- maðurinn Jessica Lynch, sem sér- sveitir björguðu úr klóm íraka á sjúkrahúsi í Nass- iriya um daginn, hefur fengið fjöl- skyldu sína í heimsókn til her- sjúkrahúss í Þýskalandi þar sem hún gekkst undir aðgerð vegna meiösla sem hún hlaut í bardög- um við íraka. Börn brunnu til bana Eldsvoði í skólahúsi í þorpi í Síberíu varð 21 barni og kennara þeirra að bana í morgun. Eíningarfundur E8B Leiðtogar Evrópusambandsins og annarra Evrópuþjóða, svo og hugsanlega Rússlandsforseta, hitt- ast í Aþenu 16. apríl til að leggja á herslu á einingu ríkja álfunnar þrátt fyrir ágreining um írak.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.