Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2003, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2003, Qupperneq 13
13 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003________________________________________ X>v Útlönd Lokaoppustan um höfuöbopg- ina Bagdad hófst í mopgun Talsmenn bandaríska varnarmála- ráðuneytisins í Pentagon sögðu í morgun að lokaorrustan um höfuð- borgina Bagdad væri hafin en þá réð- ust bandarískar hersveitir inn í borg- ina á um 65 skriðdrekum og 45 bryn- vörðum ökutækjum og hertóku nokkrar byggingar í hjarta borgarinn- ar. Þar á meðal voru húsnæði upplýs- ingamálaráðuneytisins, forsetahaúir og nokkrar aðrar lykObyggingar í miðborginni. Innrásin hófst þegar í dögun og veittu írakar töluverða mótspyrnu í upphafi. Munu að minnsta kosti fimm bandarískir hermenn hafa fallið þegar hersveitimar nálguðust miðborgina en þá varð bryndreki þeirra fyrir árás íraskrar stórskotaliðssveitar. Að sögn talsmanna bandaríska hersins voru þrjár hallir Saddams for- seta herteknar í innrásinni og þar á meðal Lýðveldishöllin í hjarta borgar- innar en þar hafði bandaríski fáninn Lýðveldishöllin herteklnn Bandarískar hersveitir hertóku nokkar lykilbyggingar í hjarta höfubborgarinnar Bagdad í morgun og þar á meöal Lýbveldishöllina þar sem bandaríski fáninnn var dreginn ab húni. þegar verið dreginn að húni í stað þess íraska að sögn fréttamanna, sem fylgdust með innrásinni, en þeir höíðu fengið leyfi til þess að fara inn í höllina strax eftir að hermenn höfðu gengið úr skugga um að höllin væri yfirgefin. Að sögn sjónarvotta heyrðust sprengingar og skothríð utan hallar- innar fyrst eftir hertökuna en eftir öfl- uga þyrluárás mun hafa dregið úr mótspymunni. Irakar héldu þó öllum mikilvægum brúm yfir ána Tigrís í nágrenninu, nema Senek-brúnni sem Bandaríkjamenn höfðu náð á sitt vald en samkvæmt óstaðfestum fréttum höfðu írakar í morgun sprengt upp tvær brýr á ánni Diyala. Á sama tíma hafa breskar her- sveitir haldið áfram aðgerðum í olíuborginni Basra í suðurhluta landsins en í morgun var ráðist til atlögu í suðurhluta borgarinnar eftir harða bardaga í gær. Bush og Blair Ræöa íraksmál á fundi í dag. Bush og Blair reyna aö finna leifl til sátta George W. Bush Bandaríkjafor- seti og Tony Blair, helsti banda- maður hans i Íraksstríðinu, hitt- ast á Norður-írlandi í dag til að reyna að finna leiðir til að jafna ágreining við Evrópuþjóðir um hlutverk Sameinuðu þjóðanna í uppbyggingarstarfinu í írak. Bandarískir embættismenn hafa hafnað því að SÞ gegni þar mikilvægu hlutverki. Þeir segja að Bandaríkjamenn og banda- menn þeirra hafi fært miklar fórnir á vígvellinum og ættu þess vegna rétt á að ráða ferðinni. Blair er sammála öðrum Evr- ópuleiðtogum um að Öryggisráðið eigi að samþykkja uppbyggingar- starfið sem fram undan er. REUTERSMYND Lýöveldisverölr gefast upp í Bagdad Þrír menn, sem bandarískir landgönguliöar segja ab séu íraskir lýöveldisveröir í borgaralegum klæöum, rétta upp hendurnar í uppgjöf viö mikilvæga brú í úthverfi Bagdad í morgun. Bandarískar hersveitir náöu aöalhöll Saddams Husseins Iraksforseta á sitt vald í morgun og komust enn fremur inn í aöra höll hans í höfuöborginni. Efnavopna-Ali Frændi Saddams og einn mesti böö- ull íraksstjórnar féll í Basra. Líkifl af efnavopna-Ali er fumflfl í Basra Ali Hassan al-Majid, sem stjórnarandstæðingar í írak köll- uðu efnavopna-Ali, lét lífið á laugardag þegar flugskeytum var skotið á hús hans í Basra í sunn- anverðu írak. Ali, sem var frændi Saddams Husseins forseta og einhver mesti svíðingurinn í stjórn hans, hlaut viðurnefni sitt fyrir að stjórna efnavopnaárás sem varð þúsund- um Kúrda að bana árið 1988. Andrew Jackson, major í breska hernum, sagði ÁP frétta- stofunni í morgun að lík Alis væri fundið, svo og lík lífvarðar hans og yfirmanns írösku leyni- þjónustunnar í Basra. Saddam hafði falið frænda að stjórna vörnum gegn innrásarlið- inu í sunnanverðu landinu. Mannréttindasamtök höfðu krafist þess að Ali yrði handtek- inn fyrir stríðsglæpi. Tæplega púsund borg- arar drepnir í Kongó Sameinuðu þjóðunum hafa borist upplýsingar um að nærri eitt þúsund óbreyttir borgarar í norðausturhluta Kongólýðveldis- ins hafi verið drepnir með sveðj- um og byssum í síðustu viku og líkin sett í íjöldagrafir. Þar voru að verki vopnaðar sveitir ætt- bálkamanna. „Rannsóknarsveit SÞ heyrði að 966 manns hefðu verið drepnir. Þeir fundu 20 fjöldagrafir og heimsóttu 49 alvarlega særðra á sjúkrahús," sagði Hamadoun Touré, talsmaður sendinefndar SÞ í Kongó, við fréttamenn. Sjónarvottar sögðu að víga- mennirnir hefðu ráðist á bæinn Drodro og fjölda nálægra þorpa á fimmtudag. Ekki er ljóst hverjir árásarmennirnir voru en ætt- bálkaerjur hafa orðið þúsundum manna að bana á undanfórnum þremur árum. Leigctn í þínu hverfí 0.5 Itr Coca-Cola og grilluð samloka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.