Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2003, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2003, Síða 24
48 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 íslendingaþættir______________________________________________________________________________________________________PV Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára_________________________ ííagnar Guðmundsson, Dvalarheimilinu Höföa, Akranesi. 85 ára_________________________ Ragnar Þór Kjartansson, Garöarsbraut 35b, Húsavík. 80 ára_________________________ Jóhannes Jóhannesson, Þórólfsgötu 4a, Borgarnesi. Kristín Sigmarsdóttir, Gnoðarvogi 42, Reykjavlk. 75 ára_________________________ Fanney Egilsdóttlr, ■Gullsmára 9, Kópavogi. Guörún Hafsteinsdóttir, Bjarkarholti 1, Mosfellsbæ. Ragna Gestsdóttir, Lindasíðu 2, Akureyri. 70 ára_________________________ Guðríöur Ragnarsdóttir, Garðarsbraut 38, Húsavík. Jón Örn Bogason, Unnarbraut 28, Seltjarnarnesi. María Helgadóttir, Stóru-Ökrum lb, Varmahlíð. 60 ára_________________________ Ása Thurid Nlciasen, Álfholti 56c, Hafnarfiröi. SO ára_______________________________ Bjarni Jónsson, Nönnustíg 12, Hafnarfirði. Edda Angantýsdóttir, Smáragötu 18, Vestmannaeyjum. Engilbert Þorsteinsson, Jaöarsbraut 27, Akranesi. Guörún Sóley Guöjónsdóttir, Melhaga 5, Reykjavík. Gunnar Már Yngvason, Hátúni 26, Keflavík. Hreinn Pétursson, Hólalandi 24, Stöðvarfiröi. Kristín Ósk Óskarsdóttir, iakaseli 27, Reykjavík. Stefán Einarsson, Nesbala 22, Seltjarnarnesi. 40 ára______________________________ Elísabet Rafnsdóttir, Mjósundi 16, Hafnarfirði. Erna Ólöf Óladóttir, Borg, Mjóafirði. Hans Otto Christensen, Kirkjubraut 26, Höfn. Hrefna Einarsdóttir, Fjallalind 113, Kópavogi. Kolbrún Guöbrandsdóttir, Ytri-Hjarðardal 2, Flateyri. Kristín Jóna Guðjónsdóttir, Suðurbraut 14, Hafnarfirði. Lllja Jensdóttir, Brimhólabraut 12, Vestmannaeyjum. Ólafur Eövarö Rafnsson, Miðvangi 5, Hafnarfirði. Ólafur Kjartan Halldórsson, Lækjarhjalla 36, Kópavogi. Rúnar Rúnarsson, Selvogsgrunni 7, Reykjavík. Stefán Siguröur Georgsson, Byggðarenda 20, Reykjavík. Vilhjálmur Vilmundarson, Uröarbakka 14, Reykjavík. Þröstur Guðnason, Klukkubergi 7, Hafnarfiröi. Smáauglýsingar DV 550 5000 Fólk í fréttum Haildór HaHdórsson starfsmaöur á Reykjalundi og áhugaleikari HaUdór Halldórsson, starfsmaður á Reykjalundi og áhugaleikari, var í athyglisverðu viðtali í síðasta helg- arblaði DV. Starfsferill Halldór fæddist í Reykjavík 16.7. 1963 en ólst upp i Kópavogi. Hann var í Digranesskóla og Víghóla- skóla. Haildór starfaði hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur 1979-89. Hann hóf þá störf á Reykjalundi þar sem hann hefur starfað síðan, lengst af á hjarta- og lungnarannsóknarstofu. Halldór var félagi í knattspyrnu- félaginu Augnabliki í Kópavogi um árabil. Halldór starfaði með Leikfélagi Kópavogs 1991. Hann hefur starfað og leikið með Leikfélagi Mosfells- sveitar frá 2001 og leikur hlutverk Þorins í Hobbitanum sem nú er ver- ið að sýna hjá Leikfélagi Mosfells- sveitar. HaUdór var fyrsti íslendingurinn sem fór i hjarta- og lungnaígræðslu, 1988. AUir landsmenn fylgdust þá með aðgerðinni og heUsu HaUdórs næstu vikurnar en aðgerð gekk í aUa staði mjög vel. Þá fór hann í nýrnaígræðslu 1998 og hefur ekki kennt sér meins síðan. Fjölskylda Dætur HaUdórs eru Eydís Þuríð- ur, f. 5.9. 1993; Unnur Aðalheiður, f. 3.1. 1995. Systkini HaUdórs eru Gróa, f. 28.6. 1953, starfsmaður hjá Múla- lundi, búsett í Kópavogi, gift Þorkeli Jóhanni Sigurðssyni prentara og eiga þau þrjú börn; Bjöm Hermann, f. 29.6. 1955, rafvirki í Kópavogi, kvæntur Kristínu Harðardóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn; Ingibjörg Herdís, f. 25.9. 1957, sjúkraliði í Reykjavík, gift Óskari Guðmundssyni fiskkaupmanni og eiga þau tvö börn; Guðmundur Ólaf- ur, f. 15.4.1960, rafvirki í Reykjavík, kvæntur Ólafíu Sigrúnu Helgadótt- ur og eiga þau fímm börn; Sigurður Viggó, f. 15.4. 1960, pípulagninga- maður í Kópavogi, kona hans er Ingibjörg Ingadóttir og eiga þau saman einn son auk þess sem hann á tvö böm frá fyrra hjónabandi og hún einn son; Sigurjón, f. 2.6. 1966, geðlæknir i London; Ásgeir, f. 25.1. 1973, rafvirki í Reykjavík, kona hans er Þrúður Vilhjálmsdóttir og eiga þau einn son. Foreldrar Halldórs eru Halldór Sigurðsson, f. 15.3. 1932, rafvirki í Kópavogi, og k.h., Guðbjörg Aðal- heiður Guðmundsdóttir, f. 17.5.1933, húsmóðir. Ætt Faðir Halldórs var Sigurður Viggó, sjómaður í Reykjavík, Pálmason, b. i Skálavík, Bjamason- ar. Móðir Halldórs var Evlalia Gróa Halldórsdóttir, sjómanns í Bolung- arvík, Jónssonar, b. í Meirabakka í Skálavík, bróður Einars, afa Þor- valds Garðars Kristjánssonar, fyrrv. alþm. Jón var sonur Jóhannesar, b. á Blámýmm, Jónssonar. Móðir Jó- hannesar var Þóra Jónsdóttir yngra, b. á Laugabóli í Ögurhreppi, Bárðarsonar, ættfóður Arnardals- ættar, Illugasonar. Guðbjörg Aðalheiður er dóttir Guðmundar Ólafs, verkamanns í Hafnarfírði, Guðmundssonar, Sig- urðsonar, b. og kaupfélagsstjóra á Sveinseyri, Jónssonar, b. í Neðribæ í Selárdal, bróður Sveins, langafa Páls Magnússonar hjá íslenskri erfðagreiningu. Jón var sonur Ólafs, b. á Kirkjubóli í Skutulsfírði, bróður Málmfríðar, langömmu Bjarna, afa Þrastar Árnasonar skákmeistara. Ólafur var sonur Guðmundar, b. á Eiði I Hestfírði, Egilssonar. Móðir Guðbjargar var Sigríður Guðbjartsdóttir, b. á Tannanesi í Tálknafírði, Sigurðssonar og Sól- veigar Kristjánsdóttur, b. á Melgraseyri í ísafirði, Jónssonar. Móðir Kristjáns var Kristín Ás- geirsdóttir, systir Ásgeirs á Am- gerðareyri, langafa Margrétar, ömmu Jóns L. Árnasonar stórmeist- ara. Sjötug Guðmunda J. Helgadóttir fyrrv. fangavöröur og fyrrv. formaður Sóknar Guðmunda Jónina Helgadóttir, fyrrv. fangavörður, Dvergholti 3, Hafnarfirði, er sjötug í dag. Starfsferill Guðmunda fæddist í Haukadal í Dýrafírði og ólst þar upp. Hún lauk barnaskólaprófi frá Haukadal og vann öll almenn störf frá fimmtán ára aldri þar til hún giftist nítján ára. Hún stundaði síðar á ævinni nám við Fangavarðaskóla ríkisins og lauk þaðan prófum 1993. Guðmunda starfaði um nokkura ára skeið á sjúkrahúsum borgarinn- ar þar til hún var kjörin formaður Starfsmannafélagsins Sóknar 1973 en hún gegndi því embætti næstu þrjú árin, eða til 1976. Hún var fangavörður hjá Lögreglunni í Reykjavík 1970-2000. Guðmunda var varaborgarfull- trúi fyrir Alþýöubandalagið 1974-78, fulltrúi í Umhverfismálaráði 1974-78, varamaður í Barnavemdar- nefnd 1978-82, einn af stofnendum Búseta, sat í stjóm félagsins um ára- bil og var varaformaður Landssam- bands Búsetafélaganna. Fjölskylda Guðmunda giftist 7.6. 1959 fyrri manni sínum, Davíð Ágúst Guð- mundssyni, f. 23.10. 1917, d. 17.4. 1974, húsasmíðameistara. Þau skildu. Hann var sonur Guðmundar Helgasonar, húsasmiðameistara í Reykjavík, og Jakobínu Ásgeirsdótt- ur húsmóður, lengst af í Reykjavík. Guðmunda giftist 28.12. 1974 seinni manni sínum, Bjama Bjama- syni, f. 28.4. 1928, fyrrv. lektor við KHÍ. Þau skildu. Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson, bóndi í Álfhól- um í Vestur-Landeyjum, og k.h., Pálína Margrét Þorsteinsdóttir hús- freyja. Böm Guðmundu og Davíðs eru Bergljót, f. 24.8. 1952, blaöamaður, hennar maður er Magnús E. Finns- son, viðskiptafræðingur og deildar- stjóri hjá Póst- og fjarskiptastofnun en Bergljót á þrjú böm frá fyrra hjónabandi; Ragnheiður Ólafía, f. 28.7. 1954, forvamarfulltrúi hjá VÍS, hennar maður er Jóhann Óskars- son, fyrrv. lagerstjóri, og eiga þau tvo syni; Helgi Jón, f. 18.8. 1955, verkstjóri hjá BYKO, kona hans er Margrét Ingólfsdóttir lyfjatæknir og eiga þau þrjár dætur; María Svein- fríðm-, f. 26.6. 1957, hjúkrunarfræð- ingur, hennar maður er Hörður Harðarson fiskeldisfræðingur og eiga þau tvo syni; Davið Ágúst, f. 2.2. 1961, kennari í Hafnarfirði og á hann einn son; Jakobína Valgerður, f. 13.3. 1963, fararstjóri á Spáni. Systkini Guðmundu: Andrea, f. 13.11. 1927, fyrrv. sjúkraliöi, hennar maður var Guðbjartur Sigurgísli Bergmann Kristjánsson, f. 15.12. 1914, d. 20.6. 1967, bifreiðarstjóri, eignuðust þau fjögur börn en fyrir átti Andrea tvö böm; Svavar, f. 18.5. 1931, d. 26.10. 1975, kennari og fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra bamakennara, hans kona var Unn- ur Bjarnadóttir, f. 17.8. 1927, d. 6.3. 1982, íþróttakennari en fyrir átti Svavar þrjú börn með Guðrúnu Guðmundsdóttur sem einnig er lát- in; Bjami Ólafur, f. 7.5. 1930, d. 9.2. 1983, skipherra hjá Landhelgisgæsl- unni, hans kona var Hrönn Sveins- dóttir og eignuðust þau fjögur böm. Hálfsystir Guðmundu, samfeðra; Aðalheiður, f. 7.8. 1926, húsmóðir, hennar maður var Jósef Sigurðsson innheimtumaður sem er látinn. Foreldrar Guðmundu voru Helgi Pálsson, f. 10.11. 1900, d. 2.12. 1981, lengi kennari í Haukadal og síðar verkstjóri hjá Sambandinu, og k.h., Bergljót Bjarnadóttir, f. 8.7. 1910, d. 1999, húsmóðir. Þau bjuggu í Haukadal til 1952 er þau fluttu til Reykjavíkur. Ætt Foreldrar Helga voru Páll Sigurð- ur Jónsson, skipstjóri í Brautarholti í Haukadal, og k.h., Andrea Andrés- dóttir húsmóðir. Foreldrar Bergljótar voru Bjami Jónatansson, verkamaður á Flat- eyri, og Stefanía Arngrímsdóttir húsmóðir. Guðmunda verður að heiman á afmælisdaginn. Viðskiptaþátturinn Alla virka daga kl. 17-18 eru sérfræöingar Viðskiptablaðsins, Sigurður Már Jónsson og Hörður Vilberg við hljóðnemann og taka púlsinn á viöskiptalífi þjóðarinnar. Þú þarft að hlusta!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.