Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2003, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2003, Page 28
52 _______________MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 Tilvera ÐV 101 kvikmyndahátíð: Bíóveísla fpam yfb* páska Kvikmyndaunnendum ætti ekki að leiðast fram yfir páska. Næst- komandi fimmtudag hefst 101 kvik- myndahátíð í Regnboganum og mun hún standa í rúmar þrjár vikur. Þrettán kvikmyndir verða á boðstól- um, nýjar úrvalsmyndir, sem marg- ar hverjar hafa vakið mikla athygli á síðustu misseram, má þar nefna heimildarmyndina Bowling For Col- umbine, sem fékk óskarsverðlaunin á dögunum. Verður hún opnunar- mynd hátíðarinnar, 10. apríl. Mynd- irnar koma frá öllum heimshomum og er víst að allir ættu að fá eitthvað sem vekur áhuga. Hér fer á eftir stutt yfirlit yfir myndimar. Eins og áður segir verður hátíðin í Regnbog- anum, sem hefur fengið andlitslyft- ingu, bíósalirnir verið teknir í gegn og nú síðast anddyri og salur. Bowling for Columbine Margverðlaunuð heimildarmynd eftir einn skæðasta gagnrýnanda samtímans, Michael Moore. Bowl- ing for Columbine er eldfim og hug- vekjandi þar sem íjallað hér um skotvopnaeign Bandaríkjamanna, vopnastýringu og hugsanleg tengsl milli tíðna ofbeldisglæpa og morða og þess hve auðvelt er að verða sér út um byssur. Moore er afar gagn- rýninn á bandarískt þjóðfélag, hann á auðvelt með að koma skoðunum sínum á framfæri og kímnigáfan hans leynir sér ekki. Hér bregður hann sér í hlutverk spyrils en er jafnframt höfundur handrits, leik- stjóri og framleiðandi. Eyrnagöt Nýjung Framþróun í eyrnagatagerð Rakarstofan s Klapparstíg | Sími 551 3010 | tlmSsiitsn I sl*a 5t0 2525 JÉ ItXlSVJIP: SUí 2 150-153, vinmnsstöiur lausardasinn secou aft - vm nuuuftntiM 5. apríl V V 2) 2) S) ®38) * Jókertölup vlkunnar [JJ 5 5 7 4 uarrm fttltat á raMnðijn Rabbit Froof Fence Ung blökkukona flýr vinnubúöir og heldur heim á leið um langan veg. El crimen del padre amaro E1 crimen del padre amaro eða Glæpur fóðurs Amaro er mexíkósk kvikmynd. Var hún tilnefnd til ósk- arsverðlaunanna sem besta erlenda kvikmyndin. Leikstjóri er Carlos Carrera. í Myndinni leikur Gael García Bemal séra Amaro, ungan prest sem er sendur til lítillar kirkju í Los Reyes í Mexíkó, til aðstoðar hinum aldna séra Benito, sem er afar virt- ur í þessu litla samfélagi. Séra Amaro kynnist ungri stúlku, hinni gullfallegu Amelíu. Hún fellur fyrir unga prestinum en trúin vefst fyrir henni. Amelía fetar í fótspor móður sinnar sem hefur átt í áralöngu ást- arsambandi við séra Benito. Spider Spider er nýjasta kvikmynd Dav- id Cronenbergs. Var hún frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra. Sem fyrr er David Cronen- berg á slóðum sem fáir hafa áður farið og fjallar myndin um mann, sem eftir að hafa verið vitlaus í orðsins fyllstu merkingu, fær vitið aftur. Móðir hans kallar hann Spider en Dennis Clegg heitir hann og býr á heimili fyrir geðtruflaða í London. Hann hefur verið geðklofi frá unga aldri. Helstu leikarar eru Ralph Fiennes, Gabriel Byme og Natasha Richardson. The Good Girl í Góðu stelpunni sýnir Jennifer Aniston að hún er meira en „vinur“. Hefur hún fengið mjög góða dóma fyrir leik sinn. Leikur hún óham- ingjusama eiginkonu sem lifir fá- brotnu lífi í smábæ í Bandaríkjun- um. Líf hennar flækist svo um mun- ar þegar hún hefur ástarsamband við ungan mann sem heldur að hann sé Holden Caulfield úr Catcher in the Rye (Bjargvætturinn í gras- inu). Leikstjóri er Miguel Arteta og auk Aniston leika í The Good Girl, Jake Gyllenhaal, John C. Reilly og Tim Blake Nelson. Rabbit Proof Fence Rabbit Proof Fence (Kanínunetið) er önnur tveggja úrvalsmynda, sem ástralski leikstjórinn Philip Noyce skilaði frá sér á síðasta ári. Hin er The Quiet American. Hefur Kanínu- netið fengið mjög góðar viðtökur og fengið verðlaun. Meðal annars var hún valin besta ástralska kvik- myndin á síðasta ári. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og fjallar um Molly Craig, unga blökkukonu í Ástralíu, sem flýr ásamt yngri systur sinni og frænku frá vinnubúðum. Vinnubúðimar eru reknar af yfirvöldum til þess að þjálfa blökkufólk sem verkamenn ogg koma þeim betur inn í samfélag hvítra. . Óþekktir leikarar era í stærstu hlutverkunum, en Kenneth Brannagh fer einnig með hlutverk í myndinni 28 Days Later Eftir að hafa farið flatt á The Beach kemur breski leikstjórinn, Danny Boyle, sterkur inn með vís- indatryllinn 28 Days Later. Bráðsmitandi vírus sleppur frá breskri rannsóknarstofu. Hann berst á milli manna með blóði, smit- aðir brjálast og myrða allt sem á vegi þeirra verður! Innan 28 daga eru örfáir Bretar eftir ósmitaðir og reyna þeir að berjast fyrir framtíð sinni. En vírusinn er ekki það eina sem ógnar tilvera þeirra. í helstu hlutverkum eru Cillian Murphy, Naomie Harris, Megan Burns, Brendan Gleeson og Christopher Eccleston. Breska kvikmyndatíma- ritið Empire valdi 28 Days Later The Good Girl Jennifer Aniston hefur fengiö góöa dóma fyrir leik sinn í hlutverki óham- ingusamrar eiginkonu. sem bestu bresku kvikmynd ársins. Comedian Comedian er heimildarkvikmynd um Jerry Seinfield þar sem koma fram margir þekktir leikarar og skemmtikraftar. Er myndin um það hvort það sé líf fyrir Jerry Seinfield eftir að hætt var að gera hina vin- sælu Seinfeld sjónvarpsseríu. í upp- hafi er Jerry Seinfeld ekki af baki dottinn. Hann hefst handa við að vinna nýtt efni sem uppistandari og fær félaga sinn í lið með sér. í myndinni er fylgst með þeim skemmta í litlum klúbbum víðs veg- ar um Bandaríkin. Auk þess eru málin rædd við menn í sömu stétt, meðal annars þá Jay Leno, Bill Cos- by, Chris Rock, Ray Romano og fleiri. Bowling For Columbine Michael Moore er vígategur meö byssu í annarri hendi og sjónvarps- tökuvélina í hinni. Elsker dig for evigt Ég elska þig að eilífu er nýjasta danska dogme myndin. Fjallar um trúlofað par sem lendir í gríðarleg- um erfiðleikum þegar maðurinn lam- ast í bílslysi og konan verður ást- fangin af manni konunnar sem olli árekstrinum. Leikstjóri myndarinn- ar er Susanne Bier, sem leikstýrði Den eneste ene fyrir nokkrum árum. í helstu hlutverjkum Nikolaj Lie Kaas, Mads Mikkalelsen, Paprika Steen og Sonja Richter. Heaven Heaven, sem Tom Tykwer (Run Lola Run) leikstýrir er gerð eftir handriti sem Krzysztof Kielslowski hafði skrifað stuttu áður en hann lést. Segir myndin frá Philippa Paccard sem er afar vonsvikinn vegna ófullnægjandi rannsóknar ítöisku lögreglunnar á dauðsfalli eiginmanns hennar sem lést af völd- um eiturlyfja. í örvæntingu kemur hún sprengju fyrir hjá eiturlyfjasal- anum sem leiöir til dauða fjögra saklausra fórnarlamba. Hún er handtekin fyrir hryðjuverk sín en túlkurinn trúir á sakleysi hennar og leitar leiða til að frelsa hana. í aðal- hlutverkum eru Cate Blanchett, Giovanni Ribisi. Pinocchio Gosi er fyrsta kvikmyndin sem Roberto Benigni gerir eftir La Vita é Bella. Benigni sem leikstýrir mynd- inni og leikur aðalhlutverkið lagði bæði mikla peninga og mikinn metnað í myndina. Þegar hún var frumsýnd á Ítalíu í fyrra hafði eng- in ítölsk kvikmynd verið sýnd í jaf- an mörgum kvikmyndasölum í einu og sló hún aðsóknarmet. Aðsóknin að henni hefur ekki verið jafn mikil í öðrum löndum. Auk Benigni leika í Gosa eiginkona hans Nicoletta Braschi, Carlo Giuffré og Peppe Barra. Naqoyqatsi Naqoyqatsi er ný teikni- mynd/stríðsmynd/heimildarmynd í leikstjóm Godfrey Reggio. Þetta er lokamyndin í „qatsi“ þríleik Reggi- os, sem meðal annars eru frægar fyrir magnaða tónlist Phillips Glass. í myndinni er hversdagslegum veru- leika breytt með nýjustu tækni. Út- koman er gerólík. Heimurinn lýtur ekki lengur lögmálum náttúrannar heldur er honum stjómað af tækni, sýndarveruleika og gerfigreind. Gamle mænd i nye biler Gamlir karlar í nýjrnn bílum er skemmtileg dönsk kvikmynd sem er í ætt við I Kina spser de hunde. Ger- ist áður en atburðarás þeirrar kvik- myndar hófst. Hinsta ósk Monks er að Harald fóstursonur hans finni son hans, Ludvig. Það er hægara sagt en gert því Ludvig afþlánar fangelsisvist í Svíþjóð. Kokkamir Peter & Martin, freista þess að frelsa hann með óvæntum afleiðing- um. Leikstjóri er Lasse Spang Olsen og í helstu hlutverkum eru Nikolaj Lie Kaas, Kim Bodnia og Torkel Pet- ersson. Klassfesten Klassfesten er ný sænsk gaman- mynd sem leikstýrt er af Mans Herngren. Aðalpersónan er Magnus Edkvist, 35 ára gamall maður sem er í nöp við endurfundi gamalla skólafélaga og forðast því slíkar samkomur eins og heitan eldinn. Samt sem áður þiggur hann slíkt boð þegar gamli bekkurinn hans ætlar að hittast. En hann hefur sín- ar ástæður - það er möguleiki á að gamla skólaástin mæti á staðinn. Mikael Almqvist og Inday Ba leika aðlhlutverkin. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.