Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2003, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2003, Qupperneq 29
MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 DV 53 Tilvera Æft fyrir tónleikana Fjölbreytni er alls ráöandi í lagavalinu á tónleikunum. Svanurinn meö vortónleika: Lúðrablástur og líflegur félagsskapur Lúðrasveitin Svanur heldur ár- lega vortónleika sína í Loftkastalan- um 9. apríl næstkomandi kl. 20. „Það er mjög gaman aö vera í lúðra- sveit. Þetta er skemmtilegur hópur og jafnframt gott félagsstarf," segir Guðný Jónsdóttir, meðlimur í Svan- inum, en hún situr einnig í stjóm. Markmið sveitarinnar er að vera í fararbroddi slíkra sveita og vera í senn góð viðbót í menningarflóru borgarinnar og skemmtilegur fé- lagsskapur fyrir fólk á öllum aldri. Svanurinn var stofnaður árið 1930 og í dag em félagar um fjörutíu og eru þeir á aldrinum 18 til 35 ára. Tónleikar og árshátíð „Það er nóg að gera þessa stund- ina. Viö erum nýbúin að halda árs- hátíð. Síðan eru tónleikamir í apríl auðvitað stóra málið,“ segir Guðný. Um efnisskána segir hún að þar verði meðal annars verk eins og Westem Pictures, Os Pássaros do Brasil. Highlights from Exodus og Czardas. „Einnig verður einn meðlimur Svansins með einleik; Ella Vala Ár- mannsdóttir og spilar homakonsert Flautuleikarinn Guöný Jónsdóttir er flautuleikari í Svaninum auk þess sem hún situr í stjórn hljómsveitarinnar. eftir Mozart. Svo er stjórnandinn okkar, Haraldur Ámi Haraldsson, að láta af störfum eftir 10 ára starf og hann verður að sjálfsögðu heiör- aður með viðeigandi hætti,“ segir Guðný. Hljómsveitin tekur einnig að sér að spila við hin ýmsu tilefni. „Það hefur verið minna umleikis að undanfomu en annars er starf- semin nokkuð jöfn,“ segir Guðný. „Það eru auðvitað alltaf fastir dagar eins og 1. maí og 17. júní. Annars er alltaf mest aö gera á sumrin og um jólin. Svo eru líka opinberar heim- sóknir og þess háttar." Ekki mikil athygli Guðný segir að lúðrasveitir al- mennt fái ekki mikla athygli á ís- landi. „Við þurfum auðvitað líka að vera dugleg við að auglýsa okkur og láta vita af okkur. Erlendis fá lúðra- sveitir mikla virðingu og athygli. Þetta vantar eiginlega hérna,“ segir Guðný sem hefur verið í sveit- inni í fiögur ár og spilar á þver- flautu. „Ég er utan af landi,“ segir hún „en þegar ég kom í bæinn til að fara í háskóla byrjaði ég í Svaninum. Við æfum alltaf fast einu sinni í viku. Mér finnst þetta æðilslega gaman enda er þetta hress og skemmtilegur hópur.“ -gfv Myndbönd/DVD The Ballad of Ramblin’ Jack - iririr Þjóðsagnapersóna Það eru ekki margir hér á landi sem þekkja þjóðlaga- og kántrísöngvarann Jack Elliott, eða Ramblin’ Jack, sem Johnny Cash segir að sé sá söngvari sem hafi víöast farið, eignast flesta vini og sungið flesta söngva og Arlo Guthrie segir að það væri enginn Bob Dylan ef Ramblin’ Jack hefði ekki verið til. í The Ballad of Ramblin’ Jack, merkilegri og góðri heimildamynd, kynnumst við vel tón- listarmanni sem oftar en einu sinni stóð á þröskuldi frægarinnar. Eirðarleysi og meðfætt kæruleysi gerði þaö að verkum að hann spilaði sig ávallt út í hom. Það er með augum dóttur hans, Aiyana Elliott, sem leikstýrir kvikmyndinni og fylgir föður sínum eftir, sem við kynnumst skemmtilegum manni sem allir vilja vingast við og um leið manni sem heldur sig í fjarlægð við sina nánustu. Dóttirin er ekki aðeins að kynna okkur tónlistarmanninn Jack Elliott heldur er hún sjálf að reyna að ná sambandi við föður sinn. Jack Elliott byrjaði ungur að ferðast með gítarinn og munnhörpuna. Og sögulega séð er hann að flestra mati sá sem brúar bilið milli Woodys Gut- hries og Bobs Dylans. Hann var náinn vinur Guthries, spilaði meö honum og var við dánarbeö hans. Þegar Bob Dylan var ungur og undir áhrifum frá Guthrie tók hann Jack Elliott sem fyrirmynd þegar kom að því að stíga á svið og það leynir sér ekki að Elliott hefur ekki síður áhrif á Dylan en Gut- hrie. Jack Elliott hefur gefið út margar plötur og næst frægðinni komst hann í Englandi en þar var hann fjögur ár seint á sjötta áratugnum. Jack vildi frekar snúa heim heldur en fylgja eftir velgengni í Evrópu og hélt áfram ferðalagi sínu um þver og endilöng Bandaríkin -HK Útgefandi: Myndform. Gefin út á myndbandi. Leikstjóri: Aiyana Elliott. Bandaríkin, 2000. Lengd: 112 mín. Bönnuð börnum innan 12 ára. Fogbound - ★★ Margt býp í pokunni í upphafi Fogbound fylgjumst við með hjónum og besta vini þeirra á ferð í svissnesku Ölpunum. Mikil þoka kemur í veg fyrir að þau geti haldið ferð sinni áfram. Drungalegt umhverfi og þokan gefur ímyndunaraflinu lausan tauminn og við gætum verið í upphafi á sakamálatrylli, sérstaklega þegar það er haft í huga að leikstjórinn kýs að koma inn hræðslu hjá persónum sínum. Þessi sýn verður að engu þegar fyrsta afturhvarf til fortíðarinnar á sér stað en þá erum við komin á herragarð á átjándu öld þar sem við fylgj- umst með þróun mála hjá aðalsmanni sem hefur átt tvíbura með einni vinnukonunni. Ákveður hann að ala annað barnið í auðlegð en hitt í fátækt. Þegar komið er aftur í þokuna fara málin að skýrast og ljóst er að í uppsiglingu er erótískur þríhyrningur. Reynslusögur koma og með hverri sög- unni verður spennan meiri þeirra í millum. Hollenski leikstjórinn Ate de Jong gefur mikið fyrir stílinn og fer oftar en ekki fram úr sér í þeim efnum. Því verður ekki neitað að mörg atriðin eru út- litslega flott en um leið innantóm. Það er viss dýpt í sögunni og persónurnar eru flóknar. í stað þess að leggja áherslu á þessi atriði flakkar Jong með mynd- ina í tíma og rúmi svo úr verður torræð kvikmynd sem með meiri aga hefði getað orðið góður sálfræðitryllir. -HK Útgefandl: Sam-myndbönd. Gefin út á myndbandi. Leikstjóri: Ate de Jong. Hol- land/England, 2002. Lengd: 94 mín. Bönnuð börnum Innan 16 ára. Leikarar: Luke Berry, Ben Daniels og Olga Brady. Nemendurnlr 7. HH og 7. SBG í Njarðvíkurskóla í heimsókn á DV Björgvin Pétur, Elsa Björk, Fjóla, Hafdís, Hermann, Hugi, Jóhann Baldur, Kristinn, Krístín Ingibjörg, Kristófer Viktor, Nína Rún, Ósk, Steinunn Mist, Sunna Sigríöur, Vignir Þór, Davíö Freyr, Drífa Þöll, Eyrún, Heiöa Hrönn, ísak Berg, Jökull, Margrét Lára, Sara Björg, Ævar Már. Samkeppnishæfni Akureyri 11. apríl 2003 'fU 13:20 cn ö) (ö 73 14:00 Skráning Ávarp Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra LEED verlcefni OECD - byggðamál - valkostir og möguleikar Alejandro Aurrecoechea, sérfraeðingur, byggðadeild, OECD Byggðaklasar í Evrópu - rannsóknir, niðurstöður, valkostir Elisabet Hauge, sérfræðingur, EIM, Business & Policy Research, Holland Samkeppnishæfni landa - staða íslands Fiona J. M Paua, World Economic Forum, Davos, Sviss 15:30 Kaffi Þátttaka á ráðstefnuna tilkynnist til iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins í síma, 545-8500 Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti Verkefnisstjórn um byggðaþróun við Eyjafjörð Iðntæknistofnun fslands m. 14:40 kynningarfulltrúi Akureyrarbæjar Þróun finnsku byggðaáætlunarinnar Kaisa Láhteenmáki-Smith, sérfræðingur, NORDREGIO Samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar á Eyjafjarðarsvæðinu Karl Friðriksson, framkvæmdarstjóri Iðntæknistofnunar, Reykjavik Áherslur og stefna Akureyrar Knstjan Þ. Júbusson, bæjarstjóri, Akurevri Sjónamiið fyrirtækja Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Utgerdarfeíag Akurevringa Verkefnisstjórn um byggðaþróun við Eyjafjörð - samantekt og niðurstðður Sigmundur Ernir Rúnarssort ritsöór: DV og formaðu: Ve’kefnisstiómar Ráðstefnuslit

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.