Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2003, Blaðsíða 19
19 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 ___________________________________________________ DV____________________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir silja@dv.is Maður og mold í gamalli orðabók er firring skilgreind sem „kvíðablandin einangrunarkennd vegna skorts á samhengi milli starfs og lífs“. Ýmsir fræðimenn eru þeirrar skoðunar að sú firring sem gegnsýr- ir tilveru okkar í dag eigi upptök sín í iðnbylt- ingunni á 17. og 18. öld, þegar vélvæðingin riðl- aði viðteknum lifnaðarháttum og þar með sam- bandinu milli manns og náttúru. Það var síðan eitt af markmiðum rómantískra listamanna að koma aftur á tengslum manns og náttúru, til tryggingar sálrænni heill samfélagsins, en það markmið birtist jafnt í óveðursmyndum Turners sem dýramyndum Delacroix. En í myndlist 20. aldar, og ekki aðeins nátt- úrutengdri list, er aðskilnaður manns og náttúru staðreynd. Sjálf hugmyndin um algilda form- fræði, um nauðsyn þess að stílfæra hið séða, er ávísun á náttúruupplifun á forsendum hins menntaða borgarbams, ekki náttúrunnar. Því má með nokkmm sanni halda því fram að ís- lensk náttúra losni ekki úr viðjum hins „borg- aralega" viðhorfs, fái að njóta sín á eigin for- sendum, fyrr en með tilbrigðum Kristjáns Dav- íðssonar um innri og ytri náttúru og málmsteyp- um Jóhanns Eyfells af „natura naturans". Myndlíst Hins vegar er næsta fátítt að sjá myndlistar- mann velta fyrir sér hvað það þýðir í raun og veru að vera „eitt með náttúrunni". Það sem ger- ir sýningu Bjargar Örvar í Galleríi Sævars Karls einkar áhrifamikla er einmitt einarðleg viðleitni hennar til að brjóta til mergjar hugmyndina um samruna þess lífkerfis sem við nefnum „mann- eskju“ og vistkerfís náttúrunnar. Smásjárfræöi og stjörnufræði Þar gengur hún ekki út frá þeirri formgerð módemískra afstraktlistamanna sem minnst er á hér að ofan, heldur býr sér til myndmál með rætur bæði í frumulíffræði og smásjámáttúru- fræðum; upp í hugann kemur útlistim Vilhjálms Bergssonar á „samlífrænmn víddum". Ég veit ekki hvort einhverjir muna eftir ævintýrakvik- mynd sem nefnist Fantastic Voyage þar sem vís- indamenn eru smækkaðir og sendir í ferðalag um blóðrás og líffæri likamans. Á sýningu Bjarg- ar eru áhorfendur sendir í könnunarferð um myndheim sem minnir um margt á landslagið sem birtist í þeirri kvikmynd. Sérhvert málverk er takmarkalaus vettvangur þar sem líkamlegar og náttúrulegar vísanir eru kembdar saman með ýmsum hætti eða liggja hver ofan á annarri eins og hálfgagnsæjar himnur. Á einum stað er engu líkara en áhorfandinn sé staddur inni í legköku þar sem purpurarauðar himnur púlsa af lífi, en áður en varir breytast þessar himnur fyrir augliti okkar í næfurþunnt og brothætt skæni, og æðakerfíð sem nærir þessa lífheild tekur á sig mynd dýjagróðurs eða þangs. Annars staðar birtast okkur eins konar neðan- sjávarsýnir þar sem innviðirnir minna í senn á sameindalíffræði mannsins og sólgosmyndirnar sem stjömukíkirinn Hubble hefur verið að senda okkur. Maður, jörð og alheimur em eitt. Athygli áhorfandans er ýmist beint að samspili lífrænna þátta á yfirborði þessara málverka eða óravíðátt- unum undir þessu yfirborði, og gæðir sú tog- streita víddanna verkin auknum slagkrafti. Nýjar víddir Þessar lýsingar gefa ef til vill ranga mynd af þessum málverkum. Þau eiga ekkert skylt við meinafræði eða köld vísindi, heldrn- eru þau þrungin lífsnautn og fógnuði yfir fjölbreyti- leika og tærri fegurð sköpunarverksins, hvort sem er í smáu eða stóru. Björg hefur sjaldan bundið bagga sina sömu hnútum og samferðamenn hennar í myndlist- inni. Stundum hafa jafnvel helstu aðdáendur hexmar talið sem hún væri komin yfir stakket- ið sem skilur að frumleika og sérvisku. Með þessari sýningu lætur hún að sér kveða svo um munar og eykur - bókstaflega - nýjum víddum við náttúrutengda myndlist okkar. Aðalsteinn Ingólfsson Sýningin stendur til 30. apríl. Tónlist________________________________________________________________________ ■: Þögnin fullkomin Tónleikar Söngsveitarinnar Fílharmóníu sL sunnudagskvöld í Langholtskirkju blésu hreinlega inn páskahátíðina og settu á til- hlökkunina þann hátíðablæ sem stundum vantar þegar skipulag skíða- og sveitaferða er orðið fyrirferðarmikið í umræðu heimilanna. Messías eftir Hándel er skrifaður fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. í verkinu er farið yfir sögu Krists allt frá því að komu hans er spáð og þar til hann hefur verið hæddur og krossfestur. Atburðir eru ekki raktir beint en vitnað brotakennt í spámenn og guðspjöll. Handel var innan við mánuð að setja tónlist- ina saman og blandaði saman viö frumsamiö efni tónlist úr öðrum verkum sínum. Þetta var algengt og viðurkennt á þessum tíma og ekki alltaf víst að tónskáldin notuðu bara sína eig- in tónlist. Tónlistin i Messíasi er sérkennileg blanda stfibrigða. Hún er á köflum guðdómlega fögur, alltaf áhugaverð og einstaka sinnum hreint ótrúlega hallærisleg. Sem dæmi um það síð- astnefnda er kórinn For unto us a child is born þar sem vandræðalega poppaðir rísandi sekvensar eru ofnotaðir. í samtíma tónskálds- ins hefur þetta sennilega verið bæði djarft og ferskt en hefur síðan þá verið ofnotað svo gróflega að allt sem minnir á svona tóna- vinnslu er óhjákvæmilega tugga. Samt er mjög gaman að heyra upprunalegt dæmi um eitthvað sem varð síðar svo ofurvinsælt. Stjörnufans Hvert sæti meðal flytjenda reyndist vel skipað helstu stjörnum okkar á sviði söngs og hljóðfæraleiks auk kórsins. Rut Ingólfsdóttir konsertmeistari leiddi mjög góöa sveit hljóð- færaleikara og hljómurinn í franska forleikn- um þéttur og fallegur. Basso Continuo hópur- inn innan hljómsveitarinnar skilaði sínu hlut- verki með glæsibrag og mörg áhrifamestu augnablik tónleikanna tengdust þeim flutn- ingi. Hulda Björk Garðarsdóttir sópransöngkona söng bæði söngles og aríur mjög vel. Þó var eins og stundum vantaði fyllingu eins og í arí- unni How beautiful are the feet og hljóðfæra- leg meðferð raddarinnar frá hendi Hándels hentaði henni ekki alltaf vel eins og mátti heyra í Rejoice greatly. Sesselja Kristjánsdótt- ir er mezzosópran en söng þarna althlutverk. Hún hefur mjög fallega rödd og náði að syngja flest fallega þó óneitanlega væru sumar hend- ingarnar full djúpar fyrir hennar rödd. Ágúst Ólafsson bassi skilaði erfiðu hlutverk mjög vel og er túlkun hans í sönglesinu Behold, I tell you a mystery eftirminnileg og meðferð hans á tónunum í sönglesinu For, behold, darkness shall cover the earth afburðafalleg. Eyjólfur Eyjólfsson tenór var stjarna tón- leikanna. Strax í fyrstu aríu sinni, Ev’ry valley shall be exalted, sýndi hann fegurð raddar sinnar, leikni og léttleika. Túlkun hans er lifandi og oft leikræn. Þannig gaf hann sen- um sínum alveg sérstakt líf án þess að fara út fyrir stílramma óratóríunnar. í öðrum hluta verksins söng hann nokkur atriði í röð og þar náðu allir þræðir að fléttast svo sterkt saman að nálgaðist fullkomnun. Hljóðfæraleikur, söngur og stjómun komu eins og úr einni sameinaðri uppsprettu. Meira aö segja þögnin á undan aríunni úr Harmljóðunum var full- komin. Allir vegir færir Bernharður Wilkinson var maðurinn í brúnni og stýrði af öryggi og oft líka djarft. Hann málaði verkið í sterkum litum, skapaði miklar andstæður í styrk og hraða, sveiflaði bæði kór og hljómsveit vel og gætti hlutfalla af stakri nákvæmni. Taumnum sleppti hann bara einu sinni en líka það virtist yfirvegaður hluti heOdarmyndar. Þannig hljómaði Hall- elújakórinn frægi svolítið ólíkur öðru efni, trommur sterkar og flutningurinn aðeins laus- beislaðri. Heildarsvipur flutningsins var skýrt mótaður og eins og nærri má geta var þáttur stjómanda þar mikilvægur. Söngsveitin Fílharmónía eflist og styrkist við hverja dáð. Raddþjálfún virðist sérlega vönduð og skynsamleg beiting eins og til dæmis hjá tenórum í kómum All we like sheep tryggir að mistök eiga sér ekki stað. Sópranraddir sýndu líka mikla leikni í með- ferð á efniviðnum og héldu fallegum lit gegn- um erfiðar hendingar. Hlutfóll milli radda eru góð og sönggleði og falleg túlkun einkenndu flutninginn. Og hafi menn haldið að stuðning- ur hinnar góðu kammersveitar væri forsenda kórhljómsins þá afsannaðist það meö frábær- um söng í a capella hluta kórsins Since by men came death. Þetta er stór og hljómfagur kór og honum virðast allir vegir færir. Sigfríður Björnsdóttir Píanótvenna Annað kvöld kl. 20 verða tónleikar fyrir tvö píanó í Salnum. Þar flytja pí- anóleikaramir Steinunn Bima Ragn- arsdóttir og Þorsteinn Gauti Sigurðs- son þekkt verk fyrir tvö píanó eftir Brahms, Debussy, Milhaud, Fauré og Shostakovich. Steinunn Birna og Þorsteinn Gauti hafa starfað saman sem píanódúó síðan árið 1995 og komið víða fram á tónleik- um bæði hér heima og erlendis. Þau stunduðu bæði nám við Tónlistarskól- ann í Reykjavík, luku þaðan einleik- araprófi og fóru til framhaldsnáms í Bandarikjunum, Steinunn Birna í Boston og Þorsteinn Gauti í New York. Þau eru bæði í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna. Tónleikarnir eru tileinkaðir minn- ingu Áma Kristjánssonar píanóleikara. Fyrirlestur um arkitektúr Á morgun kl. 12.30 halda arkitekt- arnir Heba Hertervig, Hólmfriður Jóns- dóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir í Arkibúllunni fyrirlestur um eigiii verk og vinnuaðferðir í Listaháskóla ís- lands, Skipholti 1, stofu 113. Þær sýna nokkrar samkeppnistillögur auk Þjón- ustuhúss í Nauthólsvík sem tilnefnt er til Mies van der Rohe-arkitektúrverð- launanna fyrir hönd íslands. Vatnslitamálun Námskeið i vatnslitamálun hefst 19. maí í Listaháskóla íslands, á Laugar- nesvegi 91. Kennd verður meðferð vatnslita og vatnslitapappírs, reynt að ná fram gagnsæi og tærleika litanna og farið í myndbyggingu og formfræði. Kennari er Torfi Jónsson myndlistar- maður. Rómeó elskar Júlíu enn Það er gleðilegt að geta nú sagt frá því að sýningar eru aftur hafnar á Rómeó og Júlíu í Borgarleikhúsinu eft- ir slysið sem Nína Dögg varð fyrir í hlutverki Júlíu fyrir nokkrum vikum. Síðustu sýningar fyrir páskafrí era annaö kvöld og laugardaginn 12. apríl. Svanurinn blæs Annað kvöld kl. 20 verða vortónleik- ar lúðrasveitarinnar Svans í Loftkastal- anum. Efnisskrá er stór og mikil, þar verða bæði verk með suðrænni sveiflu, country sveiflu og austur-evrópskri sveiflu. Einleikari í Homkonserti op. 417 nr. 2 eftir Mozart verður Ella Vala Ármannsdóttir sem er að ljúka einleik- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Stjómandi er Haraldur Ámi Haraldsson sem er nú að láta af störf- um eftir farsælt starf með sveitinni í tíu ár. „Geira-lögin“ í kvöld kl. 20 verða tónleikar í Hafn- arborg með sönglögum Oddgeirs Krist- jánssonar, „Geira-lögunum“. Flytjendur eru Hafsteinn Þórólfsson söngvari, Að- alheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari og Matti Kallio harmonikkuleikari. Odd- geir Kristjánsson lifði og starfaði sem tónlistarmaöur í Vestmannaeyjum og samdi fjölda laga sem hafa náð miklum vinsældum, til dæmis Ég veit þú kem- ur í kvöld, Gamla gatan og Ship o-hoj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.