Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2003, Blaðsíða 15
15 MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 X>V____________________________________________________________________________________________Menning Agnes Slott-Moller (1862-1937): Dauöi Siguröar Fáfnisbana Þarna má sjá Guðrúnu Gjúkadóttur syrgja eiginmann sinn með vinkonurnar í kringum sig. (Listasafn íslands á myndina.) Ný útgáfa af Eddu Snorra Sturlusonar vekur athygli fyrir einstæða myndskreytingu: Edda umvafin heimslist Ef raða ætti íslenskum bók- menntum í þúsund ár i ein- falda röð yrði Snorra-Edda þar í efsta sæti. í raun og veru er það rit svo mikilvæg undir- staða undir menningu okkar og tungu að maður fær kaldan hroll niður bakið við tilhugs- unina um að hún heföi vel get- að glatast - eins og svo mörg önnur ritverk frá fyrri öldum. En Eddan glataðist ekki. Hún er að vísu ekki til í eiginhandarriti höfundar síns, ekki einu sinni í 13. aldar handriti (hún mun vera samin um 1220) en hún er til í þremur skinnhandritum frá 14. öld, Konungsbók eða Codex Regius sem nú er til sýnis í Þjóðmenningarhúsinu, Codex Wormianus og Uppsala-Eddu sem ein nefnir nafn Snorra sem höfundar. Því er á Eddu minnst nú að út er komin hjá bókaútgáfunni Gudrun í Danmörku ný útgáfa á henni í enskri þýðingu Jean I. Young (sem fyrst kom út 1954). Textinn er ekki heill en birtar eru allar helstu frásagnir ritsins. Það sem gerir þessa útgáfu einstæða er mynd- skreyting bókarinnar, því hér er birt í fullum litum á besta pappír og í stóru broti úrval evr- ópskrar myndlistar sem sprottin er af lestri Eddu á undanfomum öldum. Ekki eru þessar myndir nærri því allar aðgengilegar á stómm söfnum; margar eru á litlum og lítt þekktum söfnum og jafnvel í einkaeign, þannig að ekki hefur verið auðvelt að finna þær. Enda tók það Bjöm Jónasson útgefanda og að- stoöarfólk hans nærri sex ár að vinna bókina, heimsækja söfn, skrifa söfnum, listfræðingum og áhugafólki í leit að myndum. Beardsley, Max Beckmann, Max Ernst, William Heinesen, Asger Jorn, Wassily Kandinsky, Anselm Kiefer, Paul Klee, Carl Larson, Bjorn Norgaard og Anders Zom. Athyglisvert er að skoða ólíka túlkun lista- mannanna á hinum fomu ásum og atburðum sem Snorri segir frá. Til dæmis er merkilegt að sjá hvað sumir gera þá sprelllifandi og ástríðu- fulla (til dæmis Zorn, Beckmann, Winge og gamli Abildgaard) og hvað þeir eru fagrir en steindauðir í túlkun annarra, til dæmis Blommér (1816-1853) sem á nokkur þjóðemis- rómantísk málverk í bókinni. Einstaklega þakklátt er að fá að sjá fjölbreytta túlkun nokkurra listamanna á einum átakanleg- asta atburði norrænna goðsagna þegar Loki er bundinn undir höggormsgini og Sigyn kona hans heldur skál undir drjúpandi eitrið til að hlífa manni sínum. 19. aldar mennirnir Eckers- berg og Winge sýna hjónin í rómantiskum mál- verkum þar sem Loki engist nakinn; aftur á móti er hann furðu afslappaður á vatnslitamynd Ásgríms Jónssonar. Áhrifamesta túlkunin er eftir Jens Adolf Jerichau sem lést 1916, aðeins 26 ára. Óhætt er að lofa áhugamönnum um norræn trúarbrögð - og áhugamönnum um myndlist - ómældum ánægjustundum yfir þessari gersemi. Edda-útgáfa hf. annast dreifingu og sölu bókar- innar á ís- landi. Johan Gustav Sandberg (1782-1854): Vaikyrjur ríða á vígvöll (brot). Uppskeran er sannarlega betri en nokkum gat órað fyrir. Eini gallinn á bókinni er sá að textinn skuli ekki vera líka á íslensku, en Bjöm lofar því að fái hann styrk muni hann koma bókinni út á íslensku. „Þar á hún náttúrlega heima,“ segir hann. Ástríða eða kitsch Myndimar í bókinni eru á annað hundrað og er þess getið í myndaskrá aftast hvar frum- myndimar eru geymdar. Má þar glögglega sjá hve víða hefur verið leitað fanga. Elstu mynd- irnar eru úr íslensku handriti frá 17. öld en sú yngsta frá 1985. Auk handritaskreytisins eru að- eins tveir íslenskir listamenn, Ásgrímur Jóns- son og Jóhann Briem, en fjöldi erlendra lista- manna, meðal þeirra margir af þekktustu mynd- listarmönnum Evrópu. Má þar nefna Aubrey Þrjár myndir af Freyju Frá vinstri: Freyja eftir Anders Zorn (1860-1920) er í einkaeign en var á sýningu í Lunds Konsthall 1982 þar sem á öörum veggnum héngu passífar konur og á hinum veggnum aktífar. Þessi sýning var innlegg í umræðu um hina opinberu mynd af konum, en Zorn var fyrst og fremst upptekinn af því sem lista- maður að ná fram hinni erótísku „tilfinningu“. John Bauer (1882-1918), sem málaði Freyju í miðjunni, teiknaöi guðamyndir í Fadernas Gudasaga eftir Rydberg árið 1911, en allar frumteikningarnar brunnu. Hann hafði líka málað Freyju á vegg í kvennaskóla í Karlskrona, og listasafnið í Blekinge gat útveg- að útgáfunni mynd af henni. Freyja eftir Hákon A. Bjærke (1910-1977) kom til útgefanda með þeim hætti að afkomendur Bjærkes höföu frétt af því að bókin væri í vinnslu og komu fljúgandi frá Sandefjord í Noregi til Kaupmannahafnar meö meöal annars þessa mynd í farteskinu. Þrjár góðar systur Aðdáendur rússneska leikskáldsins Antons Tsjekhovs, sem hyggjast fara til London um páskana, ættu að sjá splunkunýja uppsetningu Michaels Blakemore á Þremur systrum í Play- house-leikhúsinu á Thamesárbakkan- um fyrir neðan Charing Cross-stöðina. Ekki aðeins er þetta „besta leikrit í heimi“, eins og síöasti þýðandi þess á íslensku, Ingibjörg Haraldsdóttir, oröar það heldur er sýningin frábærlega leik- in og af næmri tilfinningu fyrir kjarna verksins. Michael Blakemore er gamall refur á leiksviðum í London og New York og veit vel hve miklu máli skiptir að hafa allt á réttum stað. Bæði sviö og bún- ingar eru stílfærðir miðað við aldamót- in 1900 og vandalaust fyrir áhorfanda að hverfa upp í sveit í Rússlandi fyrir hundrað árum þar sem leiöinn heldur hefðarfólki í heljargreipum. Leikarar eru vel valdir og ber þar hæst leikkonuna hæfileikaríku og fógru, Kristinu Scott Thomas sem leik- ur Möshu, miðsysturina sem er vansæl í hjónabandi með Kulygin (James Fleet) þó að hann sé afskaplega ham- ingjusamur með henni. Masha er þögul mikinn hluta þess tíma sem hún er á sviðinu en Kristin Scott Thomas er ekki í nokkrum vandræðum með að veiða augu áhorfenda þó að hún sitji úti í horni og lesi bók meðan aðrir tala. Harmur Möshu og óbærilegur leiði urðu nærri því áþreifanlegir í túlkun hennar. Aðeins létti þunganum af brá hennar þegar hún var samvist- um við Alexander Vershínín undirfor- ingja sem var prýðilega leikinn af Ro- bert Bathurst (David í Cold Feet), en þeim er ekki skapað nema að skilja. Elstu systurina, Olgu, leikur hin kunna leikkona, Kate Burton, en Irina er leikin af ungri söngkonu, Madeleine Worrall, sem fer afar vel með hlutverk- ið þó að það sé hennar fyrsta á sviði atvinnuleikhúss. Bróðurinn Andrei leikur Douglas Hodge og Susannah Wise hina illskeyttu Natösju konu hans. Hópurinn allur er óvenjusam- stilltur og sterkur. „Það er ástæöulaust að semja minn- ingargreinar um West End-leikhúsin þegar þau framleiða svona heimsklassa," segir gagnrýnandi Sunday Times í geysiloflegri umsögn sinni. Hann heldur beinlínis ekki vatni yfir Kristinu sem hann kallar fremsta meðal jafningja í þessu stjömustykki. 130 leiksýningar Af öðrum sýningum í leikhúsborg- inni er óhætt að mæla með Dauða- dansi Strindbergs með Ian McKellan sem Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði um hér í DV fyrir fáeinum vikum og þeir sem hafa gaman af ljóðlist gætu skemmt sér undir drep með Tom Cour- tenay í líki skáldsins Philips Larkins í Pretending to Be Me. í National Theatre er meðal annars veriö að for- sýna nýja óperu um Jerry Springer, en konsertuppfærsla á henni vakti mikla athygli á Edinborgarhátíðinni í fyrra, og nýr söngleikur í borginni er Ragtime, sem byggður er á samnefndri sögu E.L. Doctorows, eins konar félags- leg saga með söngvum og gerist í New York, nokkru síðar en Glæpagengi Scorseses. Sagan kom út á íslensku undir sama heiti 1977 í þýðingu Jó- hanns S. Hannessonar. Að jafnaði eru um 130 leiksýningar í gangi í London og þar af um 30 söng- leikir sem sumir hafa gengið árum (og áratugum) saman. Besta yfirlitið og all- ar upplýsingar um stað og stund, miða- verð og símanúmer eru í vikuritinu Time Out sem kemur út á miðvikudög- um og er til sölu í öllum bókabúðum, sjoppum og blaðasölum á torgum og gatnamótum leikhúsborgarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.