Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2003, Blaðsíða 11
11 MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 ■} ARSFUNDUR Húsbréf Eftirlaunasjóður fyrrverandi starfsmanna Útvegsbanka íslands boðar til ársfundar miðvikudaginn 30. apríl 2003, kl. 17.15, á Grand Hótel, Hvammi, 1. hæð. Dagskrá: Skýrsla stjórnar. Breytingar á reglugerð sjóðsins. Önnur hefðbundin ársfundarmál. AUir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundi, með málfrelsi og tillögurétti. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta. Qrnjn Innlausn húsbréfa Frá og með 15. apríl 2003 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994 1. flokki 1995 1. flokki 1996 2. flokki 1996 3. flokki 1996 - 45. útdráttur - 42. útdráttur -41. útdráttur - 40. útdráttur - 36. útdráttur - 34. útdráttur -33. útdráttur - 30. útdráttur -27. útdráttur - 27. útdráttur -27. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaóinu mánudaginn 14. apríl. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. íbúðalánasjóður Borgartúni 21 I 105 Reykjavík I Sími 569 6900 I Fax 569 6800 I www.ils.is Fréttir X>V Hörmulegt slys í París Áriö 2000 létust 113 manns þegar Concorde-þota flugfélagsins Air France hrapaði tii jaröar skömmu eftir fiugtak. Eftir það hefur aösókn stórminnkaö og hafa Concorde-vélar bæöi Air France og British Airways veriö reknar meö tapi síöan þá. Sportbuxur NQ sending tískuverslun Rauðarárstíg 1, síml 561-5077 Ferðamátl rika og fræga fólkslns Ríka og fræga fólkiö sættir sig oft ekki viö annaö en þaö besta og hefur feröamátinn sem Concorde býöur upp á reynst afar vinsæll. Hér hellir tónlist- armaöurinn Sting kampavíni 1 glas Pierse Morgans, samfarþega síns. Breyttir tímar Enda þótt ímynd Concorde hafi verið sú að þama ferðuðust bæöi rokkstjömur og konungborið fólk treystu flugfélögin mestmegnis á viðskiptamenn sem þurftu að flakka heimshornanna á milli á skömmum tíma. Og reksturinn náði sér aldrei almennilega á strik aftur eftir að svokallaðri dot-com- sprengingu lauk, þegar fjárfesting- araðilar þurftu að þeysast á milli staða til að ljúka samningum, oft á sama degi, en með aukinni notkun fartölva og flugsíma er hægt að koma meiri vinnu í verk um borð í flugvélunum sjálfum. Kröfur markaöarins eru skýrar. Viðskiptavinirnir vilja miklu fremur lágt miðaverð en þægindi um borð og jafnhraðskreiðan far- arskjóta og Concorde-vélarnar eru. Minni vélar sem eyða minna eldsneyti eru langvinsælustu vél- arnar hjá flugvélaframleiðendun- um Boeing og Airbus SAS. „Það lítur ekki út fyrir að markaður sé, eins og málin standa núna, fyrir þá þjónustu sem slíkar vélar veita,“ segir Todd Blecher, tals- maður Boeing. Fyrirtækið lagði nýverið til hliðar teikningar að nýrri flugvél sem getur flogið nærri hljóðhraða, þar sem lítil eft- irspurn er eftir slíkum vélum. Airbus hyggst hins vegar koma á markaðinn nýrri 555 sæta risa- flugvél, A380, árið 2006, og gæti fyrsta farrýmið á þeirri vél laðað að sér þá sem flugu með Concorde- vélunum. Safngripur Annar möguleiki fyrir þá sem vilja ekkert nema það besta er hreinlega að leigja sér flugvél eins og kanadíski framleiðandinn Bombardier býður upp á, fyrir um 350 þúsund kr. fyrir hverja klukkustund. Þetta gæti verið lausnin fyrir þá sem setja öryggi ofar öllu þegar kemur að flugferð- um eftir hryðjuverkin í Bandaríkj- unum. En Concorde-flotinn mun líklega aðeins sóma sér á söfnum í framtíðinni og slást þannig í hóp þeirra 2000 flugvéla sem flugfélög heimsins hafa þurft að leggja til hliðar á síðustu tveimur árum. Þá hefur ævintýramaðurinn Richard Branson, eigandi Virgin-flugfé- lagsins, boðist til að kaupa Concorde-flota British Airways, sem samanstendur af 7 vélum, á eitt pund. Að verði af þeim kaup- um verður þó að telja heldur ólík- legt. En stjórnarformaður Air France, sem á 5 slíkar vélar, telur að fólk muni áfram dást að Concorde-vélinni, þó svo að hún taki sig aldrei á loft aftur. „Ég er sannfærður um að Concorde-þot- an mun halda áfram aö fljúga í ímyndunarflugi fólksins. Maður- inn hefur aldrei áður skapað neitt eins fagurt og Concorde-þotuna." AÐEINS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.