Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2003, Blaðsíða 17
16 MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 41 Útgáfufélag: ÚtgáfufélagiB DV ehf. Framkvæmdastjórí: Örn Valdimarsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson A&sto&arrltstjórl: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsíngar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíó 24,105 Rvik, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjðrn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, simi: 462 5000, fax: 462 5001 Setnlng og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerb og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Leikur með fjöregg Allir stjórnarandstöðuflokkarnir hafa það á stefnuskrá sinni að bylta stjórnkerfi sjávarútvegsins. Frjálslyndi flokkurinn, sem varð til í kringum einn mann, hefur lagt megináherslu á að kvótakerfið verði lagt niður í áfóngum á fimm árum. Vinstrihreyfingin - grænt framboð segir vænlegastu leiðina „út úr ógöngunum er að fyrna veiðiheimildirnar út úr núgildandi kvótakerfi" á 20 árum. Sömu sögu er að segja um stærsta stjórn- arandstöðuflokkinn. Stefna Samfylkingarinnar er að afnema nú- verandi kvótakerfi og í kosningastefnu flokksins sem samþykkt var á vorþingi segir meðal annars: „Samfylkingin vill að kvótinn verði innkallaður í smáum, árlegum áfóngum, þannig að sjávar- útvegurinn geti lagað sig að breytingunum og að sem mest sátt verði um þær. Þetta er svokölluð fyrningarleið." Ekki er ólíklegt að stjórnarandstöðunni takist að fella sitjandi ríkisstjórn. Þar með yrði mynduð þriggja flokka vinstri stjóm. Augljóst er að eitt umfangsmesta verkefni þeirrar stjórnar verð- ur að bylta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Svo afdráttar- lausir eru flokkarnir í andstöðu sinni við ríkjandi skipulag að þeir komast ekki hjá því að hrinda stefnu sinni í framkvæmd. Af- leiðingarnar yrðu hins vegar ógnvænlegar. í ársskýrslu Kaupfélags Skagfirðinga varar Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri alvarlega við hugmyndum af þessu tagi og bend- ir á að stöðugleiki í efnahagslífi og festa í stjóm fiskveiða ráði mestu um þróun atvinnulífs á landsbyggðinni á komandi árum: „Einu öflugu fyrirtæki landsbyggðarinnar eru sjávarútvegsfyrir- tækin. Með því að veikja grundvöll þeirra með kúvendingu í fisk- veiðistjórn, hvort sem það er með óhóflegri sérsköttun, fyrningu veiðiheimilda með uppboðskerfi eða öðrum vanhugsuðum að- gerðum, er verið að kalla yfir landsbyggðina ómældar hörmung- ar ... Sú tíð á ekki lengur heima í vestrænu hagkerfi, að rekstr- arskilyrðum atvinnugreina sé kúvent eftir úrslitum þingkosn- inga hverju sinni. Slík hagstjórn er viðhöfð í vanþróuðum ein- ræðisríkjum og á ekkert erindi inn í íslenskt efnahagslíf og í raun hafa stjórnmálamenn á íslandi ekkert leyfi til að að íhuga slíkar aðgerðir og hvaö þá framkvæma slík skemmdarverk á at- vinnulífinu nú þegar komið er fram á 21. öldina.“ Þessi varnaðarorð Þóróifs Gíslasonar eru samhljóma ræðu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, á aðalfundi fé- lagsins 4. apríl síðastliðinn: „Þegar kemur að undirstöðuatvinnu- vegum þjóðarinnar verðum við að stíga varlega til jarðar. Þegar fjaliað er um sjávarútveg virðist sem sumum þingmönnum sé fyr- irmunað að skilja að bætt lífskjör og kaupmáttur er sóttur í fram- leiðniaukningu.“ Auðvitað er það rétt hjá forstjóra Samherja þegar hann bend- ir á að það sé grunnhyggið „að einstaka stjórnmálaflokkar í okk- ar litla þjóðfélagi skuli reyna að telja okkur trú um að við getum haldið uppi sömu framleiðni og hagsæld í sjávarútvegi með því að taka aflaheimildir af einum og dreifa til annarra. Slíkar að- gerðir fjölga ekki störfum“. Hugmyndir um aö bylta stjórnkerfi sjávarútvegsins eru ekki annað en leikur með fjöregg íslensks efnahagslífs. Sá leikur mun því miður halda áfram enda á sjávarútvegurinn undir högg að sækja í opinberri umræðu. Þorsteinn Már Baldvinsson hélt því fram á aðalfundi félagsins að umræða um sjávarútvegsmál væri oft á tíðum ómálefnaleg og ómaklega vegið að stórum sjávarútvegsfyrirtækjum hér á landi: „Því miður er það staðreynd að fréttastofur ríkisfjölmiðlanna hafa leitt þessa ómálefnalegu umfjöllun. Þeir sem gengið hafa hvað verst um auðlindina og vísvitandi brotið lög hafa átt greið- an aðgang að fréttastofunum og fréttir frá þeim verið fluttar gagnrýnislaust." Þegar kjósendur ganga að kjörborði 10. maf næstkomandi greiða þeir ekki aöeins atkvæði um næstu ríkisstjórn, um skatta- loforð stjórnmálaflokkanna eða fögur fyrirheit um aukna fjár- muni til velferðarmála. Þeir greiða einnig atkvæði um framtíð ís- lensks sjávarútvegs og þar með sín eigin lífskjör í framtíðinni. Óli Björn Kárason Skoðun Halldór Ásgrímsson utanríkisráöherra um stríöið í írak: fltök voru óumflvianlea Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra hefur staðið í ströngu vegna íraksmálsins að undanfömu. Hann telur átök hafa verið óumflýj- anleg en harmar fall óbreyttra borgara og hermanna. Enn fremur segir hann það brýnt verk að leysa deiluna um N-Kóreu og telur einu varanlegu lausnina vera aukna samvinnu Suður- og Norður-Kóreu. Hann sér þó ekki fram á frekari hernaðaraðgerðir, t.d. gegn Sýr- lendingum, af hálfu Bandaríkja- manna. Ekki hjá átökum komist Áður en átökin í írak hófust tal- aðir þú um að vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna œttu að fá meiri tíma. Fannst þér hernaðurinn ótímabœr? „Ég taldi eins og aðrir að það væri mikilvægast að leysa málið með friðsamlegum hætti. Það var hins vegar ljóst að það var ekki nægileg samstaða um lausn þessa máls í Öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna en í bakhöndinni var alltaf þrýstingur á íraka um að beita vopnavaldi. Þess vegna gerði ég mér alltaf grein fyrir því að það gæti komið til átaka. Þegar Frakkar sögðu svo aö þeir myndu beita neit- unarvaldi í öllum tilvikum þá varð mér ljóst að það yrði ekki beðið lengur. Þannig að þessi staða kom mér ekkert á óvart þótt ég hefði vilj- að sjá aðra lausn á vandanum. En þá vaknar auðvitað sú spurn- ing: Hvað átti aö bíða lengi? Það var búið að bíða í tólf ár. Átti að bíða í mánuð í viðbót, tvo mánuði eða tvö ár? Þeirri spurningu verð- ur aldrei svarað en ég held, eftir því sem ég hugsa meira um það, aö átök hefðu aldrei verið um- flúin, jafnvel þótt það hefði verið beðiö lengur og eftir- litsmönnunum gefinn lengri tími.“ En er enginn efi í þínum huga um aö hugsanlega hafi of miklu veriö fórnað til þess að ná fram markmiðum stríösins? „Hvert mannslíf er fórn og vissulega hafa of margir almennir borgar fallið. Einnig hafa margir her- menn fallið, bæði hjá bandamönnum og írökum, en það verður líka að hafa það í huga að það ástand sem áður var í landinu kost- aði einnig gifurlegar mann- fórnir. Almenningur leið skort, fólk var pyntað og börn voru að deyja í stórum stíl. Þess voru meira að segja dæmi að Saddam Hussein hefði flutt aftur út nauðsynjavörur sem komu inn til landsins. Þannig að ríkisstjórninni var sama um sitt eigið fólk. Óbreytt ástand hefði því líka kostað miklar mannfómir og jafn- vel meiri.“ Skiptir litlu hvernig vindarnir blása í ljósi þess að Danir sendu hersveitir til íraks liggur beint við að spyrja hvort utanríkisráðherra hefði gert hið sama ef íslendingar byggju yfir her. Halldór segist ekki hafa hugs- að svo langt og þakkar fyrir að þurfa ekki að taka slíkar ákvarðan- ir. „Ég hef í rauninni aldrei hugsað út í það enda þakka ég guði fyrir það hlutskipti mitt að búa í landi þar sem ekki er her og þurfa ekki að standa í því sem stjórnmálamað- ur að taka slíkar ákvarðanir. Ég er ekki viss um að ég væri maður til þess,“ segir ráðherrann. „Ég dáist hins vegar að mönnum eins og Tony Blair sem geta tekið slíkar ákvarðanir með yfirveguð- um hætti. Það er ekki skemmtilegt hlutskipti að þurfa að senda 50 þús- und ungmenni til baráttu á fram- andi jörð en að baki slíkum ákvörðunum hljóta að vera rök- studdar ástæður og með þessari ákvörðun sinni er Blair að tryggja öryggi Bretlands og leggja sitt af mörkum til þess að varðveita heimsfriðinn." En nú hefur afstaöa meirihluta almennings og stjórnvalda ekki farið saman í þessu máli. Finnst þér aö almenn- ingur eigi að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda í málum sem þessum? „Almenningur hefur alltaf áhrif á stefhu stjórnvalda. Það er fólk- ið í landinu sem kýs okkur stjórnmálamenn- ina til þess að stjórna og til að taka ákvarðanir í erfiðum málum sem þessum. Við búum oft á tíðum yfir upplýsingum sem almenningur hefur ekki aðgang að og við verðum líka að axla ábyrgð á gjörðum okk- ar. Þannig að við getum aldrei gert eins og öllum hentar,“ segir Halldór. „Án þess þó að ég sé aö líkja því saman þá var t.d. meirihluti þjóð- arinnar samkvæmt skoðanakönnunum mót- fallinn virkjunarfram- kvæmdum við Kára- hnjúka á sínum tíma. Átti þá að hætta við þær framkvæmdir? í skoð- anakönnunum í dag styður meiri- hlutinn þær framkvæmdir. Ég er ekki í stjórnmálum til þess að hlaupa úr í einu í annað eftir því hvernig vindarnir blása. Ef menn vilja slíka ráðherra þá bið ég fólk um að vera ekki að kjósa mig. Þessu verða menn að gera sér grein fyrir,“ segir Halldór. írakar taki við stjórninni Talsvert hefur verið rætt um hvernig uppbyggingu íraks verði háttað að stríðinu loknu og sumir óttast að til alvarlegs ágreinings geti komið um það. „Því miður held ég að það sé raunveruleg hætta á að það verði ágreiningur um þetta. En fyrst það tókst að koma á ríkisstjórn í Afganistan þrátt fyrir allar þær hörmungar, sundrungu og eyði- leggingu sem þar hafði átt sér stað þá hef ég trú á að það sé einnig hægt í írak. Það sem þarf að stefna að er að írakar taki sjálflr við stjóm landsins en ekki einhverjir hagsmunahópar," segir Halldór og bætir við að Sameinuðu þjóðirnar verði að hafa forystu um uppbygg- ingu landsins að stríði loknu. „Ég tel að þetta sé óvinnandi verk nema SÞ komi þar að máli. Mér fmnst forsætisráðherra Breta hafa sett fram skynsamleg sjónar- mið í þessu máli sem ættu að geta orðið til þess að brúa þá miklu gjá sem myndast hefur á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Ef gjáin verður hins vegar óbrúuð lengi getur þaö haft gríðarlegar afleiðingar fyrir al- þjóðakerfið og íslenska utanríkis- stefnu." Ógnin af Noröur-Kóreu Margir óttast einnig að hernað- urinn í írak sé aðeins upphafið að frekari hemaðaraðgerðum Banda- ríkjamanna. Sumir hafa nefnt Sýr- land sem næsta hugsanlega skot- mark Bandaríkjanna en utanríkis- ráðherra telur líkumar á frekari hernaði ekki miklar. „Það eru engar slíkar ályktanir til af hálfu SÞ sem veita heimildir til slíks. Á sínum tíma var gerður vopnahléssamningur við íraka en síðan var ályktað að þeir hefðu brotið ákveðna kafla í stofnsátt- mála SÞ og því er þetta á engan hátt sambærilegt. Ég hef því ekki trú á að það verði farið í slíkar að- gerðir nema Sýrland verði uppvíst að einhverju sem alþjóðasamfélag- ið telur ástæðu til að hafa afskipti af. Það er því ekki hægt að bera írak og Sýrland saman í þessu sam- bandi.“ En telur þú aö heimsbyggðinni stafi ógn affleiri ríkjum en írak? Ég tel að það stafi ógn af þeirri kjarnorkuvæðingu sem virðist vera að eiga sér stað í Norður- Kóreu. Ég tel hins vegar að það megi leysa það mál með samning- um, t.d. með aukinni samvinnu Norður- og Suður-Kóreu. Ég hef ferðast til Suður-Kóreu og þar hafa menn miklar áhyggjur af þróun mála í norðri en mín von er sú að þessi lönd eigi eftir að sameinast líkt og gerðist t.d. með Þýskaland. Það er eina lausnin sem gæti orðið varanleg," segir Halldór og bætir við að stuðning margra Asíuþjóða við hernaðinn gegn írak megi að sínu mati rekja til óttans við Norð- ^ ur-Kóreu. „Það er mjög brýnt að finna lausn á þessari deilu og ég er ekki í nokkrum vafa um að pólitískur stuðningur ríkja á borð við Suður- Kóreu og Japan sé tilkominn vegna vilja þeirra til að starfa með Bret- um og Bandaríkjamönnum að lausn Norður-Kóreudeilunnar. -áb Ummæli Elast um umboðsmann „Ég sé fyrir mér einhvem kall, sem fer um allt og svo gerist ekki neitt. Við erum með alls konar stofnanir í hestamennskunni og þetta er ein silkihúfan ofan á hin- ar. Við höfum þegar Hestamiðstöð, Átaksverkefni og Heiðursvörð. Ég sé ekki fyrir mér, að þetta fyrir- hugaða embætti virki. Það kallar á gríðarlega þekkingu viðkomandi manns. Ég efast um, að til séu framsóknarmenn í þetta allt sam- an.“ Gunnar Arnarson hrossaútflytjandi um hugmyndir um embætti Umboös- manns hestsins í viötali viö Eiöfaxa. lilboð „Ágæta unga samfylkingarfólk í Reykjavík! Við í ungum framsókn- armönnum í Reykjavík skorum á ykkur í málþing um mögulega stefnuskrá ríkisstjórnar Framsókn- ar og Samfylkingar undir forystu Halldórs Ásgrímssonar." Haukur Logi Karlsson, formaöur Fé- lags ungra framsóknarmanna í Reykjavíkjurkjördæmi-noröur, í grein í Morgunblaöinu. Tapviss „Ég vissi alveg að ég myndi ekki vinna keppnina. ís- lendingar hefðu aldrei kosið mig og lagið var ekki mik- ið popplag." Færeyska sönggyðjan Eivör Pálsdóttir um forkeppni Evró- visjón í viötali viö vikuritiö Birtu. Lærdómur stríðsins „Norður-Kórea hefur séð innrás- ina í írak sem sönnun þess að eina leiðin til þess að geta stöðvað árás- ir Bandaríkjamanna er að ráða yfir kjamorkuvopnum. Aðrar þjóðir eru líklegar til að sjá það sama og í stað þess að stöðva vopnakapp- hlaupið er það orðið að sprett- hlaupi. Erfltt er að meta hver áhrifin verða á hryðjuverkahópa en það er erfitt að ímynda sér að innrásin muni leiða til betra ástands.“ Eyþór ívar Jónsson á Heimi.is. Regiulega nútímalegip Islenskir vinstri menn lækka ekki skatta. Þeir selja ekki ríkis- fyrirtæki. Þeir breyta almennt ekki um rekstrarform, jafhvel úreltustu stofnana. [...] Það er verið að lækka skatta of mikið, eða á röngmn tíma eða rangan skatt. Það er verið að selja rangt fyrirtæki eða á röngum tíma. Það hefði verið betra að selja í fyrra. Eða á næsta ári. Bara ekki núna. Það er svo ýmist verið að selja of mörgum eða of fáum. Verð- ið er heldur ekki nógu gott. En á fjögurra ára fresti mæta samfylk- ingarmenn á fund kjósenda og eru nútímalegastir allra.“ Vefþjóöviljinn á Andríki.is. Handónýtup almenningup „Ánægja manna með þessi yfirgengi- legu loforð [um skattalækkanir] styður þá kenningu, að kjósendur fái þá valdamenn, sem þeir eiga skilið. Ennfremur þá kenningu, að það sé ekkert aö á ís- landi, sem ekki sé hægt að laga með því að skipta um kjósendur." Jónas Kristjánsson á vef sínum. Stríð í nafni hverra? Það er áleitin spuming hvemig Bandaríkjamenn og Bretar gátu komist að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir alla vamagla, yfirlýstan vilja alþjóðasamfélagsins og raunverulegan árangur lögmœtra eftirlitsaðila, vœri stríð orðið pólitísk nauðsyn, algerlega óháð öllum gefnum forsendum. mM: iKA Margrét Frímannsdóttir ÆW alþingismaður og % M Kjallari „Höfum viö ekkert lært af sögunni? Að öllum líkind- um ekki því þaö hiýtur aö vera mönnum Ijóst eftir reynslu undanfarinna ára og áratuga aö það er ekki hægt að koma á friði meö geltandi byssukjöftum." írak samtímans er hryggðar- mynd. Fortíðin er ískyggileg og framtíðin í besta falli hættuleg. Enginn þarf að velkjast í vafa um að harðstjórinn í írak hefur fært þjóð sinni glötun og eyðileggingu. Sannfæring hans er sú að allt skal gert til að viðhalda völdum, hverj- ar svo sem fórnir þjóðarinnar verða. Saddams Husseins verður ekki saknað. En hverju hefur ver- ið til kostað? Hversu margir írak- ar - karlar, konur, böm og gamal- menni - hafa fallið í stríði sém kallað var yflr þá af valdamönnum í fjarlægum löndum. Mannfall óbreyttra borgara er nefnt óhjá- kvæmilegur skaði, engu líkara en verið sé að ræða um brýr, vegi eða byggingar. Nútímastríð hefur á sér blæ óraunveruleikans, þar sem blóðiö rennur ekki nema á sjón- varpsskjánum, sem jú alltaf er hægt að slökkva á. Friður við byssukjafta Aðdragandi stríðsins í írak hef- ur verið með þeim hætti að þegn- um flestra vestrænna þjóða fallast hendur. Við þurfum að leita langt aftur til að finna dæmi fyrir því að vilji alþjóðasamfélagsins hafi ver- ið jafn fótum troðinn og raun ber vitni. Það er áleitin spurning hvernig Bandaríkjamenn og Bret- ar gátu komist að þeirri niður- stöðu að þrátt fyrir alla varnagla, yflrlýstan vilja alþjóðasamfélags- ins og raunverulegan árangur lög- mætra eftirlitsaðila, væri stríð orðið pólitísk nauðsyn, algerlega óháð öllum gefnum forsendum. Höfum við ekkert lært af sög- unni? Að öllum líkindum ekki því það hlýtur að vera mönnum ljóst eftir reynslu undanfarinna ára og áratuga að það er ekki hægt að koma á friði með geltandi byssu- kjöftum. Þvert á móti. Með því ölum við upp kynslóð hatursfuÚra ungra manna og kvenna sem skirrast ekki við að hefna þótt það kosti þau lífið sjálft. Það er um- hugsunarefni að á sama tíma og vestrænar þjóðir eru hver annarri háðar með einum eða öðrum hætti um flesta þætti mannlegrar tilveru er sundrungin fordæmalaus. í dag er að alast upp heil kynslóð fólks sem fmnst sem það hafi nákvæm- lega engin áhrif á stefnu stjórn- valda. Mikil er ábyrgð þeirra sem blása í herlúðra og engu minni er ábyrgð þeirra sem ljá þeim þögult samþykki sitt. Þolinmæði brást Sagan hefur kennt okkur að sem þjóðir og sem menn verðum við að taka afstöðu til óþægilegra mála. Allt annað er hugleysi. En að sama skapi verður sú afstaða eða sá málstaður sem tekinn er að fylgja sannfæringu, lögmæti og umfram allt siðferðislegri vitund. Slíka afstöðu tókum við þegar harðstjórinn í Belgrad lét til skar- ar skríða. Það var ekki auðvelt en þó siðferðislega rétt. Um það deila fáir. Líklegast var minni hags- munum fómað fyrir meiri og þótt þróunin hafi verið farsæl til þessa þá mun tíminn einn skera úr um endanlegan árangur. En í þetta sinn er málum öðruvísi farið. Stríðið í írak varð ekki til af slysni heldur var um klaufalega fram- reidda pólitíska nauðhyggju að ræða. Óþægilegar fregnir um fyr- irætlanir Bandaríkjamanna í írak eftir að stríði lýkur renna enn frekari stoðum undir það. Auðvitað var það ekki aðeins lagaleg skylda manna að hafa þolin- mæði til að bíða eftir að vopnaeftir- litsmenn Sameinuðu þjóðanna lykju sínum störfum. Sú skylda var einnig siðferðisleg. Alþjóðasamfé- lagið, með Sameinuöu þjóðimar í öndvegi, hefði átt að fá svigrúm til að meta staðreyndir og taka lög- mæta ákvörðun um hvaða aðgerða ætti aö grípa til út frá þeim forsend- um. En í þess stað brast afskaplega takmörkuð þolinmæði sjálfskipaðra sýslumanna veraldar. Vilji þorra al- þjóðasamfélagsins var hunsaður, saklausir borgarar og hermenn hafa fallið og á hverjum degi vex réttlát reiði borgaranna. Þetta stríð er ekki háð í þeirra nafni og alls ekki í mínu nafni. -hb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.