Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2003, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2003, Qupperneq 4
■~r Bílar Laucardacur 26. apríl 2003 f Dyrlingurinn Siinba er smábíll með eiginleika til að keyra utan vega. Fiat Simba í framleiðslu endurholdgaður Fiat hefur ákveðið að setja Simba-tilraunabílinn í fram- leiðslu, en hann var fyrst sýndur á bílasýningunni í Bologna í fyrra. Bíllinn verður líklega framleiddur í Póllandi í sömu verksmiðju og er að hefja fram- leiðslu á Gingo-borgarbílnum. Simba er nokkurs konar jepp- lingur í líki smábíls og er áætlað að hann komi á markað árið 2005. Hann byggist að miklu leyti á Gingo-borgarbílnum sem vænt- anlegur er á markað í haust. Fimm ára ábyrgö Fiat áætlar einnig að auka ábyrgð á þremur nýjum bílum sínum upp í fimm ár. Bílarnir sem um ræðir eru Gingo, Idea og Lancia Ypsilon. Kaupendur þeirra geta einnig valið um þriggja ára ábyrgð með ókeypis þjónustu. Mun þetta koma til vegna þess að hollusta kaupenda við merkið er minni en hjá öðr- um framleiðendum og vill Fiat reyna að auka hana á þennan hátt. Ábyrgð á Fiatbílum í dag er tvö ár bæði erlendis og hér heima. -NG Aðdáendur gamla „Dýrlingsbíls- ins“ frá Volvo geta nú tekið aftur gleði sína því að sænski framleið- andinn virðist vera meö nokkra skemmtilega bíla á prjónunum. Einn þeirra er tilraunabíllinn Sport Coupé sem sumir segja að sé P1800 „endurholdgaður" en þessa tilraunabíla geta gestir New York- bílasýningarinnar virt fyrir sér þessa dagana. Á næstu opnu geta lesendur DV-bíla einnig virt fyrir sér það helsta sem þar er á boðstólum. Fallegasti Volvo-bíllinn Eins og sjá má sækir nýi til- raunabíllinn margt í útliti sínu til P1800, eins og breitt grillið og litla vængina sem koma upp úr aftur- brettunum. P1800 hefur af mörg- um einnig verið talinn fallegasti bíll Volvo og því ekki skrýtið að nú skuli sótt í það eins og aðrir framleiðendur hafa gert með sína bíla. P1800 var smíðaður frá 1960-1963 og var tveggja sæta sportbíll meö 1,8 lítra vél sem skil- aði 100 hestöflum. Hann hafði 170 km hámarkshraða og var 13,4 sek- úndur í hundraðið. Ef þessi bíll kemst í framleiðslu má búast við tölum sem helminga þessar í báö- ar áttir, jafnvel þótt áfram verði notuð 1,8 lítra vél, slík hefur fram- þróunin orðið á 40 árum. -NG Idca cr bíllinn sem tekur við af Punto. Gingo lientar vel fyrir borgarura- hverfið og er hannaður með það í huga. Endurhönnuð og hraðskreiðari Alfa GTV og Spider Alfa Spider og Alfa GTV hafa fengiö nýtt útlit sem hönnunarfyr- irtækið Pininfarina sá um að sam- ræma. Útlitsbreytingar eru fyrst og fremst nýr framendi í sam- ræmi vió nýja framenda sem væntalegir eru á alla Alfa Romeo og er tekið miö af 147-hönnuninni á nefinu sjálfu. Vélaúrvalið mun einnig aukast með nýja bílnum og má þar nefna að nýja 165 hestafla tveggja lítra JTS-vélin, sem er í 156, fer líka í Spider og GTV, auk þess sem ný 3,2 lítra 230 hestáfla V6-vél veður líka boð- - in. Með þeirti-vél á GTV-bíll-' inn að ná 255 km hraða sem gerir hann að einum hrað- skreiðasta Alfa-bíl sem boð- inn hefur verið. Meðal búnað- ar sem bætist við eru spól- vöm og skrikvörn og fjöðrun hefur verið endurhönnuð með nýjum jafnvægisarmi. Inn- réttingin verður líka uppfærð og meöal breytinga eru lægri Fiat og Suzuki smíða saman jeppling Forseti Fiat Auto, Giancario Boschetti, og stjórnarformaður Suzuki, Osamu Suzuki, skrifuðu á dögunum undir sam- starfssamning um að þróa nýjan jepp- ling á blaðamannafundi í Búdapest. Nýi bíllinn verður byggður á nýjum undirvagni sem Suzuki hefur verið að þróa og mun framleiðslan byija á síð- ari hluta 2005. Bíllinn verður fimm dyra og fœr bœði dísil- og bensínvélar. Framleiðendurnir munu þó gœta sín á að bílarnir verði ólíkir í útliti enda verða þeir seldir bœði sem Fiat og Suzuki. Suzuki er ekki óvant því að taka þátt í samstarfi við stœrri framleiðendur. Suzuki framleiðir Vitara með Chevro- bíl í þessa átt á bílasýningunni í Frank- furt árið 2001 en sá bíll kallaðist C- Crosser. Enginn jepplingur er í röðum Citroén-bíla og ef sala á þessum bíl gengur vel er talið líklegt að Citroén reyni að bjóða upp á alvöru flórhjóla- drifsbíl áður en langt um líður. Það yrði samt ekki í fýrsta skipti því árið 1958 var í boði Sahara útgáfa af hinum vin- sœla 2CV bragga með tveimur vélum sem drifu hvern öxul um sig. Einnig var hœgt að fá fjórhjóladrifinn BX GTi árið 1988. let-merkinu og hefur einnig smíðað |ít-... inn fjölnotabíl í samstarfi við OpeL framsæti. Einnig hefur hún fengið nýtt útlit og er lýsingin nú öll í rauðu. Aö sögn Sturlu Sigurðsson- ar, framkvæmdastjóra Fiat-um- boðsins, er bíllinn væntanlegur í maí eða júní. „Við höfum ekki pantað bíl á lager þar sem viö ger- um ráð fyrir að væntanlegir við- skiptavinir vilji geta valið sér sjálfir allan búnað niður í smæstu smáatriði," sagði Sturla. -NG C3 jepplingur á þessu ári Það lítur út fyrir að Citroén œtli sér í „jepplingsslaginn" eins og aðrir fram- leiðendur en þeir munu vera að prófa jepplingsútgáfu af C3 smábílnum sem gœti komið á markað á þessu ári. Bíll- inn mun nota sömu yfirbyggingu en verður með hœrri fjöðrun og stœrri plastbrettum, stuðurum og dekkjum. Búast má við fellanlegu þaki og inrv réttingu sem þolir almennilegt þrifa- bað. Bíllinn verður eflaust með svipuðu yfirbragði og Partner Escapade frá systurframleiðandanum Peugeot. Ólík- legt er talið að bílllnn verði fjórhjóladrif- inn, enda yrði þróunarkostnaðurinn of hár að mati Citroén. Citroén sýndi fyrst inu Nihon Keizai Shimbun munu fram- leiðendumir tveir þegar hafa ákveðið að þróa og framleiða saman Iftinn sportbíl sem fer á markað árið 2005. Þótt Saab og Subaru kunni að hljóma sem ólíkir framleiðendur eiga þeir svip- aða sögu. Báðir hafa verið mikið í fiug- vélaiðnaði og tekið þátt 1 rallkeppni með góðum árangri. 9-2-bíllinn verður með hlaðbakslagi og œtlaður yngri kaupendum. Flann mun verða búinn fullkomnu flórhjóldrifi og kraftmikilli vél með forþjöppu. Hann verður tii að byrja með 1 tveimur útgáfum, báðum fimm dyra, en grunnbllinn verður með 2,5 lítra vél. Billinn verður frumsýndur á bílasýningunni í Los Angeles um nœstu áramót. Bretar hrifnir af Avensis Nýr Saab 9-2 á mark- ao næsta vor Saab hefur tilkynnt að fyrirtœkið muni í samstarfi við Fuji Heavy Industries, framleiðanda Subaru-íla, selja á mark- að nýjan fjórhjóladrifinn bíl sem kallast mun Saab 9-2, Bíllinn kemur á markað nœsta vor og mun verða ódýrari en 9-3-bíllinn. Báðir framleiðendurnir þurfa smœrri bíla í sínar raðir og er því talið hagkvœmt fyrir þá að þróa þá í sam- einingu. Samstarfið mun einnlg ná til sölu Saab-bíla í Japan hjá umboðs- mönnum Subaru, en bíllinn verður framleiddur í Japan og seldur þar og í Bandarikjunum til að byrja með. Sam- kvœmt frétt í japanska viðskiptablað- Toyota Avensis stendur uppi sem sigur- vegari bíla í milistœrðarflokki í prófun- um semÝenska bílablaðið WhatC- ar?Ýstóð fyrir, en niðurstöðumar eru birtarí nýjasta tölublaði blaðsins. Avensis bar sigurorð af Ford Mondeo, Opel Vectra og Renault Laguna og segir í blaðinu að þó að allir bílarnir státiÝaf ríkulegum öryggisþáttum og miklum iúxus hafi Avensis lœgsta við- haldskostnaðinn og mestu gœðinÝþegar kemur að innanrými. Þá fœr Avensis hoestu einkunn í fjórum flokkum: rými og sveigjanleika, akst- urseiginleikum, öryggi og síðast en ekki síst gaeðum og áreiðanleika. Nýr Toyota Avensis á uppruna sinn að rekja til hönnunardeildar Toyota í Evr- ópu, sem er í Suður-Frakklandi, og er samkvœmt uppiýsingum umboðsins hériendis, P. Samúelssonar í Kópavogi,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.