Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2003, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 26. aprÍl 2003 EHZl Bílar Stór smábíll með gott veggrip Kostir: Hátt undir bílinn, farangursrými, langdrœgi fjar- lœsingar, frábœrt veggrip -Gallar: Fremur stutt á milli pedala, 2. gír nálœgt sœti eöa lœri ökumanns, veghljóð. Hyundai Getz, nýjasti bíllinn frá Hyunda sem Bifreiðar & landbúnaðarvélar eru nú að kynna, er í raun stór smábíll - 3,810 metrar að lengd. Helstu keppinaútar hans eru Renault Clio, sem er 3,773 metrar, Toyota Yaris, 3,615 metrar, og VW Polo, 3,897 metrar. Innanrými er mjög gott, hæð framsæta má stilla og eins halla baksins sem styður vel við mjóbakið; nokkuð sem allir óska en njóta því miður ekki í öllum tegundum bifreiða. Aftursætin byggjast á svo- kallaðri 40/60-skiptingu sem þýðir að hægt er að leggja þau saman og fella fram að framsæt- um. Þannig nýtist Getz-inn ágætlega til flutninga, þó éngra stórflutn- inga. Farang- ursrými er eðli málsins sam- kvæmt ekki mikið en því fylgir hilla sem er auðsetjanleg í og getur veriö hentug þegar farangur þolir illa að honum sé mikið stafl- að. Þokkalega fer um full- orðna aftur í - hnén ekki al- veg fram í framsæti en heldur þröngt þegar framsæti er í öftustu stöðu. Aftur- rúða er auk þess fremur há og kollurinn ekki alveg uppi í toppi þótt maður halli sér aftur á bak. Höfuðpúðar eru auk þess stillanlegir, bæði frammi og aftur í, sem er mikill kostur á löng- um akstri. Þessar staðreyndir slá mjög á þá til- finningu að verið sé að aka í smábíl, auk þess sem það veldur því að útsýni er mjög gott úr bílnum enda framrúða mjög stór. Þessi bíll hlýtur að verða góöur kostur fyrir unga fólkið, er með skemmtilegt útlit og vegna verðsins gæti hann sem best þjónað hlutverki aukabíls fyrir heimilið hjá þeim sem þess æskja og geta. Látlaus innrétting Innrétting er mjög látlaus og laus við allan íburð og öll stjórntæki í þægilegri seilingarfjar- lægð fyrir ökumann. Mælar eru notalegir áhorfs og gefa upplýsingar um það sem skiptir máli, s.s. hraða, snúningshraða vélar, bensín- notkun, hitastig úti o.fl. Bíllinn er með Zenon- ljós - þægindi sem prýða æ fleiri bíla, en ekki með sjálfvirkan regnskynjara á framrúðu - nokkuð sem ég sakna ekki, kannski vegna þess að ég er ekki vanur slíkum lúxus. Hann er þó ekki laus við lúxus. T.d. er vasi aftan á fram- sæti og snagi þar ofan við sem t.d. getur verið hentugt að henga plastpoka á með einhverju lít- ilræði, en snaginn þolir þó ekki mikið „hlass“. Getz-inn er mjög lipur í akstri, hefur mjög gott veggrip og stóðst prófið alveg þokkalega á þröngum malarvegi, sem og á malbikuðum, þröngum vegi. Bíllinn er meö 1,3 lítra 4ra strokka vél, sem er alveg nóg fyrir þessa stærð bíla, og auðvitað er það kostur hversu sparneyt- inn hann er. Snarminnkandi bilanatíðni Hyundai var með eina allra lægstu tíðni bil- ana í könnun Consumer Reports, tímariti bandarísku neytendasamtakanna, á 25 mismun- andi bílategundum. Þar með hefur þessi suður- kóreski bílaframleiðandi blandað sér í toppbar- áttuna um lægstu bilanatíðnina sem þykir at- hyglisvert í ljós þess að fyrir 10 árum var Hyundai meðal þeirra slökustu. Hyundai deildi öðru sætinu með Honda, þar sem báðir fram- leiðendur voru með 11 bilanir á hverja 100 bíla. Þetta er langbesti árangur Hyundai til þessa en hann varð í 12. sæti í síðustu könnun með 24 bilanir. í fyrsta sæti var Toyota með 10 bilanir á hverja 100 bíla og í því þriðja Subaru með 13. Könnunin náði til bíla af árgerð 2002 og reynd- ist meðalbilanatíðnin vera 18 á hverja 100 bíla. Þetta meðaltal hefur þá lækkað úr 21 bilun á HYUNDAI GETZ Vél: 1,3 lítra bensínvél Rúmtak: 1341 rúmsentímetrar Ventlar: 16 Þjöppun: 9,5:1 Gírkassi: 5 qíra beinskiptur UNDIRVAGN: Fjöðrun framan: MacPherson, vökvademparar Fjöðrun aftan:___________________Gasdemparar Bremsur: Diskar/diskar, ABS Dekkjastærð: 175/65 R14 82T YTR! TOLUR: Lengd/breidd/hæð: 3810/1665/1490 mm Hjólahaf/veghæð: 2455/135 mm Beygjuradíus: 10 metrar INNRI TOLUR: Farþegar m. ökumanni: Fjöldi höfuðpúða/öryggispúða: 4/4 Farangursrými: 987 lítrar HAGKV/EMNI: Eyðsla á 100 km: 6,2 litrar Eldsneytisgeymir: 45 lítrar Ábyrgð/ryðvörn: 3/8 ár Verð: 1.150.000 kr. Umboð: B&L Staðalbúnaður: Fjarstýrðarsamlæsingar, mjög lang- dræqar; ABS-hemlar; 4 loftpúðar. SAMANBURÐARTOLUR: Hestöfl/sn.: 82 Snúningsvægi/sn.: 119 Nm/3200 Hröðun 0-100 km: 11,5 sek. Hámarkshraði: Eigin þyngd: 160 km/klst. 1043 kq Heildarþyngd: 1500 kq U| Rýini fyrir fullorðna er ekki mikið aftur í en alls ekki óþægilegt. □ Nokkuð hátt er undir bílinn, ljós áferðarfal- leg og skemintilega innfelld að neðan. Q Stílhrein innrétting og aðgengi bílstjóra að mæluin og stjórntækjum gott og þægilegt. U Getz er með 82 hestafla vél sein er nægilegur kraftur fvrir svo lítinn bíl. U l'.kki stórt geymslurými en með niðurfellingu aftursæta má stækka það upp í 987 lítra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.