Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2003, Síða 7
Laugardagur 26. apríl 2003
7
Bílar
Navigator í tilraunaútgáfu. Vél-
in í honum er 5,4 lítra V8 sem
skilar 385 hestöflum. Subaru
kom með aflmeiri Baja með 2,5
lítra vél með forþjöppu.
Fjölnota jepplingar
Buick vonast til að með nýju
útliti og nýrri V6 vél frá GM
muni kaupendur heillast af
Rendezvous Ultra. Bíllinn kom
fyrst fyrir sjónir almennings
árið 2001 sem nokkurs konar
þversnið af nokkrum flokkum.
Billinn er byggður á sama und-
irvagni og Chevy Venture,
Pontiac Montana og Oldsmobile
Silhouette fjölnotabílamir. Hon-
um var strax vel tekið og þess
vegna kemur hann nú strax í
nýrri útgáfu, sem er meir lúxus-
útgáfa en áður. Rauða línan frá
Saturn eru aflmeiri útgáfur
framleiðslubíla þeirra og var
einn slíkur frumsýndur í New
York. Bíllinn kallast Vue og er
lítill jepplingur með hluta yfir-
byggingar úr plasti. Hann er 26
mm lægri á fjöðrum sem eru
stífari en áður. Vélin er V6 og
skilar 250 hestöflum en hún er
frá Honda.
Lexus HPX tilraunabíllinn
Flestir jeppar og jepplingar
eru frekar kassalaga en það er
nýi HPX tilraunajeppinn frá
Lexus ekki. Línur hans minna á
spretthlaupara í startblokkinni
segja hönnuðir hans. Bogadreg-
in lína milli A og D-bita er ein-
kennandi fyrir bilinn auk grills-
ins sem er mjög neðarlega. Eng-
ir hliðarspeglar eru á bílnum en
í stað þeirra eru tvær myndavél-
ar sem sýna útsýnið á skjá inn-
an í bílnum. Þrjár sætaraðir eru
í HPX og eru tvö sæti í fremstu
tveimur röðunum en bekkur aft-
ast. Bíllinn byggir á undirvagni
GS 430 og er með sömu 4,3 lítra
V8 vélinni sem skilar 300 hest-
öflum. Hann er að sjálfsögðu
fjórhjóladrifinn og hægt er að
hækka og lækka fjöðrunina.
Nýir tvinnbílar
Saab tilkynnti um væntanleg-
an 9-2 þeirra og Subaru á sýn-
ingunni í New York. Hann verð-
ur grunnbíll Saab og höföar til
yngri kaupenda með fjórhjóla-
drifi, sportlegum eiginleikum og
vélum auk notagildis. Annar eft-
irtektarverður bíll á sýningunni
var önnur kynslóð Toyota Prius
tvinnbilsins sem var frumsýnd
þar. Bíllinn kemur á markað í
Bandaríkjunum í haust og
skömmu seinna í Evrópu. Prius
hefur notið mikilla vinsælda í
Bandaríkjnum meðal fræga
fólksins sem finnst hann gefa
því náttúruvæna ímynd. Bíllinn
er stærri en fyrirrennarinn
enda á nýjum undirvagni. Hann
er enn þá fjögurra dyra en vilji
menn stærri bíl er Lexus RX330
fáanlegur einnig sem tvinnbíll.
Rafmótorinn er nú öflugri en
áður, fer úr 44 hestöflum í 67
sem er stutt frá 78 hestöflum 1,5
lítra bensínvélarinnar sem
hann notar til að taka af stað.
Fjölskyldubílar framtíðar
Ford frumsýndi á pappírun-
um nýjan bíl sem kallast
Futura, en í fyrra gerðu þeir það
sama með Five Hundred. Bíllinn
byggir á Mazda 6 undirvagni en
er lengri og breiðari og verður
meðal annars fáanlegur með V6
vél og CVT skiptingu. Útlitið
fær hann að miklu leyti frá 427
tilraunabílnum sem sýndur var
á bílasýningunni í Detroit.
Acura frumsýndi einnig til-
raunabíl af svipaðri stærð-
argráðu sem kallast TL. Hann er
hár að aftan sem gefur honum
sterklegan svip enda það sem
flestir eiga eftir að sjá að mati
hönnuða hans. Hann er evrópsk-
ari í útliti en aðrir Acura bílar
sem bent gæti til þess að Honda
sé farin að huga að þeim mark-
aði fyrir þetta lúxusmerki eins
og Toyota hefur gert með Lexus.
Einnig sýndi Mercury sportleg-
an bíl er kallast Messenger.
-NG
Acura TL er tilraunabíll en gæti komið fljótlega á niarkað.
Skíðaklemmur
Burðarbogar
Hjólafestingar ð þakið
Kajakfestingar
THUU
Toppurinn
á toppin
ms
Farangursbox, ýmsar stærðir
Hjólafestingar á dráttarkúlu
« Stilling
www.stilling.ls
DALSHRAUN113 - SÍMI 555 1019
EYRARVEGI 29 ■ SÍMI 483 1800 SKEIFUNNI 11 • SÍMI 520 8000
SMIÐJUVEGI 68 • SÍMI 544 8800 BlLDSHÖFÐA 16 • SÍMI 577 1300