Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2003, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2003, Side 8
BÍlar 8 Laugardagur 26. apríl 2003 Vetnísvæðíngin hafin: Þrír vetnisknúnir strætis- vagnar hefja akstur í ágúst Tímamót urðu í orkumálum sumardaginn fyrsta er iðnaðarráð- herra, Valgerður Sverrisdóttir, dældi 1 kg af eldsneyti á vetnisknúna bifreið, þá fyrstu sem ekið er um götur hérlendis, knú- inni slíkri orku, og jafnframt sú fyrsta í heiminum. Vetnið er framleitt á staðnum með rafgrein- ingu en stöðin er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum, til húsa við Selectstöðina við Vesturlandsveg í Reykjavík. Opnun stöðvarinnar er hluti svokallaðs ECTOS-strætis- vagnaverkefnis, sem Nýorka er í forsvari fyrir, og er verkefnið styrkt af framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins. Verkefninu var hrint af stokkunum til að kanna kosti vetnis sem vistvæns orku- gjafa framtíðarinnar. íslensk NýOrka var stofnuð 1999 af VistOrku hf., sem er samvinnu- vettvangur íslenskra orkufyrir- tækja og rannsóknarstofnana. Hana eiga Nýsköpunarsjóður, ís- lensk stjórnvöld, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur, Áburðar- verksmiðjan, Háskóli íslands, Hitaveita Suðurnesja, Iðntækni- stofnun og Aflvaki. Á móti 51% hlut VistOrku eiga erlendu fyrir- tækin DaimlerChrysler, Norsk Hydro og Shell Hydrogen hvert um sig 16,33% hlut í íslenskri NýOrku. Um 8 milljónum króna hefur verið varið til rannsókna á verkefninu. „Opnun þessarar vetnisstöðvar er söguleg stund og eitt skref í átt til vetnissamfélags hérlendis, sem og á heimsvísu. Þetta er í sam- ræmi við þá stefnu stjórnvalda að efla og styðja nýtingu innlendra endurnýjanlegra orkulinda. Ekk- ert á sér stað án draums og við verðum að trúa á drauma um betri heim, markmið og framfarir eins og hér er orðin staðreynd. Verkefnið í sumar með strætis- vagnana þrjá frá DaimlerChrysler er prófraun á það að gera ísland að raunverulegu vetnissamfélagi. Þeir verða í tilraunaakstri í tvö ár. Þessi áfangi sem nú næst með opnun þessarar stöðvar er því mjög mikilvægur," sagði Valgerð- ur Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. Varaformaður framkvæmda- nefndar SHELL, Jeroen van der Veer, var einnig mjög bjartsýnn við opnun stöðvarinnar og taldi mikla möguleika fólgna í vetni sem orkugjafa framtíðarinnar. Vetni væri skref í áttina að sjálf- SMÁRÉTTINGAR Emr-öLO oa fuótleq réttínsaþjónusta % % X Er bíllinn dældaður? Fjarlægjum dæidir - lagfærum á staðnum • Lægrí viðgeröarkostnaóur * Engín fytííefni * Engín tökkun • Gerum föst verðtilboð Þú hríngir - við komum 898 4644 • 895 4644 V/agnhöföa G - 110 Reykjavík Sími 577 6090 - Fax 577 G095 Eigum til vatnskassa/bensíntanka og miðstöðvar, ásamt aukamiðstöðvum ætluðum bifreiðum/bátum og vinnuvélum. Einnig intercoolera í vörubila og vinnuvélar. bærri orkugjöf en reynsla fengist ekki fyrr en stöð á borð við þessa sem opnuð var í Reykjavík hefði verið rekin um tíma. Bílaframleið- endur um allan heim hafa sýnt þessu verkefni mikinn áhuga en talið er að 12 til 15 vetnisstöðvar þurfi við hringveg 1 til þess að hægt sé að komast hann á vetnis- bíl. Ein áfylling ætti að duga a.m.k. til aksturs austur í Vík í Mýrdal. í tengslum við opnunina var síðan haldin ráðstefna á Hótel Nordica í Reykjavík, „Making Hydrogen Available to the Public“, eða „Hvernig vetni getur orðið aðgengilegt fyrir almenn- ing“. Þar var Bragi Árnason, pró- fessor í efnafræði við raunvísinda- deild Háskóla íslands, sæmdur fyrstu heiðursverðlaunum ís- lenskrar NýOrku. Um 30 ár eru liðin síðan Bragi setti fyrst fram hugmyndir um nýtingu vetnis í stað bensíns og olíu sem orkumið- ils. Nýting innlendra orkugjafa til framleiðsiu eldsneytis í júlí 1997 skipaði iðnaðar- og viðskiptaráðherra nefnd til að fjalla um möguleika á nýtingu innlendra orkugjafa, sérstaklega með tilliti til þróunar á notkun óhefðbundinna orkubera, eins og t.d. vetnis og metanóls. Formaður var Hjálmar Árnason alþingis- maður. Nefndin átti m.a. að við- halda hagrænni úttekt á hag- kvæmni innlendrar eldsneytis- framleiðslu; að þeir innlendir og erlendir aðilar sem sýnt hafa áhuga á frekari framvindu um- ræddra mála sameinist um félags- stofnun til þess að fylgja málum eftir; að fylgst yrði með þróun mengunarskatta, svo sem koltví- sýringsskatta, og stefnt að hlið- stæðri tilfærslu skattlagningar hérlendis; að vistvæn ökutæki nytu tímabundins skattalegs hag- ræðis, svo sem með aftiámi vöru- gjalds og þungaskatts, og að mót- uð yrði stefna um notkun vist- vænna ökutækja hjá hinu opin- bera, hvort sem er ríki eða sveit- arfélögum og stofnunum þeirra, og einkafyrirtæki hvött til hins sama. Áhugi erlendra aðila á sam- starfi við íslendinga um rann- sóknir og tækniþróun á sviði vetn- ismála hefur stóraukist aö undan- förnu. Nefndin hefur lokið störf- um og gefið út skýrslu á vegum iðnaðarráðuneytisins þar sem m.a. var hvatt til þess að hafið yrði samstarf við innlenda og er- lenda aðila og ísland boðið fram sem tilraunavettvangur. Niður- staða þess var stofnun íslenskrar NýOrku, en framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Jón Björn Skúla- son. opið : virka daga 08-18 laugardaga : 10-14 Borðinn ldipptur Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, klippir á borða eftir að liafa dælt 1 kg af vetni á fyrsta vetnisbílinn sem kom fra Daimler/Chrysler. Henni til aðstoðar eru Jón Björn Skúlason forstjóri NýOrku á hægri hönd og Þorsteinn I. Sigfússon. DV-Mvndir Hari UMFELGUN Hjólbarðaverkstæði Skeifan 5 Sími: 553 5777

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.