Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Page 4
ÍSLENSK VEISLA í HRÓARSKELDU Alls munu fjórir íslenskir listamenn og hljómsveitir koma fram á Hróarskelduhá- tíðinni í Danmörku í sumar. Þetta eru Björk, Sigur Rós, Ske og Gus Gus og munu aldrei svo margir Islendingar hafa komið fram á hátíðinni sama árið. Hátíðin fer fram dagana 26.-29. júní í sumar. ís- lendingar hafa jafnan fjölmennt á hátíð þessa og árið í ár er þar engin undantekn- ing. Til marks um það eru allir þeir 700 miðar sem Stúdentaferðir höfðu til sölu uppseldir. Áhugasamir verða því að leita leiða til að kaupa sér miða erlendis. Dr. Cunni verður pabbi Dr. Gunni greindi ífá því á heimasíðu sinni um síðustu helgi að hann væri að verða pabbi. Hann og eiginkona hans, sem hann kallar jafnan Lufsuna á síðunni, eiga von á bami í september og ku það vera strákur. Gunni segist ánægður með að eign- ast strák en vfsar frá tillögum gesta síðunn- ar um nöfn á drenginn, hann muni að minnsta kosti ekki verða látinn heita Pálmi Gunnarsson ... Ahugasamir geta lesið hugrenningar doktorsins á www.this.is/drgunni. Á laugardaginn er svokallaður Free Comic Book Day þar sem myndasögu- útgefendur og -verslanir ætla að taka höndum saman og gefa milljónir myndasögubóka. Á íslandi er það verslunin Nexus á Hverfisgötu sem mun standa fyrir sínu og standa fyrir heljarinnar ráðstefnu þar sem ým- issa grasa mun kenna. fiuðveldara að vera fyndirm a ensku „Þetta byrjaði í fyrra þegar þó nokkuð margar myndasöguversl- anir á Vesturlöndunum tóku sig saman og ákváðu að kynna myndasögugeirann fyrir almenningi," segir Pétur Yngvi Yama- gata, umsjónarmaður myndasögudeildar Nexus. „Og þar sem þetta þótti heppnast svo vel í fyrra var ákveðið að endurtaka leikinn í ár og ætlum við að vera með í fyrsta sinn. Við munum gefa um 2000 myndasögur en alls eru þetta um 30 titlar.“ Á meðal þeirra bóka sem verða til gefins á laugardag er glæ- nýtt hefti sem inniheldur samansafn sagna eftir þá Hugleik Dagsson kvikmyndagagnrýni og Ómar Öm Hauksson, tónlist- armann í Quarashi. „Þetta byrjaði allt þegar einn verslunareigandi í New York ákvað að leggja einn dag undir það að gefa myndasögur í þeim til- gangi að kynna þessa list sem hefur verið svolítið vanmetið list- form undanfarin ár, það er að segja hjá öllum nema kvikmynda- framleiðendum í Hollywood sem keppast um að gera kvikmynd- ir byggðar á þekktum myndasögum," segir Pétur. „Og tilgangur- inn er líka að kynna þá breidd sem er í myndasögunum - þetta eru ekki bara Andrés önd og ofurhetjur, þótt það sé vissulega með í flórunni líka heldur er til mikið af jaðarmyndasögum sem eru allt frá því að vera með kolsvartan húmor upp í ævisögur. Það er okkar ætlun að sýna alla þessa flóru í þeim 3Ö titlum sem við ætlum að gefa.“ VlNSÆLT BÓKARFORM Að sögn Péturs hefur myndasagan lifað góðu lífi hér á landi og seljast vinsælustu titlamir í Nexus í allt að 1000 eintökum. „Þá eru myndasögudeildimar í bókasöfnunum alltaf mjög vinsælar og það hefur haft sitt að segja, bæði hér í bænum og út á landi." En er ekki fólk hrætt við að koma inn í Nexus og smitast af þessari „nördaveiru“? „Jú, fólk má kannski alveg vera hrætt. Þetta er mjög grípandi JÓNSI MEÐ SÓLÓVERKEFNI Fyrr í mánuðinum greindu aðstandendur síðunnar www.sigur-ros.co.uk ffá áhuga- verðum tónleikum þar sem listamaðurinn Frakkur kæmi fram í fyrsta sinn. I vikunni gátu þeir ekki setið á sér lengur og sögðu frá því að þama væri f raun um að ræða Jónsa, söngvara Sigur Rósar. Þann 16. maí mun hann, samkvæmt því sem segir á síðunni, flytja sólóefni sitt á lítilli tónlistarhátíð í Seattle sem heitir Laurie Anderson’s 150W. Ef rétt reynist mun þetta vera í fyrsta skipti sem einhver meðlimur hljóm- sveitarinnar kemur einn fram með eigið efni. I Blend of America í Smáralind Fjölþjóðafyrirtækið Blend of America opnar verslun í Smáralind á laugardaginn. Fyrirtækið selur vandaðan tískufatnað á hagstæðu verði og stærir sig af því að leggja áherslu á margar stærðir. 1 tilefni opnunar- innar verður slegið upp hátíð fyrir ffaman nýju verslunina á neðri hæð Smáralindar milli kl. 13 og 16 á laugardaginn. 1 svört- um fötum troða upp, Auðunn Blöndal af Poppttví verður með uppistand og fjöldi til- boða verður f gangi. Myndasöcuclucci Auk þess sem myndasögubækur verða kynntar í bak og fyrir verður heilmikið um að vera í Nexus þennan daginn. „I raun er þetta fyrsta íslenska myndasöguráðstefnan,“ segir Pétur. „íslensk- ir myndasöguhöfundar verða á staðnum til að kynna þau verk sem þeir hafa gefið út og svo ætla þeir Hugleikur og Ómar að teikna risastóra myndasögu í gluggann á Nexus á meðan þetta stendur yfir. Þá ætlar Teiknimyndastúdíó Islands að setja upp smásýningu í spilasalnum okkar þar sem kynnt verður starfsemi þess. Nexus er til húsa að Hverfisgötu 103 og dagskráin hefst kl. 15 og stendur til kl. 20. Myndasöguhöfundarnir Ómar Örn Hauksson og Hug- leikur Dagsson, ásamt umsjónarmanni myndasögu- deildar Nexus, Pétri Yngva Yamagata. og það skemmtilegt að það er ekki hægt annað en að hrífast með,“ segir Pétur brosandi. Þeir Hugleikur og Ómar hafa ef til vill verið þekktir fyrir allt annað en myndasögur en þó hafa þeir áður komið nálægt útgáfú slíkra bóka. Ómar var einn af stofnanda Bleks sem kom út íyrir nokkrum árum og bæði Hugleikur og Pétur tóku þátt í þeirri út- gáfu. „Mann hefur alltaf langað að búa til myndasögu,“ segir Hug- leikur. „Enda haldast kvikmyndir og myndasögur mikið í hend- ur,“ Hann hefur verið þekktur fyrir kvikmyndagagnrýni sína, til að mynda hjá útvarpsþættinum Tvíhöfða forðum. Ein myndasag- an eftir Hugleik heitir An American Baby og fjallar um lítið bam sem fæðist með tourette-heilkenni og tekur upp á því að blóta strax um hálftíma effir fæðingu. „Hann skapar síðan oft mikinn usla í fjölskyldu sinni,“ segir hann. „Ein myndasagan mín heitir Two Tubby Bitches og fjallar um tvo íturvaxna afgreiðslumenn í myndasögubúð,“ segir Ómar og segir hugmyndina komna frá Clerks sem leikstjórinn Kevin Smith gerði eitt sinn kvikmynd um sem og myndasögubók. „Þetta er eiginlega lauslega byggt á starfsmönnum Nexus,“ bæt- ir Pétur við. „Þetta byrjaði á því að ég var að teikna sögur fyrir þá í Nexus sem byggðust upp á hálfgerðum innanhússhúmor,“ segir Ómar. „Við hengdum þær síðan upp og þær hlutu mjög góðar viðtökur,“ segir Pétur. „Þannig að það er kannski mikið í sögunni sem fólk fattar ekki alveg en ég reyni samt að hafa grínið í sem víðtækasta skilningi,“ bætir Ómar við. En þið skrifið báðir á ensku? „Já, það er einhvem veginn auðveldara að vera fyndinn á ensku," segir Hugleikur. Dngdbrattniitgar eru mikwámt superioiKir sivriar, HjtStaruð tibupu. alviret á tttr og þurfa ad raka sia eins og metta. f ó k u s 4 2. maf 2003

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.