Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Qupperneq 6
Sumarið er komið, prófin eru að klárast og sjálft sumarfríið nálgast óðum. En hvað í ósköpunum eiga menn að taka sér fyrir hendur í sumarfríinu. Möguleikarnir virðast endalausir og ferðaskrifstofurnar keppast við að troða ferðabæklingum inn um lúgurnar okkar, þar sem hvert gylliboðið fylgir öðru. Fókus tekur hér fyrir nokkra staði sem þykja hvað heitastir í sumar. Taktu frfið með stæl f sumar London Það er alltaf klassískt að heimsækja Lundon. Það er ekki að ástæðalausu að þessi áfangastaður hefur verið einn sá allra vinsælasti hjá íslendingum um árabil, enda hefur fargjaldið þangað verið hvað lægst af þeim áfangastöðum sem boðið er upp á hér á landi. I borginni sjálfri er ótalmargt að gera og skoða, næturlífið er ríkt og verslanir og útimarkaðir í þúsundavís. Þá er einnig sniðugt að nota London sem miðstöð heimsins alls enda er þaðan hægt að komast heimshomanna á milli á fáranlega lágu verði, vilji menn óvissu og ákvarðanatöku með skömmum fyrirvara. Kaupmannahöfn Tengsl Islendinga við Dani eru sterk. Kannski ekki skrýtið, enda er okkur kennt móðurmálið þeirra frá unga aldri og hvort sem við viljum viður- kenna það eða ekki eru Danir stóru bræður okkar íslendinga. Og hverjum finnst ekki gaman að heimsækja stóra bróður? Þar er oftast farið vel með okkur enda hið „ligeglad'1 lfferni þeirra Dana bráðsmitandi. Á kvöldin er svo 0lið drukkið í kassa- vís og nóttinni varið á einum af fjöldamörgum skemmtistöðum borgarinnar. Köben getur einfald- lega ekki klikkað. Las Vegas Fátt er heitara í sumar en að taka road-trip um vesturströnd Bandarfkjanna og byrja þá í Las Veg- as. Ljósadýrðin í eyðimörkinni stendur hiklaust undir nafni og vilji menn komast að nafla hins öfgakennda bandaríska lífernis eru fáir staðir betri en Las Vegas. Spilavítin, sjóvin og stelpumar eiga sér enga hliðstæðu í heiminum og það er skylda allra þeirra sem vettlingi geta valdið að upplifa þessa alrómuðu stemningu minnst einu sinni á æv- inni. Nýja-Sjáland Það er engin tilviljun að Ný-Sjálendingurinn Peter Jackson réðst í kvikmyndum á Hringadrótt- inssögu á heimaslóðum. Náttúran í þessu afar fjar- læga landi er stórbrotin og blandast við það skemmtileg menning hinna fornu Mára og ný- bylgju hvíta mannsins. Við íslendingar eigum meira að segja okkar eigin fulltrúa í tónlistarlífinu í Wellington, hana Heru. Það ætti að vera feikinóg að finna á þessari eyju í Kyrrahafinu sem gæti dug- að manni í eitt Iítið sumarævintýri. INTERRAIL UM EVRÓPU Það er löngu orðið klassískt að fara í mánaðartúr um Evrópu vopnaður svokölluðum Interrail-passa. Sá veitir þér ótakmarkað frelsi til að ferðast með lestum um þau lönd sem passinn gildir í en hægt er að velja um mismunandi ferðasvæði til að ein- beita sér að. Þetta er hámark ffelsisins, þú ferð bara þangað sem þig listir hverju sinni og gistir þess á milli á farfuglaheimilum. Þetta er sérstakur lífsstíll og eitthvað sem allir ættu að láta eftir sér að gera. Krít Þessi fomffæga gríska eyja hefur löngum verið vinsæll áfangastaður sólþyrstra Islendinga. Og eng- in furða, Krít er kærkomin breyting við sólstranda- staðina á Spáni og Portúgal, ekki síst vegna þess að auðvelt er að skoða og upplifa menningu Fom- Grikkja í bland við að einfaldlega slappa af og flat- maga á ströndinni. Þá er næturlífið virkt á eyjunni enda allra þjóða kvikindi sem þar koma saman til þess eins að skemmta sér til hins ýtrasta. Búdapest Búdapest er hin nýja Prag. Hafi einhver evrópsk borg verið í tísku á 10. áratugnum var það án efa Prag en nú er óhætt að segja að Búdapest hafi tek- ið við þeirri nafnbót. Hún er stútfull af menningu og skemmtanalífið hefúr verið á stöðugri uppleið sem og tónleikahaldið en nú er svo komið að fáar stórhljómsveitir sem fara í hljómleikaferð um Evr- ópu sleppa því að koma við í Búdapest. Viljirðu vera „inn“ í ár er Búdapest málið. Tokyo Vilji menn komast á alvöru djamm hlýtur næt- urlífið í Tokyo að vera ofarlega á listanum. Hægt er að hita upp á karaoke-bar og syngja Elvis með heimamönnum og tjútta síðan ffam á rauða nótt á einhverjum af nýtfskulegum skemmtistöðum borg- arinnar sem eru fjölmargir. Á daginn er svo hægt að kíkja í búðir og koma heim með allra nýjustu græjumar og vera þannig nokkrum misserum á undan hinum almenna Islendingi og þannig laaangflottastur. San Francisco Viljirðu vera ofursvalur í ár er San Francisco málið. Á hverjum degi má finna einhverja tónleika sem vert er að sjá og djammlífið í borginni er það ríkt að það hættir í rauninni aldrei. Þar er líka Alcatraz fangelsið ffæga sem nú er opið almenningi og þá þykir ekki ónýtt að leigja sér bílskrjóð og keyra um nágrennið og drekka bandaríska vestur- strandarmenningu í sig. Sjóbrettamenningin er einnig sterk þama og það nánast bannað með lög- um að yfirgefa svæðið án þess að skella sér á bretti. ÍSLAND í svona upptalningu má ekki gleyma okkar ást- kæru fósturjörð. Við vitum öll hvað náttúran er stórbrotin, vamið tært og jöklamir stórir. Því ekki að upplifa það sjálf það sem við erum alltaf að heyra um og taka einn vænan rúnt um landið í sumar. Passið bara að vera með tjaldið, svefnpokann og prímusinn með og þið eruð klár í slaginn! f ó k u s ó 2. maí2003

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.