Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Qupperneq 10
Goldfrapp skiptir um cír
Nú í vikunni kom út önnur plata
Goldfrapp, Ulack Cherry, en hennar
hefur verið beðið með miklum
spenningi enda þótti fyrri platan,
Felt Mountain, sem kom út árið
2000, ein af betri plötum þess árs.
Goldfrapp eru þau Alison Goldfrapp
söngkona og textasmiður og Will
Gregory sem semur flest lögin, spilar á hljóðfærin og forritar.
Felt Mountain var sveipuð dularfullri og draumkenndri stemn-
ingu. Hún var frekar hæggeng. Nýja platan er öllu hraðari og
harðari og að mörgu leyti mjög ólfk þeirri fyrri. Felt Mountain var
tekin upp úti ísveit á afskekktum stað en Black Cherry var hljóð-
rituð f dimmu stúdfói í Bath. Felt Mountain er þvf náttúruplata á
meðan Black Cherry er borgarplata. Nýja platan kemur nokkuð
vfða við tónlistarlega og sækir m.a. í elektró-tónlist og diskó auk
þess sem einu laganna er lýst sem „ensku vísindaskáldsögu-kán-
trf*... Alison segir plötuna meira spontant en þá sfðustu og segir
jafnframt að ef hún ætti að nefna áhrifavalda þá væru það „Ennio
Morricone og Giorgio Moroder diskó“...
Tónustarhátíðir sumarsins taka á sig mynd.
Dagskrá nokkurra af helstu tónleikahátíð-
um sumarsins cr f arin að skýrast verulega. Eins
og kunnugt er verða Metallica, Iron Maiden,
Queens Of The Stone Age, Björk og Blur á Hró-
arskeldu (26.-29. júnO en líka The Cardigans,
Coldplay, The Datsuns, Dirty Vegas, EL-P, Dave
Gahan, Gus Gus, Interpol, The Kills, Mr. Lif,
Radio 4, Saian Supa Crew og The Streets... Á Gla-
stonbury (27.-30. júnO verða m.a. Radiohead,
REM, David Gray, Suede, The Strokes, Moby,
Prince, Calexico, Mogwai og Dave Gahan og fullt af nöfnum eru
óstaðfest enn... Á Reading (22.-24. ágúst) verða m.a. Metallica, Sy-
stem of a Down, The White Stripes, Blur, Linkin Park, Beck, Black
Rebel Motorcyde Club, The Doves, Electric Six, Elbow, Hot Hot
Heat, Interpol, The Libertines, The Mars Volta, Placebo, Primal
Scream, The Datsuns, The Music, The Streets og The Yeah Yeah
Yeahs. Margar af framvarðasveitum nýju rokkbylgjunnar sem-
sagt. Auk þess er talað um nöfn eins og Audioslave, Limp Bizkit,
Jay-Z, The Vines og Flaming Lips, en þau eru enn óstaðfest... Á
V2003 (I6.-I7. ágúst) verða aðalnöfnin Queens of the Stone Age,
Red Hot Chili Peppers, PJ Harvey, Coldplay, Thc Foo Fighters og
The Hives... Massive Attack verður aðalnómerið á Creamfields
(23. ágúst), Ozzy, Marilyn Manson, Korn, Disturbed og Cradle of
Filth verða aðalnúmerin á Ozzfest (13. sept.) ogá danstðnlistarhá-
tíðinni Homelands (24. maO verða m.a. Groove Armada, The
Streets, De La Soul, Junior Senior, Röyksopp og Audio Bullys...
OC LÍKA...
Pönkhljómsveitin Buzzcocks frá Manchester cr enn að. Ný-
lega kom ót ný plata með henni og heitir einfaldlega Buzzcocks
og þann 10. júní kemur út kassi með öllum 14 smáskífunum frá
fyrsta skeiði sveitarinnar, allt frá Spiral Scratch ep plötunni sem
kom út 1976 til What Do You Know frá 1981... Madonna setti plat
útgáfur af lögunum á nýju plútunni, American Life, á Netið. Þeir
sem sækja þessar upptðkur fá enga tónlist en í staðinn heyrist
Madonna segja:„What the fuck do you think you're doing“...
Næsta plata Aliciu Keys kemur út í nóvember... Mute mun
gefa út næstu plötu New York-sveitarinnar Liars. Hún hefur
fengið nafnið Who Needs S$ When We Got Feathers og kem-
ur út í haust... Oasis ætlar að taka sér góðan tíma i næstu
plötu. Aflýst hefur verið öllu tónleikahaldi á árinu og einbeita
þeir sér að plútunni sem kemur ekki út fyrr en 2005... P Diddy
mun leika blús-goðsögnina Robert Johnson ínýrri sjónvarps-
mynd sem frumsýnd verður í haust... Kanadíska raf-pönk
ótemjan Peaches (mynd) hefur fengið
sjálfan Iggy Poptil þess að syngja inn á
hennar næstu plðtu. Lagið sem Iggy
syngur heitir Kick It en á plötunni
verða líka lög eins og Stuff Me Up og
Shake Your Dicks... Næsta Muse plata
kemur út seint á árinu. Hún mun heita
The Smallprint... Hin ódauðlega pönka
billy-töffarasveít The Cramps var að
senda frá sér nýja plötu. Hún heitir
Fiends of Dope Island.
Eftir helgina kemur í verslanir sjöunda plata bresku hljómsveitarinnar
Blur, Think Tank. Trausti Júllusson hlustaði á gripinn og rifjaði upp
sögu sveitarinnar sem á erfitt ár að baki og hefur m.a. séð á eftir ein-
um stofnmeðlimanna, gítarleikaranum Graham Coxon.
Nyjar aherslur
„Fyrsta daginn sem við æduðum að byrja að vinna plötuna
mættu Alex, Damon og Dave en Graham var hvergi sjáanleg-
ur. Hann hafði ekki gert viðvart og seinna sama dag fréttum við
að hann væri upptekinn næstu tvo mánuðina. Þá var þetta
spuming um hvort við reyndum að gera eitthvað þrír eða biðum
og við ákváðum í okkar bjartsýni að byrja bara og reyna að gera
eitthvað þrír. Svo þegar Graham kom aftur þá virkaði það bara
ekki,“ segir Damon Albarn um brotthvarf Grahams Coxons úr
hljómsveitinni. Og hann bætir við „Það var enginn rekinn eða
neitt svoleiðis. Þetta bara þróaðist svona.“ Sjöunda Blur-platan
og sú fyrsta eftir að Graham hvarf á brott kemur 1 verslanir eftir
helgina. Og þrátt fyrir fjarveru gítarleikarans er hún þegar farin
að fá fína dóma í tónlistarpressunni.
Skólafélagar í Goldsmiths
Hljómsveitin Blur var stofhuð árið 1989 þegar þeir Damon Al-
bam söngvari, Alex James bassaleikari og Graham Coxon gít-
arleikari voru við nám f Goldsmiths-skólanum í London. Fjórði
meðlimurinn var svo trommuleikarinn Dave Rowntree. Damon
og Graham höfðu kynnst árið 1980 og sungið saman í skólakór í
Stanway-gagnfræðaskólanum í Colchester. Hljómsveitin hét
upphaflega Seymour en þegar hún gerði samning við Food-
plötufyrirtækið var nafhinu breytt í Blur.
Leitað fanca í enskri poppsögu.
Fyrsta Blur-platan, Leisure, vakti nokkra athygli. Á henni vom
smáskífurnar She’s so High og There’s no Other Way sem náði
8. sæti breska vinsældalistans. Leisure kom út í ágúst 1991 og
tæpum tveimur ámm seinna, í maí 1993, kom önnur platan,
Modem Life Is Rubbish. Báðar þessar plötur sóttu mikið f enska
poppsögu. Á þeim mátti m.a. greina áhrif ffá jafnólíkum tónlist-
armönnum og Bítlunum, Pink Floyd, XTC, Julian Cope og
My Bloody Valentine. Það var hins vegar þriðja platan, Parklife
(apríl 1994), sem gerði Blur að stórstjömum. Á henni vom
smellir eins og Girls &. Boys og titillagið sem leikarinn Phil
Daniels söng í með ekta Cockney-hreim. Á Parklife vitnaði
sveitin enn stíft í breska poppsögu. Þar má t.d. heyra áhrif frá
Small Faces, Kinks, Ian Dury, The Jam og Madness. Blur fékk
fjögur brit-verðlaun fyrir Parklife. Næsta plata, The Great
Escape (september 1995), innihélt m.a. smáskífuna The
Country House. Hún kom út sama dag og Roll with It með Oas-
is og hrcska pressan magnaði upp keppni um það hvor smáskífan
seldist meira fyrstu vikuna. Blur hafði betur en The Great Escape
er m.a. af þeim sjálfum talin þeirra lakasta plata.
í ÚTLEGÐ Á ÍSLANDI.
Eftir útkomu The Great Escape og fjolmiðlafárið í kjölfarið komu
meðlimir Blur í hálfgerða útlegð til íslands þar sem þeir hljóðrit-
uðu fimmtu plötu Blur (febrúar 1997) að hluta til. Hún var mun
rokkaðri en The Great Escape og innhélt m.a. lagið Song 2 sem
margir vilja meina að sé samið undir áhrifum frá Botnleðju sem
Blur kynntist á íslandi. í kjölfarið fór Botnleðja með þeim í tón-
leikaferð í ársbyrjun 1997. Sjötta plata sveitarinnar, 13, kom svo
út í mars 1999. Hún var að mestu pródúseruð af William Orbit.
Hún er talin undir áhrifum frá tíðum íslandsheimsóknum
Damons og ber þess líka merki að hann var nýhættur með
kærustunni, Justine Frischman úr Elastica. Eftir útkomu 13
sneri Damon sér að teiknimyndahljómsveitinni Gorillaz oggerði
plötu með tónlistarmönnum frá Mali en Graham, sem hafði
stofhað sitt eigið plötufyrirtæki, Transcopic, og gefið út sína fyrstu
sólóplötu 1998 hélt áfram að einbeita sér að sólóferlinum. Önn-
ur platan hans kom síðasta haust um svipað leyti og ljóst var að
hann væri hættur í hljómsveitinni.
NÝJAR víddir
Think Tank er unnin á einu ári. Meginhluti hennar er gerður
með pródúsemum Ben Hiller sem áður hefur m.a. unnið með El-
bow og Tom McRae. Auk hans koma Norman Cook og Wiili-
am Orbit við sögu. Sá fyrmefni pródúserar tvö lög og sá síðar-
nefhdi eitt. Platan var m.a. unnin í Marokkó í september og
október í fyrra. Sveitin fór þangað með yfir 20 langt komin lög
en þar urðu líka til þrjú ný, þ.á m. hið pönkaða Crazy Beat sem
Fatboy setur mikinn svip á og Gene By Gene sem minnir mikið
á hljómsveitina The Clash. Think Tank inniheldur 13 lög. Það
er óhætt að segja að Blur fari á Think Tank á nýjar slóðir tónlist-
arlega. Þetta er að vísu alls ekki danstónlistarplata eða heimstón-
listarplata eins og sumir gerðu ráð fyrir og platan inniheldur til-
tölulega hefðbundnar lagasmíðar en meðferðin á þeim kemur
stundum á óvart. Skemmtilegar taktpælingar setja t.d. svip á
plötuna. Sums staðar minnir hún kannski á eitthvað af því sem
U2 eða Radiohead hafa verið að gera í sínum raftónlistarútúrdúr-
um og sums staðar má heyra áhrif firá Can en þetta dæmigerða
Blur-rokk kemur alls staðar í gegn og sums staðar er það alveg
óblandað. Graham náði að spila inn á eitt lag, lokalagið Battery
in Your Leg, áður en hann hvarf út úr myndinni en Damon spil-
ar sjálfúr flesta aðra gítara. Gítarinn spilar þ.a.l. minna hlutverk
á plötunni heldur en oftast áður. Hann er ekki í aðalhlutverki hér
frekar en bassinn eða trommumar. Platan hefur fengið góða dóma
og góðar viðtökur hjá flestum öðrum en Graham Coxon sem kall-
ar hana rusl. Persónulega finnst mér þetta ein af betri Blur-plöt-
unum. Hún fer á nýjar slóðir en heldur lfka í gömlu einkennin
sem gera Blur að því sem hún er. Á meðal flottra laga á plötunni
er fyrsta lagið Ambulance sem er í hægum og þungum takti, fyrr-
nefht Crazy Beat, lagið Jets sem William Orbit pródúserar og
sem m.a. skartar ffábæru saxófónsólói, hið fönk-skotna Brothers
& Sisters og seinna Norman Cook-lagið Gene by Gene.
' Blur er nú tríó en Simon Tong, fyrrum gítarleikari The
JVerve, mun spila með því á tónleikum f sumar. Hljóm-
sveitin verður m.a. bæði á Hróarskeldu og Reading 2003.
1F11 a n 1
staðreyndir
Flytjandi: Les Nubians
Platan: One Step
Útgefandi: Virgin/Skífan
Lengd: 70:12 mín.
Flytjandi: Botnleöja
Platan: : ■ ýation
Útgefandi: Trust Me Records
Lengd: 35:25 mín.
Flytjandi: DJ Format
Platan: Music for the
Útgefandi: PIAS/Smekkleysa
Lengd: 45:37 mín.
Hér er komin önnur plata systranna
Hélene og Céliu Faussart. Þær eru frá
Bordeaux í Frakklandi, en eru af
frönskum og kamerúnskum ættum,
aldar upp bæfii I Frakklandi og Afríku.
Fyrri platan Les Princesses Nubiennes
vakti mikla athygli og fékk m.a. Soul
Train verölaun. One Step Forward inn-
heldur m.a. smáskífuna Temperature
Rising sem Talib Kweli rappar í.
Rmmta plata Botnleðju sem gefin er
út af norska útgáfufyrirtækinu Trust
Me Records og nær fyrir vikið væntan-
lega tll öllu fleiri en síöustu plötur
þeirra. Það virðist einmitt vera mark-
miðiö því nú syngia þeir á ensku og
fengu til liðs við sig upptökustjðrann
Swell Mellah sem áður hefur tekið upp
plötur með Rdel og Stjörnukisa.
Hér er á ferðinni fyrsta platan í fullri
lengd frá Brighton-búanum DJ Format.
Hann er búinn að spila sem plötu-
snúður í yfir 10 ár en hans fýrsta lag
kom út árið 1997 og var á safnplöt-
unni The Return of the DJ Volume 2. Á
meöal gesta hér eru Chali 2na og Akil
úr Jurassic 5, kanadíski rapparinn
Abdominal og breska hip-hop krúiö
Aspects.
Les Nubians skilgreinir sig sem „af-
ropeans". Tónlistin hér endurspeglar
það. Þetta er einhvers konar sam-
bland af mjúku r&b, soul og afriskri
tónlist með smááhrifum frá hip-hop,
reaggie og franskri sönglagahefð.
Hest lögin eru sungin á frönsku en hér
eru lika lög á ensku og spænsku.
Það verður ekki af drengjunum I Botn-
leðju tekið að þetta er þrælhress plata
hjá þeim, miklu liflegri en sú síðasta.
Stærsta breytingin er kannski sú að
Halli trommari tekur undir með Heiðari
í söngnum og gefur það tónlistinni að
mörgu leyti nýja vidd. Hér er enginn
rembingur heldur lífleg og velheppnuö
rokkplata.
Eins og nafniö visar til þá er DJ Format
undir miklum áhrifum frá gamla skðF
anum f hip-hoppi og grúvi. Hann er
krónfskur plötusafnari og samplar
grimmt líkt og DJ Shadow sem fékk
Format til þess að hita upp fýrir sig á
tónleikaferðalagi f fyrra. Þetta er plata
týrir þá sem hafa gaman af svölum
töktum og flottu rappi.
Fyrsta upplagi plötunnar fylgir DVD
með heimildarmynd um gerð plötunn-
ar, myndbandinu við Temperature Ris-
ing og aukalögum. Platan er tekin upp
f London, Jamaica, New York og Parfs
og í heimildarmyndinni er þeim systr-
um fylgt eftir á milli hljöðvera og talað
við þær og ýmsa aðra sem vinna að
plötunni.
Botnleðjumenn ráðast óumbeðnir I kynningu
á landi og þjóð fyrir útlendinga inni I bæklingi
plötunnar. Þar segja þeir islendinga ekki
leyfa innflutning á osti, flestir þeirra fili bíó-
myndir og pizzur og þeir séu mjög hreinlátir.
Þá segja þeir okkur hafa unnið Þorskastrið
ið með litlum bát með vélbyssu og að rúðu-
brot séu mjög vinsæl. Fróðleikurinn er sagð
ur kominn frá sérfræðingi Daily Mail og
manni á Kaffibarnum I september í fyrra...
Format er frá Southampton en flutti til
Brighton 1997 vegna þess aö það var
miklu meira framboð af gömlum vínyF
plötum þar. Hann gerði efni meö
Aspects strax 1995 en vakti mikla at-
hygli meö laginum Viny Overdose af
Return of the DJ sem innihélt m.a.
samplið .1 Love Hip-Hop Like Madonna
Loves Dickl". Eftir smátíma hjá MoWax
gerði hann samning viö PIAS.
Þó að platan sé tekin upp í London,
Jamaica, New York og París og það
blandist saman á henni margar teg-
undir tónlistar þá skín hinn mjúki og
hljómfagri stíll þeirra Faussart-systra
alls staðar í gegn og platan virkar alls
ekki losaraleg. Þetta eru alvöru tónlist-
armenn, engar hálfberar smáfrfðar
dúkkur. Langbesta r&b/soul platan f
langan tima. trausti júlíusson
Eftir að hafa séð ótrúlega kraftmikla tðn-
leika Botnleöju á Airwaves voru vænt-
ingarnar orðnar talsverðar eftir plötunni.
Þess vegna veldur hljómurinn talsverö
um vonbrigðum, en hann er frekar lág-
stemmdur og söngurinn er falinn langt
afturi. Ekki nógu vel farið með gott efni.
Þetta nær þó ekki að skyggja á að plat-
an er fantagóð - sú besta frá Leðjunni I
mörg ár. höskuldur magnússon
Þessi plata minnir á frumkvöðla eins
og DJ Steinski og eins á mixplötur DJ
Shadow og Cut Chemist. Bltin eru
flott, ýmsum hljóðum og textabrotum
er blandað inn f tónlistina og húmorinn
er aldrei langt undan. Ofan á þetta
bætist svo rappflæði snillinga eins og
Chali 2na... Skemmtilegt þó aö þessi
tðnlist sé ekki lengur það ferskasta !
bransanum. trausti júlíusson
10
f ó k u s 2. maí2003