Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Síða 13
Úrslit Prix-tónlistarhátíðinnar í Færeyjum voru
haldin um síðustu helgi í Norðurlandahúsinu I
Þórshöfn. Þá kepptu þær sex hljómsveitir sem
efnilegastar þykja þar í landi. Umgjörð keppninn-
ar í Norðurlandahúsinu var stórglæsileg og Fær-
eyingum til mikils sóma eins og útsendari Fókuss
komst að.
Goðir Gestir
Prix'tónlistarhátíðinni svipar að
mörgu leyti til íslensku Músíktil-
raunanna en hún er haldin á tveggja
ára fresti. Síðast var það Eivör Páls-
dóttir og hljómsveitin Clickhaze
sem sigraði, en flestir Islendingar
ættu að kannast við Eivöru eftir hún
söng í Evróvisjón í Háskólabíói í
vor. Sigurvegarar keppninnar í ár
voru Gestir frá Götu.
TÓNLEIKACESTIR FRÁ 16 ÁRA UPP í
SJÖTUGT
Umgjörð keppninnar í Norður-
landahúsinu var stórglæsileg og
Færeyingum til mikils sóma, risa-
stórt svið þar sem stórar hljómsvéit'
ir og stórkostleg sviðsframkoma
margra hljómsveitanna fékk svo
sannarlega að njóta sín. Viðburður'
inn var sýndur í fjögurra og hálfs
tíma beinni útsendingu í Færeyska
sjónvarpinu, enda vekur þessi
keppni gjaman mikla athygli í land-
inu sem og vfðar. Þá var dómnefnd-
in alþjóðleg, því auk færeyskra með-
lima hennar og símaskosningar,
voru í henni íslenskir, enskir,
sænskir og bandarískir dómarar og
það voru fyrst og fremst þeir sem
ferðinni fólk á aldrinum 16 ára og
upp f sjötugt.
Déjá vu oc MC Hár heitar
Alls tóku 29 hljómsveitir þátt í
keppninni og var þeim skipt upp í
fimm hópa sem kepptu með viku
millibili í vor. Kosin var besta
hljómsveitin í hverjum hópi í úrslit.
Til að velja sjöttu hljómsveitina
fengu þær sveitir sem voru í öðm
sæti annan möguleika til að keppa
innbyrðis um lausa sætið. Á þann
hátt komust Gestir einmitt í úrslit-
in, þar sem þeir urðu í öðru sæti í sín-
um hópi og náðu síðan að sigra f
aukakeppninni.
Fyrir lokakeppnina voru mestar
vonir bundnar við Gesti og MC Hár,
en það var hins vegar hljómsveitin
Déjá vu sem skaut MC Hár ref fyrir
rass og varð í öðru sæti aðeins
nokkrum stigum á eftir Gestum.
Báðum þessum hljómvsveitum hefur
verið boðið á tónlistarhátíðir á Norð-
urlöndum vegna þessa góða árangurs
þeirra.
Spenntir fyrir Apparati
Aðalsöngvari Gesta er Ólavur
gerðu það að verkum að Gestir fóru
með sigur af hólmi, enda þama á
ferðinni langbesta hljómsveitin
þetta kvöldið.
Þeir lögðu sig fram um að flytja
þá tónlist sem þeir buðu upp á og
láta hana raða ferðinni, en á móti
varð sviðsífamkoman ekki eins og
hjá öðrum hljómsveitum sem
hugsuðu meira um hana á kostnað
tónlistarinnar. Reyndar lagði
hljómsveitin Hatespeech einungis
áherslu á sviðsframkomu og söng-
ur, ef hann skyldi kalla, mætti af-
gangi. Þetta er í þriðja sinn sem
hljómsveitin reynir að vinna þessa
keppni en í öll skiptin hefur henni
mistekist. Það er þó ljóst að hún á
marga áhangendur í Færeyjum.
Það vakti sérstaka athygli blaða-
manns að þeir fjölmörgu sem
mættu til að fylgjast með keppn-
inni, en uppselt var á hana, voru á
öllum aldri og greinilegt að Færey-
ingar líta það öðrum augum að
skemmta sér með fólki á allt öðrum
aldri en það er sjálft. I það minnsta
virtist það ekki vera til að skemma
fyrir þetta kvöldið að þar væri á
Hansen, en hann leikur einnig á
gítar. Hinn gítarleikari sveitarinnar
er Torfinnur Jákupsson og auk þeirra
eru þrír aðrir í sveitinni, Knút H.
Eysturstein, Niels Jákúp í Jógvan-
stofu á bassa og Jógvan Andrias á
Brúnni á trommur en hann er sonur
fyrrum menntamálaráðherra í Fær-
eyjum, Signar á Brúnni.
Gestir hafa ekki komið mikið fram
opinberlega, hafa þó leikið á örfáum
tónleikum í Götu, en þeir segjast
meira hafa setið saman heima og
samið. Það er hins vegar ekki fyrr en
nýlega sem augu tónlistaráhuga-
manna hafa beinst að þeim og það
var greinilegt á hátíðinni á laugar-
dag að þeir hafa strax náð að ávinna
sér stóran hóp aðdáenda sem klædd-
ust bolum merktum sveitinni og
létu vel í sér heyra á meðan á keppn-
inni stóð.
Sigursveitin Gestir mun leika á
listahátíð þeirra Færeyinga í ágúst
næstkomandi, en þar munu þeir
meðal annars verða á palli með ís-
lensku sveitinni Apparat sem Fær-
eyingar segja vera mest spennandi
og skapandi hljómsveit á Islandi nú
og bíða mjög spenntir eftir komu
hennar f ágúst.
Mikið um fulltrúa erlendra
plötufyrirtækja
Það er alveg ljóst að Prix Færeyja-
tónlistarhátíðn er eflaust orðin ein
besta leiðin fyrir færeyskar hljóm-
sveitir að koma sér á ffamfæri, ekki
aðeins innanlands heldur einnig er-
lendis þar sem forsvarsmönnum
keppninnar hefur tekist að draga að
fúlltrúa erlendra hljómplötuútgef-
enda í auknuin mæli. Sem dæmi um
það má nefna að sigurvegari keppn-
innar ffá árinu 1997, Teitur Lassen,
var að gefa út sína fyrstu hljómplötu
undir merkjum Universal Music í
Bandaríkjunum. Teitur var sérlegur
gestur á laugardag, en hann kom
sérstaklega ffá New York til að
heiðra samkomuna með nærveru
sinni, auk þess sem hann tók nokk-
ur lög á meðan dómnefndin var á
gera upp hug sinn.
Fókusmyndir og texti Pjetur
2. maf 2003 f ó k u s
13