Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Side 15
wm whh ........ 'wmaam................................... whw................................. - 'mmam W Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Oliver Platt leikari. Það heitasta sem nú gengur á Netinu er slóðin á síðu með mynd- bandi þar sem íslenska módelið Chloé Ophelia Gorbulew kemur fyrir. A síðunni má finna myndbönd með fjórum stúlkum sem spranga fáklæddar um í mis- jöfnu umhverfi og segja frá sjálfum sér og ýmsu fleira! Síðan er það sem myndi flokkast sem „fín“ klámsíða því stúlkumar fækka allar fötum í myndböndun- um, mismikið þó, flest- ar sýna allt en Chloé okkar sýnir einungis á sér barminn. Sam- kvæmt heimildum Fókuss mun Chloé ekki vera sátt við birtingu myndbandsins á Net- inu því þegar það var tekið var henni sagt að ætti að nota það sem prufuþátt fyrir raun- vemleikasjónvarp úti í heimi. Hægt er að skoða myndbandið og margt fleira á síðunni www.gleam-on.com. „Kærastinn minn er alveg að rifna úr stolti þessa dagana,“ segir hin nýkrýnda Ungfrú Island.is, Rakel McMahon. Draumurinn hennar er að komast að í innanhússarkitektanámi í Danmörku en fyrst um sinn ætlar hún að reyna við fornámið í Myndlistarskólanum í Reykjavík. ekki annað hægt en að sleppa sér á sviðinu. Þetta var frekar eins og maður væri kominn í ákveðið hlutverk. En á heildina litið var voðalega lítið stress f kringum keppnina. A lokaæfingunni fúrðaði ég mig til dæmis á því hversu lítið taugastrekkt ég væri og maður gleymdi þvf alveg að maður væri í keppni.“ Dansað út í bláinn „En það kom þó ýmislegt fyrir á lokakvöldinu sem áhorfendur virtust sem betur fer ekki taka eft- ir. Ég missti til dæmis beltið mitt í eitt skiptið og þegar ein stelpan, sem átti að koma fram á sviðið á eftir mér, kom ekki strax þurfti ég að halda áfram að dansa eitthvað út í bláinn því sviðið mátti aldrei vera tómt. En sem betur fer var það ekkert áber- andi.“ Og skylduspumingin. Kom sigurinnþiér á óvart? „Þetta kom mér mjög mikið á óvart. Eg hafði ver- ið valin Maybelline-andlitið og þegar verið var að tilkynna sigurvegarann var ég sjálf að velta því fyr- ir mér hver gæti hafa unnið. Auðvitað hafði ég ákveðnar væntingar fyrir keppnina en ég er þannig að eðlisfari að ég geri mér ekki miklar von- ir svo ég verði ekki fyrir vonbrigðum á endanum. En það var svo auðvitað mjög skemmtilegt að vinna." Ertu svo á leiðinni í Miss World? „Já, eins og er. Keppnin verður haldin í Kína þar sem HABL-lungnaÉólgufaraldurinn geisar um þessar mundir þannig að það er aldrei að vita hvemig það fer. En það eru enn 6 mánuðir í keppn- ina og ef til þess kemur býst ég frekar við að keppn- in verði færð en að ég muni þurfa að hætta við þátt- töku. En ég á reyndar enn eftir að ræða við Kristínu um þetta allt saman þannig að þetta á allt eftir að koma betur í ljós síðar.“ Stoltur kærasti Kærasti Rakelar heitir Magnús Leifsson og er að klára MH í vor. Svo skemmtilega vill reyndar til að hann hyggst einnig þreyta inntökupróf í fomámið í Myndlistarskólanum en hann stefnir á nám í graffskri hönnun í ffamtfðinni. „Hann er alveg að rifna úr stolti þessa dagana," segir Rakel. „Hann tók eiginlega út allan þennan pakka fyrir mig - að brosa í gegnum tárin og allt það,“ segir hún og hlær. „Hann og mamma segja reyndar að ég sé voða mikil prinsessa í mér, sem er kannski rétt að vissu leyti. Mamma var að segja mér um daginn að þegar ég var yngri hafi ég ætlað mér að eignast gull- kórónu. Sama hvað hver sagði - ég ætlaði að verða fegurðardrottning og fá kórónu. En þegar maður þroskaðist aðeins breyttist það í að vilja verða bankastjóri svo maður gæti hreinlega keypt kórón- una sjálfur," segir Rakel og brosir. Kórónan bíður þó enn því sigurlaunin í keppn- inni er silfurhálsmen. „En mér finnst hálsmenið vera mjög flottur gripur. Það er lfka þægilegra að vera með hálsmen í svona keppni því það virðist alltaf taka heila eilífð að koma kórónunni fyrir.“ Á síðasta ári skapaðist mikil umræða f kringum Ungfrú ísland.is í kjölfar heimildamyndarinnar í skóm drekans sem Hrönn og Ámi Sveinsböm gerðu. Hrönn tók þátt í keppninni árið 2000 og fékk mömmu sína til að mynda allt það helsta í undirbúningnum og baksviðs meðan á keppninni sjálfri stóð. „Jú, ég sá myndina þegar hún var sýnd í bíói,“ segir Rakel. „Mér fannst hún fyndin og hafði gam- an af henni. En ef það hefði verið stelpa í minni keppni sem hefði verið að taka myndir og segja að „Þetta kom mér mjög mikið á óvart. Ég hafði verið valin Maybelline- andlitið og þegar verið var að tilkynna sigur- vegarann var ég sjálf að velta því fyrir mér hver gæti hafa unnið. En það var svo auðvitað mjög skemmtilegt að vinna.“ þetta væri bara fyrir sjálfa sig hefði ég ekki orðið ánægð með að úr þvf yrði gerð heimildarmynd. En ég upplifði ekki myndina sem einhverja ádeilu á keppnina, alls ekki. Maður verður bara að hafa húmor fyrir þessu, enda var hún mikið að gera grín að þessu öllu saman.“ Og er Ungfrú ísland.is komin til að vera? . „Já, ég held það. Eg las að vísu blaðagrein um daginn með fyrirsögninni „leiðindi.is" þar sem efast var um að keppnin yrði haldin aftur að ári en ég vona að það komi ekki til þess. Svona keppnum hefur fækkað á síðustu árum, þar sem hvorki Ford- né Elite-keppnin hefur verið haldin lengi, og ég held að það sé gott að halda smá fjölbreytni í þessu,“ sagði Rakel að lokum. 2. maf2003 f ó k u s 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.