Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2003, Síða 13
12
FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003
FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003
13
M
agasm
I>V
M
agasm
Feðginin Vilhjálmu Ka!m ctX r borgarfulltrúi og Jóhanna sjónvarpskona:
peir sio L ustu veroa ryrsiir j
Bæöi brosandi. ..Það er ekki til snobb í pabba. Ég man að þegar ég var í Verslunarskólanum fékk ég stundum fína bílinn hans lánaðan en
hann var á litlum eldgömlum japönskum bíl sem ég átti. Á góðum stundum á hann fína spretti sem eftirherma og nær vel Gunnari Thoroddsen og
Geir Hailgrímssyni, aö ég tali ekki um Alfreð Þorsteinsson."
„Á þessum rúmu tuttugu árum sem
ég hef verið í borgarmálunum hafa
orðið miklar breytingar í þessum
málaflokki. Hið sama gildir í sveitar-
stjómarmálum almennt. Fólk er farið
að gera mun meiri kröfur til kjörinna
fulltrúa sinna og er jafnframt meðvit-
aðra um rétt sinn og stöðu. Það viil
sömuleiðis hafa enn meiri áhrif á sitt
nánasta umhverfí en leiðir til að svo
megi verða hafa verið opnaðar mikið.
Þetta tel ég vera mjög af hinu góða
segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
borgarfulltrúi og nýr oddviti sjálfstæð-
ismanna í borgarstjóm. DV-Magasín
tók hann tali nú í vikunni. Einnig dótt-
ur hans Jóhönnu, sem er landsmönn-
um að góðu kunn sem annar tveggja
umsjónarmanna sjónvarpsþáttarins ís-
land í bítið.
Berst lítið á
Létt var yfir þeim feðginunum þeg-
ar við hittum þau á Kjarvalsstöðum á
sólbjörtu mánudagseftirmiðdegi.
Shmd miili stríða og gat á milli funda
hjá Vilhjálmi, sem er annars önnum
kafrnn í sliku stússi alla daga.
„Ég á því láni að fagna að hlakka til
hvers einasta vinnudags,“ segir Vil-
hjálmur. Hann er auk þess að vera
borgarfuiltrúi formaður Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga og hefur jafn-
framt ýmis önnur trúnaðarstörf á
sinni könnu.
Við fáum okkur kaffi og bakkelsi í
kaffistofunni í listasetrinu við
Klambratún. „Það sem mér frnnst ein-
kenna pabba sem stjómmáiamann er
ef til viil helst að hann er litiö fyrir að
berast á og kynna sig og sitt. Sem
menn í hans stöðu þó þurfa. Ef til vill
breytir hann því nú þegar hann er
kominn í oddvitahlutverkið. En hitt
veit ég að hann hefur yfirburðaþekk-
ingu á þeim málum sem hann er að
sinna, enda vinnuþjarkur,“ segir Jó-
hanna.
Leibtoginn sé mannasættir
„Eigum við ekki að segja að hinir
síðustu verði fyrstir," segir Vilhjálmur
og hlær þegar hann er spurður hvers
vegna hann hafi ekki fyrr orðið leið-
togi sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Þegar Davíð Oddsson sneri sér að
landsmálunum 1991 stóð val um nýjan
leiðtoga borgarstjómarflokksins eink-
um á milli Vilhjálms og Áma Sigfús-
sonar. Þeirri skák lyktaði með því að
útvarpsstjórinn Markús Öm Antons-
son var sóttur og gerður að borgar-
stjóra. Síðar komu sem leiðtogar þau
Ámi Sigfússon, þá Inga Jóna Þórðar-
dóttir, næst Bjöm Bjamason og nú
loks Viihjálmur. Sá síðasti er orðinn
fyrstur.
„Góður leiðtogi þarf að hafa til að
bera bæði lipurð og sveigjanleika.
Kunna að treysta fólki og vera manna-
sættir," segir Vilhjálmur þegar hann
er spurður hvað forystumaður þurfi
að hafa til brunns að bera.
„Mikilvægt er líka að gefa eftir þeg-
ar svo á við. Ríghalda ekki í sína eigin
skoðmi og taka tillit til sjónarmiða
annarra ef það getur liðkað fyrir mál-
um svo þau nái í gegn.“
Valsari úr Hlíðunum
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er fædd-
ur Reykvíkingur og er 57 ára að aldri.
Uppahnn í Hlíðunum....og varð þess
vegna Valsari," eins og hann kemst að
orði. Þegar kom fram á unglingsárin
fór hann í Verslunarskólann og síðar í
lagadeild Háskóla íslands. „Á þessum
skólaárum fór ég að stússast í pólitík
og félagsmálum sem ég held að sé
hreinlega í mínu eðli. Hin hefðbundna
pólítík var þó sjaldan til umræða á
mínu æskuheimili," segir Vilhjálmur.
í Versló var hann formaður nem-
endamótsnefndar og í háskólanum
var hann m.a. ritstjóri
Vökublaðsins og ritstjóri Úlfljóts,
blaðs laganema“. „Svona þróaðist
þetta stig af stigi og fljótt varð ekki aft-
ur snúið. Ég hef verið í ýmsu félags-
málastarfi allar götur eftir þetta.“
Lærdómsríkur tími
Fara verður fljótt yfir sögu þegar
ferill Vilhjálms er rakinn en fáum
árum eftir að hann lauk lagaprófi réð
hann sig til SÁÁ en samtökin voru þá
nýlega stofnuð. Þetta var 1978.
„Til mín komu menn sem voru í
stjóm samtakanna og báðu mig að
koma skipulagi á starf samtakanna.
Þau voru þá farin af stað með meðferð
fyrir áfengissjúklinga, þar sem aðrir
sem höfðu glímt við þennan sjúkdóm
sem alkóhólisminn er voru ráðgjafar.
Þetta var nýmæli i meðferð áfengis-
sjúklinga og vissulega umdeiit, svo
sem meðal ýmissa lækna. En alit hafð-
ist þetta með tímanum og skilningur á
starfinu jókst,“ segir Vilhjálmur.
Litið til baka segir hann árin hjá
SÁÁ hafa verið afskaplega lærdóms-
ríkan tima og góðan. „Þama eignaðist
ég marga trausta vini. En ekki siður
finnst mér ánægjulegt að hafa tekið
þátt í þessu starfi sem svo mörgum
hefur hjálpað við að lifa heilbrigðu
lífi,“ segir Vilhjálmur.
Tókumst harkalega á
„Ég fann hins vegar fljótt hvar ég
átti heima í stjómmálum," heldur Vil-
hjálmur áfram. „Þannig fannst mér
Sjálfstæðisflokkurinn á minum ung-
lingsárum eiga öflugustu forystu-
mennina. Bjama Benediktsson sem
formann og forsætisráðherra og Geir
Hallgrímsson borgarstjóra. Fyrir svo
utan að ég vildi frelsi einstaklingsins
sem mest og vildi styðja við þau sjón-
armið i stjómmálastarfi."
Hann fór ungur að starfa með Sjálf-
stæðisflokknum en heflti sér hins veg-
ar sjáflúr ekki út í slaginn fyrr en árið
1982. í prófkjöri þá náði hann tryggu
sæti og í kosningum þetta vor ár vann
flokkurinn aftur meirihlutann í borg-
inni undir forystu Davíðs Oddssonar.
„Það var áfkaflega skemmtilegur
tími sem þá fór í hönd, en átakamikill.
Við Ingibjörg Sólrún tókumst harka-
lega á í málum sem meirihlutinn var
að vinna að, þá einkum skipulagsmál-
um. Sem formaður skipulagsnefridar
tók ég þátt í mörgum stórmálum, svo
sem uppbyggingunni í Grafarvogi þar
sem í fyrsta sinn gerðist það í borginni
að aflir sem vildu byggja fengu lóðir.
Það var nýmæli.“
Hughreysting er mikilvæg
í síðustu viku, þegar Vilhjálmur tók
við forystuhlutverkinu i borgarstjóm-
arflokki sjálfstæðismanna, lýsti hann
því yfir að hann legði sérstaka áherslu
á velferðar- og fiölskyldumál, þá ekki
síst félagsþjónustuna i borginni. Hann
segir að þau mál hafi afltaf staðið sér
nærri hjarta. Fari það kannski að ein-
hveiju leyti saman við skapgerð sína
og viðhorf. Sjálfur hafi hann þannig
Setiö í kaffi meö blómin í baksýn. „Það má vera að ég sé sjálfstæðismaður af gamla skólanum. eins og það er kallað. Sú
má nafngiftin vera ef í því felst að halda skuli í gömul og góö gildi og styðja þá sem eiga bágt," segir Vilhjálmur.
kostað kapps um að greiða götu þeirra
Reykvíkinga sem til sín leiti með slík
mál - sem og annað.
„Albert Guðmundsson talaði við
fólk á hveiju götuhomi og var nefndur
fyrirgreiðslupólitíkus. Kannski er ég
það líka. En þá fyrst og fremst í þeim
skilningi að ég leitast við að leiðbeina
fólki og aðstoða við að leita réttar sins
í kerfinu sem fyrir venjulegan borgara
er oft afar flókið og snúið. Það má vera
að ég sé sjálfstæðismaður af gamla
skólanum, eins og það er kallað. Sú má
nafhgiftin vera ef í því felst að halda
skuli í gömul og góð gildi og styðja þá
sem eiga bágt,“ segir Vilhjálmur.
Allir borgarfufltrúar hafa í dag
skipulagða viðtalstíma og leita þangað
til kjörinna fufltrúa sinna með ýmis
mál, basði stór og smá. „Oft em þetta
' ýmis félagsleg vandamál sem fólk
kemur með tfl okkar borgarfufltrú-
anna. Húsnæðisleysi, Qárhagsvandi,
veikindi bama og fleira slíkt. Maður
væri auðvitað tiflinningalaus ef frá-
sagnir þessar tækju ekki á mann.
Stundum er það lika hlutverk okkar
borgarfulltrúa hreinlega að hug-
hreysta fólkiö í erfiðri stöðu sinni. Ofl
em slík orð það mikilvægasta."
Yfirlætislaus eftirherma
Sjónvarpskonan Jóhanna, sem
landsmönnum er að góðu kunn, er elst
þriggja bama Vilhjálms og Önnu
Johnsen. Um nokkurra ára skeið var
Jóhanna flugfreyja, jafnhliða sem hún
stundaði nám í stjómmálafræðum við
Háskóla íslands. Sjónvarpsþula var
hún um skeið en síðustu vetur hefur
hún stýrt morgunþætti Stöðvar 2
ásamt Þórhalli Gunnarssyni.
„Ég á ofsalega góðan pabba og taug-
in milli okkar er sterk, enda þótt við
hittumst kannski ekki mjög oft. En við
vitum alltaf mjög vel hvort af hinu,“
segir Jóhanna sem kveðst eiga traust-
an vin og ráðgjafa þar sem faðir henn-
ar er.
Aðspurð um manninn á bak við
borgarfufltrúann Vilhjálm segir Jó-
hanna hann vera afskaplega yfirlætis-
lausan mann. „Það er ekki til snobb í
pabba. Ég man að þegar ég var í Versl-
unarskólanum fékk ég stundum fína
bílinn hans lánaðan en hann var á litl-
um eldgömlum japönskum bíl sem ég
átti. Stundum hreinlega gleymdi hann
að rukka mig um bílinn sinn aftur og
hann var á mínum bíl út um allan bæ.
Síðan leynir hann líka verulega á sér
sem eftirherma. Á góðum stundum á
hann fma spretti og nær vel Gunnari
Thoroddsen og Geir Haflgrímssyni, að
ég tali ekki um Alfreð Þorsteinsson."
í samræmi við tíðarandann
Um skeið var Jóhanna í stjómmála-
starfi, var í stjóm Sambands ungra
sjálfstæðismanna, miðstjóm flokksins
.. og einhveiju svoleiðis," eins og
hún kemst að orði. Hún kveðst síðan
hafa fúndið að sig langaði ekki í meira
á þessum vettvangi og hafi þá ákveðið
að draga sig i hlé, í bili aö minnsta
kosti. Hafi hún þá farið að starfa við
fjölmiöla og kunni þvi ákaflega vel.
„Að mörgu leyti em stjómmálin og
fiölmiðlar líkur vettvangur," segir Jó-
hanna. „Á báðum stöðum þarf maður
að vera fljótur að setja sig inn í mál og
geta lesið hvemig straumar og steftiur
liggja í þjóðfélaginu. Stjórmálamenn
em vissulega að móta þær leikreglur
sem samfélagið fer eftir en þeir era
líka háðir fiölmiölunum sem endur-
spegla viðhorf almennings og það
hvemig landið liggur. Ekkert næst
fram í stjómmálunum nema það sé í
einhveiju samræmi við tíðarandann
eins og hann birtist okkur hveiju
sinni.“
Ab vera almenningseign
Annað sem Jóhanna nefnir sem
sammerkt með fiölmiðlum og stjórmál-
um er aö þeir sem gefi sig til starfa á
þessu sviði séu alltaf almenningseign.
„Það er nokkuð sem maður verður
að sætta sig við. Vissulega vill maður
vera aflra og þá er stundum þreytandi
og eiginlega sárt að ftnna að maður
skaprauni einhveiju fólki þannig að
viðkomandi telji sig hreinlega hafa
skotleyfi á mann. En vissulega era
dæmi um slikt fá. Sem betur fer,“ seg-
ir Jóhanna sem í júni ætlar að taka sér
frí frá sjónvarpinu í bili að minnsta
kosti. Þá fer hún suður til Barcelona i
spænskunám.
Útgeislun og kjörþokki
Eins og að líkum lætur era feðginin
Jóhanna og Vilhjálmur ekki alltaf
sammála um hlutina. Þau geta stund-
um deilt hressilega, til dæmis um
stjómmálin þar sem hvort um sig hef-
ur eindregna afstöðu til manna og mál-
efna.
„Ég er afskaplega stoltur af henni
dóttur minni sem hefur gert það gott.
Mér finnst morgunþátturinn á Stöð 2
hafa heppnast mjög vel, vera málefna-
legur, fiölbreyttur og skemmtilegur og
þar stendur Jóhanna sig, að mínum
dómi, afar vel. Þar sýnir hún ágætlega
þá útgeislun og þann kjörþokka sem
hún hefur sem sumir halda fram að ég
hafi ekki,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson að síðustu og kímir. -sbs
Leiötogakapphlaupið. Vilhjálmur, Katrín Fjeldsted. Magnús L. Sveinsson og Árni Sigfús-
son. sem vantar á myndina. sögöust sumariö 1991 öll þess aibúin aö taka viö ieiðtogahlutverki
inu embætti borgarstjóra. Niöurstaöan varð hins vegar Markús ðrn. Nú. tólf árum síðar. hefur
Viihjálmur tekið viö veldissprotanum. (Úr myndasafni DV)