Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2003, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2003, Síða 16
16 FTMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 £ M agasm Árinu eldri Vala Á. Thoroddsen er 82 ára 8. júní. Hún er dóttir Ásgeirs forseta og ekkja Gunn- ars heitis Thoroddsens. Þjóðin þekkir Völu ekki öðru- visi en brosandi, svo sem í hlut- verki borgarstjórafrúar eða eigin- konu forsætisráðherra. Hún er vinsæl kona og vel metin í samfé- laginu. Jón Krist- jánsson ráð- herra er 61 árs 11. júní. Hann er samvinnu- skólagenginn Skagfirðingur en settist ung- ur að á Egils- stöðum. Hann var kaupfélagsstarfsmaður og rit- stjóri Austra. Hann var kjörinn á þing 1985 og hefur verið heilbrigð- isráðherra síðustu ár og þótt far- sæll í störfum þar. Jón Þór Hannesson, framkvæmda- stjóri Saga Film, er 59 ára 11. júní. Hann var einn af þeim vormönn- um sem hrundu starf- semi íslenska sjónvarpsins af stað. Síðan setti hann af stað rekstur Saga film sem i dag er orðið stór- veldi á sviði t.d. kvikmyndagerðar og auglýsingamynda. Ingibjörg Rafnar lög- fræðingur er 58 ára 6. júní. Hún starfrækti lengi lögfræði- stofu með systrum sínum og var í borgar- stjóm i nokkur ár. Hún venti svo sínu kvæði í kross og fylgdi eiginmanni sínum, Þorsteini Pálssyni, þegar hann gerðist sendi- herra. Þau sitja í Kaupmanna- höfn. Eiríkur Tóm- asson lagapró- fessor er 53 Ara 8. júní. Hann er einn virtasti lögspekingur þjóðar- innar og hefur hreyft við ýmsum málum sem þýtt hafa réttarbætur. Hann var aðstoðarmaður ráðherra fyrr á árum og formaður kjör- stjórnar í síðustu borgarstjómar- kosningum. Úlfar Hauksson, for- maður Rauða kross íslands, er 51 árs 6. júní. Hann er Akureyringur og stýrir Kaffi- brennslunni þar í bæ. Hann hefur aukinheldur komið að ýms- um félagsstörfum, var lengi í for- ystu Rauða krossins nyrðra en síð- asta ár var hann formaður sam- takanna á landsvísu. Bubbi Morthens tón- listarmaður verður 47 ára 6. júní. Hann er farandverka- maður sém gerðist söngv- ari, byltingar- maður og box- ari. Hann er orðuhafi, syngur um átök og ástir, maður þverstæðna. En samt er ekki til nema einn Bubbi. Alltaf samur við sig og sí- gildur. Helgi Hjörv- ar alþingismað- ur verður 36 ára 9. júní. Hann vakti ungur athygli fýrir skeleggan málílutning sem fleytt hefur honum langt en þó einnig gert hann umdeildan. Hann er borgarfulltrúi og nýkjör- inn þingmaður. Hann hefur verið formaður og framkvæmdastjóri Blindrafélagsins i nokkur ár. Geröur Kristný Guó- jónsdóttir, rit- stjóri Mannlífs, er 33 ára 10. júní. Hún er skáldkona og hefur ýmislegt erjað í þeim garði. Hún er einnig vel þekkt sem blaðamaður hjá Fróða, var lengi á Séð og heyrt en hefur síðari árin ritstýrt Mann- lffl. . I>V db á náttborðinu Nafn: Eyvindur Ari Pálsson Aldur: Verð tvítugur i ágúst. Makl og börn: Óbundinn og barnlaus og bý á „Hótel Mömmu“. Starf: Hef unnið sem þjálfari á tennisnámskeiðum fyrir krakka. Menntun og starf: Lauk fyrir skemmstu stúdentsprófi frá MR. Stefni á að læra stærðfræði í Há- skólanum og fara því næst í nám til útlanda. Vonast til að fá áhugavert starf að námi loknu. Bifreið: Ég hef afnot af fjalla- bílnum Daihatsu Rocky, árgerð 1991. Fallegasta kona sem þú hef- ur séð utan maka: Fagurt er allt, sem litið er ástaraugum. (Christian Morgenstern) Helstu áhugamál og hvað gerir þú í frístundum: Áhuga- málin eru íþróttir, kvikmyndir, góðar skáldsögur, ferðalög og ým- islegt tengt skólanáminu t.d. stærðfræði. f frístundum spila ég tennis og á klarínettið mitt, hitti félagana og ræki áhugamálin. Uppáhaldsmatur: Ég er hrif- inn af alls konar fiskréttum enda er sagt að það sé vit í fiski. Upp- áhalds hátíðarmatur er hamborg- arhryggur. Uppáhaldsdrykkur: íslenskt vatn. Fallegasti staður á íslandi: Veðrið hefur áhrif á fegurð Meb „Mér finnst það krydda hvunndaginn að borða góða máltíö með fjölskyld- unni. Allt sem ég geri í frístundum kryddar líka tilveruna," segir Eyvindur Ari Pálsson sem dúxaði í Menntaskólanum í Reykjavík og náði ^ einstökum árangri. Magasín-mynd Hari Ovinafagn- - segir Eyvindur Ari Pálsson, sem dúxaái í MR landsins en ætli Þingvellir séu ekki fallegir hvernig sem viðrar. Eftirlætisstaður erlendis: Mér frnnst sá staður sem ég er staddur á hverju sinni áhuga- verðastur - núna beinist áhuginn að Japan en þangað fer ég eftir rúman mánuð. Með hvaða liði heldur þú í íþróttum: Fótboltaliði 6.X vetur- inn 2002-2003 en það varð einmitt Krítarmeistari í knattspymu í ágúst 2002. Þjálfari liðsins er Kristján Þór Þorvaldsson. Hvaða bók ertu með á nátt- borðinu: Óvinafagnað eftir Ein- ár Kárason. Eftirlætis rithöfundur: Höf- undur Njálu. Eftirlætis tónlistarmaður: Trommuleikarinn í Ókind, Ólaf- ur Freyr Frímannsson. Fylgjandi eða andvígur rík- isstjórninni: Tek ekki afstöðu. Hvaða þjóðþrifamál á ís- landi er brýnast að bæta úr: Menntamál eru mér efst í huga og þá einkum endurskoðun á fyrstu bekkjum grunnskólans. Hvað ætlaðir þú að gera þeg- ar þú yrðir stór: Ég tók aldrei ástfóstri við eina starfsgrein, mér dugði að stefna að því að veröa stærri. Persónuleg markmið fyrir komandi mánuði: Æfa stift fyr- ir Ólympíuleikana í stærðfræði í Japan og gera mitt besta þegar á hólminn er komið. Hver eru þín ráð til að krydda hvunndaginn: Mér finnst það krydda hvunndaginn að borða góða máltíð með fjöl- skyldunni. Allt sem ég geri í frí- stundum kryddar líka tilveruna. Lífsspeki: Að gera mitt besta og horfa á björtu hliðamar. J 3 Sjáumst í göngugötunni á morgun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.