Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2003, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2003, Síða 23
■4 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 I>V M, agasm Hvað ætlar þú ab gera um hvítasunnuhelgina? Eitthvað út úr bænum „Við mæðgurnar ætlum að reyna að komast eitthvað út úr bænum um helgina, sérstaklega þá ef veðrið verður gott. Alltaf er gaman að fara austur á Þingvöll eða kannski upp að Reynisvatni að veiða. Ef við mæðgurnar er- um í bænum forurn við stundum í sund eða í bíó. Annars er ég hreinlega ekki búin að ákveða hvernig hvitasunnan verður,“ segir Sigríður Ásgeirsdóttir há- skólanemi. „En auðvitað væri margt skemmtilegt hægt að gera. Til dæmis væri afskaplega gaman að fara eitthvað vestur, kannski á Strandirnar eða norður í Djúpu- .Afskaplega gaman að fara eitthvað vestur," segir Sigríður Ásgeirsdóttir háskólanemi. vík. Eða vestur í Djúp og gista á hót- elinu í Reykjanesi. Draumurinn væri hins vegar að kom- ast eitthvað í smn- arhús. Við höfum aðgang að húsi norður í landi en þangað er kannski helst til of langt til að fara til helgardvalar. Því munum við mæðgurnar láta okkur líka að vera hér einhvers staðar í ná- grenni borgarinnar um þessa löngu fríhelgi," segir Sigríður en einnig séu um helgina á dagskrá ýmsir menningarviðburðir í Reykjavík sem gaman Væri að sækja. Að öðru leyti segir hún að ef til vil sé best að njóta þess sem borg- in býður því hún sé hún nú á leiðinni á heimaslóðir sínar vest- ur á ísafirði þar sem hún verði við störf næstu mánuði og ætli ekki að snúa aftur fyrr en sið- sumars. -sbs „Eg er alæta Pálmi i á alla tónlist," segir 1 Gunnarsson. Tónlistin í hlustunum Stewart me& stórsveit „Síðustu daga hef ég verið að hlusta á Path Methany, sem er einn af þekktustu djassgítaristum heimsins," segir Pálmi Gunnarsson, söngv- ari og tónlistarmaður. „Hann er óskaplega fjölhæfur tónlistarmaður og í hljómsveit hans eru menn víðs vegar úr heiminum. Hver og einn þeirra leggur til gott eitt í blönduna sem verður óskaplega skemmtileg í heildina. Mér fmnst alltaf gaman að hlusta á djass og þá ekki síður svona instrúmental músík.“ Pálmi segist einnig að undanfómu hafa gripið í að hlusta á Rod Stéwart þar sem hann syngur ýmsa gamla stórsveitastandara með slikri sveit. „Þarna er gamli Stewart einmitt með stórsveit með sér og er mjúkur og flottur. Alveg eins og hann gerist allra bestur," segir Pálmi Aukinheldur segist Pálmi hafa gaman af því að hlusta á ýmiss kon- ar íslenska tónlist. „Ég er alæta á alla tónlist, ef hún er á annað borð góð,“ segir Pálmi. „Þannig var ég um daginn að hlusta á nýjustu afurð- ina frá Maus sem mér þótti mjög góð og skemmtileg - og yfirleitt flnnst mér þetta sem nýjar íslenskar sveitir eru að gera í dag koma mjög skemmtilega út,“ segir Pálmi sem er alltaf í sveitinni Mannakornum sem er siung og hefur að undanfornu verið að taka upp í hljóðveri ým- islegt efni sem kemur út í fyllingu tímans. -sbs Bækurnar á náttborbinu: Sögur af kappanum KK „Ég hef nýlokið við KK, ævisögu Kristjáns Kristjánssonar tónlistar- manns, eftir Einar Kárason," segir Guðrún Helga Sigurðardóttir, blaða- maður á Frjálsri verslun. „Mér fannst þessi bók skemmtilega skrifuð. Ég hélt fyrir fram að hann hefði ekki mikið að segja blessaður KK en hafði heyrt í viðtölum í íjölmiðlum fyrir jólin að það gæti varla verið rétt. Það kom líka í ljós strax og hún var opnuð að þetta var misskilningur. Ekki aðeins er bókin afbragðsvel skrifuð, létt og skemmtileg heldur hefur kappinn lika frá nógu að segja af þvælingi sínum um heiminn og reynslurikri ævi.“ Bókin Norðanstúlka eftir Guðrúnu Friðgeirsdóttur er önnur bók sem Guðrún hefur nýlega lesið - og segir hún hana vera sér minnisstæða. „Það hefur lítiö farið fyrir þessai’i bók en ég er viss um að hún á eftir að lifa lengi inni í mér því aö ég hef hugsað svo mikið um hana, í þess- ari bók segir Guðrún frá uppvexti sínúm hjá fátækri móður sinni, verkakonu, í kreppunni á Húsavík. Hún lýsir vel aðstæðum á Húsavík á þessuni tíma. Þetta er heilmikil tilfínningabók að vissu leyti og ein- hvem veginn flnnst mér eftir á að hyggja að sár lífsreynsla hafi skinið í gegnum textann. Þetta er að minnsta kosti bók sem situr i mér.“ Þá segist Guörún vera sæmilega dugleg aö lesa matreiðslubækur og bækur um líkamsrækt þegar hún kemst í þær. „Það er því miður alltof sjaldan en nýlega komst ég í tæri viö bók á ensku um ávaxtahristing af ýmsu tagi sem mér þykir hrein unun að glugga í og láta mig dreyma," segir Guðrún Helga Sigurðardóttir blaðamaður. -sbs „Viss um að bókln á eftir að lifa lengi inni í mér,“ segir Guðrún Helga Sig- urðardóttir. Mynd Gelr Olafsson 23 Mikið úrvai Heildsöludreifing A horni Laugavegar og Klapparstígs af nýjum vörum í frönsku línunni Mjög hagstætt verð. Eftirfarandi verslanir bjóöa þessar vörur: Blómabúðin Dögg, Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði Blómahafið við Gullinbrú, Stórhöföa 17, Rvk Blómahúsið, Kirkjubraut 14, Akranesi Sjanghæ kínverskur veitingastaður Elsta kínverska veitingahúsið á Islandi Hlaðborð í hádeginu Kr. 980 - 6 réttir Við erum einnig með aðstöðu fyrir allt að 100 manns, tilvalið fyrir veisluna jbína! Laugavegi 28 • 101 Reykjavík • Sími: 551 6513 SÖGUSAFNIÐ • PERLAN Opið 10-18 - sími: 511 1517 / 511 1518 www.sagamuseum.is - netfang: agusta@backman.is Sögusafnið sýnir stórviðburði íslandssögunnar frá landnámi til siðaskipta með einstökum hætti í einum af hitaveitutönkum Perlunnar. Innifalin er leiðsögn á geisladiski á nokkrum tungumálum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.