Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2003, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2003, Page 2
76 DVSPORT ÞRIÐJUDAGUR 10.JÚN/2003 Henin-Hardenne vann franska meistaramótið Moreno hættur að dæma TENNIS: Belgíska stúlkan Justine Henin-Hardenne vann sigur á opna franska meistara- mótinu um helgina. Hún lagði löndu sína, Kim Clijsters, örugg- lega í tveim settum, 6-0 og 6-4.Leikurinn stóð aðeins yfir í 68 mínútur enda voru yfirburðir Henin-Hardenne miklir. Þetta var í fyrsta skiptið sem belgísk- ar stúlkur keppa til úrslita á þessu móti og því voru belgíski kóngurinn og forsætisráðherr- ann meðal áhorfenda. „Þetta er frábær stund fyrir mig. Ég lagði allt mitt hjarta í þenn- an leik," sagði Henin-Hardenne eftir að hún hafði lyft bikarnum góða. Hún sagðist tileinka sig- urinn móður sinni sem er látin. „Ég vil tileinka móður minni þennan sigur en ég er viss um að hún horfði á hann frá para- dís og var mjög stolt af mér. Ég kom hingað með henni fyrir 11 árum sem áhorfandi og þá sagði ég við hana að ég myndi snúa hingað aftur sem kepp- andi. Ég tel að hún hafi gefið mér alla þá orku sem ég þurfti í dag," sagði þessi 21 árs stúlka að lokum. henry@dvJs Justine Henin-Hardenne sigraði á opna franska meistaramótinu. KNATTSPYRNA: Umdeildasti dómari heims, Ekvadorinn Byron Moreno, hefur lagt flaut- una á hilluna mörgum til mikill- ar gleði. Moreno skaut rækilega fram á sjónarsviðið á HM síð- asta sumar í leik Suður-Kóreu og (tala þegar hann rakTotti af velli og tók mark af ítölunum. Hann var dæmdur í 20 leikja bann í heimalandinu í vetur þegar hann bætti 12 mínútum við venjulegan leiktíma. Mor- eno tengdist öðru liðinu sem skoraði einmitt 2 mörk á þess- um 12 mínútum. Hann fékk svo annað bann, eins leiks að þessu sinni, undir lok tímabilsins fyrir bága frammistöðu í deildarleik. Moreno ætlar að leiðbeina öðr- um dómurum af hliðarlínunni í framtíðinni. henry@dvJs íslenska landsliðið í hand- knattleik tók þátt í Flanders Cup í Belgíu um helgina. Liðið spilaði þrjá leiki - vann einn, gerði eitt jafntefli og tapaði einum. Fyrsti leikurinn var gegn Slóven- um og endaði með jafntefli, 26-26. Guðjón Valur Sigurðsson var at- kvæðamestur í íslenska liðinu í leiknum með 10 mörk og Snorri Steinn Guðjónsson kom næstur með 5 mörk. Síðan tapaði liðið fyrir Serbfu/Svartfjallalandi, 32-31. Þar lék Einar Örn Jónsson best með 7 mörk og Snorri Steinn var einnig með 7 mörk. Síðasti leikur mótsins var síðan gegn Dönum og þar léku íslensku strákarnir mjög vel og sigr- uðu, 29-26. Einar Hólmgeirsson átti stórleik og skoraði 9 mörk og Róbert Gunnarsson átti einnig mjög góðan leik og skoraði 8 mörk. Marga fastamenn vantaði í lands- „Við tefldum fram mjög ungu liði og strákarnir stóðu sig frábærlega" liðið að þessu sinni og því var þetta mót gott tækifæri fyrir marga af ungu og óreyndu mönnunum til að sanna sig. „Þetta er mjög viðunandi árangur og það var fjölmargt jákvætt í þessu,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari við DV Sport um helgina. „Við tefldum fram mjög ungu liði og strákarnir stóðu sig frábærlega. Við hefðum átt að vinna Slóvena, sigruðum Dani og rétt töpuðum síðan fyrir Serbum sem er fyrrver- andi landslið Júgóslava og þeir eru að búa sig undir undankeppni EM og voru því með mjög öflugt lið. Við getum vel við unað og við erum mjög sáttir." Ungu strákarnir spiluðu mjög vel í þessum leikjum og til að mynda var Snorri Steinn með 17 mörk í þessum þrem leikjum og svo áttu Einar Hólmgeirsson og Róbert Gunnarsson stórleik gegn Dönum. „Við erum að reyna að breikka leikmannahópinn hjá okkur og gefa þessum strákum tækifæri og þetta mót gaf okkur gott tækifæri tii þess. Það er mjög erfitt fyrir þessa stráka að taka sín fyrstu skref í alþjóðleg- um handbolta og það gerist ekkert á einum degi að þeir verði tilbúnir í þann slag, en þeir stigu stórt skref um helgina og þegar á heildina er litið er ég bara mjög sáttur. Það var ekki aðalatriðið hjá okkur í þessu móti í hvaða sæti við myndum lenda heldur hvernig handbolta við værum að spila og hvernig þessir strákar kæmu inn í þetta. Það var aðalatriðið og ég fékk fullt af svör- um við ákveðnum spurningum og strákarnir fengu mikla og dýrmæta reynslu," sagði Guðmundur Guð- mundsson, hæstánægður með helgina. henry@dvJs - nn Guðjónsson var einn af i ungu leikmönnum sem fengu i með landsliðinu um heigina Allir stóðu þeir sig mjög vel og ekki síst Snorri sem skoraði 17 mörk í þremur leikjum. Efni DV Sports Þríðjudaginn lO.júní2003 - Viðunandi árangur hjá handboltalandsliðinu Viðtal við Guðmund Guðmundsson þjálfara, bls. 16 Vorum miklu betri Landsliðsþjálfarinn Ásgeir Sigurvinsson, bls. 17 Tryggvi tryggði sigurinn Allt um leikinn gegn Færeyingum, bls. 18-19 Jörundur Áki rekinn frá Breiðabliki Blikar unnu sinn fyrsta sigur í 1. deildinni um helgina, bls. 20-21 Jafnt hjá Þjóðverjum og Skotum Allt upp á gátt í 5. riðli undankeppni EM 2004, bls. 21 KR-stúlkur á toppnum Hrefna Jóhannesdóttir skoraði fimm mörk fyrir KR, bls. 22-23 . Birgir Leifur og Anna Lísa unnu - annað stigamótToyota- mótaraðarinnarfórfram um helgina bls. 26 Logi í viðræðum við Fram - Baksíða Viðunandi árangur sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um frammistöðuna á Flanders Cup Utan vallar MÍNSK0ÐUN ÓSKAR HRAFN Þ0RVALDSS0N íþmttafréttamaður Það þarf ekki að koma á óvart í ljósi frétta síðustu daga að Grind- víkingar skuli kúldrast í kjallara Landsbankadeildarinnar þrátt fyr- ir að vera með mannskap sem ætti að vera að berjast á toppnum í deildinni. Undanfarin ár hefur það verið grunur þess sem þetta skrifar að stjörnu- og kóngastælar ákveð- inna leikmanna liðsins hafi staðið liðinu fyrir þrifum og í síðustu viku keyrði um þverbak þegar fréttist af drykkju fjögurra lykilmanna liðs- ins, á föstudagskvöldið eftir sigur- leikinn gegn Fram, en aðeins fjór- um dögum fyrir leikinn gegn ÍBV sem liðið tapaði með skömm á heimavelli og gerir það að verkum að það er í næstneðsta sæti deildarinnar. Með þessum fjórum einstak- Þeir vissu að helgin á eftir var fríhelgi þar sem hægt var að sletta úr klaufunum. Hinir fjórir fræknu gátu hins vegar ekki beðið - þorstinn sótti ofstíft að þeim. lingum voru nokkrir afvegaleiddir ungir leikmenn liðsins en hvort þeir voru dauðadrukknir eða ekki skiptir litlu máli. Það eru fjór- menningarnir sem þurfa að svara til saka. Þeirra framferði er óafsak- anlegt en allir eru þeir með reynd- ari mönnum liðsins. Þessir menn fá mikla peninga, í sumum tilfellum ótrúlegar upp- hæðir, fyrir að spila knattspyrnu og þeir peningar koma að mestu leyti frá bæjarbúum sem fara að- eins fram á að leikmenn leggi sig fram á knattspyrnuvellinum og hagi sér skikkanlega utan vallar - Er til of mikils mælst? Fjórmenningarnir bera hins vegar ekki meiri virðingu fyrir sjálfum sér, liðinu eða bæjarbúum en það að þeir ákváðu fagna sigrinum á Fram með því að fá sér ærlega í glas - hvílíkt virðingar- leysi! Þeir vissu að helgin á eftir var fríhelgi þar sem hægt var að sletta úr klaufunum. Hinir fjórir fræknu gátu hins vegar ekld beðið - þorst- inn sótti of stíft að þeim. Það sem er kannski verst í þessu er að allt virðist benda til að um- ræddir fjórmenningar muni sleppa með að borga aðeins sekt. Félagið virðist ekki ætla að setja þá í bann, bann sem þeir verðskulda fyllilega - og það er sorglegt. Málið hefur verið til lykta leitt, ef marka má orð eins af forráðamönnum liðsins, og það er slæmt. Vissulega myndi liðið veikjast ef þeir yrðu settir í bann, leikir myndu kannski tapast og staðan í deildinni versna en í staðinn myndi félagið endurheimta það sem er dýrmætara en sigrar eða töp - virðingu bæjarbúa í Grinda- vík sem eiga annað og betra skilið eftir frábæran smðning við liðið í gegnum árin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.